SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Page 41
15. júlí 2012 41
LÁRÉTT
1. Edrú mætt þrátt fyrir að vera mannleg. (10)
6. Högg kennd við gráðu í júdó verða að tónlist. (7)
7. Jú góss lafi hjá útlendingi að sögn. (9)
10. Sukka aftur með Bjarna og guði. (6)
11. Byrjaði að næra númer. (13)
13. Lögsókn af önnum er sannanlega lögsókn. (9)
15. Dýrkið það sem er ekki lengur hér. (4)
16. Meiðsli eftir margslungna raust í föllum. (8)
17. Merkja við X í tákni. (9)
21. Laus úr sonarblótinu og orðinn heill. (8)
22. Sérhver drukkin er fyrir óstöðugan. (8)
24. Erkiaula má sjá búa til dyngju af framburði. (8)
26. Sjokk eyði mat. (7)
27. Saga lok aftur með lofti. (7)
29. Sjá sjávarfugl, sem er róbót, vinna skrifstofu-
starf. (7)
30. Óglöggt fjármark kemur stundum fyrir í fótbolta.
(8)
31. Það er á mörkunum að auðkenna
marabústorka. (5)
32. Lásafáni er til tjóns. (9)
33. Pilla sem taka á í Evrópulandi var í skóla-
stofum. (11)
LÓÐRÉTT
2. Upphefð fá fremst á. (7)
3. Skaða heimspeking með því að snyrta brúnir.
(9)
4. Nem slá aftur eftir að mál MH fer að snúast um
skartgrip. (11)
5. Kasta jólasveini fram með braghætti. (9)
6. Benedikta er að semja. (5)
8. Deyfð er kostnaðarsöm hjá skepnu. (7)
9. Fimm komu á eftir goði með stöng. (7)
12. Þrautseigja nær að skorða. (5)
14. Sturlarar lesa rugl í herbergi. (12)
18. Striklaus kúrði hjá útlendingi. (5)
19. O, kurl á ennþá Ari, fésuga. (10)
20. Sunna nær að hlæja að fugli. (10)
21. Róum aftur partí sundurleitra. (10)
22. Hvæsti Kaja einhvern veginn út af mollu. (10)
23. Eyða mun á milli fólks oftast. (9)
25. Það sem þú færð ef þú spyrð son Laufeyjar að
einhverju? (8)
28. Herbergi maðkaflugna inniheldur krydd. (6)
Verðlaun eru veitt fyrir kross-
gátu vikunnar. Senda skal
þátttökuseðilinn í umslagi
merktu: Krossgáta Morgun-
blaðsins, Hádegismóum 2,
110 Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu 15.
júlí rennur út á hádegi 20.
júlí. Nafn vinningshafans
birtist í Sunnudagsmogg-
anum 22. júlí. Vinningshafi krossgátunnar 8. júlí
er Þorsteinn Úlfur Arnarsson, Laufrima 2, 112
Reykjavík. Hann hlýtur bókina Baldursbrár eftir
Kristinu Ohlsson.
Krossgátuverðlaun
Þann 11. júlí sl., þegar 40 ár voru
liðin frá þeirri frægu stund að
fyrsta einvígisskák Fischers og
Spasskís var tefld, var efnt til
samkomu á annarri hæð í litlu
timburhúsi gegnt hinu virðulega
Landsbankahúsi á Selfossi. Þar
voru mættir fyrir tilstuðlan
Gunnars Finnlaugssonar for-
svarsmenn Árborgar, Bjarni
Harðarson bóksali, Kristinn
Friðfinnsson prestur, Guðni
Ágústsson, forsvarsmenn skák-
hreyfingarinnar, og fleiri góðir
gestir að ógleymdum Sigfúsi
Kristinssyni byggingarmeistara
sem lagt hefur til húsnæðið fyrir
safn helgað minningu Fischers og
jafnframt aðstöðu fyrir skák-
iðkun Flóamanna. Selfyssingar
hafa áþreifanlega orðið þess varir
að einn koldimman janúar-
morgun fyrir meira en fjórum
árum var Bobby Fischer ekið síð-
asta spölinn um aðalgötu bæj-
arins. Leiði hans við Laugdæla-
kirkju er vinsæll viðkomustaður
ferðalanga. Í tilefni dagsins hafði
hafði Gunnar Finnlaugsson stillt
upp þessari stöðu:
1. einvígisskák:
Spasskí – Fischer
Um áttaleytið þann þann 11.
júlí lék Fischer 29. … Bxh2 og er
þar kominn einn frægasti „af-
leikur“ skáksögunnar. Fischer
var tvísaga um ástæðurnar – sjá
bækurnar Bobby Fischer vs. the
rest of the World eftir Brad Dar-
rach og No regrets eftir Yasser
Seirawan – en talið er að eftir 30.
g3 h5 31. Ke2 h4 32. Kf3 h3 33.
Kg4 Bg1 34. Kxh3 Bxf2 hafi hann
misst af 35. Bd2! sem fangar
biskupinn.
Framhaldið varð: 30. g3 h5 31.
Ke2 h4 32. Kf3 Ke7 33. Kg2 hxg3
34. fxg3 Bxg3 35. Kxg3 Kd6
Áhorfendum í Laugardalshöll
var flestum ljóst að þar sem a8-
reiturinn var ekki á svæði bisk-
upsins, hlytu líkur á jafntefli að
aukast verulega. Fjölskylduvin-
urinn Davíð Davíðsson læknir hélt
yfir mér menntaðan fyrirlestur
um að hvítur mætti aldrei leika
peðinu til a5.
Spasskí lék nú 36. a4. Í bók sinni
um einvígið fer Friðrik Ólafsson
langt með að sanna að 36. Kg4 sé
nákvæmara og vinni. Athuganir
Friðriks tók enski stórmeistarinn
Jonathan Speelman síðar upp í
bókinni Analysing the endgame
og komst að því að svartur nær
jafntefli með 36. … Kd5! 37. Kh5
Ke4! 38. Kg6 e5! 39. Kxg7 f5. Þetta
verður ekki hrakið, tölvuforritin
staðfesta niðurstöðu Speelmans
en vitanlega höfðu menn ekki slík
tæki á dögum einvígisins.
Fischer lék 36. … Kd5. Friðrik
bendir á hversu rökréttur leik-
urinn sé, frá d5 getur kóngurinn
haslað sér völl á báðum vængjum.
37. Ba3 Ke4. Friðrik og Speelman
eru sammála um að 37. … a6! sé
best og svartur heldur jafntefli.
Ein leiðin er 38. b6 Kc6 39. a5 Kd5
og eftir uppskipti á e-peði hvíts
heldur svarti kóngurinn til c8 og
þar sem peðið er komið til a5 get-
ur hvítur ekki unnið. 38. Bc5 a6
39. b6 f5? Ónákvæmur leikur.
Eftir 39. … e5! heldur svartur
jafntefli. 40. Kh4! Smýgur inn
fyrir varnargirðinguna. Eftir 40.
… f4 fór skákin í bið og nákvæmar
rannsóknir leiddu í ljós einfaldan
vinning þar sem leikþvingunum
var óspart beitt: 41. exf4 Kxf4 42.
Kh5 Kf5 43. Be3 Ke4 44. Bf2 Kf5
45. Bh4 e5 46. Bg5 e4 47. Be3 Kf6
48. Kg4 Ke5 49. Kg5 Kd5 50. Kf5
a5 51. Bf2 g5 52. Kxg5 Kc4 53. Kf5
Kb4 54. Kxe4 Kxa4 55. Kd5 Kb5
56. Kd6 – og Fischer gafst upp.
Hver er svo niðurstaðan? Jú.
Þegar öll kurl eru komin til grafar
þá var frægasti afleikur skáksög-
unnar, 29. … Bxh2, ekki afleikur.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
11. júlí og frægasti afleikur skáksögunnar
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta