SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 44

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 44
44 15. júlí 2012 Fyodor Dostoyevsky - Fávitinn bbbbm Fávitinn segir sögu hins 26 ára gamla Prince Lev Nikolaevich Myshkin. Myshkin snýr í upphafi bókar heim frá Sviss þar sem hann hefur verið í læknismeðferð í nokkur ár. Hann er fátækur og er kominn af ætt sem hefur mátt muna fífil sinn fegri. Hann hittir fyrir frænku sína, sem er auð- ug, í Pétursborg og með þeim tekst vinskapur. Sagan segir síðan frá því þegar hinn einfaldi Myshkin verður ástfanginn af tveimur stúlkum; slík óskynsemi veit ekki á gott. Einfeldnisleg góðmennska hans kemur honum í kland- ur og úr verður heimspekilegur vandræðagangur. Dostoyevsky er einn merkasti rithöfundur 19. aldar og ber viðkomandi bók þess merkis. Bókin er löng og strögl að koma sér í gegnum ákveðna kafla en það er vel þess virði þar sem bókin er einkar rík af tilvist- arspeki. Richard Matheson - I Am Legend bbbnn Nokkuð margar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókinni I Am Legend sem er að margra mati einn mikilvægasti hlekkurinn í vinsældum svokallaðrar uppvakningastefnu. Þar má nefna samnefnda kvikmynd sem þó er töluvert frá- brugðin efnivið bókarinnar. Það er lítið um flóknar persónur eða dýpt og verkið sem slíkt er mjög langt frá því að vera meistaraverk. Það má þó finna góðar pælingar í bókinni sem ganga út á það hver sé í raun og veru eðlilegur, eða hvort hægt sé að tala um slíkt. Aðalpersónan, sem lesandinn fylgir út bókina, er til að mynda frávikið í þessu til- felli. Bókin er ágætis afþreying sem skilur þó ekkert svo mikið eftir sig að lesningu lokinni. Viktor Frankl - Man’s Search for Meaning bbbbn Viktor Frankl var austurrískur geðlæknir og taugafræðingur sem bjó einnig yfir þeirri reynslu að hafa verið í útrýmingarbúðum nas- ista, meðal annars í Auschwitz. Í viðkomandi bók lýsir hann reynslu sinni úr búðunum og hvernig fórnarlömbin fundu nær alltaf eitthvað til að lifa fyrir þrátt fyrir eymdina. Fróðlegt er að lesa frásögnina með það til hliðsjónar að Frankl var geðlæknir. Það má finna hvert gull- kornið á fætur öðru í bókinni þó svo að frásögn- in sé jarðbundin. Bókin er góð samblanda af eins konar fræðiriti, þar sem Frankl útskýrir lógómeðferðina sem hann er upphafs- maður að, og svo hjartnæmri frásögn fórnarlambs nasista. Bókina má einnig finna á íslensku í góðri þýðingu Hólmfríðar K. Gunn- arsdóttur; Leitin að tilgangi lífsins. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Iceland Small World-small ed. Sigurgeir Sigurjónsson / portfolio 2. Vegahandbókin 2012 Stein- dór Steindórsson 3. Sumarhús með sundlaug Herman Koch / JPV útgáfa 4. The Little Book of the Ice- landers Alda Sigmundsdóttir / Vaka Helgafell 5. Eldar kvikna Suzanne Collins /JPV útgáfa 6. Heilsuréttir fjölskyldunnar Berglind Sigmarsdóttir / Bókafélagið 7. Dauðadjúp Åsa Larsson / JPV útgáfa 8. Iceland Small World-large ed. Sigurgeir Sigurjónsson / Portfolio 9. Hungurleikarnir Suzanne Collins / JPV útgáfa 10. Fórnardauði Lee Child / JPV útgáfa New York Times 1. Fifthy Shades of Grey E. L. James 2. Fifthy Shades Darker E. L. James 3. Fifty Shades Freed E. L. James. 4. Gone Girl Gillian Flynn. 5. Bared to You Sylvia Day. 6. Bloodline James Rollins. 7. Summerland Elin Hilderbrand 8. Fifty Shades Trilogy E. L. James 9. Coming Home Karen Kingsbury 10. Once Burned Jeaniene Frost Waterstone’s 1. Fifty Shades of Grey E. L. James 2. Fifty Shades Darker E. L. James 3. Fifty Shades Freed E. L. James 4. The Thread Victoria Hislop 5. Death Comes to Pemberley P. D. James 6. Fallen Karin Slaughter 7. The Stranger’s Child Alan Hollinghurst 8. The Hunger Games Classic Suzanne Collins 9. Flash and Bones Kathy Reichs 10. Catching Fire Classic Suzanne Collins Bóksölulisti Lesbókbækur Hin bandaríska Lillian Hellman hefurverið sögð mesta kvenleikritaskáld 20.aldar. Hún er meðal annars höfundurleikritanna The Little Foxes, Watch on the Rhine, The Children’s Hour og Toys in the At- tic, sem öll voru síðan kvikmynduð og skörtuðu stjörnum á borð við Bette Davis, Audrey Hepburn og Shirley MacLaine sem allar sýndu afbragðsleik í bitastæðum kvenhlutverkum sem Hellman var svo lagin við að skapa. Endurminningabók Hellman, Pentimento, varð árið 1977 að kvikmyndinni Julia en þar fór Jane Fonda með hlutverk Hellman, Jas- on Robards lék ástmann hennar, Dashiell Ham- mett, og Vanessa Redgrave hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem Julia, vinkonan sem Hellman sagðist hafa átt, en átti reyndar aldrei. Hellman var einstaklega mótsagnakenndur persónuleiki, stálgreind, hugrökk, ósvífin, duttl- ungafull og afar hégómleg en gat verið einstaklega skemmtileg. Ný ævisaga hennar leit nýlega dagsins ljós og höfundurinn er Alice Kessler-Harris sem nálgast viðfangsefni sín iðulega út frá kynjafræði. Segja má að þessi nýja bók sé ekki hefðbundin ævisaga því höfundur einbeitir sér að því að fjalla um líf Hellman í tengslum við strauma og stefnur á 20. öld. Titill ævisögunnar er A Difficult Woman (Erfið kona) en Hellman var ekki beinlínis ljúflingur. Hún fæddist árið 1905 og hálfþrítug, þá gift kona, hitti hún glæpasagnahöfundinn og drykkjumann- inn Dashiell Hammett, höfund Möltufálkans og fleiri góðra bóka. Hann var kvæntur en þau áttu í ástarsambandi sem stóð með hléum allt þar til hann lést þrjátíu árum síðar. Hún skrifaði ein- staklega fallega um samband þeirra í dásamlega vel skrifaðri endurminningabók sinni. Það var Ham- mett sem gaf henni hugmynd að leikriti um tvær kennslukonur sem illa þenkjandi nemandi sakar ranglega um að eiga í ástarsambandi. Leikritið sló í gegn og Hellman fylgdi því eftir með öðrum af- bragðsleikritum. Hellman var einarður talsmaður málfrelsis og barðist gegn fasisma en hún var einnig komm- únisti sem árið 1937 lýsti því yfir að Moskvurétt- arhöldin hefðu verið nauðsynlegur þáttur í þróun lýðræðis innan Sovétríkjanna. Ævisagnahöfundur hennar skautar nokkuð létt yfir þessa furðulegu yfirlýsingu og segir hana skiljanlega í ljósi að- stæðna. Árið 1950 sýndi Hellman mikið hugrekki þeg- ar hún neitaði að bera vitni fyrir óamerísku nefndinni og nefna nöfn gamalla félaga sinna sem flokka mætti sem kommúnista. Hún sagði: „Það að særa saklaust fólk sem ég þekkti á árum áður einungis til að bjarga sjálfri mér er að mínu mati ómannlegt, siðlaust og óheiðarlegt. Ég get ekki sniðið samvisku mína að nýjustu tísku.“ Árið 1979 sagði rithöfundurinn Mary McCarthy í frægu sjónvarpsviðtali að Hellman væri skelfilega ofmetin og slæmur og óheiðarlegur rithöfundur. „Allt sem hún skrifar er lygi,“ sagði McCarthy. Hellman sem var vellauðug fór í meið- yrðamál við McCarthy sem var ekki sérlega vel stæð og krafðist hárra skaðabóta en lést meðan málið var enn fyrir dómstólum. Málsóknin snerist reyndar í höndum hennar því alls kyns rann- sóknir hófust á sannleiksgildi endurminninga hennar og þær leiddu í ljós að hún fór æði frjáls- lega með staðreyndir og skáldaði óspart, þar á meðal um eigin hetjuháðir í baráttu við nas- ismann. Orðspor hennar beið verulegan hnekki. Sjálf varði hún sig með því að sannleikurinn væri svo miklu meira en það sem raunveruleikinn gæfi til kynna. Hellman var merkileg kona, afar fær leikrita- höfundur og einstaklega sterkur persónuleiki en um leið var hún afar mótsagnakennd sem gerir hana að einkar áhugaverðu viðfangsefni í ævisögu. Lillian Hellman er í hópi bestu leikritaskálda 20. aldar. Erfið kona Ævisaga leikritaskáldsins Lillian Hellman er nýkomin út og þar er af nógu að taka því lífshlaupið var sögulegt. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.