Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 24

Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 24
02/05 ErlEnt a nders Fogh Rasmussen stýrði sínum síðasta leiðtogafundi sem framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins NATO á dögunum. Hann hefur sett svip sinn á NATO og persónugert upplýsingastefnu stofnunarinnar án fordæma. Ráðgjafar hans hafa lagt þunga áherslu á að Anders Fogh komi fyrir sjónir sem andlit stofnunarinnar út á við. Hann sé sterkur leiðtogi hjá NATO en jafnframt athafnasöm persóna sem hiki ekki við að deila jákvæðum sögum úr einkalífi sínu með fylgjendum á samfélagsmiðlum. vinsælasti leiðtoginn Í stað þess að taka fyrir þung og erfið álitamál hefur Anders Fogh mýkt ímynd stofnunarinnar svo um munar. Þetta hefur gert hann að vinsælasta leiðtoga alþjóðastofnunar á samfélagsmiðlum, með 142 þúsund fylgjendur á Facebook og 200 þúsund á Twitter. Til samanburðar er Herman van Rompuy, leiðtogi ráðherraráðs Evrópusambandsins, aðeins með 35 þúsund fylgjendur á Facebook. Anders Fogh hefur gert það að algjöru for- gangsmáli að skapa jákvæða ímynd af NATO þar sem hann sjálfur hefur verið í forgrunni. Hágæðaljósmyndir eru birtar á Facebook, Twitter og ljósmyndasíðunni Flickr af fundum hans með þjóðarleiðtogum um víða veröld. Þá sýna ráðgjafar hans alheiminum sömuleiðis hann reglulega á morgunskokki, hjólreiðum eða jafnvel í flúðasiglingum eða fallhlífastökki. Anders Fogh sendir sömuleiðis reglulega frá sér vídeóblogg á YouTube þar sem hann fjallar gróflega um efnisatriði hvers fundar og stefnumál. valin upplýsingaleynd Hernaður hefur orðið undir í þessari nýju upplýsingastefnu NATO. Þess í stað er áhersla lögð á sýnileika borgaralegra verkefna stofnunarinnar, stjórnmálaleg tengsl og áhrif. Myndir af átakasvæðum heyra til algjörra undantekninga ErlEnt Róbert Hlynur Baldursson „Þetta hefur gert hann að vinsælasta leiðtoga alþjóðstofnunar á sam- félagsmiðlum, 142 þúsund fylgjendur á Facebook og 200 þúsund á Twitter.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.