Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 41

Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 41
02/04 Álit En hvað með tekjulág heimili? En hagkvæmni er ekki eina markmiðið þegar kemur að hönnun skattkerfisins. Það skiptir einnig máli (að flestra mati) að hugað sé að því hver borgar skattana. Mörgum er sérstaklega umhugað um að skattkerfið sé notað til þess að bæta hag lágtekjufólks. Þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa hærri tekjur telja sumir að skattar á mat eigi að vera lágir. Vandinn er að lágur matar- skattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónu- afsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekju- skattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þegar virðisaukaskattur á mat er lækkaður lækka vissulega skattar þeirra lægst launuðu. Skattar þeirra sem eru með hærri tekjur lækka hins vegar ennþá meira þar sem þeir eyða meira fé í mat en láglaunafólk. Af þessum sökum er lækkun virðisaukaskatts á mat dýr og óskilvirk leið til þess að bæta hag lágtekjufólks. Mun ódýrari og skil- virkari leið væri hækkun persónuafsláttarins. Síðustu daga hafa margir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti mótmælt tillögum Bjarna Benediktssonar um hækkun matarskattsins. Þetta fólk er ef til vill með hjartað á réttum stað en mótmæli þess eru illa ígrunduð. Í stað þess að mótmæla grunnbreytingunni ættu þessir aðilar að þrýsta á Bjarna að nota stærri hluta þess fjár sem aflað er með hærri matarskatti til þess að hækka persónuafsláttinn. Með því móti væri unnt að bæta hag lágtekjufólks mun meira fyrir sama pening. rétti mælikvarðinn? Í umræðunni um þessar breytingar hafa ýmsir bent á að sáralítill munur er á vægi matvæla í neyslu heimila með lágar tekjur og heimila með háar tekjur. Árin 2010-2012 var vægi matvæla í neyslu þess fjórðungs heimila sem var með „...ættu þessir aðilar að þrýsta á Bjarna að nota stærri hluta þess fjár sem aflað er með hærri matar- skatti til þess að hækka persónu- afsláttinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.