Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 16

Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 16
03/07 nýsKöpun sérfræðingur í stefnumörkun innan vísinda- og nýsköpunar- geirans, en hann tók þátt í skýrslugerðinni sem sjálfstæður sérfræðingur. Samkvæmt heimildum Kjarnans stóð til að birta skýrsluna opinberlega eftir Rannsóknarþing, en eftir að niðurstöður hennar lágu fyrir hafi verið tekin ákvörðun í Vísinda- og tækniráði um að fresta útgáfu hennar, og kalla skýrsluna einungis drög þar til hún yrði gerð opinber. Nú, tuttugu dögum síðar, hefur skýrslan ekki enn komið fyrir sjónir almenn- ings, en Kjarninn hefur hana undir höndum. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Engin skortur á fögrum fyrirheitum Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk samkvæmt lögum að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menn- ingar og auka samkeppnishæfni atvinnulífs- ins. Ráðið heyrir undir forsætisráðuneytið, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra er formaður ráðsins. Auk hans eiga sæti í ráðinu Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir at- vinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráð- herra. Ásamt þeim eiga sæti í nefndinni sextán fulltrúar, sem tilnefndir eru í ráðið af ráðuneytum, háskólum og aðilum vinnu markaðarins, auk þess sem forsætisráðherra getur kveðið allt að fjóra ráðherra til setu í ráðinu. Vísinda- og tækniráð fundar fjórum sinnum á ári, en það markar stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Vísinda- og tækniráð samþykkti á fundi 27. nóvember síðastliðnum nýja stefnu sem tekur til áranna 2013 til 2016. Í inngangi stefnuskjalsins er kjarni hennar skil greindur: „Mannauður er dýrmætasta auðlind sérhverrar þjóðar og eftir erfiðan niðurskurð undanfarinna ára verður það Formaður vísinda- og tækniráðs Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra fer fyrir vísinda- og tækniráði. Þar sitja þrír ráðherrar í ríkisstjórn Sigmundar til viðbótar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.