Kjarninn - 18.09.2014, Qupperneq 16

Kjarninn - 18.09.2014, Qupperneq 16
03/07 nýsKöpun sérfræðingur í stefnumörkun innan vísinda- og nýsköpunar- geirans, en hann tók þátt í skýrslugerðinni sem sjálfstæður sérfræðingur. Samkvæmt heimildum Kjarnans stóð til að birta skýrsluna opinberlega eftir Rannsóknarþing, en eftir að niðurstöður hennar lágu fyrir hafi verið tekin ákvörðun í Vísinda- og tækniráði um að fresta útgáfu hennar, og kalla skýrsluna einungis drög þar til hún yrði gerð opinber. Nú, tuttugu dögum síðar, hefur skýrslan ekki enn komið fyrir sjónir almenn- ings, en Kjarninn hefur hana undir höndum. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Engin skortur á fögrum fyrirheitum Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk samkvæmt lögum að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menn- ingar og auka samkeppnishæfni atvinnulífs- ins. Ráðið heyrir undir forsætisráðuneytið, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra er formaður ráðsins. Auk hans eiga sæti í ráðinu Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir at- vinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráð- herra. Ásamt þeim eiga sæti í nefndinni sextán fulltrúar, sem tilnefndir eru í ráðið af ráðuneytum, háskólum og aðilum vinnu markaðarins, auk þess sem forsætisráðherra getur kveðið allt að fjóra ráðherra til setu í ráðinu. Vísinda- og tækniráð fundar fjórum sinnum á ári, en það markar stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Vísinda- og tækniráð samþykkti á fundi 27. nóvember síðastliðnum nýja stefnu sem tekur til áranna 2013 til 2016. Í inngangi stefnuskjalsins er kjarni hennar skil greindur: „Mannauður er dýrmætasta auðlind sérhverrar þjóðar og eftir erfiðan niðurskurð undanfarinna ára verður það Formaður vísinda- og tækniráðs Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra fer fyrir vísinda- og tækniráði. Þar sitja þrír ráðherrar í ríkisstjórn Sigmundar til viðbótar.

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.