Kjarninn - 18.09.2014, Side 41

Kjarninn - 18.09.2014, Side 41
02/04 Álit En hvað með tekjulág heimili? En hagkvæmni er ekki eina markmiðið þegar kemur að hönnun skattkerfisins. Það skiptir einnig máli (að flestra mati) að hugað sé að því hver borgar skattana. Mörgum er sérstaklega umhugað um að skattkerfið sé notað til þess að bæta hag lágtekjufólks. Þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa hærri tekjur telja sumir að skattar á mat eigi að vera lágir. Vandinn er að lágur matar- skattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónu- afsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekju- skattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þegar virðisaukaskattur á mat er lækkaður lækka vissulega skattar þeirra lægst launuðu. Skattar þeirra sem eru með hærri tekjur lækka hins vegar ennþá meira þar sem þeir eyða meira fé í mat en láglaunafólk. Af þessum sökum er lækkun virðisaukaskatts á mat dýr og óskilvirk leið til þess að bæta hag lágtekjufólks. Mun ódýrari og skil- virkari leið væri hækkun persónuafsláttarins. Síðustu daga hafa margir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti mótmælt tillögum Bjarna Benediktssonar um hækkun matarskattsins. Þetta fólk er ef til vill með hjartað á réttum stað en mótmæli þess eru illa ígrunduð. Í stað þess að mótmæla grunnbreytingunni ættu þessir aðilar að þrýsta á Bjarna að nota stærri hluta þess fjár sem aflað er með hærri matarskatti til þess að hækka persónuafsláttinn. Með því móti væri unnt að bæta hag lágtekjufólks mun meira fyrir sama pening. rétti mælikvarðinn? Í umræðunni um þessar breytingar hafa ýmsir bent á að sáralítill munur er á vægi matvæla í neyslu heimila með lágar tekjur og heimila með háar tekjur. Árin 2010-2012 var vægi matvæla í neyslu þess fjórðungs heimila sem var með „...ættu þessir aðilar að þrýsta á Bjarna að nota stærri hluta þess fjár sem aflað er með hærri matar- skatti til þess að hækka persónu- afsláttinn.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.