Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni mun að öll- um líkindum hverfa í ágúst eða í byrjun sept- ember í síðasta lagi. Þetta segir Páll Bergþórs- son, fyrrverandi veðurstofustjóri, sem hefur fylgst vel með fönnum í Esjunni á síðasta áratug. Skaflinn hvarf á hverju einasta hausti árin 2001-2010 en náði að lifa af sumarið í fyrra. „Hann hverfur hér um bil á hverju ári núna, sem passar við það að þetta er langhlýjasti áratugur síðan mælingar hófust á Íslandi, í Stykkishólmi árið 1845,“ segir Páll. Hann bætir við að skaflinn muni hverfa í haust þrátt fyrir að það hafi snjóað mjög mikið í Esjunni síðastliðinn vetur. Skaflinn hafi því verið mjög stór í vor, en hlýindin í sumar hafi engu að síður náð að vinna á honum með þeim afleiðingum að líklega hverfi hann á næstu vikum. Páll hefur tekið saman yfirlit yfir fannir í Esjunni frá upphafi mælinga og birt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Hann segir að fyrir árið 2001 hafi fönn leyst síðast í Esjunni árið 1998, en það hafi þá verið í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi sem það gerðist eða síðan árið 1964. Þá bendir Páll á að fylgni sé á milli hækkunar meðalhita í Stykkis- hólmi og fjölda ára í áratug þegar snjólaust sé í Esjunni, svo nemi 0,1 gráðu hækkun á ár. Lík- lega gildi svipað um hitann á höfuðborgarsvæð- inu, en það eigi eftir að taka þær tölur saman. Skaflinn í Esjunni hverfur í haust  Skaflinn í Gunnlaugsskarði hvarf á hverju hausti árin 2001-2010  Fyrir árið 1998 hafði fönn ekki leyst í Esjunni í rúma þrjá áratugi  Hverfur nú þrátt fyrir snjóþungan vetur í Esjunni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Esjan Skaflinn í Gunnlaugsskarði mun líklega hverfa í ágúst eða byrjun september á þessu ári. Snjólaust í Esjunni » Síðan athuganir hófust í Esjunni má greina gróflega fjögur mismunandi tímabil: » Frá 1846 til 1928 var kuldaskeið þar sem snjó leysti sjaldan í Esjunni. » Frá 1929 til 1964 hvarf skaflinn mjög oft á sumrin, lík- lega þó aldrei oftar en fjögur ár í röð. » Frá 1965 til 1997 var aldrei alveg snjólaust í Esjunni. » Frá 1998 til ársins í ár hef- ur skaflinn horfið öll sumur að undanskildum árunum 1999, 2000 og 2011. Laxastiginn í Jökulsá á Dal var opnaður í gær. „Þetta gekk vel fyrir sig. Það var verið að ljúka við þetta, opna hann [laxastigann] og hleypa vatni á hann,“ segir Aðalsteinn Aðalsteinsson, formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal. Að sögn Aðalsteins sáu menn lax fara upp stigann um það bil þremur tímum eftir að stig- inn var opnaður. „Maður heldur að minnsta kosti að þá sé fyrirbærið að virka,“ segir Aðal- steinn aðspurður hvort eðlilegt sé að laxinn sé svo fljótur upp stigann. Að sögn Aðalsteins er þó ekki beint um stiga að ræða heldur sé frekar um framhjáhlaup að ræða. „En stigi samt, þetta er með stöllum og dálítil hæðarbreyting,“ segir Aðalsteinn. Ljósmynd/Þröstur Elliðason Lax fór upp stigann þremur tímum eftir opnun Margmenni viðstatt þegar nýr laxastigi var opnaður í Jökulsá á Dal Skúli Hansen skulih@mbl.is „Makríldeilan og hagsmunirnir þar er ekki það sem hér ræður för heldur okkar skuldbindingar á grundvelli Al- þjóðahafrétt- arsáttmálans og í gegnum aðild okkar að NEAFC,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, aðspurður út í þau ummæli Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmda- stjóra LÍÚ, í Morgunblaðinu sl. miðvikudag, að verið sé að grafa undan hagsmunum Íslands með löndunum grænlenskra skipa hér á landi. Að sögn Steingríms stendur ekki til að leyfa erlendum skipum at- vinnuveiðar í stórum stíl með löndun í íslenskum höfnum. „Þetta er sam- skiptamál okkar við Grænlendinga og auðvitað skiptir líka máli að við við höldum góðu sambandi við þá,“ segir Steingrímur og bætir við: „Við höfum verið að leysa ýmis óleyst málefni á milli þessara ríkja og orðið ágengt í þeim efnum og má nefna þar nýleg dæmi eins og þegar samn- ingurinn náðist loksins um karfann og síðan núna um grálúðuna.“ Lögðu mikla áherslu á þetta Þá segir Steingrímur grænlensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á það að geta kannað útbreiðslu makríls í sinni eigin lögsögu. „Eftir að við vorum búin að fara yfir það rækilega hér þá sýndist okkur mál- efnalegt að veita þeim tilskildar en mjög takmarkaðar undanþáguheim- ildir til þess að landa afla úr rann- sóknar- og leitarveiðum ef það væri eina leiðin til þess að koma í veg fyr- ir að slíkur afli færi þá annars stað- ar forgörðum,“ segir Steingrímur og bætir við: „Það væri einungis sóun á verðmætum.“ Ótengt makríl- deilunni  Eina leiðin til að koma í veg fyrir verðmætasóun Steingrímur J. Sigfússon Nýr og endurbættur veðurvefur var nýlega opnaður á mbl.is en hinn nýi vefur er umtalsvert aðgengilegri en sá gamli. Á gamla veðurvefnum var einung- is mögulegt að fá eina spá fyrir hvern dag vikunnar en nú sýnir veð- urkortið á vefnum veðurspána á sex klukkustunda fresti sex daga fram í tímann. Þá má nú finna nákvæmari upplýsingar en áður inni á síðunni en nú geta notendur mbl.is valið á veð- urkortinu hvern landshluta fyrir sig og skoðað ítarlega. Þannig sjást fleiri staðir á kortinu eftir því sem þysjað er inn á kortið. Fyrir neðan veðurspákortið geta notendur vefs- ins síðan borið saman veðurspár og lesið veðurblogg frá veðurfræðing- unum Trausta Jónssyni og Einari Sveinbjörnssyni. Þá sýnir veður- vefurinn einnig spár um besta veðrið á landinu og nær sú spá þrjá daga fram í tímann. Svara kröfum notenda „Með þessum mun ítarlegri veður- upplýsingum erum við að svara kröf- um notenda mbl.is,“ segir Soffía Haraldsdóttir, rekstrarstjóri mbl.is, aðspurð út í fyrrnefndar breytingar á veðurvef mbl.is. Að sögn Soffíu hefur mbl.is um árabil birt spár frá Veðurstofu Íslands en nú sé búið að bæta við spám frá vefsíðunni yr.no sem rekin er af norsku veðurstof- unni og norska ríkissjónvarpinu. Þá bendir Soffía á að veðurspár yr.no hafi notið vaxandi vinsælda hér á landi. Þess má geta að notendur veð- urvefs mbl.is yfir sumartímann eru um 38 þúsund á viku. skulih@mbl.is Nýr og betri veðurvefur mbl.is  Soffía Haraldsdóttir, rekstrarstjóri mbl.is, segir vefinn svar við kröfum notenda Veðurspákort Finna má nákvæmar upplýsingar á nýja veðurspákortinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.