Morgunblaðið - 03.08.2012, Side 44

Morgunblaðið - 03.08.2012, Side 44
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 216. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Börnin fundin 2. Þórunn Erna Clausen selur húsið 3. Talar aldrei aftur illa um Facebook 4. Leit að börnum í Brynjudal »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Draggkeppni Íslands verður haldin í 15. sinn hinn 8. ágúst næstkomandi og er miðasala á hana hafin. Keppnin verður haldin í Eldborgarsal Hörpu. Kynnir keppninnar verður Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona og söngkona með meiru. Morgunblaðið/Golli Draggkeppni Íslands haldin í Eldborg  Blásið verður til útihátíðar á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi um helgina. Í kvöld leikur Stuðlabandið og annað kvöld hljómsveitin Greifarnir og plötusnúðurinn Siggi Hlö. Á sunnu- dagskvöld verður svo brekkusöngur. Útihátíð þessi er nú haldin þriðja sinni um verslunarmannahelgi. Útihátíð haldin um helgina á SPOT  Sveiflukóngurinn Geirmundur Val- týsson kemur fram ásamt hljómsveit sinni á Gamla Gauknum, Tryggvagötu 20 í Reykjavík, annað kvöld. Húsið verður opnað kl. 21 og skagfirska sveiflan tekur við nokkru síðar og þá vænt- anlega með tilheyr- andi dans- gleði og sveiflu- stuði. Skagfirsk sveifla á Gamla Gauknum Á laugardag Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum eða léttskýjað, en sums staðar líkur á þoku við ströndina. Hiti 8 til 20 stig, svalast í þokunni en hlýjast SV-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt vestantil á landinu. Skýjað með köflum eða léttskýjað, en sums staðar þokuloft við sjávarsíð- una. Hiti víða 13 til 20 stig að deginum, en svalara í þokuloftinu. VEÐUR Gary Martin var sleginn út af KR í bikarkeppninni fyrr í sumar, sem leikmaður Ak- urnesinga. Hann varð hins vegar hetja KR í gærkvöld þegar hann kom Vesturbæj- arliðinu í bikarúrslitin gegn Stjörnunni með því að skora sigurmarkið gegn Grinda- vík, 1:0. Hann er hissa á að hafa fengið að spila með KR í keppninni. »4 Martin kom KR í bikarúrslitin Bjarni Þór Viðarsson samdi í gær- kvöld við danska knattspyrnuliðið Silkeborg til fjögurra ára en hann hefur leikið með Mechelen í Belgíu undanfarin tvö ár. „Ég er gífurlega ánægður með að þetta skuli vera í höfn og ég sé laus frá Mechelen eftir tvö erfið og leiðinleg ár. Nú fæ ég tækifæri til að koma ferlinum í gang á ný og ætla mér að nýta það,“ sagði Bjarni. »1 Bjarni með fjögurra ára samning við Silkeborg Þormóður Árni Jónsson júdókappi, Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarp- ari og Eva Hannesdóttir sundkona verða öll í sviðsljósinu á Ólympíu- leikunum í London snemma í dag. Þormóður á fyrir höndum erfitt verk- efni gegn einum besta júdókappa heims og þarf að vinna hann til að halda áfram keppni, en er hvergi banginn. »1-3 Þormóður ætlar að vinna einn þann besta ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Geir Magnússon er mikill ævintýra- maður. Hann hefur slegist í för með Ítalanum Ciancarlo Gianazza, dul- málssérfræðingi og verkfræðingi, sem hefur leitað ákaft síðustu ár á Íslandi að æva- gömlum hand- ritum frá frum- kristni. Gianazza hefur legið yfir kvæðabálki Dante, Guðdóm- lega gleðileiknum og leyndardómum málaranna Botticelli, Rafael og Leonardo da Vinci. Hann telur sig hafa náð að ráða í þetta flókna dul- mál og heldur því fram að Dante hafi komið til Íslands og skilið eftir dýr- mætt handrit. Gersemarnar munu víst liggja í Kerlingarfjöllum, nánar tiltekið við ána Jökulfall. Hringurinn þrengist „Við erum búin að þrengja hring- inn en við höfum enn ekki haft erindi sem erfiði,“ segir Geir sem hefur tekið þátt í nokkrum leiðöngrum og finnst fátt skemmtilegra. Sá viða- mesti var árið 2008 þegar Bjarni Einarsson fornleifafræðingur, Uggi Ævarsson fornminjavörður, Þór- arinn Þórarinsson arkitekt auk fjölda annarra voru með í för, að ógleymdum Gianazza. Búnaðurinn innihélt m.a. loftpressu og jarðsjá. „Árni Kópsson var einnig með í för, sá frægi ævintýramaður, sem gerir allt sem þarf karlmennsku til. Hann kom með tvo stóra rússneska herbíla með loftpressu og tæki fyrir vatnsboranir. Við boruðum sjö holur tuttugu metra djúpar niður í bergið en fundum ekkert. Þá fór Gianazza heim og reiknaði þá um veturinn aftur og áttaði sig á því að við áttum að vera í gilinu en ekki ofan á gil- brúninni. Við höfum verið þar síðan. Þessir nýju útreikningar byggja á samanburði á kvæðinu og málverk- unum og nýju punktarnir vísa m.a. í hásæti Beatrice sem Dante minnist á. Í klettaveggnum í gilinu er steinn sem stingur í stúf við annað grjót svo við erum ekki í nokkrum vafa um að það sé hásætið sjálft,“ segir Geir. Hann er á áttræðisaldri og mjög ern. „Ég gerði mig strax mjög nauð- synlegan í ferðunum, hoppaði ofan í holu með jarðsjána og var þar með orðinn aðstoðarjarðsjármaður.“ Leiðangrarnir eru kostnaðarsamir og hefur heldur dalað í gullkistum Ítalans en þeir láta engan bilbug á sér finna. „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær við finnum gersemina.“ MDante heimsótti Ísland »14 Heilagur kaleikur á Íslandi?  Dulmálssér- fræðingur telur forn handrit falin í Kerlingarfjöllum Geir Magnússon Kerlingarfjöll Her manns að leita að hugsanlegum gersemum sem musterisriddarar földu hér á Íslandi á miðöldum. Ljósmynd/Gísli Ólafur Pétursson Ævintýramaður Giancarlo Gianazza, dulmálssérfræðingur og verkfræð- ingur, hefur lesið í náttúru Íslands og reiknað út staðsetningu gersema.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.