Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Markaður-inn, þaðer nú meiri karlinn. Fyr- ir svo sem viku hafði Mario Draghi, forstjóri seðlabanka evrusvæðisins, þekkst að mæta á fund um efnahagsmál í Lond- on. Eitthvað varð hann að segja þar. Og það gerði hann: Enginn mætti vanmeta vilja leiðtoga Evrópu og ESB til að verja evr- una falli. Seðlabankinn, sem hann væri í forsvari fyrir, hefði það verkefni með öðrum að tryggja að lántökukostnaður aðildarríkja myntarinnar yrði ekki óeðlilega hár. Og fyrst bankinn hefði slíkt verkefni þá hefði hann þar með þær heim- ildir sem þyrfti. – Fjárfestar þurftu ekki meir. Þetta vildu þeir heyra og markaðurinn tók viðbragð. Bréf hækkuðu í verði og lántöku- kostnaður Spánar, sem hvað mest er horft til um þessar mundir, lækkaði svo um munaði. Viðurkenna verður að Morgunblaðið var ekki sann- fært um að tímabært væri að taka þátt í jólagleðinni í lok júlí. Batinn á mörkuðum hélt vissu- lega áfram alla vikuna en í rit- stjórnargrein í upphafi hennar var skrifað á þessum vettvangi: „Vera má að eitthvert hald verði í þeim bata og ekki er úti- lokað að hann aukist jafnvel enn þá meir. Það ræðst einkum af því hvort orðin reynast innstæðulaus eða hið gagn- stæða, því að á daginn komi að þau séu sem höggv- in í stein og stand- ist skoðun. Það veltur því á miklu. Ef hið fyrra verður raunin er vafalaust að betra væri að bankastjórinn hefði stigið var- legar til jarðar en hann gerði. Fylgi hann orðum sínum eftir af afli og hafi til þess stuðning, til að mynda frá ráðamönnum Þýskalands, gætu þau haft verulega og jafnvel varanlega þýðingu. Reynslan sýnir að vissulega er hægt að tala upp efnahagslífið um hríð, en hún sýnir ekki síður vel að talið eitt dugar skammt. Rétt er í þessu tilviki að hafa hemil á gleði sinni, en vona það besta.“ Stjórnarfundur seðlabanka evrunnar var haldinn í gær. Og þótt bankastjórinn reyndi að bera sig vel og vísa verkefn- unum inn í framtíðina gat hann engan blekkt. Hann hafði ekki fengið umboð til að standa við stóru orðin, eða við þann skiln- ing sem í þau var lagður, án þess að honum væri andmælt. Andstaðan við að axla ann- arra ríkja öngþveiti fer vaxandi í Þýskalandi dag frá degi. Landi bankastjórans og nafni, Monti forsætisráðherra, flýgur um álfuna til að safna fylgi við björgunarlausnir sem ekkert takmarka, hvorki reglur um seðlabanka, stjórnlög ESB eða valdheimildir einstakra ríkja. Hann var hryggbrotinn af Finn- um. Þeim markaðsmönnum líð- ur skást núna sem náðu að hafa „hemil á gleði sinni“. Vindurinn í seglin reyndist Dragh- súgur} Gleðin stóð stutt Í rúma tvo ára-tugi hefur stað- ið yfir verkefni hér á landi undir yfir- skriftinni Bændur græða landið og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær. Þetta verkefni hefur ekki farið mjög hátt en hefur þó ekki farið framhjá þeim sem ferðast um landið og sjá árangurinn, sem víða er ótrúlegur. Berang- urslegir melar og svartir sand- ar hafa breyst í gróin og falleg landsvæði. Uppblástur og sandfok hafa minnkað og land- ið fær annan svip. Verkefnið Bændur græða landið byggist annars vegar á stuðningi Landgræðslunnar og hins vegar á vinnu og kappsemi bænda að bæta landið og efla gæði þess. Þátttakendum hefur farið stöðugt fjölgandi og eru nú vel á sjöunda hundrað um allt land og dreifa þeir á annað þúsund tonnum af áburði og á níunda tonni af fræjum. Þessi mikli dugnaður hefur skilað því að búið er að græða upp 300 ferkílómetra af landi, sem skýrir hvers vegna svo margir sjá víða mun á landinu nú og fyrir tveimur áratugum. Íslendingar efast ekki um að þeir byggja fagurt land, en verkefni á borð við Bændur græða landið og sá áhugi og metnaður sem bændur sýna með þátttöku í því stuðlar að því að landið verði enn fegurra. Sömu sögu er að segja um fjölda annarra áhugasamra landsmanna sem leggja sitt af mörkum til uppgræðslu lands- ins. Smám saman mun landið grænka og gróður færast ofar og innar í landið. Uppgræðsla landsins er þó ekki verkefni sem sér fyrir endann á. Þvert á móti er þetta viðvarandi verk- efni um langa framtíð en á meðan árangurinn er svo aug- ljós er mikilvægt að því verði haldið áfram af afli. Bændur hafa á und- anförnum áratugum unnið geysilegt uppgræðslustarf} Landið græðir S umir gerðu það að leik sínum að hía á þá örfáu erlendu ferðamenn sem sáust á stjákli um Austurstræti, líklega í leit að næstu minjagripa- verslun til að máta lopapeysur eða klappa uppstoppuðum lundum. Sögur bárust af taumlausri nísku þeirra, ef þeir komu ekki á hjóli, þá húkkuðu þeir sér far. Gott ef þetta kom ekki með nesti með sér. Útlenskar samlokur í kæliboxi. Svakalegar hneykslissögur voru sagðar af útlenskum nískupúkum sem tæmdu öll sykur- molakör á veitingastöðum og jöpluðu svo á molunum fram eftir degi til þess að komast hjá því að eyða svo mikið sem einum grænum eyri á íslenskri grundu. En svo gerðist eitthvað. Allt í einu streymdi hingað fullt, fullt af ferðafólki alls staðar að, allan ársins hring. Og þau voru ekki með nesti. Kaupmenn töluðu um metsölu á rándýrum merkjavörum, nýsköpun í ferðaþjónustu var orð dagsins; hvalaskoðun, þyrluflug, lundaferðir, þema- ferðir, snjósleðar á jöklum, íslensk matargerð, menning, tónlist, myndlist og bara öll list. Allt í einu höfðu svo margir áhuga á að koma hingað, ekki bara nískupúkar með nesti (sem eru þó vonandi ekki hættir að koma). Af hverju var Ísland farið að höfða til svona fjölbreytts hóps? Hvað breyttist? Örugglega margt. Annars konar ferðavenjur, jafnvel breytt heimsmynd. En aðalástæðan hlýtur að vera linnulaust starf þeirra sem vinna í ferða- þjónustu og landkynningarmálum. Sú vinna hefur staðið lengi yfir og fallið misvel í kramið hjá inn- fæddum. Til dæmis vissu landsmenn ekki al- veg hvaðan á sig stóð veðrið þegar flugfélag nokkurt fór að bjóða útlendingum hingað til að eiga einnar nætur gaman með Íslendingum. Reyndar hefur aldrei verið upplýst hversu margir urðu við þessari áskorun flugfélagsins. En það er efni í annan pistil. Burtséð frá því, þá njótum við öll góðs af. Því þetta fólk skilar hátt í tvö hundruð milljarða eftir sig í beinhörðum peningum á hverju ein- asta ári. Búist er við því að á sjötta hundrað þúsund erlendra ferðamanna ákveði að leggja leið sína hingað í ár og gangi spár eftir verða þeir ein milljón eftir átta ár. Í þessu sambandi er vert að rifja upp að það eru ekki nema rúm 20 ár síðan fjöldi er- lendra ferðamanna á ári hverju fór yfir 100.000. Það var árið 1991. Þá var því spáð í Staksteinum Morgunblaðsins að erlendir ferðamenn gætu verið 250.000 á ári upp úr aldamótum ef rétt yrði haldið á spöð- um. Í sömu grein er velt upp ýmsum möguleikum varð- andi það að auka ferðamannastrauminn yfir vetrarmán- uðina, en þá komu erlendir ferðamenn hingað fyrst og fremst á tíu vikna tímabili yfir sumarið. Öll þessi uppbygging ferðaþjónustunnar er ekki bara fyrir útlendingana. Hún er líka fyrir okkur. Það þarf nefnilega ekki að vera með erlent ríkisfang til að skella sér í þyrluflug yfir landið eða fara út á sjó að skoða hvali. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Ekki bara nískupúkar með nesti STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is S ú þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, að versl- unarmannhelgin er ekki lengur áberandi stærsta ferðahelgi sumarsins, líkt og forðum. Nú má segja að lands- menn nýti allar sólríkar helgar til að leggja land undir fót en fyrsta helgin í ágúst sker sig þó eflaust enn úr hvað varðar fjölda útihátíða og skemmtana sem þá er efnt til um land allt. Meðal annars þess vegna finna þeir, sem láta sig öryggi lands- manna varða, sig knúna til að minna fólk á að ganga, og aka, hægt inn um gleðinnar dyr. „Það hafa ekki orðið að heita mjög alvarleg slys um verslunarmanna- helgina í langan tíma. Það hefur allt breyst til betri vegar, getum við sagt,“ segir Einar Magnús Magnús- son, upplýsingafulltrúi Umferðar- stofu um jákvæða þróun mála síðast- liðin ár. Það sé þó ekki vanþörf á því að minna fólk á að fara varlega í um- ferðinni, því það séu alltaf sömu at- riðin sem vilja gleymast; bílbeltin, að aka ekki undir áhrifum vímuefna og að aka á löglegum hraða og eftir að- stæðum. „Þetta eru atriði sem geta skipt sköpum í að tryggja öryggi veg- farenda en einhverra hluta vegna eru alltaf einhverjir einstaklingar sem virðast þurfa áminningu,“ segir hann. Tillitssemin gleymist í bílnum Einar segir minna bera á hrað- akstri nú en áður en hann sé þó enn vandamál í umferðinni. Þá segir hann að mörgu að hyggja hvað varðar akstur með eftirvagna en þar skapist helst hætta þegar vagnarnir séu ekki tryggilega festir og frágengnir. Hann segir mikilvægt að fólk sýni þolin- mæði í umferðinni og fari sér að engu óðslega. Hann nefnir framúrakstur sem dæmi en menn verði að virða óbrotna línu milli akstursstefna og sýna skynsemi og tillitsemi, hvort sem þeir eru sá sem er að taka fram úr eða sá sem tekið er fram úr. „Ef við ímyndum okkur að við séum í röð í banka eða búð, eða ein- hvers staðar þar sem við erum í nán- um samskiptum við fólk, þá yfirleitt sýnum við hvort öðru tillitsemi. En síðan er eins og sum okkar hagi sér allt öðruvísi þegar við sitjum í bíl. Þá er eins og önnur persóna komi fram, sem oft er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir hann. Umferðarþunga fylgja kostir Einar segir það stundum vilja verða að menn taki þá áhættu að aka undir áhrifum vímuefna ef um stuttar vegalengdir er að ræða, en segir Um- ferðarstofu vilja brýna fyrir fólki að grípa inn í ef ástvinur gerir sig líkleg- an til að setjast undir stýri undir áhrifum. „Auðvitað reynir maður að gera það í góðu en ef það er ekki hægt þá geta mál þróast þannig að maður ætti hreinlega að hafa samband við lög- reglu,“ segir Einar. „Þau leiðindi sem skapast af því eru mjög lítilvæg í sam- anburði við þær hrikalegu afleiðingar sem það gæti haft að horfa á eftir ást- vini setjast undir stýri og valda síðan slysi,“ segir hann. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarð- stjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir veðrið oft ráða því hvernig umferðin dreifist á sunnudegi og mánudegi en að aukinn umferðarþungi hafi ákveðna kosti. „Það vill nú þannig til að í mjög mikilli umferð verður hraðinn oft minni og þó það verði árekstrar eða minni háttar óhöpp þá verða ekki slys, sem betur fer. En í minni umferð verður hraðinn oft meiri og slysin stærri, ef þau verða á annað borð,“ segir hann. Ökum hægt inn um gleðinnar dyr Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðgát Um verslunarmannahelgina 2011, frá fimmtudegi til mánudags, fóru 40.206 bílar um Hvalfjarðargöng og 47.331 um Hellisheiði. Verslunarmannahelgin » Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu leggur hún áherslu á að ökumenn hafi ferðavagna í lagi, spenni beltin, aki ekki undir áhrifum og gæti varúðar við framúrakstur. » Þá minnir hún fólk á að ganga tryggilega frá heimilum sínum áður en lagt er í hann. » Í könnun Umferðarstofu frá því í nóvember í fyrra, kom í ljós að af 929 aðspurðum höfðu 283 ekið eftir að hafa drukkið einn áfengan drykk á síðastliðnum sex mánuðum. » 85 höfðu gert það oftar en einu sinni. » 20% banaslysa í umferðinni verða þegar ökumaður er undir áhrifum áfengis. » 20% þeirra sem láta lífið í bílslysum deyja af því að þeir voru ekki í öryggisbelti. » Samkvæmt könnun Umferð- arstofu höfðu 39 svarendur af 439 ekið utanbæjar án þess að nota öryggisbelti á síðustu 6 mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.