Morgunblaðið - 03.08.2012, Page 10

Morgunblaðið - 03.08.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Unglingalandsmót UMFÍverður sett í 15. sinn ídag á Selfossi. Þarmunu um 2.000 ung- menni á aldrinum 11-18 ára keppa í frjálsum íþróttum, sundi, golfi og körfubolta svo fátt eitt sé nefnt og einnig verður skemmtidagskrá í boði. Fjölskyldufólk er þegar farið að tjalda á svæðinu en foreldrar og systkini eru velkomin með þátttak- endum. Átak sem skilar miklu „Það gengur vel þrátt fyrir gríðarlega þátttöku sem við höfðum svo sem séð fyrir þar sem þátttakan í Borgarnesi var rétt um 1.700 og hefur verið stígandi í þessu. Við reiknuðum með um 2.000 þátttak- endum í ár og það er að ganga eft- ir,“ segir Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi. Fólk kemur víða að á mótið, Austfirðingar koma til að mynda með rétt um 100 keppendur og Skagfirðingar rétt rúmlega 100. Mótin hafa verið haldin á nokkrum stöðum um landið og segir Ómar Bragi það vera orðið eftirsókn- Frábær ungmenni full af hugmyndum Unglingalandsmót UMFÍ fer í ár fram á Selfossi þar sem ung- menni á aldrinum 11-18 ára reyna fyrir sér í ýms- um íþróttagreinum. Búist er við um 2.000 keppendum á mótið víðs vegar að af landinu. Ánægðir Þessir ungu knattspyrnumenn eiga framtíðina fyrir sér. Tilþrif Leikmaður USVH verst andstæðingum sínum hér fimlega. Til að hafa nú allt á hreinu um helgina og fá góðar hugmyndir er ágætt að kíkja á vefsíðuna inspired- camping.com. Líkt og nafnið gefur til kynna er þar að finna ýmislegt nyt- samlegt og skemmtilegt er tengist útilegunni. Veitir ekki af slíku nú þeg- ar ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og margir ætla að dvelja í tjaldi. Í útilegunni er afar mikilvægt að hafa með sér auðvelt nesti sem er um leið næringarríkt. Á vefsíðunni er meðal annars að finna góðar upp- skriftir og lausnir á slíku. Einnig er að finna þar tékklista yfir allt það sem ekki má gleymast og ýmislegt annað. Skemmtilega upp sett vefsíða með ýmsu hefðbundnu og óvenjulegu sem tengist útilegum. Vefsíðan www.inspiredcamping.com Morgunblaðið/Valdís Thor Útilega Það getur verið gaman að taka til virkilega flott nesti fyrir helgina. Góðar útileguhugmyndir Nú þegar stærsta ferðahelgi ársins brestur á er gott að skreppa í Blóð- bankann og gefa blóð, því vöntun er á nær öllum blóðflokkum. Sérstaklega er þörf á O mínus, því það er neyðar- blóð sem gengur í alla sem verða fyr- ir blóðmissi. Það kostar ekkert að gefa blóð en það getur bjargað mannslífum. Það er góð tilfinning að leggja eitthvað af mörkum með því að láta taka úr sér lífsins vökvann rauða og við erum fljót að endurnýja blóðið sem við gefum. Blóðbankinn er á Snorrabraut 60 og á heimasíðu bankans má finna allar frekari upp- lýsingar um blóðgjafir. Endilega … … gefið blóð fyrir helgina Morgunblaðið/Ómar Blóðgjöf Vöntun er nú á nær öllum blóðflokkum og fólk hvatt til að gefa blóð. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Vinalið Töluvert er um að vinir smali saman í lið og keppi þannig á mótinu. Stemning Búist er við um 2.000 keppendum á mótið í ár en þeim fylgja gjarnan foreldrar og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.