Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suður- nesja og sveitarfélögin á Suðurnesj- um munu óska eftir að hefja á ný viðræður við Sorpu um samvinnu eða jafnvel sameiningu. Viðræður um sameiningu Sorpstöðvar Suður- lands og Sorpu eru í biðstöðu en reiknað er með að niðurstaða fáist í haust. Gangi þessir samningar eftir styrkist þessi eining til að takast á við verkefni sín, til dæmis endur- vinnslu, í þágu íbúa höfuðborgar- svæðisins, Suðurnesja og Suður- lands. Sorpa og Sorpstöð Suðurlands (SOS) hafa haft með sér samvinnu, meðal annars um urðun í Álfsnesi eftir að hætt var að urða á Suður- landi. Fyrirtækin hafa verið í við- ræðum um áframhaldandi samning eða sameiningu. Í apríl voru kynnt drög að viljayfirlýsingu um samein- ingu ásamt greinargerð um kosti þess og galla. Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að málið sé í biðstöðu vegna vinnu sem nú er í gangi á vegum Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu um stefnumótun sveitarfélaganna fyrir byggðasamlög. Vonast hann til þess að línur skýrist á haustdögum. Dýrt að reka sorpbrennslu Lengi hefur verið vitað að gott er að hafa fáa urðunarstaði en sem besta, að uppfylltum skilyrðum um fjarlægðir og kostnað við akstur. Málin hafa oftast verið leyst á grunni samtaka sveitarfélaga í landshlutunum. Erfitt hefur verið að finna hentuga urðunarstaði því þótt allir vilji losna við ruslið vill enginn hafa urðunarstað í sínu nágrenni. Á nokkrum stöðum hafa sorpeyð- ingarmálin verið leyst á annan hátt, og þá með brennslu. Stærsta og besta stöðin er Kalka í Helguvík sem þjónar sveitarfélögunum á Suður- nesjum. Fjárhagur stöðvarinnar hefur verið erfiður. Afar dýrt er að reka sorpbrennslustöð og hefur hún verið rekin með tapi um árabil. Þá stórhækkuðu erlend lán hennar í hruninu. Fyrir nokkrum árum voru hafnar viðræður Sorpeyðingarstöðvar Suð- urnesja (SS) og Sorpu í Reykjavík. Þeim var ekki lokið þegar stjórn SS ákvað að auglýsa stöðina til sölu. Álitleg tilboð bárust en viðræður leiddu ekki til sölu. Aftur komst söluhljóð í strokkinn í fyrravetur þegar erlendir aðilar vildu kaupa stöðina og tryggja rekstur hennar með innflutningi á sorpi. Ekki reyndist pólitískur vilji til þess. Rekstri fyrirtækisins hefur verið breytt á ýmsan hátt og það hefur skilað sér í mun betri afkomu. Skuldabagginn er enn þungur enda hafa ekki náðst samningar við viðskiptabanka fyrirtækisins. Stjórn SS ákvað nýlega að kanna hvort hægt væri að taka upp þráðinn þar sem hann féll niður fyrir þremur árum og óska eftir viðræðum við Sorpu um möguleika á samningum eða sameiningu. Sveitarfélögin fimm sem eiga Kölku hafa tekið vel í það. „Okkur finnst sjálfsagt að halda þessu áfram en jafnframt að kanna möguleika á að fá aðra aðila inn í reksturinn,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri SS, segist sjá marga kosti í aukinni sam- vinnu eða sameiningu sorpeyðingar- stöðva á suðvesturlandi. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að ljúka umræðu um þetta mál og finna góðan flöt á því,“ segir Jón. Björn H. Halldórsson segir að samrekstur á stóru svæði hafi sína kosti og galla. „Brennslustöðvar eru dýrari en aðrar lausnir sem eru í boði en sumt þarf að fara í brennslu. Því er gott að hafa aðgang að sorp- brennslustöð, hvort sem það er með samningum eða sameiningu,“ segir Björn og bætir því við að það hafi verið stefnan hjá sorpsamlögunum að skoða alla möguleika til að ná samlegðaráhrifum. Saman í enn stærri Sorpu  Suðurnesjamenn vilja ræða við Sorpu um samvinnu eða sameiningu  Drög að viljayfirlýsingu um sameiningu Sorpstöðvar Suðurlands og Sorpu liggja fyrir  Beðið stefnumörkunar um byggðasamlög Morgunblaðið/Frikki Sorpa Sorpsamlögin á Suður- og Vesturlandi annast meðhöndlun úrgangs fyrir 34 sveitarfélög með 250 þúsund íbúa, eða um 80% af heildaríbúafjölda landsins. Á starfssvæðinu falla árlega til um 400 þúsund tonn af úrgangi. Skipulag sorpmála er með mis- munandi hætti í sveitarfélögum og landshlutum. Það hefur verið stefnan í samráðsnefnd fjögurra sorpsamlaga á Suður- og Vestur- landi að hafa sem líkust kerfi, til hagsbóta fyrir íbúana. Mikill árangur hefur náðst í að draga úr sorpi sem fer til urð- unar í sveitarfélögum sem tekið hafa upp sorpflokkun, meðal annars á Snæfellsnesi. Mosfells- bær og Kópavogur hafa innleitt flokkun á heimilum með því að bæta blátunnunni við gömlu sorptunnuna. Blátunnan er fyrir allan pappírsúrgang. Áður hafa flest sveitarfélögin á Suðurlandi innleitt þetta kerfi. Sorpa hefur vélar sem flokkar bylgjupappann frá öðrum pappír. Allt er þetta selt úr landi og er breytt í pappír aftur í Gautaborg. Reykjavíkurborg hefur ekki stigið þetta skref, að fyrirskipa flokkun í heimahúsum. Fólk get- ur fengið blátunnu hjá borginni eða öðrum fyrirtækjum og grenndargámar fyrir pappír og plast eru víða um borgina. Mikið af pappír fer í almennt sorp en borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að banna íbúum að setja pappír inn í sorpið, með sama hætti og bannað er að setja spilliefni, garðaúrgang og fleira í almennt sorp. Bannið tekur gildi 1. október. Refsingin verður sú að sorp verður ekki tekið ef blöð sjást í tunnunni. Mismunandi sorpkerfi rugla íbúa FLOKKUN EÐA EKKI Kalka er sorp- brennslustöð Suðurnesjamanna. Skúli Hansen skulih@mbl.is Strandveiðar á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkur- hrepps, verða bannaðar frá og með 7. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í auglýsingu sem Sjávarútvegs- ráðuneytið birti í Stjórnartíðindum þann 31. júlí síðastliðinn. „Þá er það mat manna að tveggja daga veiðar muni klára skammtinn sem eftir er og það er oft minna eftir í síðari mánuðunum ef menn hafa farið fram yfir á fyrri tímabilum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðspurður hvort ekki sé óeðlilegt að veiðar séu stöðvaðar þegar svo stutt er liðið af mánuðinum, og bætir við: „Veiðar hafa gengið mjög vel og mönnum hefur reynst almennt mjög auðvelt að ná skammtinum, þannig að þá getur þetta orðið stuttur tími í síðasta mánuðinum.“ Að sögn Steingríms telur hann það hafa legið í loftinu að það væru kannski tveir dagar eftir af veiðum. „Það stefndi í að staðan yrði nálægt þessu þarna í júlí, að það yrðu fáir dagar eftir í ágúst á svæði A,“ segir Steingrímur. Tengist ekki verðlækkunum Í gær var greint frá því á heima- síðu Landssambands smábátaeig- enda að verð á þorski á fiskmörk- uðum hefði gefið nokkuð eftir frá því á miðvikudaginn og lækkað um 26,6%. Aðspurður hvort lægra verð á fiskmörkuðum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðuneytisins segir Stein- grímur: „Nei, það er alveg ótengt þessu. Hendur okkar eru algjörlega bundnar af lögunum, lögin eru alveg skýr með þetta að strandveiðar hefj- ast þessa virku daga hvers mánaðar og svo lengi sem magnið endist.“ Stöðva strand- veiðar á svæði A Morgunblaðið/Heiddi Strandveiðar Frá og með 7. ágúst verða veiðar á svæði A bannaðar.  Ráðherra segir ákvörðunina hafa legið í loftinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.