Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Blásið verður til „ólympíuleika“ í Árbæjarsafni um verslunarmanna- helgina fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina. Frá kl. 13, bæði sunnudaginn 5. ágúst og mánudaginn 6. ágúst, geta gestir keppt í pokahlaupi, skutlu- kasti, rófuleik og reiptogi. Þá geta gestir einnig reynt við þrístökk Vil- hjálms Einarssonar, sem hlaut silf- urverðlaun í þeirri grein á Ólymp- íuleikunum í Melbourne árið 1956. Öðrum íslenskum ólympíu- verðlaunahöfum verða einnig gerð góð skil. Fram kemur í tilkynningu, að einnig sé fjölbreytt úrval af úti- leikföngum til staðar sem krökkum bjóðist að nota að vild, svo sem húla-hringir, snú-snú, kubb og stultur. Þá verður hægt að grípa í badmintonspaða á svæðinu. Pokahlaup Keppt verður í nokkrum óvenjulegum greinum í Árbæjarsafni. Rófuleikur og poka- hlaup í Árbæjarsafni Vinnumálastofn- un barst ein til- kynning um hóp- uppsögn í júlí. Um er að ræða líftæknifyr- irtækið Roche NimbleGen Ice- land, en móð- urfyrirtæki þess, Roche Applied Science, hefur ákveðið að gera skipulagsbreyt- ingar sem fela í sér stefnubreytingu í vöruþróun og markaðsmálum. Alls var 68 sagt upp störfum. Þeir starfsmenn, sem sagt hefur verið upp, koma aðallega til með að missa vinnuna í október til desem- ber. Ein hópuppsögn tilkynnt í júlí Í tilefni af frídegi verslunarmanna hinn 6. ágúst nk. vill VR minna á að hann er stórhátíðardagur sam- kvæmt kjarasamningum VR og ber að greiða fyrir vinnu þann dag sam- kvæmt því. Einnig vill VR benda á að á stórhátíðum er ekki vinnuskylda, nema um slíkt hafi verið samið sér- staklega. Frídagur verslunar- manna er stórhátíðardagur STUTT Birkir Fanndal Mývatnssveit Baldursheimur er syðstur bæja í Mývatnssveit og er einn af útvörðum byggðarinnar gagnvart auðninni sem teygir sig norður frá Ódáðahrauni. Búskapur þar hefur lengi krafið bændur til stöðugrar glímu við uppblástur og land- eyðingu og þeir kunna vel þau glímutök sem best duga við náttúruöflin. En þeir Baldar kunna líka flestum öðrum betur glímutök íslensku glímunnar, en þaðan hafa komið nú um nokkurt árabil margir okkar bestu glímumenn og enn er ekki þrotin sú uppspretta. Þeir eru stórtækir á þessu sumri Baldarnir, þeg- ar kemur að dreifingu áburðar og fræs á blásna mela og rofabörð. Þannig ætla þeir sér nú að dreifa 17,4 tonnum af áburði og nokkru af grasfræi í land- areigninni. Þeir voru að hefjast handa í fyrri viku með dráttarvélar sínar og dreifara, bræðurnir Ey- þór og Böðvar Péturssynir, og Einar sonur Eyþórs. Njóta kolefnisjöfnunar „Nú í fyrsta sinn erum við að njóta kolefnisjöfn- unar,“ segir Böðvar aðspurður hvernig svona stór verkefni sé fjármagnað. Ferðaþjónustufyrirtæki í sveitinni, „Geotravel“, hefur ákveðið að kolefn- isjafna akstri fyrirtækisbíla sinna og fannst mönn- um þar á bæ eðlilegt að láta þá verkefni inn- ansveitar njóta, en slíkt mun vera nokkur nýjung. Farið er eftir reikniformúlu Landgræðslunnar til að finna hlutfall áburðarkaupa á móti olíunotkun, segir Böðvar. Í öðru lagi eru þeir þátttakendur í verkefninu „Bændur græða landið.“ Í þriðja lagi fengu þeir nú styrk úr Landbóta- sjóði og í fjórða lagi koma síðan framlög frá ein- staklingum. Lúpínan ekki dafnað þrátt fyrir tilraunir Þegar Eyþór er spurður hvers vegna þeir noti ekki lúpínu í þetta verkefni, en lúpína sést hvergi á svæðinu, þá svarar hann því til að lúpínan hafi ekki dafnað þar hjá þeim, þrátt fyrir margar tilraunir. Frostlyfting þar á melunum veldur þessu, álítur Eyþór. Gengið er með Böðvari upp á grýttan mel- koll þar sem Eyþór er kominn á fulla ferð á drátt- arvélinni að dreifa áburði. Vélin lætur ekki vel á þessu óslétta landi, enda hvergi slegið af. Enginn er öfundsverður af að sitja á dráttarvél við þessar aðstæður, en Eyþór lætur sig hafa það. Böðvar bendir mér á beitarhólf þar skammt frá og vekur athygli á hluta þess, þar sem borið var á sl. sumar og annað stykki sem ekki hefur fengið áburð. Á þessum tveim er augljós og mikill munur. Böðvar segir að á öðru ári eftir áburðargjöf sé jurtin farin að mynda fræ og svo fylgir þessu mosi sem lokar yfirborðinu þannig að raki helst betur í jörðinni – ekki veitir af í þessu langstæða þurrviðri. Þannig er starf bóndans endalaus glíma við náttúr- una og svo er glímuæfing hjá Einari um kvöldið. Stöðug glímutök við upp- blástur og landeyðingu  Bændurnir í Baldursheimi dreifa áburði og fræi á blásna mela og rofabörð  Njóta kolefnisjöfnunar í fyrsta sinn Morgunblaðið/Birkir Fanndal Glímumenn Feðgarnir Eyþór Pétursson og Einar Eyþórsson eru glímumenn tveggja kynslóða. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Skrúfupressur Lofthreinsibúnaður - loftkútar loftsíur - lofttengibúnaður loftþurrkarar Ýmsar stærðir Hafið samband við sölumann Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is ÞAÐ DETTUR ALLT Í DÚNALOGN Heimsins besta parketundirlag fæst nú á Íslandi • Hentar bæði í fljótandi lögn og til niðurlímingar • Framúrskarandi kostur fyrir samlímt, gegnheilt, eða harðparket • 21db hljóðdempun milli hæða • 33% dempun í rými • Verndar og minnkar álag á allar læsingar parkets eða harðparkets • Mesta pressa sem um getur eða 1/10 úr mm • Dúkurinn er léttur, sterkur og meðfærilegur í notkun • Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn og þarf ekki rakaþolið plast undir The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur, hannað til að mæta og fara fram úr kröfum markaðarins um hljóðdempun og pressu. KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2 Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2 Meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.