Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 CUBE REACTION GTC PRO Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell.Fox Evolu- tion 32 Float RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 11,1 kg. Listaverð: 399.990 kr. Tilboð: 299.990 kr. CARBON Listaverð: 455.990 kr. Tilboð: 341.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC RACE Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock shox Reba RL 100mm. Sram XO 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,4 kg. Listaverð: 525.990 kr. Tilboð: 394.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC SL Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock Shox SID RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,3 kg. Fjallahjóladagar -25% Meðan birgðir endast. Tri áskilur sér rétt til allra breytinga á verði. 150 ára afmæli Akureyrarbæjar verður fagnað á Græna hatt- inum, Hafn- arstræti 96 þar í bæ, í ágústmán- uði með nær daglegu tón- leikahaldi. Nú um helgina, verslunar- mannahelgina, verður mikið stuð á staðnum þar sem Dúndurfréttir spila í kvöld og annað kvöld hljómsveitin Hjálmar. Sunnudag- inn 5. ágúst leika Bravó-bítlarnir, 9. ágúst South River Band, 10. ágúst The Saints og Boogie Street, 11. ágúst Hundur í óskil- um, 15. ágúst 1860, 16. ágúst Tríó Sunnu Gunnlaugs og þannig mætti áfram telja. Græni hatt- urinn er með facebooksíðu þar sem nálgast má upplýsingar um tónleikahald. Dúndurfréttir, Hjálmar o.fl. á Græna hattinum Kiddi í Hjálmum Steven Lamb er tólf ára oghelsta iðja hans í tóm-stundum er að fara upp áeyðilega heiði með skóflu í hendi og grafa. Þar leitar hann að líki Billys, móðurbróður síns, sem barnungur var numinn á brott af illræmdum barnaníðingi sem hefur líf fjölda barna á sam- viskunni og er nú á bak við lás og slá. Steven býr í litlu þorpi með móður sinni, bróður og ömmu, sem enn situr úti í glugga og bíð- ur þess að Billy komi heim. Þegar Billy hvarf og dó, þá dó nefnilega svo margt annað. Tilveran al- gjörlega í mol- um, vanræksla bæði andleg og líkamleg einkennir líf Stevens og hann er viss um að allt muni breytast til betri vegar ef hann finnur lík Bil- lys. Hann hefur því samband við eina manninn sem getur sagt hon- um hvar lík Billys er að finna; manninn sem myrti hann. Það er raðmorðinginn alræmdi Arnold Avery. Steven sendir Avery bréf, við það fer óhugnanleg atburðarás í gang, því bréfið hristir heldur betur upp í dauflegri tilveru Ave- rys, sem sér litla von til þess að sleppa nokkurn tímann úr haldi og var nánast búinn að sætta sig við það. Allt þar til bréf Stevens berst. Og þá hefst leikur þar sem þrautreyndur kúgari og ofbeld- ismaður tekst á við tólf ára dreng, sem þekkir fátt annað en von- brigði og vonleysi. Svörtulönd er fyrsta bók Bel- indu Bauer, hún kom fyrst út í Bretlandi árið 2010 og fékk glæpasagnaverðlaunin Gullna rýt- inginn, CWA Gold Dagger, sem besta glæpasagan það árið. Ekki slæmt að byrja ferilinn þannig, en Bauer er síður en svo einnar bók- ar höfundur, því eftir hana hafa síðan komið út tvær glæpasögur til viðbótar sem einnig hafa hlotið prýðisviðtökur í Bretlandi. Glæpirnir sem um ræðir í þess- ari bók eru einir þeir skelfilegustu sem fyrirfinnast. Innsýn í hugar- heim og andstyggilega hugaróra Averys er nauðsynlegt innlegg í framvindu sögunnar, ekki sérlega hugguleg lesning, en þarna er vel farið með efnið og lesandanum ekki ofboðið, eins og svo oft vill verða. Stundum finnst manni nefnilega að það eina sem vaki fyrir höfundum glæpasagna sé að ganga fram af lesandanum með öllum tiltækum meðulum, en Bauer er ekki á þeim buxunum. Bókin er nefnilega um svo margt annað, til hliðar við glæpasöguna er hlý, sorgleg og bráðfyndin saga. Fyrir utan það hversu vel Bauer heldur á spöðunum við uppbygg- ingu spennu og hryllings tekst henni vel upp við að draga upp raunsæja mynd af tilveru tólf ára drengs, vonum hans, vonbrigðum og væntingum. Laskaðri fjöl- skyldu, þar sem skuggi voðaverks er alltumlykjandi og í hverjum krók og kima, er lýst á raunsæjan, stundum gráglettinn en umfram allt mannlegan hátt. Urmull ágætra glæpasagna hefur komið út að undanförnu og þessi er án efa ein af þeim betri. Höfundurinn Belinda Bauer. Bráðspennandi og bresk Skáldsaga Svörtulönd  Eftir: Belindu Bauer. Draumsýn, 2012, 362 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inniskórinn nefnist tónlistarhátíð sem hófst í gærkvöldi á Þýska barnum, Tryggvagötu 22, en á henni er raf- og danstónlist í önd- vegi, raftónlistarmenn og skífu- þeytarar í bland. Einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar er Arnviður Snorrason, betur þekkt- ur í tónlistarheimum sem Addi Exos eða einfaldlega Exos. Inni- skórinn er haldinn í fyrsta sinn í ár og dagskráin er þétt þá fjóra daga sem hátíðin stendur yfir, þ.e. frá fimmtudegi til sunnudags. „Ég myndi segja að þetta væri mikil hátíð, við ætlum að hafa þetta árlegan viðburð og fjögurra daga festival með dans- og raf- tónlistarmönnum og plötusnúðum. Það koma fram hátt í þrjátíu art- istar og plötusnúðar,“ segir Addi. Listamennirnir eru allir innlendir á hátíðinni en Addi segir stefnt að því að hafa erlenda með á næsta ári. Bassi og „klúbbasánd“ Hvert kvöld er skipulagt af að- ilum innan raf- og danstónlist- arsenunnar. Í kvöld er boðið upp á dagskrá Kviksyndis og Breakbeat- .is, tónlist flutt af Lafontaine, By- pass, Nonnimal, Captain Fufanu, Gunna Ewok og Árna Skeng sem fór með sigur af hólmi í plötusnúð- akeppni Djkeppni.is. Annað kvöld eru það svo Elements og Ufo Warehouse sem kynna til leiks EXOS, GHOZT, AJ, ATL og f.o.s. Á sunnudagskvöldi er svo boðið upp á dagskrá Party Zone og Kan- ils og um flutning sjá Kanilsnælda, Jon Edvald, Rix, Bensol og Grétar G aka Sean Danke. Um gær- kvöldið sáu Extreme chill & Möller Records og tróðu þá upp Techsoul, Bistro Boy, Jafet Melge, Skurken, Murya, Steve Sampling og Fut- uregrapher. „Fimmtudagurinn er meira svona raftónlist, electronic, og föstudagurinn er kannski svolítið meiri bassi en vanalega af því Breakbeat og Kviksyndi „pre- senta“ bassann. Á laugardaginn er klúbbasánd og Party Zone er nátt- úrlega með sinn stíl,“ segir Addi um dagskrána. Raf- og danstónlist í öndvegi á Inniskónum Einbeittur Futuregrapher kom fram í gær á hátíðinni Inniskónum en ekki fylgir sögunni hvort hann var á inniskóm við tónlistarflutninginn.  Tónlistarhátíðin Inniskórinn haldin á Þýska barnum Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson mun fara með hlutverk ítalsks leigu- morðingja í þriðju þáttaröð banda- rísku sjónvarpsþáttanna The Borgi- as sem leikarinn Jeremy Irons fer með aðalhlutverk í. Björn Hlynur er nú staddur í Búdapest í Ungverja- landi þar sem tökur þáttanna fara fram í gríðarstóru kvikmyndaveri. Björn Hlynur sagði í samtali við blaðamann í gær að hann myndi hitta Irons í dag og að hlutverk hans í þáttunum liti út fyrir að vera nokkuð veigamikið. Við- tal við Björn Hlyn verður birt í blaðinu á morgun. Björn Hlynur leikur með Jeremy Irons í The Borgias Björn Hlynur Haraldsson Nýjasta kvikmynd danska kvik- myndaleikstjórans Susanne Bier, Love Is All You Need, verður í að- alkeppni alþjóðlegu kvikmynda- hátíðarinnar í Feneyjum í ár og er það í fyrsta sinn í 22 ár sem dönsk mynd hlýtur þann heiður. Árið 1990 var dönsk kvikmynd í aðalkeppn- inni, Sirup eftir Helle Ryslinge. Kvikmynd Bier verður jafnframt heimsfrumsýnd á hátíðinni í Fen- eyjum en hún er gamanmynd með Pierce Brosnan og Trine Dyrholm í aðalhlutverkum. Hátíðin hefst 29. ágúst og lýkur 8. september. Kvikmynd Bier í aðalkeppni Feneyjahátíðarinnar Susanne Bier

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.