Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Jafnvel þegar maður veit að hverju stefnir fylgir því alltaf tregi að sjá á bak ástvinum. Svo var einnig þegar ég frétti að föðurbróðir minn Grétar Hannesson væri látinn. Hann hafði um nokkurn tíma verið að stríða við þann ill- víga sjúkdóm krabbamein, en á ákveðnum tímapunkti var ljóst að hann myndi lúta í lægri haldi fyrir honum. „Þetta er leiðin okkar allra,“ sagði faðir minn, en samt er eins og við forðumst að viðurkenna þá staðreynd í lengstu lög. Ég á bara skemmtilegar minningar frá samskiptum mín- um við Grétar frænda. Hann var alltaf svo jákvæður og glað- ur, tilbúinn til að grínast og segja skemmtilegar sögur. Þeg- ar ég var lítil og hann og Rúna voru enn barnlaus komu þau stundum til að passa okkur systkinin. Við biðum full til- hlökkunar um leið og við viss- um að von væri á Grétari, því þá vissum við að kvöldið yrði skemmtilegt og gjarnan farið seinna að sofa en vanalega. Hann þreyttist ekki á að fara í alls konar leiki með okkur, meðal annars feluleik, sem okk- ur þótti svo skemmtilegur. Grétar var alltaf glæsilega klæddur og lagði mikið upp úr því að vera fínn í tauinu, eins og það var kallað þá. Um tíma lagði hann stund á leiklistar- nám og eitt sinn fékk faðir minn hann til að leika fyrir Grétar Hannesson ✝ Grétar Hann-esson fæddist í Reykjavík 9. apríl 1937. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 22. júlí 2012. Útför Grétars var gerð frá Foss- vogskirkju 30. júlí 2012. okkur jólasvein. Við biðum hrika- lega spennt meðan pabbi sótti jóla- sveininn upp í Esju, að okkur var sagt. Loks mætti Kertasníkir með fullan poka af gjöf- um og þá var nú gaman. Við gáfum honum að sjálf- sögðu kerti en hann lék hlutverk sitt svo vel að ég fattaði alls ekki að þetta væri Grétar, þótt ég segði við móður mína, þegar jólasveinn- inn fór út um kjallaratröpp- urnar: „Mamma! Jólasveinninn á alveg eins skó og Grétar frændi.“ Eins og gerist og gengur dró úr samskiptum fjölskyld- unnar þegar ég varð eldri, en ekki skyldi bregðast að þegar við Grétar hittumst væri gleði og gaman – og næstum eins og við hefðum hist í gær. Ætt- armót föðurfjölskyldunnar á Hellnum var einn slíkur við- burður. Grétar hafði nú ekki ætlað að nenna að mæta og alls ekki að gista, en dreif sig þó og naut sín svo vel, að þegar kom að heimferð var hann tregur til að kveðja, því samveran með fjölskyldumeðlimum sem hann hafði ekki séð lengi var svo skemmtileg. Milli okkar Grétars voru alltaf sterk tilfinningabönd og eftir að ég varð eldri sagði ég honum í hvert sinn sem ég hitti hann hversu vænt mér þætti um hann. Meðal annars fékk ég tækifæri til þess viku áður en hann féll frá. Ég votta Rúnu (Sigrúnu Steingrímsdótt- ur) eiginkonu hans, sem alltaf hefur verið kletturinn við hlið hans, samúð mína svo og börn- um og barnabörnum. Guðrún Guðjónsdóttir Bergmann. Mínar fyrstu minningar um Grétar voru frá Granaskjólinu. Ung hjón með tvö börn og móð- ur/tengdamóður, fluttu í kjall- arann hjá pabba. Börnin þeirra, Ninna og Svanur, fluttu með þeim og svo fæddist Ingvar í kjallaranum. Það færðist líf og fjör í húsið. Grétar vann þá í Straumnesi við Nesveg og svo var hann líka í leikfélagi, skemmtilegur mað- ur. Glaður, hress og yndislegur, man hreinlega ekki eftir honum öðruvísi. Ég leitaði mikið í kjallarann til þeirra Rúnu og Grétars, ekki til að fá kaffi, nei Rúna var svo myndarleg í höndunum og var alltaf til í að aðstoða mig við mína handavinnu. Ég man líka þegar Grétar var að hjálpa pabba að mála húsið, honum leist ekkert á að- farir pabba sem var ekki loft- hræddur og voru stillansarnir eftir því. Grétar miklu var- kárari og hélt sér fast. Ég man líka fallega sumardaga í garð- inum, allir í húsinu með kaffi og kökur, sitjandi flötum beinum í grasinu. Það var yndislegt að hafa Grétar og Rúnu í kjall- aranum. En svo fluttu þau upp í Breiðholt og um tíma týndist sambandið. Síðar hittumst við Grétar í stjórn VR. Grétar vann hjá VR í mörg ár og vorum við þá sam- hliða í verkalýðsbaráttunni. Enda þekkti Grétar kaup og kjör verslunarmanna af eigin raun. Ég veit að VR naut góðs af hans reynslu og þekkingu. Eftir að Grétar hætti að vinna hjá VR, hittumst við á fundum félagsins og heilsuðumst við alltaf með knúsi og kossum og spurðum frétta. Síðustu árin hafa verið Grét- ari mínum erfið vegna veikinda. En yndislega fjölskyldan hans stóð með honum og fremst í flokki æskuástin hans, hún Rúna. Ég vil votta Rúnu, Ninnu, Svani, Ingvari og Margréti og þeirra fjölskyldum mína dýpstu samúð, við fráfall yndislegs manns, Grétars Hannessonar. Megi minningin um góðan og glaðan mann lifa í hjörtum okk- ar allra. Rannveig Sigurðardóttir. Í dag, 30. júlí, er borinn til grafar okkar kæri vinur og fé- lagi Grétar Hannesson. Fyrir réttum 40 árum gekk Grétar til liðs við Kiwanishreyfinguna á Íslandi og var stofnfélagi í Kiw- anisklúbbnum Elliða í Reykja- vík. Sá sem þetta skrifar var einnig stofnfélagi og varð þeirr- ar ánægju aðnjótandi að fá að kynnast þessum góða dreng og tókst með okkur mikil vinátta sem stóð alla tíð. Grétar var einstakur félagi sem alltaf var gaman að vinna með, alltaf í góðu skapi og til í að vinna þau verk sem fyrir lágu. Mér eru minnisstæðar þær stundir sem við áttum saman við að semja allskonar skemmtiefni fyrir klúbbinn og sátum við oft langt fram á nótt við að semja grín á félagana og hlógum við mikið sjálfir að því sem við hnoðuðum saman. Grétari voru falin mörg og mikilvæg störf fyrir klúbb- inn enda var hann þaulvanur félagsmálamaður og gegndi hann flestum, ef ekki öllum trúnaðarstörfum sem eru í svona félagi eins og kiwanis- klúbbi og var meðal annars for- seti klúbbsins 1974-1975 og aft- ur 2002-2003 á 30 ára afmæli klúbbsins sem hann skilaði af sér með miklum sóma, eins og öllu öðru sem hann gerði fyrir okkur í Elliða. Grétar var glaðvær maður og gjörsamlega ómissandi á okkar fundum og tala ég ekki um, ef um skemmtanir var að ræða, þar sem hann var alltaf hrókur alls fagnaðar. Við í Elliða telj- um það forréttindi fyrir klúbb eins og okkar að hafa fengið svona félaga eins og Grétar sem alltaf hafði lausnir á öllum hlutum og vandamál voru ekki til í hans orðabók, aðeins verk- efni til að leysa. Sem dæmi um áhuga og fórnfýsi fyrir góðan málstað minnist ég þess að á síðasta K-degi sem var fyrir rúmu ári og Grétar var þá far- inn að glíma við þann erfiða sjúkdóm sem að lokum hafði betur var hann samt tilbúinn að taka að sér formennsku í K- dagsnefnd Elliða og vera með stjórnstöðina heima hjá sér þar sem það var orðið erfitt fyrir hann að ganga í hús eða standa vaktina í verslunarmiðstöðvum eða annarstaðar þar sem við vorum við sölu á k-lyklinum. Við Elliðafélagar kveðjum góð- an dreng með söknuði og þökk- um honum fyrir frábæra sam- fylgd í gegnum langt og farsælt starf fyrir Kiwanishreyfinguna. Við færum Sigrúnu (Rúnu) eig- inkonu hans, börnum og öðrum skyldmennum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd félaga í Kiwanis- klúbbnum Elliða í Reykjavík. Sæmundur Sæmundsson. Kveðja frá Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna og VR Öll farsæl félög eiga eitt sameiginlegt. Þau hafa öll, hvert á sinn hátt, eignast trausta félaga og stuðnings- menn, sem tilbúnir eru til að leggja þeim lið og stuðla að framgangi þeirra. Landssam- band íslenzkra verzlunarmanna og VR hafa notið þeirrar bless- unar í gegnum áratugina að á vettvangi hafa jafnan verið öfl- ugir liðsmenn sem borið hafa uppi þá hugsjón að efla og styrkja stöðu verslunar- og skrifstofufólks á Íslandi. Einn þessara einstaklinga var Grétar Hannesson og það vita þeir sem þekkja til að hann var maður sem munaði um. Framlag hans til LÍV og VR var fjölbreyttara en flestra annarra, enda spann- aði formleg samfylgd hans við þessar stofnanir meira en fjöru- tíu ár. Það var árið 1968 sem Grétar var fyrst kjörinn í trúnaðarráð VR og sat hann samfleytt í því í 41 ár og er það að öllum lík- indum einsdæmi. Þegar hann hafði skólast nokkuð til innan félagsins og áttað sig á þeim straumum sem ríkjandi voru innan verkalýðshreyfingarinnar tók hann sæti í stjórn LÍV árið 1975 og sat þar samfleytt til ársins 2003. Lengst af var hann gjaldkeri sambandsins eða frá 1979 til 2002. Tveimur árum eftir að hann tók sæti þar var hann einnig kjörinn í stjórn VR og sat þar í 22 ár, frá 1977 til 1999. Fyrir störf sín á þessum vettvangi var hann sæmdur gullmerki LÍV árið 2003 og gullmerki VR ári síðar. Myndu nú margir telja þann starfa sem hér hefur verið tal- inn upp svo ærinn að varla væri möguleiki á að bæta nokkru þar við. Því fer hins vegar fjarri að allt sé þar talið, enda réðst Grétar til starfa á skrifstofu VR um miðjan níunda áratug- inn. Því starfi gegndi hann í ná- kvæmlega nítján ár. Um þau ár vitna best þær minningar sem samstarfsmenn hans rifja upp nú við leiðarlok. Öllum sem inn- sýn fá í þau minningabrot má vera ljóst hversu drjúgt og gott starf hans var í öllu tilliti. Við fráfall Grétars Hannes- sonar sjá Landssambandið og VR á bak einum sínum besta og traustasta félaga. Það er vegna manna eins og Grétars sem þessar stofnanir standa jafn- sterkum fótum í íslensku sam- félagi og raun er á. Um þær munar, rétt eins og Grétar um sína daga. Á þessum tímamót- um þakka stjórnir LÍV og VR langa og farsæla samfylgd. Megi algóður Guð blessa og varðveita minningu Grétars Hannessonar og veita Rúnu og öðrum ástvinum sem eftir lifa huggun og styrk í missi þeirra. Stefán Einar Stefánsson. Blessuð sé minning ömmu minnar Önnu. Góð amma eins og ömmur gjarnan eru. Sem barn leit ég á eldhússkápana hjá ömmu og hugsaði: „Þetta er eins og bak- arí“, þeir voru alltaf fullir af kök- um. Það gat orðið mjög gest- kvæmt hjá ömmu og afa, 20 til 30 manns í einu ekki óalgengt, kök- urnar voru allar dregnar fram, ekkert mál, og allir alltaf vel- komnir. Amma var alltaf létt, bjó ekki yfir hægum hreyfingum heldur hálfsveif þegar hún gekk svo ég fékk aldrei á tilfinninguna að hún væri eitthvað þreytt við það sem hún var að gera. Hún var dugnað- arforkur. Amma kunni að segja frá. Fyr- ir stuttu spurði ég ömmu um álit hennar á Íslendingasögunum, hvað væri satt og logið. Fróðlegt spjall fyrir mig því amma lá ekki á skoðunum sínum. Þegar amma, rólyndiskonan, sagði mér um at- vik úr Íslendingasögunum: „Maður þyrfti að vera aumingi til að trúa því“ er ekki hægt annað en að brosa. Fyrir utan hnyttin tilsvör bjó Anna Guðjónsdóttir ✝ Anna Guðjóns-dóttir fæddist á Sámsstöðum í Fljótshlíð 9. júní 1922. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans í Reykjavík 23. júlí 2012. Útför Önnu fór fram frá Fossvogs- kirkju 1. ágúst 2012. amma yfir snar- beittum húmor sem ég mun minnast hennar fyrir. Ég man t.d. eftir einu skipti þegar ein úr fjölskyldunni var í forljótri peysu og amma spurði hana beint út hvort henni fyndist þessi peysa falleg. Amma, þessi elska, var nefnilega líka hreinskilin. Þegar amma var að drepast úr kvölum náði hún að láta mig, ljóshærðu manneskj- una, vita í mjög elskulegum tón að hún hefði alltaf kunnað betur við mig dökkhærða. Ég kann ömmu líka þakkir fyr- ir að skyggnast endalaust inn í framtíðina fyrir mig og reynast geysilega sannspá. Kærleikskveðjur héðan, Silla Þóra Kristjánsdóttir. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast svona mik- ið upp með þér og afa heitnum. Fyrir það verð ég ævinlega þakk- látur. Hugur minn leitaði alltaf í sveitina til ykkar, þar sem var svo gott að vera. Það var alltaf fullt hús af fólki, þið afi og krakkarnir, svo oft um helgar streymdu ættingjar og vinir í sveitina. Þú tókst alltaf á móti öllum með opinn faðm og brosandi og hver og einn var ein- staklega velkominn og eftir á að hyggja hefur þetta útheimt mikla skipulagningu og útsjónarsemi að hafa mat og drykk fyrir alla gestina. En aldrei sá maður nein þreytumerki á þér, nei amma þú varst alltaf svo ótrúlega dugleg og vinnusöm. Ég verð að minnast á stóru glerkrukkurnar inni í stofu með smákökunum í. Úpps, það fóru kannski ein eða tvær smákökur ofan í lítinn munn. Þú vissir það vel en samt sagðir þú aldrei neitt. Garðurinn þinn var alltaf svo fínn og fallegur, hann bara var svona alltaf. Ég frétti svo seinna að þú hefðir snyrt hann á morgn- ana áður en aðrir vöknuðu. Þetta lýsir þér svo vel. Eitt sinn ætlaði dýralæknirinn að fara að segja ömmu til og sagði að hænurnar mættu ekki koma inn í fjós. Þá spurði hún hann á móti hvað hún ætti þá að gera við fuglana sem skitu á túnin sem beljurnar hennar ætu af. Svo voru það brúnu jakkafötin sem þú saumaðir á mig, vá ég var flott- astur. Við fórum stundum saman í kirkju og það var gaman að heyra þig syngja í kirkjukórnum. Þú sagðir einhvern tímann að ég hefði verið að leika mér að flugu og kirkjugestir hefðu fylgst meira með mér en prestinum. Þegar þú varst farin að sjá mjög illa gastu samt prjónað ull- arsokka og á ég nokkra sem mér þykir einstaklega vænt um og eru þeir heitari en aðrir. Amma þú varst stórglæsileg á 90 ára afmælinu þínu í sumar í Fljótshlíðinni. Dagurinn var svo fallegur og afmælið fullkomið í alla staði. Fljótshlíðin og fjalla- sýnin aldrei verið fegurri, ég trúi því að það hafi bara verið fyrir þig. Þú varst búin að segja að þú myndir eiga afmæli og svo ekki aftur. Eitthvað hafði þig dreymt það. Svo varstu líka að lesa í bolla. Þú vissir og sást eitthvað meira en við hin og eru mörg dæmi sem sanna það. Þú hafðir alltaf góð tengsl við börnin mín og betri langömmu gátu þau ekki átt. Elsku besta amma mín, hjartans þakkir fyrir hvað þú varst mér kær í lífinu. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mér. Minning þín lifir. Þinn Georg Pétur Kristjánsson. Amma Anna var mikill skör- ungur og dugnaðarforkur, en jafnframt glaðlynd, hlý og elsku- leg. Þegar við heimsóttum hana fundum við fyrir þeirri hlýju sem hún bar til okkar og var hún ávallt reiðubúin að aðstoða, hlusta og gefa okkur barnabörn- unum ráð. Hún sagði okkur stundum áhugaverðar og skemmtilegar sögur frá því í gamla daga, ásamt því að rýna inn í framtíðina með því að spá í bolla fyrir okkur sem okkur þótti mjög skemmtilegt. Amma var kraftmikil kona og ávallt til í að taka þátt í starfi og leik með okkur unga fólkinu og þrátt fyrir að vera um nírætt gekk hún sem áður hratt yfir og hvatti okkur áfram ef við vorum orðin hæggeng. Á sama hátt hvatti hún okkur til dáða með áhugamálin og minnist Sóldís þess þegar hún var í söngskólan- um, þá nennti hún alltaf að hlusta á hana æfa sig fyrir framan speg- ilinn áður en hún keyrði hana á æfingu og hvernig sem söngurinn hljómaði hrósaði hún alltaf fyrir góðan söng og fór þannig full sjálfstrausts í söngskólann. Það einkenndi ömmu hversu hratt og ákveðið hún vildi fara yf- ir og þegar við vorum í bílnum með henni höfðum við alltaf ann- að augað á hraðamælinum milli þess sem skrafað var og hlegið. Sérstaklega voru minnisstæðar ferðirnar með henni á gömlu góðu Mözdunni, það var ekkert droll og vildi hún ávallt flýta sér á áfangastað, hvort sem það var austur að Núpi, á Hverfisgötuna eða í Bólstaðarhlíðina. Stundum þurfti aðeins að minna hana á „smáatriði“ eins og að það væri komið grænt eða rautt ljós á gatnamótum og getum við hlegið að því í dag þótt okkur hafi ekki alltaf staðið á sama þá. Þegar við heimsóttum ömmu eftir að hún flutti til Reykjavíkur passaði hún sem áður upp á að við hefðum eitthvað fyrir stafni, sér- staklega munum við eftir göngu- ferðunum niður að tjörn þar sem við gáfum öndunum brauð, sögu- stundunum og ekki má gleyma kaffihúsaferðunum eða þegar hún laumaði að okkur pening til að kaupa eitthvað gott. Það voru aldrei til vandamál hjá ömmu, að- eins verkefni sem þurfti að leysa, enda drífandi og jákvæður per- sónuleiki sem var til í allt sem okkur krökkunum datt í hug að gera með henni. Við eigum einnig skemmtileg- ar minningar frá aðfangadags- kvöldunum með stórfjölskyld- unni sem hún undirbjó og bauð upp á troðfullt borð af kökum, kaffi og súkkulaði. Hún var ein- staklega gjafmild og passaði upp á að allir fengju jólagjafir, börn, barnabörn, barnabarnabörn og fleiri til. Allt voru þetta nytsam- legar gjafir sem hún hafði prjón- að, saumað, málað eða keypt, og akkúrat það sem vantaði og við kunnum vel að meta. Við minn- umst allra áramótanna sem við áttum saman, það var alltaf líf og fjör. Hún tók þátt í spilum, söng og var enginn eftirbátur okkar hinna þegar Páll Óskar fékk að hljóma og dansað var í stofunni fram eftir nóttu. Við lærðum það hjá henni að aldur er bara hugtak en hún var með orku og lífsgleði á við ungling. Við kveðjum ömmu og þökkum fyrir dásamlegar stundir saman. Guðlaugur Hrafn, Sif, Anna Kristín og Sóldís Guðbjörg. Anna Guðjónsdóttir stendur okkur fyrir hugskotssjónum, prúðbúin og eftirvæntingarfull, mætt manna fyrst í kaffisamsæti Hlíðarendaættar í maí síðastliðn- um, ásamt stórum hópi afkom- enda. Anna var kát eins og æv- inlega, og naut samverunnar við annað fólk. Minningarnar eru vel geymd- ar um heimsóknir að Núpi í Fljótshlíð, þar sem Anna og Pét- ur frændi ráku myndarbú með foreldrum hans, Guðmundi og Guðrúnu. Þangað var ætíð skemmtilegt að koma, líf og fjör á stóru búi og í mörgu að snúast. Börnin þeirra sjö á ýmsum aldri auk aðkomubarna sem vörðu sumrinu á Núpi. Anna var harðdugleg að hverju sem hún gekk, hvort sem var um að ræða bústörf eða heim- ilisstörf. Og þegar gesti bar að garði varð henni ekki skotaskuld úr því að dekka veisluborð í snar- hasti. Eftir að Anna og Pétur brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur var unun að fylgjast með því hversu mjög Anna naut lífsins og tók virkan þátt í margvíslegu fé- lagslífi. Hún keyrði bílinn sinn um allt, synti og stundaði göngu- ferðir og lifði lífinu lifandi. Það mátti alltaf greina hjá Önnu þakklæti fyrir að njóta samvista með öðru fólki. Við viljum þakka Önnu sam- fylgdina og ógleymanlegar sam- verustundir í gegnum tíðina. Af- komendum hennar sendum við okkar bestu kveðjur. Marinella Haraldsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.