Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Geturðu lýst þér í fimm orðum? Síbreytilegur, tóngleyminn, leitandi, of- samaður, sveitó, nettur … var þetta of mikið? Scottie Pippen eða Diet Pepsi? (spyr síðasti aðalsmaður, Snorri Helgason) Óblandað Pepsi Max. Ertu innipúki? Já frekar mikill. Verð til dæmis aldrei brúnn því ég er alltaf í prjóna- peysu. Er þér illa við útihátíðir? Þegar farið verður að hljóðeinangra útilegutjöld skal ég gefa þessu annan séns. Hvað þýðir skakkamanage? Skallablettagel? Hvernig ber maður það fram? Skunk-da-monkey. Hvað ertu í mörgum hljómsveitum? Fjórum. Létt á bárunni, Skakkamanage, Prinspóló og Rúnk. Er töff að vera í mörgum hljóm- sveitum? Já dálítið. Samt ekki eins töff og joggingbuxur. Hvernig finnst þér Prince Polo? Bara svona lala. Ég kann betur að meta kókosbollur en það er ekkert sérstakt auka- sjálf. Ertu veikur fyrir kónga- fólki? Nei. En mér finnst æs- andi að heimsækja gamla kastala og mér finnst Ólafur og Dorrit frekar flott. Hvað fær þig til að skella upp úr? Vandræðaleg augnablik. Getur þú lýst dansstíl þínum á djamminu? Kyrrstæður, nota hendurnar frekar mikið og beygi hnén örlítið. Frekar vangefið en konan mín dýrkar þetta. Hvernig er lífið úti á landi? Það er frekar tryllt. Hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn? James Murphy, Bruce Springsteen og Georgia Hubley ef ég má nefna þrjá snillinga. Hvað færðu ekki staðist? Ég á mjög erfitt með að heilsa ekki ketti úti á götu. Nú ertu grafískur hönnuður, skiptir útlit meira máli en innihald? Innihaldslýsingin skiptir öllu máli. Hvert væri listamannsnafn þitt ef þú værir heimsfrægur rappari? Skunk-Da-Monkey. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Ég get búið til flautu með lóf- unum og spilað Bítlalög. Ringo Starr kenndi mér þetta þeg- ar hann var flokksstjóri í Vatnaskógi í lok níunda áratugarins. Hvers viltu spyrja næsta að- alsmann? Hvernig var á Innipúk- anum? Innihaldslýsingin skiptir öllu máli Aðalsmaður vikunnar er Svavar Pétur Eysteinsson; tónlistarmaður, hönnuður og einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans sem fram fer nú um helgina í Iðnó Morgunblaðið/Ernir Prinsinn Svavar Pétur Eysteins- son/Prins Póló. armillibili allt frá árinu 1952 og hefur kvikmynd Orsons Welles, Citizen Kane, verið á toppnum allt frá árinu 1962, þ.e. í hálfa öld. Vertigo hefur því velt þeirri margfrægu og -lofuðu kvikmynd úr hásæti sínu. Kvikmynd Alfreds Hitchcocks, Vertigo, frá árinu 1958, er sú allra besta sem gerð hefur verið, samkvæmt nýrri könnun Bresku kvikmyndastofnunarinnar, British Film Institution (BFI). Slík könnun hefur verið gerð með áratug- Vertigo best samkvæmt könnun BFI Meistarinn Alfred Hitchcock leikstýrði kvikmyndinni Vertigo. Íransk-franska leikstýran og höf- undurinn Marjane Satrapi verður gestur Alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar í Reykjavík, RIFF, í haust og verða þær tvær kvikmyndir sem hún hefur gert sýndar á hátíðinni. Þá mun Satrapi halda masterklassa fyr- ir almenning og miðla þar af reynslu sinni. Satrapi er höfundur myndasög- unnar Persepolis sem vinsæl teikni- mynd var unnin eftir og frumsýnd árið 2007. Í Persepolis byggir Sat- rapi á eigin lífsreynslu, segir í henni sögu stúlkunnar Marjane sem elst upp í Teheran, fyrir og eftir írönsku byltinguna árið 1979. Persepolis hlaut mikið lof á sínum tíma og verð- laun, hlaut m.a. dómnefnd- arverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes og var m.a. tilnefnd til Ósk- arsverðlauna, Golden Globe- og Cés- ar-verðlaunanna. Önnur mynd Sat- rapi, Chicken with Plums, er frá því í fyrra og byggð á myndasögu eftir hana. Í henni segir af síðustu dög- unum í lífi fiðluleikarans Nassers Al- is Khans. RIFF verður haldin 27. september til 7. október. Marjane Satrapi gestur RIFF Hátíðargestur Marjane Satrap. ævintýrum þrumu- guðsins Þórs, eins og hann birtist í of- urhetjusögum Marvel. Eccleston mun fara með hlutverk Malekith the Accursed, skv. frétt á vef MTV, leiðtoga svartálfa. Chris Hemsworth leikur á ný Þór. Enski leikarinn Christopher Eccleston mun fara með hlutverk illmennisins í framhaldi kvik- myndarinnar Thor sem mun bera titilinn Thor: The Dark World. Líkt og í fyrstu myndinni segir af Eccleston leikur illmennið í Thor 2 Christopher Eccleston Chris Hemsworth KILLER JOE Sýnd kl. 8 - 10:20 THE DARK KNIGHT RISES Sýnd kl. 3:50 - 7 - 10:20 ÍSÖLD4HEIMSHÁLFUHOPP3D Sýnd kl. 4 - 6 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar KOLSVÖRT SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE EXORCIST OG THE FRENCH CONNECTION 40.000 MANNS! VINSÆLASTA MYND SUMARSINS! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU ÍSL TEXTI ÍSL TAL 12 16 12 L TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 40.000 MANNS! KOLSVÖRT SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE EXORCIST OG THE FRENCH CONNECTION SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS KILLER JOE KL. 6 - 8 - 10.10 16 ÍSÖLD 3D KL. 6 L TED KL. 10.10 12 INTOUCHABLES KL. 8 12 - TV, KVIKMYNDIR.IS - VJV, SVARTHÖFÐI DARK KNIGHT RISES KL. 4.30 - 5.30 - 8 - 9 - 11.30 DARK KNIGHT RISES LÚXUS KL. 4.30 - 8 - 11.30 10 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.20 - 6 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.20 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10 KILLER JOE KL. 8 - 10.20 16 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.5.50 L SPIDER-MAN 3D KL. 6 - 9 10 INTOUCHABLES KL. 5.30 - 6.30 - 8 - 9 - 10.30 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.