Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími : 569 1105 kata@mbl.is Meðal efnis verður: Endurmenntun, símenntun, iðnnám, tómstundarnámskeið, tölvunám, háskólanám, framhaldsskólanám, tónlistarnám, skólavörur, skólatölvur, ásamt full af spennandi efni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. ágúst Þann 17. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag Skólar & námskeið SÉRBLAÐ Skó lar & nám ske ið SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Sumarið hefur verið afskaplega gott. Alveg einstaklega gott,“ sagði Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri, í Grímsey. „Það má heita að það hafi verið sól meiripart- inn í sumar. Það gerði tveggja daga hret fyrir tíu dögum, rigningu, og veitti ekki af því það var allt orðið svo skráþurrt hérna. Ég held að það hafi ekki komið dropi úr lofti í eina tvo mánuði. Bara sól, sól, sól.“ Bjarni fæddist árið 1930 og varð 82 ára í sumar. Hann man því mörg sumrin í eynni. „Þau hafa ekki verið skemmtileg undanfarin ár – heldur leiðinleg,“ sagði Bjarni. „Þetta er búið að vera allt, allt annað sumar nú en verið hefur mjög lengi. Þeir sem eru dálítið yngri en ég segjast ekki muna eftir öðru eins veðri og nú.“ Hann sagðist muna eftir mjög góð- um sumrum í gamla daga. „Þegar maður var strákur, fyrir 1940, voru sumrin þvílíkt góð! Það var sérstaklega gott tíðarfar þá. Ég man sérstaklega eftir því þegar Ís- land var hernumið í maí 1940 að þá var komið ægilega gott veður, það voraði svo snemma þá.“ Bjarni sagði að á æskuárum hans hefði verið mik- ill munur á sumri og vetri. Á vetrum snjóaði samfleytt svo dögum eða vik- um skipti í norðanátt og allt var á kafi í snjó. Fuglinn alltaf á kafi í átu En hvernig hefur bjargfuglinum reitt af í sumar? „Ja, hérna, hérna,“ sagði Bjarni. „Svartfuglinn er alltaf á kafi í átu. Hún hefur aldrei komið svona snemma eins og núna. Loðnan kom svo snemma. Þegar ég var seinast á vertíð, árið 1960, var verið að gera tilraunir með að veiða loðnu og bræða. Síðan hefur aldrei komið eins mikil loðna inn á Grímseyjarsund eins og í vetur.“ Bjarni sagði að netabátar hefðu fiskað vel af mjög fallegum fiski á Grímseyjarsundi í sumar. Nú eru allir búnir með kvótann í Grímsey og einungis strandveiðimenn að róa. Svartfuglsungar eru margir komnir á legg og farnir úr bjarginu. Ungar úr varpi, þar sem egg voru tínd í vor, eru hálfum mánuði seinna á ferðinni og stutt í að þeir fari. Bjarni sagði að ekkert hefði orðið vart við dauðar lundapysjur. „Lundinn er með troðfullt nefið af æti. Meira að segja get ég sagt þér að álkan er ekki vön að bera í nefinu, hún er eins og langvían og ælir í ungana. Nú hef ég séð óhemju af álku með síli í nefinu. Þetta er svo mikið að hún getur ekki kyngt því öllu svo hún verður að bera það í nef- inu til unganna. Það er geysimikið af sílaberum núna. Það er enginn skortur.“ Fjölgun í lunda og langvíu Bjarni var búinn að háfa svolítinn lunda í sumar. Undanfarið hefur ekkert gengið að háfa vegna blanka- logns dag eftir dag. Hann sagði að fuglinn væri vel haldinn. „Þetta er bara svona rétt til til- breytingar sem maður er að háfa,“ sagði Bjarni. „Það er langtum mesta fjölgunin í lunda og langvíu. Álkan þarf jafnvel að flýja undan langví- unni, hún er svo frek.“ Bjarni sagði að eina breytingin sem hann sæi til hins verra í fuglalífinu væri hjá rit- unni og fýlnum eða múkkanum. „Nú er öll lifur hirt í Grímsey og send suður. Múkkinn fær enn minna af lifur en verið hefur. Honum og rit- unni gengur svolítið illa. Henni gengur illa að koma upp ungum. Þetta virðist ætla að fara sömu leið og undanfarin ár.“ Kría hefur aldrei verið meiri í Grímsey en nú, að sögn Bjarna. „Ungarnir fljúga hér út um allt. Það er fullt af þessu og svo verður þetta plága hér á flugvellinum. Þetta situr svo mikið á honum og ekkert sem getur fælt þetta í burtu. Krían virðist hafa nóg æti. Maður sér kríuna alveg látlaust stinga sér, al- veg látlaust. Það er alltaf kría að stinga sér á Básavíkinni, en ritan getur það ekki neitt. Ritan og fýllinn hirða bara af yfirborðinu.“ „Bara sól, sól, sól“ í Grímsey í sumar  Yngra fólk í Grímsey man ekki eftir annarri eins blíðu og í sumar  Bjargfugli, nema ritu og fýl, hefur reitt mjög vel af  Lundar og álkur með troðfulla gogga af æti  Kríuungar flögra um allt Morgunblaðið/ÞÖK Grímseyingar Veðrið hefur verið mjög gott í Grímsey. Bjarni Magnússon eldri (t.h.) með alnafna sínum við bátinn Fiske. Myndin er frá árinu 2006. Verður sumarið 2012 eitt af þessum allra bestu sumrum sem við þekkj- um m.t.t. hita og sólar síð- ustu 150 árin eða svo? Svo ritar Ein- ar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur á bloggi sínu á mbl.is. „Undanfarin ár hefur verið hálfgerð fýla norðaustan- og austanlands að sumrinu, en nú bregður svo við að þar hefur tíð- in ekki verið síðri en annars staðar, svona lengst af. Við er- um hálfnuð með sumarið í skiln- ingi veðurfarsins, en það nær frá júní til september. Sumrin 1939, 2003 og 2010, sem eru með þeim allra, allra bestu, ein- kenndust m.a. af því hversu tíð- in hélst góð langt fram í sept- ember. 1939 og 2003 gerði ágætar hitabylgjur, þá sér- staklega 1939.“ En það er kannski frekt að biðja um almennilega hitabylgju svo þetta sumarið toppi nú flest það sem við höfum séð hingað til, spyr Einar. Með bestu sumrum? SPÁÐ OG SPEKÚLERAÐ UM VEÐRIÐ Á BLOGGSÍÐUM Einar Sveinbjörnsson Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það eru margir hektarar af því sem við bárum á glaðir í vor alveg bráð- ónýtir og það verður ekki slegið. Það er bara brúnt yfir að líta og graslaust. Þannig er nú ástandið hérna,“ sagði Þórarinn Þórarinsson, bóndi á Vog- um í Kelduhverfi, um heyskap og heyfeng þar í sumar. „Ef við höldum okkur við Kelduhverfið þá hefur hann nánast ekki gengið. Menn eru varla farnir að slá. Það er fyrst og fremst fyrir grasleysi,“ sagði Þórar- inn og segir fyrst og fremst langvar- andi þurrki um að kenna. Rignt einu sinni í allt sumar „Þetta er nú misjafnt á milli bæja en víða hérna er grunnt á hraunið eða sendin tún. Svo hefur nánast ekki komið hér dropi úr lofti. Það voru hér krapahríðar um miðjan maí og bleytti þá sæmilega vel í. Síðan hefur ekki komið hér ærleg rigning nema einu sinni, núna fyrir hálfri annarri viku,“ sagði Þórarinn og sagði að óvíst hvert framboð af heyi yrði í haust, en hann telur að á einhverjum bæjum verði ekki óbreyttur bústofn nema til komi aðkeypt fóður. Það sé þó erfitt að fá þar sem riða hafi komið upp á svæðinu og ekki megi einu sinni færa hey á milli bæja. Opinber leyfi þurfi til. „Við áttum dálitlar fyrningar og erum ekkert mjög illa settir þannig, en heyfengurinn verður 30-40% minni heldur en í fyrra. Það getur ekkert orðið annað,“ sagði Þórarinn og útilokaði ekki að hann yrði að fækka gripum í haust vegna þess. Sömu sögu af heyskap er ekki að fá af Suðurlandi. Hafsteinn Jónsson, bóndi í Akurey í Vestur-Landeyjum, segir meiri heyfeng í ár en í fyrra og að heyskapurinn hafi fengið einstak- lega vel, en fyrri sláttur er búinn og búið að bera á fyrir seinni slátt. Haf- steinn kemur að útflutningi á heyi til Færeyja og segir að mjög vel hafi tekist til við fóðuröflun á þann mark- að. Hann segir að farin hafi verið sú leið að bera mjög snemma á í vor og auka áburðarmagn á hvern hektara og að það hafi skilað sér vel. Allt að 40% kal í sumum túnum Í Þistilfirði er heyskapur kominn misjafnlega á veg. Axel Jóhannesson, bóndi á Gunnarsstöðum, segir að fyrri sláttur sé á lokametrum og að búið sé að bera á fyrir seinni slátt. Hann segir uppskeruna minni en í fyrra. Það sé vegna langvarandi þurrka og eins kals í túnum í vor, en í sumum túnum hjá honum kólu um 30-40% túnanna og því bar hann í vor á um 20 hektara til viðbótar af túnum á öðrum bæjum og var síðast að slá í Finnafirði á jörð þar sem enginn búskapur er. Uppskeran í slæmu meðaltali „Hún er svona í slæmu meðaltali,“ sagði Bjarki Fannar Karlsson, bóndi á Hafrafellstungu í Öxarfirði, um heyuppskeru sumarsins en heyskap- ur hjá þeim er að klárast. Hann segir vel hafa tekist til við heyskapinn. „Það hefur nánast aldrei rignt svo það hefur gengið vel að ná því,“ sagði Bjarki Fannar. Hann segir þau vel sett með heyforða fyrir veturinn. Það sé orðið nóg til af heyi og búið að bera á milli 15 og 20 hektara fyrir seinni sláttinn sem Bjarki Fannar reiknar með að verði um miðjan ágúst. Margir hektarar af tún- um ónýtir vegna þurrka  Bændur í Kelduhverfi vart byrjaðir að slá vegna grasleysis Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Misskipt gæði Á meðan einhverjir bændur sunnanlands tala um meiri hey- feng í ár búa margir starfsbræður þeirra norðan heiða við uppskerubrest. Betur fór en á horfðist í gærkvöldi þegar olía lak úr jeppa sem valt ofan í vatnsverndarsvæði í Elliðavatni. Hreinsunarbíll mætti á vettvang rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi til þess að ljúka hreinsunarstarfi. Sem betur fer náði olían úr jeppanum ekki að breiðast út af ráði en vindátt á svæðinu var hagstæð og skipti það sköpum. Þegar blaðamaður mbl.is hafði samband við slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins um tíuleytið í gærkvöldi fengust þau svör að hreinsunarstarfið gengi vel miðað við aðstæður. Þá mun óhappið ekki hafa áhrif á vatnsból Reykvíkinga en svæðið var strax girt af með þar til gerðum búnaði til að koma í veg fyrir útbreiðslu olíunnar. Olía lak úr jeppa á vatnsverndarsvæði Morgunblaðið/Eggert Umhverfisslys Olía lak úr jeppa á vatnsverndarsvæði í Elliðavatni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.