Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 31
vina og vandamanna og geta lítið að gert til að lina sorg og þján- ingu nema að vera til staðar. Heiða okkar var ekki tilbúin að kveðja svo skjótt því hún var ný- flutt og ætlaði að njóta lífsins nær dætrum sínum og vinum hér í höfuðstaðnum eftir áralanga bú- setu á Selfossi. Kynni okkar vinkvennanna hófust í 1. og 2. bekk unglinga- deildar Miðbæjarskóla og síðar Verslunardeild Hagaskóla og hefur því varað í rúm 50 ár. Þá var Heiða nýkomin frá Dan- mörku og „talaði dönsku“ sem þótti ekki amalegt á þeim árum þegar fyrstu skrefin voru tekin í dönskunáminu. Hún komst því vel frá fyrstu prófunum en dönskukennarinn og faðir henn- ar, Jónas Eysteinsson, setti vel ofan í við okkur hin fyrir slaka frammistöðu í byrjun. Í minning- unni komust þó flest okkar skammlaust gegnum lokaprófið, þökk sé góðri leiðsögn Jónasar sem var einstakur kennari og vinur. Heiða átti því ekki langt að sækja kennaragenin og aðalstarf hennar síðar á lífsleiðinni var dönskukennsla við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Við stofnuðum saumaklúbbinn okkar fljótlega eftir gagnfræða- prófið úr Hagaskóla og hittumst samviskusamlega fyrstu árin án þess þó að eftir okkur lægi mikið af prjónlesi. Amstur daganna og fjarlægðir urðu til þess að skipu- lagið riðlaðist en ekki slitnaði þráðurinn því alltaf þegar við hittumst var eins og við hefðum hist í gær. Heiða var glaðlynd og báru leiftrandi augun og fallega brosið hennar þess glöggt vitni. Hún var dálítill prakkari í sér sem passaði svo listavel við freknurn- ar og rauðbirkið hárið og gaman var að gleðjast með henni og eiga að vini. Og traustur vinur var hún. Því var það okkur tilhlökk- unarefni að fá hana aftur til Reykjavíkur svo stefnumótin gætu orðið tíðari. En eigi má sköpum renna. Stuttu eftir að Heiða hafði látið af störfum í vor eftir farsælan kennsluferil og flutt til Reykjavíkur var ljóst hvert stefndi í veikindum hennar en hún barðist fram á síðustu stundu. Nú er skarð fyrir skildi í litla hópnum okkar en söknuðurinn sárastur hjá dætrum hennar, systkinum og fjölskyldum þeirra. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau og blessa á þessum erfiðu tímum. Við leiðarlok streyma minn- ingar í gegnum hugann sem munu ylja okkur um ókomin ár og viðhalda minningunni um Heiðu okkar. Við kveðjum kæra vinkonu og þökkum henni sam- fylgdina í gegnum árin. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Erla Ólafs, Ingibjörg Norberg, Ingibjörg Sveinsdóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir, Þórunn Blöndal og Þórunn Hafstein. Í dag er til moldar borin fyrr- verandi eiginkona mín, Aðalheið- ur Jónasdóttir. Kostir hennar voru margir. Fyrst og fremst var hún góð móðir og hélt gott heim- ili fyrir fjölskyldu sína. Aðrir hæfileikar auðguðu einnig líf hennar. Hún var í kirkjukór Bú- staðasóknar þegar við kynnt- umst og þegar við fluttumst á Selfoss gekk hún til liðs við kirkjukórinn þar. Eins hafði hún yndi af myndlist og hún hafði námshæfileika. Hún byrjaði að kenna dönsku við Gagnfræða- skólann í Hveragerði. Upp úr því hóf hún nám til stúdentsprófs að áeggjan menntafrömuðanna og skólastjórahjónanna Ásdísar og Valgarðs. Hún varð að lokum dönskukennari með full réttindi við Fjölbrautaskólann á Selfossi. Við þetta tækifæri verð ég að minnast foreldra hennar. Faðir hennar var Jónas Eysteinsson barnakennari og seinna kennari við Verslunarskóla Íslands. Hann var um tíma framkvæmda- stjóri Norræna félagsins. Jónas var góður maður heim að sækja og glaður á góðri stund svo minnti mig á íslenskan bónda. Móðir Aðalheiðar var Guðrún Vilborg Guðmundsdóttir og var hún mikil húsmóðir. Ég kom aldrei svo til borðs hjá þeim hjón- um að ekki yrði veisla og þá var það ekki maturinn sem öllu réði heldur viðhorfið og höfðings- skapurinn hjá Guðrúnu. Hún var mikil handverkskona og voru öll hennar verk með miklum mynd- arskap. Blessuð sé minning þeirra. Við Aðalheiður skildum 1985 og tók ég því mjög alvarlega. Okkur var þriggja barna auðið, – Hrefnu, Vilborgar og Jóhönnu og barnabörnin eru sjö. Börn Hrefnu eru Ragnheiður Sara, Adam Karl og Hrafn Helgi. Börn Vilborgar eru Kristín Björt og Benedikt Óli. Börn Jóhönnu eru Áróra Björk og Inga Heiða. Kæru dætur, tengdasynir og barnabörn, samúð mín er öll með ykkur eftir þennan missi. En við verðum að sættast við orðinn hlut. Ég bið ykkur að minnast Aðalheiðar með orðunum: Ég lifi og þér munuð lifa. Benedikt Jóhannsson (Benni). Í dag kveðjum við Aðalheiði Jónasdóttur, eða Heiðu, vinkonu og samkennara okkar til meira en tuttugu ára við Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Heiða kom til starfa 1988 þegar skólinn var far- inn að stækka ört, og við dönsku- kennararnir sem fyrir vorum gátum ekki lengur sinnt allri kennslunni. Heiða hafði þá starf- að á skrifstofu í mörg ár, en hafði öðlast reynslu af því að kenna dönsku í framhaldsdeildinni við grunnskólann í Hveragerði. Heiða fann að kennarastarfið átti vel við hana og hún ákvað því að fara til náms við Háskóla Ís- lands til að verða löggiltur dönskukennari. Hún var í fullri kennslu meðfram námi og fór oft í viku til Reykjavíkur til að sækja tíma. Það kom stundum fyrir að starfsmenn HÍ höfðu gleymt að láta hana vita þegar kennsla féll niður til dæmis vegna veikinda. Hún tók því með ótrúlegu jafn- aðargeði að háskólinn skyldi sýna henni svona mikið tillits- leysi. Með mikilli einbeitingu og dugnaði tókst Heiðu að ljúka námi sínu 1997. Heiðu þótti vænt um starfið sitt og náði góðu sam- bandi við nemendur sem er kost- ur góðra kennara. Hún sinnti starfi sínu alla tíð af alúð og ein- lægni. Það hefur verið hefð í mörg ár, að við dönskukennararnir hitt- umst á vorin til að fagna skóla- lokum. Þar sem Heiða var búin að koma upp börnum sínum og bjó ein hittumst við yfirleitt heima hjá henni og þá fengum við góðan frið til að spjalla. Þegar mikið var um að vera í dönsku konungsfjölskyldunni hittumst við líka hjá Heiðu og horfðum saman á beina útsendingu frá brúðkaupi eða skírn. Heiða kunni að búa til réttu umgjörðina um veisluna okkar og var búin að taka nokkra daga í það að skipu- leggja matseðilinn, og væntingar okkar til matarins brugðust ekki því maturinn var alltaf bæði bragðgóður og girnilegur. Við hittumst síðast í vor heima hjá mér til að fagna sumarkomunni, en ekki síst til að þakka Heiðu samstarfið í tvo áratugi. Þá var hún orðin mjög veik, en bar sig vel og naut þess að vera með okk- ur. Heiða var mjög glæsileg kona og það var reisn yfir henni alveg fram í andlátið. Hún var ávallt vel tilhöfð og fallega klædd. Hún hafði fallega og sterka söngrödd og naut sín vel þegar starfsmenn skólans komu saman til að skemmta sér. Hún söng lengi í kirkjukór Selfosskirkju og hún sagði mér stuttu áður en hún lést að þar hefði hún sungið í 16 ár. Í mínum huga er það ótrúleg fórn- fýsi, að vilja binda sig svona lengi við að syngja aðra hverja helgi í kirkju. Fyrir Heiðu var þetta sjálfsagt mál, enda var söngurinn nauðsynlegur hluti af lífi hennar. Ég kynntist Heiðu nokkuð vel og við urðum það nánar vinkon- ur, að hún trúði mér fyrir ýmsu sem ég mátti ekki fara lengra með. Heiða var opin og hafði gaman af því að segja frá, og hún leyfði okkur að fylgjast vel með því sem var fréttnæmt í fjöl- skyldu hennar. Dætrunum og öðrum aðstand- endum Heiðu vil ég votta samúð mína nú, þegar samstarfskona okkar og vinkona til margra ára er kvödd. Blessuð sé minning Heiðu, hennar verður saknað í dönskudeildinni og á kennara- stofunni. Elísabet Valtýsdóttir. Aðalheiður Jónasdóttir sam- kennari og samstarfsmaður okk- ar er látin. Hún var með okkur í Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) frá upphafi. Fyrst sem nemandi í öldungadeildinni góðu meðan sú deild var og hét og síð- an einnig í námi í dagskólanum. Hún kenndi dönsku við Iðnskól- ann á Selfossi 1978-1979 og við Gagnfræðaskólann í Hveragerði frá 1981-1984. Eftir stúdentspróf frá FSu í desember 1985 stundaði hún nám við Háskóla Íslands í dönsku og lauk BA-prófi og námi í uppeldis- og kennslufræðum í febrúar 1997. Aðalheiður (Heiða) byrjaði að kenna hjá okkur 1988 meðan hún stundaði háskólanámið. Hún kenndi eingöngu dönsku við skól- ann. Heiða var mjög farsæll kenn- ari. Kennslan átti vel við hana og hún var jákvæð, sanngjörn og elskuleg í viðmóti, bæði gagnvart nemendum og samstarfsfólki. Aðalheiður var virk í skóla- starfinu og hafði gaman af að taka þátt í atburðum og uppá- komum á vegum skólans. Ég man vel eftir skemmtilegum bún- ingum sem hún klæddist á „Fló- afárinu“. Hún var ein af þeim fyrstu sem tóku þátt í erlendum sam- skiptum á vegum skólans og fór m.a. í eftirminnilega ferð með nemendahóp til Noregs vorið 1997. Það var gaman að vinna með Heiðu þegar við tvö vorum veislustjórar á „Sigurðarkviðu“ er Sigurður skólameistari var kvaddur. Hún var glæsilegur og skemmtilegur veislustjóri. Aðalheiður var ein af okkur í FSu, hún vildi öllum vel, nem- endum, starfsfólki og skólanum. Henni þótti vænt um sinn vinnu- stað. Aðalheiður lét af störfum við skólann á afmælisdaginn sinn 6. febrúar 2012 þegar hún varð 67 ára, þá kvöddum við hana og þökkuðum fyrir gott samstarf en nú er Aðalheiður horfin frá okk- ur. Krabbameinið, sá skaðvaldur, tók hana frá okkur. Við söknum hennar, hún var sterkur hlekkur í liðsheildinni. Blessuð sé minn- ing hennar. Starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlands vottar dætrum Aðal- heiðar, systkinum og öllum öðr- um aðstandendum hennar inni- lega samúð. Örlygur Karlsson, skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurlands.  Fleiri minningargreinar um Aðalheiði Jónasdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 ✝ Aðalheiður Að-alsteinsdóttir Malmquist fæddist í Skuggahlíð í Norðfjarðarsveit 16. febrúar 1930. Hún lést á sjúkra- húsinu í Neskaup- stað 28. júlí 2012. Foreldrar henn- ar voru Aðalsteinn Jónsson, f. 12. ágúst 1903, bóndi á Ormsstöðum í Norðfjarðarsveit, og Þorgerður Hermannsdóttir, f. 17. júlí 1891 í Skuggahlíð í Norðfjarðarsveit. Hálfsystkini Aðalheiðar eru Hulda Að- alsteinsdóttir, f. 25. september 1942, og Jón Þór Aðalsteinsson, f. 2. febrúar 1949. Aðalheiður giftist árið 1954 Finni Þóri Björnssyni Malm- quist, f. 24. desember 1930, d. 7. janúar 2010, frá Búðareyri við Reyðarfjörð. Börn þeirra eru: 1) Þorgerður Malmquist, f. 1959, gift Ragnari M. Sverr- issyni, f. 1957. Þau búa í Nes- kaupstað. Börn þeirra eru Jó- kaupstað. Þar með hófst starfs- ferill Aðalheiðar hjá Pósti og síma; starfsferill sem átti eftir að standa næstu áratugina. Ár- ið 1953 var hún fengin til að leysa af á símstöðinni á Reyð- arfirði, og þar kynntist hún Finni Malmquist, sem ári síðar varð eiginmaður hennar. Finn- ur var þá rafveitustjóri á Reyð- arfirði. Þar bjuggu þau til 1961, en fluttu þá til Akraness. Þar starfaði Aðalheiður á símstöð- inni og síðar á pósthúsinu, en Finnur var vélstjóri á ýmsum bátum og skipum, og eftir það í Sementsverksmiðju ríkisins. Aðalheiður og Finnur fluttu aft- ur á heimaslóðir árið 1997 og bjuggu fyrst við Hlíðargötu í Neskaupstað, en síðan í Breiða- bliki, þjónustuíbúðum fyrir aldraða við Fjórðungssjúkra- húsið. Aðalheiður var mikil hannyrðakona og hafði unun af því að sauma og prjóna. Eftir hana liggur mikill fjöldi klæða og alls kyns muna, og börnin og barnabörnin hafa fengið að njóta þeirra í gegnum árin. Blómarækt og garðyrkja var henni einnig hugleikin. Síðustu ár ævi sinnar dvöldu þau Finnur og Aðalheiður í góðu yfirlæti á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag, 3. ágúst 2012, kl. 11. hanna Kristín, f. 1975, sonur hennar Mikael Natan, f. 1998, Karen, f. 1983, Arna Mekk- ín, f. 1987, og Hug- inn, f. 1990. 2) Björn F. Malm- quist, f. 1964, kvæntur Kristínu Briem, f. 1964. Þau búa í Reykjavík. Börn þeirra eru Finnur Helgi, f. 1997, og Edda Katrín, f. 1999. Fyrstu tíu ár ævi sinnar bjó Aðalheiður í Skuggahlíð ásamt móður sinni, Þorgerði, en þeg- ar skólaganga Aðalheiðar hófst, í barnaskólanum í Neskaupstað, bjuggu þær mæðgur hjá systur Þorgerðar, Sigurbjörgu Her- mannsdóttur. Nítján ára gömul fór Aðalheiður í Húsmæðra- skólann á Varmalandi í Borg- arfirði og sumarið eftir gerðist hún kaupakona í Hjarðarholti í Stafholtstungum. Hún kom svo aftur heim um haustið og hóf þá störf á símstöðinni í Nes- Það var erfið raun fyrir móð- ur mína þegar eiginmaður hennar (og faðir minn) veiktist hastarlega og varð öryrki upp úr þeim veikindum. En þá raun stóðst hún, rétt eins og flestar aðrar sem lífið lagði fyrir hana á langri ævi. Fáar silfurskeiðar voru í boði á þeim tíma sem móðir mín var að vaxa úr grasi; hún var eina barn einstæðrar móður í Norð- firði á fjórða áratug síðustu ald- ar og þótt mamma hafi sjaldan talað um það get ég ímyndað mér að líf þeirra hafi á stundum verið erfitt. En ég get líka ímyndað mér að það hafi verið gaman hjá mömmu þegar hún var beðin um að fara til Reyðarfjarðar ár- ið 1953, þá tuttugu og þriggja ára gömul, til að leysa af á sím- stöðinni þar. Á Reyðarfirði kynntist hún nefnilega rafveitu- stjóranum í bænum, honum Finni Malmquist. Ári síðar voru þau orðin hjón og framtíðin brosti við þeim. Þorgerður, stóra systir mín, fæddist á Reyðarfirði og ég kom í heim- inn á Akranesi nokkrum árum síðar. Hraðspólum fimmtíu ár fram í tímann, til haustsins 2004, þegar mamma og pabbi héldu upp á gullbrúðkaupið. Lífið hafði sett sitt mark á þau, rétt eins og alla aðra, en ég man að þau ljómuðu bæði þegar þau litu yfir afkomendahópinn, þau hafa kannski hugsað með sér að allt þetta basl hafi þó ekki verið til einskis. Þegar pabbi var á sjónum, stundum svo vikum skipti, og mamma þurfti að halda heimili auk þess að sinna eigin starfi; þegar pabbi veiktist og mamma sat hjá honum dag eftir dag; þegar tekjur þeirra drógust saman í kjölfarið og það þurfti að velta hverri krónu fyrir sér. Allt þetta var orðið að minn- ingum haustið 2004; það var farið að húma að kvöldi og þau sáu fram á að geta notið síðustu áranna saman. Og það gerðu þau. Takk fyrir minningarnar, elsku mamma, og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég er viss um að pabbi hefur tekið vel á móti þér. Björn Malmquist. Ég kynntist Aðalheiði fyrir rétt tæpum 20 árum. Við Björn höfðum verið að draga okkur saman um sumarið og þetta var fyrsta heimsókn mín til foreldra hans, sem bjuggu þá á Akra- nesi. Það var sunnudagur og alvörusunnudagssteik á borðum. Þá og alla tíð síðan tóku á móti mér opnir armar og mikill kær- leikur er við hittumst. Maður velur sér hvorki fjölskyldu né tengdafólk, en strax eftir þenn- an fyrsta fund fann ég að fjöl- skylda Björns hlaut upp til hópa að vera úrvalsfólk og komst fljótlega að því að sú var raunin. Aðalheiður var vel gefin og víðlesin kona. Hún var sterkur námsmaður en möguleikar á framhaldsnámi voru ekki miklir á þeim tíma og stolt fylgdist hún með börnum sínum og barnabörnum ganga lengri menntaveg en hún átti kost á. Þrátt fyrir hratt þverrandi lík- amlega heilsu síðastliðin ár fylgdist Aðalheiður vel með málefnum líðandi stundar og var að auki stálminnug og við- ræðugóð. Hún lá ekki á skoð- unum sínum og hafði trúlega lúmskt gaman af því að vera á öndverðum meiði við viðmæl- andann, því þannig urðu heitar umræður um málefnið, hvort sem rætt var um pólitík, bók- menntir eða tónfegurð söng- radda íslenskra tenóra. Aðal- heiður var mjög handlagin og ófáar peysurnar í skápum okkar eru handverk hennar. Það gladdi hana að gefa og hún sendi gjarnan vinum og ætt- ingjum tækifærisgjafir, en styrkti einnig ákveðin málefni og naut m.a. Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað gjafmildi hennar. Við Björn höfum sl. tvo ára- tugi lengstum búið í öðrum landshluta eða öðru landi en Finnur og Aðalheiður. Eftir al- varlegt bílslys þar sem þau hjónin meiddust bæði nokkuð illa fluttust þau aftur austur og nutu þess að vera nær Þorgerði, sem var þeirra stoð og stytta allar götur síðan. Nýlega hitti ég aldraða móður ítalskrar vin- konu minnar og spurði sú gamla mig um hagi íslenskra vin- kvenna okkar. „Mamma mia“, hrópaði hún upp yfir sig er hún frétti af einstöku branaláni einnar þeirra, sem á ekki bara fjögur börn, heldur fjórar dæt- ur. Ekki er þó allt unnið með fjöldanum og Þorgerður sinnti foreldrum sínum örugglega á við fjórar dætur. Ég kveð Aðalheiði með sökn- uði. Enda þótt hann sé sár ber söknuðurinn vott um að það sem maður átti var mikils virði. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald. Briem) Kristín Briem. Aðalheiður Aðalsteinsdóttir Malmquist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.