Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Þrátt fyrir að veruleg gengisstyrking krónunn- ar undanfarna mánuði muni að öllum líkindum hafa þær jákvæðu afleiðingar að draga úr verð- bólguþrýstingi er hætt við því að til lengri tíma litið muni slík gengisstyrking gera hagkerfinu enn erfiðara um vik að viðhalda miklum af- gangi af vöruskiptum. Verði framhald á þessari þróun gæti slíkt orðið hagkerfinu fjötur um fót. Efnahags- aðstæður eru með þeim hætti hér á landi að ís- lenska hagkerfið hefur mikla hagsmuni af því að vöruskiptaafgangur verði umtalsverður á næstu árum sökum vaxandi gjaldeyrisþarfar þjóðarbúsins og þeirrar sjálfheldu sem ís- lenska krónan er föst í með gjaldeyrishöftum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Júpiters rekstrarfélags, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé því ekki tímabært að fagna gengisstyrkingu krónunnar. „Til lengri tíma litið stendur þessi styrking ekki undir sér,“ segir Sigurður. Hann telur ennfremur að ef gengið heldur áfram að styrkjast, eða ef hækkun síðustu mánaða gengur ekki til baka að hluta til, gæti það torveldað áform stjórnvalda að ráðast í af- nám hafta. „Þetta mun að minnsta kosti ekki hjálpa til við að stækka nettó gjaldeyrisforð- ann, en við síðustu áramót var gjaldeyrisforði Seðlabankans neikvæður um meira en hundr- að milljarða króna.“ Innflutningur eykst hratt milli ára Nú þegar sjást þess merki að afgangur af vöruskiptum Íslands er farinn að dragast hratt saman. Innflutningur hefur aukist mun meira en útflutningur á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Af þeim sökum nemur uppsafnaður vöru- skiptaafgangur þessa árs aðeins ríflega 31 milljarði króna – borið saman við tæplega 47 milljarða á sama tíma fyrir ári. Hagfræðingar sem Morgunblaðið leitaði til eru á einu máli um að í ljósi þess að gengi krón- unnar hefur hækkað umtalsvert frá því í byrj- un apríl – um tæplega 9% – megi fastlega gera ráð fyrir því að afleiðingin verði enn meiri aukning í innflutningi á næstu misserum á sama tíma og útflytjendur fái minna af krónum fyrir vörur sínar á erlendum mörkuðum. Nið- urstaðan geti því ekki orðið önnur en sú að vöruskiptaafgangur dragist enn meira saman. Mikið gjaldeyrisútflæði í pípunum Verði sú reyndin er ennfremur ljóst að við- skiptajöfnuður Íslands, sem er neikvæður um þessar mundir, muni aukast enn frekar. Að- þrengd gjaldeyrisstaða Íslands myndi í kjöl- farið versna sem því næmi. Þegar litið er til þess að áætlaðar afborganir og vaxtagreiðslur annarra en ríkissjóðs af erlendum lánum munu aukast töluvert á næstu árum má leiða að því líkur að gengi krónunnar sé of hátt skráð um þessar mundir. Eigi að takast að greiða erlendar skuldir á næstu árum er nauðsynlegt að hámarka gjald- eyristekjur þjóðarbúsins. Að öðrum kosti, rétt eins og fram kemur í nýjasta riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika, kynnu samnings- bundnar greiðslur af erlendum lánum að leiða til óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði verði út- flæði mun meira en innflæði gjaldeyris. Áætlaðar erlendar afborganir og vaxta- greiðslur á þessu ári munu nema um 121 millj- arði króna, sem er meira en 240% af viðskipta- jöfnuði Íslands á liðnu ári. Þetta hlutfall mun hins vegar hækka umtalsvert frá og með árinu 2014 þegar afborganir af skuldabréfum milli nýja og gamla Landsbankans hefjast. Lægra útflutningsverð sjávarafurða Gengisstyrkingu krónunnar, en hún hefur hækkað um 12% gagnvart evru á síðustu fjór- um mánuðum, má fyrst og fremst skýra með miklu innflæði erlends gjaldeyris sem fylgir ferðamannatímabilinu yfir sumarmánuðina. Þessi mikla gengishækkun kemur á sama tíma og vísbendingar eru uppi um að útflytj- endur sjávarafurða standi frammi fyrir erfið- um markaðsaðstæðum í Evrópu og væntingum um lækkandi afurðaverð. Af þeim sökum er óvíst hvort reikna megi með auknum útflutn- ingstekjum frá sjávarútvegi á komandi miss- erum. Ótímabær fögnuður yfir styrkingu Þung erlend greiðslubyrði framundan Miðað gengi krónunnar í árslok 2011 (í milljörðum króna) Vöruskiptaafgangur dregst mikið saman Fyrstu sex mánuðir ársins (í milljörðum króna) Heimild: Fjármálastöðugleiki 2012. Áætluð greiðslubyrði annarra en ríkissjóðs (án innlánsstofnanna og Actavis). Heimild: Hagstofa Íslands 2012 2013 2014 2015 2016 121 116 177 179 166242% 232% 354% 358% 333% Hlutfall af viðskipta- jöfnuði 2011 Erlendar afborganir og vaxtagreiðslur Innflutningsverðmæti Útflutningsverðmæti Vöruskiptajöfnuður 2011 2012 24 4. 83 5 28 1. 83 9 29 1. 55 9 31 3. 52 6 46 .7 24 31 .6 87  Verður torveldara að viðhalda miklum vöruskiptaafgangi  Innflutningur hefur aukist mun meira en útflutningur fyrstu sex mánuði ársins  Þörf á lægra gengi í ljósi aðþrengdrar gjaldeyrisstöðu Gengisstyrking krónunnar og minnkandi vöruskiptaafgangur » Þótt margir fagni vafalaust geng- isstyrkingu krónunnar er hætt við að framhald á þeirri þróun verði hagkerfinu fjötur um fót. » Vöruskiptaafgangur Íslands hefur dregist töluvert saman á milli ára. Slíkt er bagalegt í ljósi erlendra skulda sem þarf að greiða á næstu árum. » Gengishækkunin kemur á sama tíma og vísbendingar eru uppi um að verð á sjávarafurðum muni lækka á erlendum mörkuðum.Morgunblaðið/RAX Útflutningur Frekari gengisstyrking krónunnar mun draga enn frekar úr vöruskiptaafgangi. 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Bæjarlind 16 Kópavogur S: 553 7100 www.linan.is Opið mán - fös 12 - 18 lau 11 - 16 TIMEOUT ● Matsfyrirtækið Standard og Poor’s hefur staðfest topplánshæfiseinkunn- ina AAA fyrir Þýskaland með stöðugum langtímahorfum. Fylgir fyrirtækið þar með ekki í kjölfar Moody’s sem lækkaði langtímahorfur ríkisins úr stöðugum í neikvæðar í síðustu viku. Sagði í greinargerð Standard og Poor’s að „þýski efnahagurinn hefði jafnað sig nokkuð vel síðan 2010, studdur af sterkum útflutningi og aukn- um fjárfestingum“. Þýskaland heldur AAA- lánshæfiseinkunn sinni AFP Höfuðstöðvar Merki Deutsche Bank á toppi höfuðstöðvanna í Frankfurt. ● Breska ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa alla hluti og þjóð- nýta Royal Bank of Scotland (RBS), en breska ríkið eignaðist 82% í bankanum eftir hrun. Þetta kom fram á vef Financial Times í gær. Bankinn hefur verið tregur til að lána fé til bresks atvinnulífs og verið harð- lega gagnrýndur fyrir það og því fóru þessar umræður af stað. Nú er verið að skoða hvort ríkið eigi að kaupa þau 18% sem eftir eru í eigu fjárfesta. Þetta gæti kostað um fimm milljarða punda eða tæplega 1.000 milljarða króna. Al- istair Darling, sem var fjármálaráðherra Verkalýðsflokksins þegar breska ríkið eignaðist svo stóran hlut, sagði við FT að hann væri andvígur þjóðnýtingu. Íhuga þjóðnýtingu Royal Bank of Scotland ● Fimmta daginn í röð lækkaði gengi hlutabréfa Facebook í gær. Gengi hluta- bréfanna er nú rétt yfir 20 dollurum á hlut en hæsta gengi á bréfum félagsins var 38 dollarar á hlut þegar félagið var skráð á markað. Markaðsaðilar hafa ekki trú á að tekjustreymi félagsins verði eins og reiknað hafði verið með. Enn fellur Facebook                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +10.2 +,-.- +3.14+ ,-.-+2 +0.1-/ +,2.-2 +.5232 +1+.23 +/0.1, +,-.04 +10.04 +,-.24 +3.3+3 ,-.-0, +0.154 +,2.20 +.5/21 +1+.32 +/1.,2 ,-0./354 +,+.-5 +11.,, +,-.0+ +3.300 ,-.+2+ +0.3-1 +,2.0+ +.5/12 +1,./0 +/1.4/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.