Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Það verður nú bara rólegt. Ég verð uppi í sumarbústað í huggu-legheitum með vinum og fjölskyldu,“ segir Eyjólfur Sverris-son, landsliðsþjálfari U21 árs liðs karla í fótbolta og fyrrver- andi atvinnumaður í knattspyrnu, en hann er nú staddur í bústað fyrir norðan. „Það er nú ekki alveg liðin tíð,“ segir Eyjólfur spurður hvort hann eigi von á einhverjum skemmtilegum pökkum í tilefni afmælisins og bætir við: „Þetta hefur nú að vísu aðeins breyst upp á síðkastið. Maður fær núorðið aðallega grínpakka.“ Segja má að fleira hafi breyst með árunum en gjafir til afmælisbarnsins því Eyjólfur minn- ist þess að á hans yngri árum voru veislurnar oft heldur fjörugar og fjölmennar. „Það er svolítið sérstakt að eiga alltaf afmæli um versl- unarmannahelgi. Þegar ég var yngri þá var maður oft á útihátíðum og þá var slegið upp afmæli á miðju hátíðarsvæði svo þær voru stundum fjölmennar og maður þekkti ekki nema brot af þeim sem voru í veislunni,“ segir Eyjólfur og bætir við að sá tími sé liðinn. Í sumar hefur Eyjólfur verið iðinn við að ferðast innanlands með fjölskyldu sinni og m.a. notið þess að renna fyrir fisk. „Maður er bú- inn að fá þá nokkra og þeir eru örugglega stærri en þú heldur,“ seg- ir hann og bætir við að þeir stækki meira að segja með tímanum. Að sögn Eyjólfs hefur hann sett sér þau markmið að einbeita sér vel að þjálfun landsliðsins og að vera betri maður. khj@mbl.is Eyjólfur Sverrisson er 44 ára Ljósmynd/Kjartan Þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari og afmælisbarn, er uppi í sumarbústað í faðmi fjölskyldu og vina. Útihátíð breyttist oft í afmælisveislu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Í tilefni 80 ára afmælis Theo- dórs Steinars Marinóssonar og 75 ára afmælis Magdalenu Sigríðar Elíasdóttur verður opið hús fyrir vini og ættingja í safnaðarheimili Neskirkju þriðjudaginn 7. ágúst milli kl. 17 og 19. Árnað heilla 80 og 75 ára Akureyri Fannar Helgi Kristinsson fæddist 9. janúar kl. 15.44. Hann vó 4176 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Ásdís Elva Kristinsdóttir og Kristinn Elvar Gunnarsson. Nýir borgarar Ó lafur fæddist á Akureyri en ólst upp í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MH 1972, embættis- prófi í læknisfræði frá HÍ 1978, hlaut almennt lækningaleyfi á Íslandi 1980 og í Svíþjóð 1982 og sérfræðiviðurkenningu í heim- ilislækningum í Svíþjóð 1984 og á Ís- landi 1985. Heimilislæknir frá 1984 Ólafur var aðstoðarlæknir á Borg- arspítala, Landspítala og Landakots- spítala 1978-81, héraðslæknir á Hvammstanga 1979 og Dalvík 1980, stundaði læknastörf á sjúkrahúsum í Svíþjóð með sérnámi, var heilsu- gæslu- og sjúkrahúslæknir á Blöndu- ósi 1984-86 og hefur verið sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Reykjavík frá 1986. Ólafur var formaður Félags sjálf- stætt starfandi heimilislækna 1989- 2008, sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1990-94, í samn- inganefnd heimilislækna utan heilsu- gæslustöðva 1987-2008, og formaður hennar frá 1991. Ólafur sat í stjórnum ýmissa hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins og ýmissa nefnda flokksins um skeið, sat í flokksráði frá 1995, var varaborgar- fulltrúi í Reykjavík 1990-98, borg- arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1998-2001, skrifari borgarstjórnar 1998-2001, sat í stjórn Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur 1990-94, í Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrv. borgarstjóri, 60 ára Morgunblaðið/Sverrir Kosningasigur 2002 Ólafur, ásamt börnum sínum, Kjartani Friðrik og Önnu Sigríði, og öðrum stuðningsmönnum. „Stóð ávallt vörð um mín kosningaloforð“ Morgunblaðið/Sverrir Baráttufundur 2003 Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur F. Magnússon og Árni Þór Sigurðsson á fjölmennum borgarafundi gegn Kárahnjúkavirkjun. Ólafur Benedikts- son, Óli Ben., fyrr- verandi handbolta- kappi, er sextugur í dag. Í tilefni dags- ins mun hann hafa það náðugt austur í Grímsnesi með börnum, barnabörn- um, nánustu fjölskyldu og ekki má gleyma hundinum Jökli Ólafssyni. Árnað heilla 60 ára Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.