Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 35
stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík 1990-2002, í umferðarnefnd Reykja- víkur 1994-96, í heilbrigðisnefnd 1994-98, í sameinaðri umhverfis- og heilbrigðisnefnd 1998-2002, í félags- málaráði 1998-2002 og í svæðisráði Reykjavíkur um málefni fatlaðra 1999-2002. Ólafur var helsti hvatamaður undirskriftasöfnunar Umhverfisvina í árslok 1999 þar sem yfir 45 þúsund Íslendingar kröfðust lögformlegs mats á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar. Hann beitti sér gegn þátt- töku Reykjavíkurborgar í Kára- hnjúkavirkjun, flutti tillögur þar um í borgarstjórn og var helsti málssvari fyrir náttúruvernd, verndun gamallar götumyndar í miðborginni og fyrir áframhaldandi staðsetningu flugvall- arins í Vatnsmýri. Stóð við sína sannfæringu Ólafur sagði sig úr Sjálfstæðis- flokknum 20.12. 2001. Hann var kjör- inn maður ársins 2001 af hlustendum Rásar 2. Ólafur var óháður borgarfulltrúi frá árslokum 2001 og til loka kjör- tímabilsins, 2002, var kjörinn borg- arfulltrúi af F-lista Frjálslyndra og óháðra 2002 og endurkjörinn 2006, var áheyrnarfulltrúi í borgarráði og skipulagsráði 2002-2007, var kjörinn borgarráðsmaður frá 2007, kjörinn forseti borgarstjórnar í desember 2007 og kjörinn borgarstjóri 24.1. 2008 en því embætti gegndi hann í sjö mánuði. Hann var síðan áheyrnarfulltrúi í borgarráði og ýmsum ráðum borg- arinnar til loka kjörtímabilsins 2010. Ólafur, þú lékst eitt aðalhlutverkið í borgarpólitíkinni á mjög róstusöm- um tímum. Ertu að öllu leyti sáttur við þinn þátt í leiknum? „Það er hægt að vera vitur eftir á og hugsa í viðtengingarhætti. En aðalatriðið er það, að ég stóð ávallt vörð um mín kosningaloforð og var trúr sannfæringu minni.“ Fjölskylda Börn Ólafs og Guðrúnar Kjartans- dóttur, fyrrv. eiginkonu hans, eru Anna Sigríður, f. 3.2. 1974, doktor í næringarfræði og á hún þrjú börn; Magnús Friðrik, f. 25.7. 1979, sál- fræðingur en kona hans er Hafdís Einarsdóttir og eiga þau einn son; Kjartan Friðrik, f. 25.7. 1979, BS í sálfræði og kennari en kona hans er Andrea Fanney Jónsdóttir; Egill Friðrik, f. 12.8. 1992, nemi. Unnusta Ólafs er Kolbrún Matt- híasdóttir, f. 21.6. 1951, bryti. Albróðir Ólafs er Stefán Ágúst, f. 15.6. 1950, verslunarmaður. Hálfsystir Ólafs, samfeðra, er Nína Valgerður, f. 24.12. 1948, kennari. Foreldrar Ólafs: Magnús Ólafsson, f. 1.11. 1926, d. 2.9. 1990, læknir, og Anna G. Stefánsdóttir, f. 13.8. 1930, húsmóðir. Úr frændgarði Ólafs F. Magnússonar Friðrik Daníel Guðmundsson b. í Arnarnesi, bróðursonur Halldórs, langafa Sigurðar Guðmundssonar vígslubiskups Anna Guðmundsdóttir frá Hesjuvöllum Guðrún Oddsdóttir frá Dagverðargerði Kristján Jónsson b. á Glæsibæ Hildur Ólafsdóttir frá Landamótum á Seyðisf. Aage Lauritz Petersen símstöðvarstj. í Eyjum Guðbjörg Jónína Gísladóttir húsfr. í Eyjum Ólafur F. Magnússon Magnús Ólafsson læknir í Rvík. Anna G. Stefánsdóttir húsfr. í Rvík. Stefán Ágúst Kristjánsson forstj. Sjúkrasamlags Akureyrar Sigríður Friðriksdóttir húsfr. á Akureyri Ágústa Hansína Petersen húsfr. í Eyjum Ólafur Magnússon læknanemi og ritstj. í Eyjum Magnús Jónsson form. og ritstj. á Seyðisf. og í Eyjum, bróðursonur Þuríðar, ömmu Jóns Helgasonar, prófessors og skálds Sigurður Magnússon fræðim. og skólastj. á Seyðisf. Gísli Friðrik Petersen yfirlæknir við Landspítalann Guðmundur Kristjánsson b. á Glæsibæ í Eyjaf. Davíð Guðmundsson skógarb. á Glæsibæ Heiða Davíðsdóttir barnahjúkrunar- fræðingur Pálmi Friðriksson útgerðarm. á Akureyri Jóhanna Pálmad. húsfr. á Akueyri Pálmi Matthíasson sóknarpr. í Bústaðakirkju MorgunblaðiðÁrni Sæberg Borgarstjórinn Ólafur nýorðinn borgarstjóri. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Sigurgeir Sigurðsson biskupfæddist 3.8. 1890 í Túnprýði áEyrarbakka. Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson, regluboði Góðtemplarareglunnar, orgelleikari og dbrm, fyrst á Eyrarbakka og síð- ar í Reykjavík, og k.h., Svanhildur Sigurðardóttir húsfreyja. Sigurður var sonur Eiríks, b. á Ólafsvöllum á Skeiðum Eiríkssonar, dbrm. á Skeiðum, bróður Katrínar, ömmu Árna Þórarinssonar, prests á Snæfellsnesi, hvers ævisögu Þór- bergur Þórðarson skráði á sínum tíma. Katrín var auk þess langamma Ásmundar Guðmundssonar biskups. Eiríkur var sonur Eiríks, ættföður Skeiðaættar Vigfússonar. Móðir Sig- urðar var Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja. Svanhildur var dóttir Sigurðar Teitssonar, hafnsögumanns í Neista- koti og í Mundakoti á Eyrarbakka, og Ólafar Jónsdóttur húsfreyju. Sigurgeir varð stúdent í Reykja- vík 1913 og lauk guðfræðiprófi við Háskóla Íslands 1917. Hann fór í námsför til Danmerkur og Þýska- lands árið 1928 og dvaldi við nám í Danmörku og Englandi (London, Cambridge og Oxford) veturinn 1937-38. Sigurgeir var aðstoðarprestur séra Magnúsar Jónssonar á Ísafirði frá 1917 og var vígður þá um haustið. Árið 1918 var honum veittur Ísa- fjörður. Hann var skipaður prófastur í Norður-Ísafjarðarprófastsdæmi ár- ið 1927. Sigurgeir var skipaður biskup yfir Íslandi þann 1938 frá ársbyrjun 1939 og var vígður til biskups 25. júní 1939. Sigurgeir ferðaðist mikið og var fulltrúi Íslands á fjölmörgum fund- um og þingum víða um heim. Hann hlaut einnig margvíslegar viður- kenningar fyrir störf sín Kona Sigurðar var Guðrún Pétursdóttir frá Hrólfsskála á Sel- tjarnarnesi, en meðal barna þeirra var herra Pétur Sigurgeirsson bisk- up Íslands, faðir dr. Péturs prófessors. Sigurgeir lést 13.10. 1953. Merkir Íslendingar Sigurgeir Sigurðsson 90 ára Sigurbjörg Sæmundsdóttir Sveinn Guðmundsson 85 ára Eyjólfur Einarsson Sigríður M. Þorbjarnardóttir Valrós Árnadóttir 80 ára Einar Jónsson Haraldur V. Haraldsson Ragnheiður H. Ingólfsdóttir 75 ára Gréta Guðmundsdóttir Hans Lorens Óskarsson Helgi Skaftason Sigríður Sæunn Jakobsdóttir Sigurþór Hjartarson Sverrir Helgason 70 ára Ástríður Hansdóttir Bryndís Oddsdóttir Guðbjörg I. Stephensen Hulda Kristjánsdóttir Jón Guðmundsson 60 ára Atli Sigurðsson Erlingur Páll Ingvarsson Erna Björk Guðmundsdóttir Gísli I. Þorsteinsson Grzegorz Szczepan Kaczynski Haukur Skúli Thoroddsen Hjördís Jóna Sigvaldadóttir Ólafur Benediktsson Óskar Sæmundsson Sveinn Auðunn Blöndal 50 ára Bryndís Sveinsdóttir Einar Þorláksson Finnbogi Sigurður Marinósson Guðjón Þór Gíslason Helga Björg Sigurðardóttir Jóhanna Jóhannsdóttir Jón Sigmundsson Lóa Margrét Pétursdóttir Marteinn Gunnarsson Ólafur Agnar H. Thorarensen Sigurður Gunnarsson Sigurrós Anna Magnúsdóttir Sunee Phothiya Sæbjörg I. Richardsdóttir Teresa Zawistowska Vigdís Guðjónsdóttir 40 ára Abdel Haleem Dabedoub Ásgrímur Angantýsson Borce Ilievski Dröfn Áslaugsdóttir Eggert Stefán Stefánsson Henrik Leander Möller Íris Björk Pálsdóttir Jón Þór Þorgeirsson Nada Geirlaug Róbertsdóttir Piya Damalee Sabine Schneider Vaclovas Sakalauskas Þórunn Elín Pétursdóttir 30 ára Anna Lisowska Elfa Dröfn Stefánsdóttir Esther Eva Guðsteinsdóttir Hjördís Rut Albertsdóttir Izabela Anna Stepien Katrín Ósk Aldan Gunnarsdóttir Sebastian Luedke Sigrún Óskarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Tinna ólst upp í Kópavogi, lauk stúdents- prófi á myndlistarbraut frá FG, lauk prófi í lyfja- tækni við FÁ 2011 og er lyfjatæknir hjá Lyfju. Systir: Vala Björk Ás- björnsdóttir, f. 1978, stíl- isti, búsett í Reykjavík. Foreldrar: Ásbjörn G. Baldursson, f. 1956, raf- virkjameistari í Garðabæ, og Sjöfn Tryggvadóttir, f. 1958, skrifstofumaður hjá Valitor. Tinna Ýr Ásbjörnsdóttir 30 ára Ólöf Birna ólst upp á Bessastöðum í Hrútafirði, er nú búsett í Hafnarfirði, lauk stúd- entsprófi frá FB og ÍAK- einkaþjálfaraprófi. Maki: Kristinn Freyr Þórs- son, f. 1984, sjómaður. Dóttir: Kristín Helga Kristinsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Sigurður Sig- urðarson, f. 1948, verka- maður, og Kristín Guðný Einarsdóttir, f. 1949, d. 2011, matráðskona. Ólöf Birna Kristínardóttir 50 ára á mánudag Pétur er rafvirki hjá Marel, bú- settur í Reykjavík. Maki: Elva Björk Elvars- dóttir, f. 1965, snyrtifræð- ingur Börn: Anita Astrós, f. 1994; Sylvía Karen, f. 1996, og Sandra Björt, 1997. Börn frá því áður: Peter P. Simonsen, og Linda P. Simonsen Foreldrar: Lúkas Kárason sjómaður, og Mildred So- fie Kárason húsmóðir. Pétur Nygaard Lúkasson Skráðu bílinn þinn frítt inn á diesel.is Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252 þegar þú ætlar að selja bílinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.