Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Á Snæfellsnesi Þessir ferðamenn virkuðu heldur smáir við hlið steinlistaverksins af Bárði Snæfellsás, hollvætti íbúa í grennd við Snæfellsjökul, sem stendur á Arnarstapa. Ómar Skrifað sjálfum mér og ef til vill ein- hverjum fleirum til umhugsunar: Ef þú vilt að hjarta þitt slái í fjölskyldu þinni og hjá þeim sem þú elskar mest, þá þarftu að sjálfsögðu verja tíma þínum með þeim. Þið þurfið að vera saman og tala saman. Þú þarft að hlusta, þið þurfið að vinna saman, ferðast saman, gera hina hvers- dagslegu hluti saman, gráta saman, gleðjast saman og njóta uppsker- unnar saman. Vertu því þar sem hjartað þitt slær, ekki þar sem heimurinn lokkar. Leikur með eld Truflaðu ekki líf þitt með óþarfa flækjum sem hægt hefði verið að komast hjá. Kveiktu ekki elda sem ekki verða svo auðveldlega slökktir. Því að þeir munu skilja eftir sviðna jörð, kramin hjörtu og flakandi sár. Eða í besta falli djúp og varanleg ör. Í það minnsta á sálinni. Varanleg hamingja Því að ef svo ólíklega vildi til að einn daginn sá tími myndi yfir þig renna að heimurinn taki í þig að toga, hugurinn að flögra um, fram- kalla ljósa lokka og fallvalta fegurð, girnast og gæla við grasið í næsta garði. Þá muntu jafnframt upplifa og finna að hjartað hrópar á félaga. Það þráir jafnvægi og traust, frið og ást. Hafðu þá hugfast að yndisþokk- inn getur verið svikull og fríðleik- inn hverfull. Hann getur verið fall- valtur sem þunnur ís, sleipur sem skínandi svell eða háll sem olía og getur heimtað af þér æruna eins og hendi sé veifað. Gleymdu ekki að heima hjá þér bíður fólk sem treystir þér, reiknar með þér, stólar á þig, þráir þig og elskar þig. Hlauptu ekki eftir því sem hug- urinn girnist hverju sinni því það leiðir þig aðeins í vegleysu og ógöngur. Því að girnd er synd, hé- gómi, eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu heldur eftir því hvað hjarta þitt þráir en hvað hugurinn girnist. Láttu hugann aldrei bera hjartað ofurliði. Fáðu vin þinn, Guð, sem vill þér vel, hann sem hefur og vill fá að blessa þig, í lið með þér. Sópaðu stöðugt hjarta þitt, berstu hinni góðu bar- áttu og gefstu ekki upp. Því að bænin herðir þig upp, hún hysjar upp um þig, girðir hugann og fróar sálinni, svo það flæðir um þig vellíð- an og ólýsanlegur himneskur frið- ur. Aðeins hugarástand Skemmtunin er bara hugar- ástand sem veitir aðeins stund- argleði. Hún er yfirborðskennd og skammvinn og skilur lítið eftir sig annað en áhyggjur og sektarkennd. Hin hjartanlega hamingja veitir hins vegar sanna gleði, því að hún er varanleg, vegna þess að hún byggir á djúpri alvöru. Ástin Ástin er nefnilega ekki umbúðir eða útlit. Ekki bara girnd eða losti, heldur bál sem kviknar. Henni þarf að halda við svo glóðin kulni ekki og slokkni. – Elskum því með hjartanu og njótum þess að fá að vera til! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Gleymdu ekki að heima hjá þér bíð- ur fólk sem treystir þér, reiknar með þér, stólar á þig, þráir þig og elskar þig. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. Þar sem hjartað slær Með ólíkindum er hvernig umræðan um atvinnumál fyrir íbúa á þessu svæði hefur þróast. Sveitarstjórnar- menn og bæjarstjórar á svæðinu, allt frá Ak- ureyri til Öxarfjarðar hafa staðið í ströngu við að verjast loforðaflaumi frá þingmönnum kjör- dæmisins um að senn verði hafist handa um framkvæmdir og uppbyggingu. Flest hafa þingmenn – og það allra flokka sem og ráðherrar – leyft sér að tína til. Sumt með ólíkindum að verði að veruleika, hvorki í bráð né lengd. Nefna má umskipunarhafnir í ólíklegustu fjörðum þar sem farm- skip sem sigli hina langþráðu „norð- urleið“ athafni sig í stað þess að sigla þá einfaldlega alla leiðina milli heims- álfanna, einnig flugvelli og þyrlupalla sem nýtist við olíuleit og vinnslu á Grænlandi (af öllum stöðum). Ekki má gleyma „olíuævintýri Öss- urar“ (sem ég kalla svo) á hinu ill- viðra Drekasvæði, en nafngiftin á svæðinu er sögð komin úr utanrík- isráðuneytinu á dögum einhvers fyrr- verandi iðnaðarráðherrans, sem ekki vildi vera eftirbátur í því að girða fyr- ir frekari rannsóknir og uppbyggingu á norður- og norðaustursvæði Íslands sjálfs. En þar eru auðvitað efst á blaði virkjanir vatnsfalla – og svo hitamálið sem hefur orðið þöggun að bráð um nokkurra ára skeið: órann- sökuð setlög á Skjálfandaflóa og gas- uppstreymið á hinu víðfeðma Tjör- nesbelti. Rannsóknir tiltækar Allt frá því að rannsóknarskip frá fyrirtækinu Shell Intl. við rannsóknir úti fyrir Norðausturlandi, uppgötvaði setlög á Skjálfandaflóa, setlög sem kynnu að vera vísbending um olíu á svæðinu, hefur verið rætt um að láta kanna þessi setlög nánar. Þrátt fyrir tillöguflutning á Alþingi um málið, m.a. Tillaga til þingsálykt- unar um olíuleit við Ísland (árið 1996) og síðar árið 2010, þar sem nokkrir þingmenn, m.a. Norðausturlands áttu þátt í að flytja, og var til lykta leidd, hefur ekkert verið aðhafst í málinu. Utan hvað sam- þykkt var nokkurra milljóna króna fjárveit- ing til verkefnisins! Ekki hefur vantað, að í orði kveðnu hafa þing- menn Norðausturlands stutt frekari rannsóknir á vegum hins opinbera. Þannig rituðu þrír þingmenn kjör- dæmisins, þeir Kristján Þór Júl- íusson, Birkir Jón Jónsson og Einar Már Sigurðarson trúverðugar tíma- ritsgreinar þar sem þeir töldu „mikil tækifæri felast í vinnslu olíu og gass úti fyrir Norðausturlandi“ og myndi bæta efnahag þjóðarinnar. Því væru frekari rannsóknir nauðsynlegar á landgrunni Íslands. Ekki má gleyma fróðlegum grein- um vísindamanna Orkustofnunar, m.a. Guðmundar Ómars Friðleifs- sonar jarðfræðings um gasmyndun og jarðhitakerfi í Öxarfirði og Bjarna Richters jarðfræðings um Tjörnes- brotabeltið sem nær um 150 km frá Skaga í vestri til Öxarfjarðar í austri og frá ströndum Norðurlands um 50 km, allt að Kolbeinseyjarhrygg, þar sem fundist hafa merki um hita- myndað lífrænt gas, svokallað kola- eða olíugas, i borholu við Skógarlón. Ennþá fleiri rannsóknir hafa verið gerðar um þessi verðmætu jarðefni og tilvist þeirra (gass og olíu), ekki síst í Flatey á Skjálfandaflóa þar sem gasið streymir úr jörðu svo til óheft við nokkurra metra borun. Það er því með hreinum ólíkindum að forráðamenn á hinu atvinnurýra landsvæði sem Norðausturland er sagt vera, skuli ekki hafa haft döng- un í sér til að krefjast efnda á lof- orðum þingmanna sinna og ráða- manna í kerfinu um „atvinnuskapandi framkvæmdir“ með fullnaðarrannsóknum orkulinda við bæjardyrnar – frekar en veifa óraunhæfum hugmyndum framan í hina þreyjandi sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi. Ósáttir og vilja fela Það eru hins vegar ekki allir sáttir við leitina að „svarta gullinu“ á Ís- landi, hvorki á láði né legi, og vilja því koma henni langt út fyrir land- steinana. Bara eitthvað, nógu langt í burtu, svo að langir armar sjálfskip- aðra „verndara náttúrunnar“ nái ekki að stinga heykvíslum sínum í þá og kasta þeim úr embættum. Og til eru þeir sem segjast ekki hafa minnstu trú á að hér sé setlög að finna, hvað þá olíu sem væri vinn- anleg úr þeim. Er það hugsanlega hinn ógurlegi olíugróði sem stingur í augu? – Þannig var t.d. skrifað í Þjóðviljann í júlí árið 1978 um málið af þekktum verkfræðingi og jarð- fræðingi: „Olía og olíuleit eru við- kvæm málefni og vandasöm. Ef við Íslendingar hættum okkur inn á þau svið, erum við komnir í frumskóg stórfyrirtækja og einkagróða og þar gilda lögmál frumskógarins…“ Það er hins vegar langt í frá að mál þessi liggi í láginni. Þau liggja bara í einskonar þagnargildi fyrir tilstilli stjórnvalda – og því miður einnig þeirra sem teljast vera í stjórnarand- stöðu, m.a. þingmanna Sjálfstæð- isflokks úr norðausturkjördæmi og hugsanlega forystu þess flokks, sem er ekki beint sýnileg eða á vettvangi umræðunnar. Það er því meira en gagnkvæmur skilningur í pólitískri umræðu dags- ins að styðja þrátefli sveitarstjórn- armanna á Norðausturlandi og hins kínverska „Nupo-létt“-manns, a.m.k. út kjörtímabilið. – Því er nauðsynlegt að skapa óróa og upplausn að óþörfu á þessu annars orkuríka svæði! Eftir Geir R. Andersen » Flest hafa þingmenn – og það allra flokka sem og ráðherrar – leyft sér að tína til. Sumt með ólíkindum að verði að veruleika, hvorki í bráð né lengd. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Auðæfin á Tjörnesbrotabeltinu: Óþarfur órói og upplausn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.