Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirsögnin í China Daily, málgagni kínverska kommúnistaflokksins, um kínverska athafnamanninn Huang Nubo, gefur tóninn: „Rómantískur athafnamaður sem elskar ljóðlist.“ Ávarpssetningarnar eru í sama stíl. „Hann er fjallamaður og rithöf- undur sem álítur þessa eiginleika heppilega fyrir frumkvöðla. Eftir því sem umdeild landakaup kínversks at- hafnamanns á erlendri grundu fær- ast nær því að vera frágengin er Hu- ang Nubo, maðurinn á bak við þau, aftur í sviðsljósinu,“ segir í greininni sem birtist 12. júlí sl. Grímsstaðamálið nánast í höfn Nokkrum dögum síðar sagði Hall- dór Jóhannsson, talsmaður Huangs, í samtali við Morgunblaðið að leigan á Grímsstöðum væri nánast í höfn, að- eins „lokafrágangur“ væri eftir. Sama viðhorf kemur fram í grein China Daily en þar er haft eftir Hu- ang að vonir hans standi til að byrjað verði að taka á móti hótelgestum á Grímsstöðum eftir fimm ár, eða um sumarið 2017. Kínverska málgagnið kallar til nokkra viðmælendur til að lýsa ágæti Huangs, þeirra á meðal Wei Xiaoan, sérfræðing í hagfræði ferðaþjónustu við stofnun á vegum kínverska kommúnistaflokksins. „Huang er sjaldgæf blanda af skáldlegri rómantík og ágengni og klókindum kaupmannsins,“ segir Wei en stofnunin sem hann starfar hjá heitir China Tourism Academy og er á vegum kommúnistaflokksins. Fagnaði áfangasigri í maí Blaðamaður China Daily, Mei Jia, tekur upp sama þráð er hann lýsir Huang sem rómantískum manni sem leyni ekki tilfinningum sínum. Gildi þar einu hvort hann sé reiður vegna þess að innanríkisráðuneytið, þ.e. Ög- mundur Jónasson innanríkis- ráðherra, hafi sett honum stólinn fyr- ir dyrnar í fyrrahaust, eða fullur sjálfstrausts og ánægju með nýjan samning vegna Grímsstaða í maí. Blaðamaðurinn hitti Huang að máli á skrifstofu hans og hefur eftir hon- um í óbeinni ræðu að sökum þess að á Íslandi yrki jafnvel lögreglumenn og fangar ljóð hafi hann sem skáld verið fljótur að mynda tengsl við Íslendinga. Sem skáld hafi hann heillast af „yfirþyrmandi náttúrufegurð“ Íslands. Sú skáldlega sýn hafi gert honum kleift að sjá mikil tækifæri í þorpinu Hongcun í Anhui-héraði þar sem félagar hans litu aðeins auðn og rústir. Þar sé nú rekin blómleg ferðaþjónusta með góðum hagnaði. Með verkefninu hafi heimamenn getað brotist úr fátækt til bjargálna. Sjálfur hafi Huang alist upp við kröpp kjör þar sem hungur og mót- streymi voru daglegt brauð. Hinn ungi Huang hafi aðeins fundið frið og sálarró í hlíðum fjallanna. Bíður eftir góðu fréttunum Þolinmæði hafi komið Huang til góða í síðustu verkefnum. „Stundum hafði ég ekkert annað að gera en að bíða og ég beið þolinmóður. Síðan komu góðu fréttirnar,“ hefur blaðið eftir Huang. China Daily segir einnig að þótt Kristín Árnadóttir, sendiherra Ís- lands í Kína, hafi lýst Huang sem fjárfesti sem „eigi sér engan líka“ sé orðrómur í Kína um að Huang sé að færast mikið í fang án þess að hafa fast land undir fótum. Til að grennsl- ast fyrir um þetta ræðir China Daily við Cheng Dong, sérfræðing hjá ótil- greindu ráðgjafafyrirtæki í Peking, sem spyr hvort auðjöfurinn sé að „smyrja sig þunnt“ með því að dreifa kröftunum á mörg verk í einu. Spurður út í þetta kveðst Huang vita hvað hann sé að gera. Áformin á Grímsstöðum eru sett í samhengi við áætlanir Huangs um kaup á 60 ferkílómetrum lands í Yunnan-héraði í Kína. Stendur hug- ur hans til að reisa þar flugvöll og golfvöll fyrir efnafólk en tegund af tei, Pu’er-te, er kennd við staðinn. Orðrétt segir um áformin í kín- verska blaðinu í lauslegri þýðingu: „Huang vonast til að hið mikla sjóðstreymi sem Pu’er-verkefnið muni skapa muni verða mikil lyfti- stöng fyrir íslenska verkefnið. Hann líti svo á að verkefnin tvö styðji við hvort annað,“ segir í blaðinu en fram kemur að hann leiti eftir öðrum fjár- festum vegna Pu’er-verkefnisins. Huang kveðst vera þolinmóður þegar Grímsstaðir eru annars vegar: „En ég mun bíða eftir fréttum frá Ís- lendingunum. Ég hef heyrt að þeir séu í alvöru að færa sönnur á að það búi engir litlir álfar undir landinu sem ég ætla að leigja,“ segir Huang í samtali við China Daily. Eru álfar á sveimi á Grímsstöðum?  Huang Nubo hafði spurnir af álfaleit Íslendinga  Áróðursherferð í Kína Ljósmynd/Birkir Fanndal Grímsstaðir á Fjöllum Hart er tekist á um áform Huangs Nubo á Íslandi. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur Allar GSM rafhlöður 2.990.- SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali - Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick Gerið verðsamanburð! iPad borðstandur - Festing fyrir sætisbak fylgir 5.990.- Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum! Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad og aðra spilara eða síma. Innbyggð rafhlaða. 4.990 Allt fyrir IPod og Ipad Ipad bílhleðslutæki 1.490.- Öll GSM bílhleðslutæki 990.- 12V tvídeilir 1490.- Flott úrval 12V fjöltengja í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið. 12V þrídeilir með Micro-USB útgangi og viðvörunarljósi ef raf- geymirinn í bílnum er að tæmast 2.990.- Vefútgáfa People’s Daily, alþýðu- blaðs kínverska kommúnistaflokks- ins, hafði í gær eftir starfsmanni kín- verska sendiráðsins á Íslandi að fjárfestingaráform Huang Nubo hefðu enga tengingu við stjórnmál og væru aðeins viðskiptalegs eðlis. Starfsmaðurinn ræddi við dag- blaðið Global Times, systurblað mál- gagnsins People’s Daily, með því skilyrði að nafn hans kæmi hvergi fram, og kemst svo að orði: „Huang er kínverskur frum- kvöðull. Umsvif hans tengjast aðeins hans eigin viðskiptum; engin stjórn- málaleg tenging er á bak við samn- inginn, hvað þá svonefnd norður- slóðastefna,“ sagði embættis- maðurinn og greip til enska hugtaksins „Arctic Ambition“, sem lýsir áhuga margra ríkja á að koma sér fyrir í norðrinu vegna mikilla auðlinda og opnunar siglingaleiða. Hafði Global Times jafnframt eft- ir embættismanninum að ef fjárfest- ing Huangs kæmi báðum ríkjum til góða ætti að greiða götu hennar. Kappakstur á Grímsstöðum? Í frétt Global Times, sem People’s Daily vekur athygli á, er áformunum lýst með þeim orðum að „Huang, kínverskur auðjöfur með umsvif í fasteignaviðskiptum, ætli sér að breyta 300 ferkílómetrum lands í sumardvalarstað af dýrari gerðinni þar sem boðið verði upp á hótel, golf- völl og kappakstursbraut í fjárfest- ingu upp á 200 milljónir Bandaríkja- dala“. Nemur upphæðin um 24,2 milljörðum króna og er því hærri en þeir 16-20 milljarðar sem Halldór Jóhannsson, talsmaður Huangs, sagði verkefnið mundu kosta í sam- tali við Morgunblaðið þegar um það var spurt í júlí sl. Þá hefur ekki áður komið fram að til standi að byggja upp aðstöðu til kappaksturs en tekið skal fram að Global Times notaði enska orðið „racecourse“ sem útleggst einnig sem skeiðvöllur, veðhlaupabraut eða hlaupabraut á íslensku. Segja engin tengsl við norðurslóðir  Viðbrögð kínverska sendiráðsins Stórhýsi Sendiráð Kína á Íslandi. Morgunblaðið/Golli Eins og vikið er að hér fyrir ofan ræðir China Daily við Wei Xiaoan, sérfræðing hjá hugveitu á vegum kínverska kommúnistaflokksins í rannsóknum á ferðaþjónustu, sem lýkur lofsorði á eiginleika Huangs. Fram kemur á vef hugveitunnar, sem á ensku nefnist China Tourism Academy, að hún veiti ráðgjöf við þróun verkefna sem tengjast ferða- þjónustu. Þá greiði hugveitan fyrir alþjóðlegum samskiptum. Verkefni hugveitunnar ættu að vera ærin því Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna spáir því að árið 2020 muni hundrað milljónir Kínverja ferðast utan landsteinanna. Hugveita Kínastjórnar KOMMÚNISTAFLOKKURINN OG FERÐAÞJÓNUSTA Skoða Ferðamenn við Kínamúrinn. AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.