Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 ✝ Hermann ÞórAðalsteinsson fæddist í Odda á Húsavík 31. desem- ber 1923. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 25. júlí 2012. Móðir hans var Hervör Frímanns- sdóttir, f. 20. ágúst 1894, d. 6. desem- ber 1981, og faðir hans Aðalsteinn Guðmundsson, f. 11. september 1884, d. 25. ágúst 1953. Eignuðust þau Að- alsteinn og Hervör sjö börn: Guðrúnu, f. 31. janúar 1915, d. 8. apríl 1917; Guðmund Krist- ján, f. 31. janúar 1916, d. 8. apríl 1946; Þorkel Frímann, f. 26. júlí 1919, d. 30. mars 1980; Gunnar, f. 5. júní 1921, d. 17. janúar 1986; Guðrúnu Magneu, f. 23. desember 1927; Þorgerði, f. 6. nóvember 1931. Ósk, f. 19. júlí 1969, Ástþór Auð- un, f. 24. september 1970, og Stefán Friðrik, f. 20. nóvember 1979. 3) Jón, f. 9. júní 1951. Eig- inkona Jóns er Helga Gunn- arsdóttir og eiga þau tvo syni, Ævar, f. 12. maí 1978, og Örvar, f. 6. október 1981. 4) Kristján, f. 16. nóvember 1952. Kristján á fimm börn: Árna, f. 17. maí 1969, Söndru, f. 25. nóvember 1973, Arnór, f. 5 janúar 1980, Elvar Berg, f. 14. maí 1983, og Birtu Þöll, f. 17. október 1995. 5) Guðrún Helga, f. 11. júní 1956. Eiginmaður hennar er Pálmi Björn Jakobsson og eiga þau þrjú börn saman. Börn þeirra eru Elín, f. 30. júní 1978, Hermann Þór, f. 8. apríl 1981, og Jakob Pálmi, f. 8. desember 1987. Guðrún fæddi andvana dóttur 8. janúar 1974. Mestan hluta ævi sinnar starfaði Hermann hjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. Hann var í slökkviliðinu á Húsavík til fjölda ára og var einnig formaður Ferðafélags Húsavíkur um tíma og virkur félagi í því félagi. Útför Hermanns fer fram í Húsavíkurkirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 11. Vorið 1942 kynntist Hermann Ástu Jónsdóttur frá Ystahvammi og sama ár héldu þau til Vestmannaeyja þar sem þau störf- uðu um tíma. Þau giftu sig á Grenj- aðarstað 5. júní 1945. Lengst af bjuggu þau í Há- túni. Þau eign- uðust fimm börn: 1) Auður Þór- unn, f. 25. september 1945. Eiginmaður Auðar var Sigurður Valdimar Olgeirsson, d. 15. október 2005. Eignuðust þau fjögur börn: Ástu, f. 1. júní 1962, Olgeir, f. 15. nóvember 1963, Hermann Arnar, f. 30. janúar 1969, og Kristján Frið- rik, f. 29. október 1981. 2) Hera Kristín, f. 18. janúar 1948. Hún giftist Stefáni Sveinbjörnssyni og eiga þau þrjú börn: Árninnu Þá er komið að kveðjustund elsku afi. Ég á margar góðar minningar um þig sem aldrei gleymast. Ein af þeim fyrstu er líklega þegar ég sat í fanginu á þér í hægindastólnum þínum í Hátúni en á heimili ykkar ömmu eyddi ég ófáum stundum þegar ég var yngri og þar leið mér alltaf vel. Það var ótalmargt sem ég fékk að gera hjá ykkur ömmu sem var ekki leyfilegt annars staðar og margt lærði ég af ykkur. Ég fékk t.d. að bera fúavörn á pallinn þeg- ar ég var ekki gömul og mikið fannst mér það skemmtilegt, ég fékk að slá lóðina með rafmagns- sláttuvélinni og hjálpa ykkur við ýmis verk. Margt skondið gerðist í Hátúni og mér er alltaf ofarlega í minni þegar við amma vorum að „lag- færa“ aðventukransinn fyrir ein jólin. Það hrundi svo mikið af hon- um og því fannst okkur upplagt að úða hárlakki á kransinn til að hann héldi sér betur. Það var ekki spurning að kransinn leit miklu betur út þegar búið var að úða á hann, glansandi og fínn. Svo var komið að því að kveikja á kertun- um á kransinum og þá auðvitað skíðlogaði hann og úr varð heil- mikið bál. Við amma kölluðum eðlilega á þig til hjálpar, þar sem þú varst vanur slökkviliðsmaður og við vorum vissar um að þú myndir bjarga þessu. Innkoma þín í eldhúsið er nokkuð sem ég gleymi aldrei. Þú komst hlaupandi með pensil í hendinni, snerist í hringi, blótaðir og vissir ekkert hvað þú áttir að gera við bölvaðan pensilinn. Hvernig þú slökktir í kransinum man ég hins vegar ekki en þú reddaðir því auðvitað. Ég man líka hvað ég var stolt af þér þegar það kviknaði í húsi á Húsa- vík og afi kom á brunabílnum til að redda málunum. Ég var svo heppin að fá að fara í ferðalög með ykkur ömmu á Löd- unni ykkar og voru þau mjög skemmtileg. Þú hafðir mikinn áhuga á landinu okkar og varst virkur félagi í Ferðafélagi Húsa- víkur og formaður um tíma. Ferð- irnar sem ég fékk að fara með ykkur í Kverkfjöll eru mér ógleymanlegar. Þegar ég eignaðist börnin mín sýndir þú þeim mikinn áhuga og þeim fannst alltaf gott að koma og heimsækja langafa í Hvamm. Andri Már stökk strax í fangið á þér en Lena Björk þurfti meiri tíma. Þú gafst samt aldrei upp á því að ná henni á þitt band og það gekk á endanum. Við fengum að eyða með þér síðasta afmælisdeg- inum þínum, sem var á gamlárs- kvöld, og þykir mér vænt um það. Þú fylgdist með öllu í kringum þig fram á síðasta dag. Alltaf spurðir þú um Sigursvein þegar við hittumst og hvort það væri ekki nóg að gera hjá honum og hvar hann væri að vinna. Eins vildirðu vita hvernig gengi hjá Ferðafélaginu að flytja skálann í Flateyjardal. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Hvíl í friði. Þín Elín og fjölskylda. Hermann Þór Aðalsteinsson ✝ Katrín Hansenfæddist á Grænlandi 12. maí 1953. Hún lést á heimili sínu 23. júlí 2012. Hún var ættleidd af færeyskum hjón- um tíu daga gömul, þau voru Kata Gun- vör Hansen hús- móðir í Reykjavík, fædd í Færeyjum 6. ágúst 1922, d. 30. nóvember 1999, og Johan Hansen sjómað- ur, fæddur í Færeyjum 27. júní 1907, d. 12. desember 1979. Katrín giftist Magnúsi Jóns- syni búfræðingi á Kjalarnesi, f. 10. ágúst 1953, d. 4. júlí 2006. Þau skildu 1991. Börn þeirra: 1) Jóhann Birgir Magnússon, f. 15. apríl 1972, fyrrum sambýlis- kona hans: Regína J. Guðlaugs- dóttir, f. 27. júní 1973, dóttir hennar María Dögg Reg- ínudóttir, f. 13. mars 1991, sonur þeirra Jóhanns og Regínu er hans Bára Sif Guðnadóttir, f. 3. júní 2008. Fyrrum sambýlis- maður Ellert Gíslason, f. 7. júní 1962, dóttir þeirra Jana Lind Ellertsdóttir, f. 18. september 2000. Fyrrum sambýlismaður Daníel Karlsson, f. 1. maí 1979, börn þeirra: Magnús Þór Daní- elsson, f. 31. janúar 2007 og Arna Daníelsdóttir, f. 13. apríl 2008. 5) Kata Gunnvör Magn- úsdóttir, f. 15. mars 1980, sam- býlismaður Sævar Jónsson, f. 9. júlí 1982, dóttir þeirra Sara Ragnhildur Sævarsdóttir, f. 25. desember 2006, fyrrum sam- býlismaður Jóhann Jónsson, f. 14. apríl 1978, dóttir þeirra Viktoría Rós Jóhannsdóttir, f. 25. mars 1997. 6) Gréta Magn- úsdóttir, f. 11. júní 1983, eig- inmaður hennar Kristinn Þór Sigurðsson, f. 28. maí 1972, son- ur þeirra Kristófer Hrafn Krist- insson, f. 24. febrúar 2010, sonur Kristins: Elmar Þór Sigurðsson, f. 26. febrúar 1998. Barnsfaðir Grétu: Ingvi R. Júlíusson, f. 23. ágúst 1984, sonur þeirra Jóhann Birgir Ingvason, f. 13. maí 2007. Útför Katrínar fór fram frá Fossvogskirkju 2. ágúst 2012. Guðlaugur Birkir Jóhannsson, f. 18. apríl 1997. 2) Jón Gústaf Magnússon, f. 27. maí 1974, fyrrum sambýlis- kona hans: Eva Eð- valdsdóttir, f. 22. nóvember 1971, sonur hennar Sig- urður Þorgeirsson, f. 25. september 1990, dætur hans Adríana Lind og Aríella Ósk Sigurðsdætur, fæddar 15. októ- ber 2011, sonur þeirra Evu og Jóns Gústafs: Jón Arnar Jóns- son, f. 30. desember 1996. Barnsmóðir Jóns Gústafs: Sig- ríður Þyrí Pétursdóttir, f. 3. jan- úar 1983, dóttir þeirra Oddný Ósk Jónsdóttir, f. 9. júlí 2004. 3) Drengur og stúlka Magnúsbörn, f. 25. nóvember 1975, d. 25. nóv- ember 1975. 4) María Carmen Magnúsdóttir, f. 22. desember 1978, sambýlismaður Guðni Sig- hvatsson, f. 2. maí 1980, dóttir Í minningunni fylgdi lífsgleði, jákvæðni og blús Katrínu Han- sen, Diddu, öllum stundum. Hún var mannvinur sem gaf mikið af sér. Við sem kynntumst henni meðan hún starfaði við Mennta- skólann á Laugarvatni erum rík- ari af. Síbrosandi og hlæjandi, stutt í húmorinn og sprellið. Með Ipodinn á sér við ræstingarnar. Þannig mynd birtist þegar hugs- að er til baka. Ferð starfsmanna skólans til norðurríkja Bandaríkjanna og á Íslendingaslóðir í Kanada vorið 2008 er ógleymanleg. Og sann- arlega átti Didda sinn þátt í því að gera þá ferð að því ævintýri sem hún var. Vel undirbúin var Didda okkar til að kaupa föt og skó á barnabörnin í „mollum“ Ameríku og Kanada, búin að skanna rekka og útstillingar verslananna á netinu áður og all- ar blúsbúllur voru kortlagðar með góðum fyrirvara þannig að í reynd má segja að Didda hafi verið búin að fara rafræna und- irbúningsferð áður. Enda rataði hún þetta allt saman og sagði okkur hinum til. Síkát og bros- andi, jákvæð og gefandi eins og henni var eðlislægt. Stór persóna í litlum líkama hefur kvatt. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Diddu og átt hana að vini. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Maríu Carmen og fjölskyldu hennar, sem og systk- inum hennar og fjölskyldum þeirra. Halldór Páll og Valgerður. Elsku Didda mín, megi ljós og friður vera með þér þarna hinum megin. Takk fyrir allar góðu samverustundirnar sem við höf- um átt saman í gegnum tíðina, spjallið, hláturinn og grínið. Þín verður sárt saknað, þangað til við hittumst síðar. Megi allar góðar vættir umvefja þig ást, friði og kærleika. Sofðu vært, Didda mín, þinn síðasta blund. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta, skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn, faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kæru börn Diddu og aðrir að- standendur, ég votta ykkur mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Hafdís Ósk Karlsdóttir. Katrín Hansen ✝ Ásta Sigurjóns-dóttir, fyrrver- andi húsfreyja á Breiðabóli, Sval- barðsströnd, var fædd í Leifshúsum, Svalbarðsströnd, 25. júlí 1931. Ásta andaðist á Dval- arheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnu- daginn 1. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sig- urjón Valdimarsson, f. í Garðs- vík á Svalbarðsströnd 28.2. 1901, d. 16.12. 1977 og Aðalheiður Níelsdóttir. f. á Halllandi á Sval- barðsströnd 11.11. 1901, d. 23.9. 1987. Ásta giftist, 30.7. 1950, Stefáni Júlíussyni, f. á Akureyri 26.1. 1924, d. 10.9. 2008. For- eldrar Stefáns voru Júlíus Sig- urður Hafliðason, f. á Akureyri 12.7. 1893, d. 18.7. 1974, og Sig- ríður Ingiríður Stefánsdóttir, f. á Syðsta-Mói, Haganeshreppi, Skagafirði, 21.6. 1900, d. á Ak- ureyri 23.6. 1972. Systkini Ástu voru: Erna Sig- urjónsdóttir, húsfreyja í Skolla- gróf í Hrunamannahreppi, f. 8.3. 1928, d. 22.1. 1998 og Árni Valdi- mar Sigurjónsson, bónd í Leifs- húsum, Svalbarðsströnd, f. 19.8. 1939, d. 16.12. 1999. Ásta og maður: Bjarni Pálsson, f. 1.6. 1958. Börn Öldu eru: Björg, f. 1990, og Jóhann, f. 1993. G) Linda, f. 22.1. 1965, sambýlis- maður: Guðmundur Gylfi Hall- dórsson, f. 18.8. 1963, synir þeirra eru: Hjálmar, f. 1989, Ingvar, f. 1991, Sævar, f. 2000 og Hjalti, f. 2007. G) Jón Haukur, f. 1973, maki: Guðrún Halldórs- dóttir, f. 1972. Börn þeirra eru: Sóley Þrastardóttir, f. 1996, Rúnar Ingi, f. 1997, Svandís Dóra, f. 2002, Steindór Óli, f. 2004 og Halldór Viðar, f. 2006. Ásta ólst upp á Leifshúsum á Svalbarðsströnd og hóf ung sveitastörf á búi foreldra sinna. Árið 1950 hófu Ásta og Stefán búskap í Leifshúsum í félagi við foreldra hennar, allt til ársins 1961. Eftir vetrardvöl á Sval- barðseyri keyptu þau jörðina Breiðaból á Svalbarðsströnd og hófu þar búskap vorið 1962. Ásta, húsfreyja á Breiðabóli, hafði í mörgu að snúast þar sem heimilið var stórt og gestagang- ur mikill. Þegar stundir gáfust var prjónaskapur hennar aðal- áhugamál. Heilsuleysi varð til þess að hún dvaldi á hjúkr- unarheimili síðustu æviárin. Útför Ástu verður gerð frá Svalbarðskirkju í dag, 13. júlí 2012, kl. 14. Stefán eignuðust átta börn þar af tvenna tvíbura. Börn þeirra eru: A) Hilmar, f. 22.7. 1951, maki: Elín Valgerður Eggerts- dóttir, f. 11.7. 1953. Börn þeirra eru: Harpa, f. 1975. Agnes, f. 1978. Þau eiga eitt barnabarn. B) Vignir, f. 7.8. 1952, sambýliskona Kristín G. Pálsdóttir f. 20.10. 1952. Synir Vignis eru: Sigurjón Þór, f. 1982, og Stefán Ólafur, f. 1984. Hann á fimm barnabörn. C) Heimir, f. 7.8. 1952, maki: Gísley Guðríður Hauksdóttir, f. 12.5. 1959. Börn þeirra eru: Ragnheiður Gísley, f. 1978, d.1978, Stefán Reynir, f. 1980 og Almar Hrafn, f. 1996. Þau eiga tvö barnabörn. D) Að- alheiður, f. 31.12. 1956, maki: Þorgils Jóhannesson, f. 29.10. 1947. Dætur þeirra eru: Ásta, f. 1981, Hulda, f. 1983, Sara, f. 1991, Rakel, f. 1993 og Jóhanna, f. 1997. Þau eiga eitt barnabarn. E) Svala, f. 7.6. 1961, maki: Þröstur Óskar Kolbeins, f. 17.5. 1958. Börn þeirra eru: Hildur Ósk, f. 1978, og Pétur Ingi, f. 1984. Þau eiga 5 barnabörn. F) Alda, f. 22.1. 1965, sambýlis- Nú hafa öll Leifshúsasystkinin kvatt. Þau eru farin yfir til lands- ins þar sem allir hlutir eru nýir. Guð blessi minningu þeirra. Ásta var í miðið þeirra þriggja. Eldri systirin Erna og bróðirinn Árni voru bæði látin á undan henni. Sjálf var Ásta farin að heilsu hin síðari ár eftir annasam- an og erilsaman starfsdag. Hún hafði í raun lifað síðustu 2-3 árin á lánstíma. Lífsneistinn hafði blakt á skarinu og slokknaði ekki fyrr en í fulla hnefana er hún lést 1. júlí sl. Ásta var góð vinkona okkar hjónanna. Bæði hún og Stefán maður hennar, sem lést fyrir fjór- um árum, voru okkur kær. Þótt ólík væru þau um margt var rausnarskapur og gestristni þeirra aðalsmerki, höfðingjar heim að sækja. Minningarnar frá heimsóknunum að Breiðabóli eru hlýjar. Ásta var forkur dugleg, átti marga afkomendur og sá um stórt heimili. Hún eldaði, bakaði og prjónaði svo stundum þótti fólki nóg að gert. Vinnufólk, gest- ir og gangandi skyldu fá mat sinn og engar refjar. Snemma var hún sjálfs sín varðandi akstur, tók bílpróf ung og vílaði ekki fyrir sér að ferðast á eigin forsendum. Heimsótti systur sína syðra, fór í berjamó oftsinnis og var nösk á að finna berin og hamhleypa til tínslu. Þá var hún snögg í ferðum ef skreppa þurfti inn eftir. Gustaði á stundum af hús- freyju ef tími var knappur, enda átti Ásta kyn að rekja til kvenna sem ekki lágu á skoðunum sínum. Hún lét ekki tíðarandann ráða ferð sinni, heldur var samkvæm sjálfri sér. Með árunum meyrnaði Ásta, mátti ekki af vandræðum vita, né aumt sjá. Tók inn á sig ef hún frétti af veikindum eða ef henni fannst á lítilmagnann hallað. Sjálf mátti hún kljást við heilsubrest hin seinni ár og féll það miður. Svalbarðsströndinni helgaði hún starfsdag sinn og þar vildi hún helst vera. Því var það henni ekki alls kostar að skapi að þurfa að dvelja á hjúkrunarheimilum síðustu misserin. Fjölskyldutengsl okkar við Ástu voru kveikjan að góðum kynnum. Okkur leið vel í návist hennar og vildum vera henni inn- an handar þegar á bjátaði. Minningarnar um kjarna- konuna Ástu eru okkur kærar. Við jarðarför hennar sungum við erindi sr. Matthíasar, sem Ástu þótti einkar vænt um: Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Matthías Jochumsson) Hótel jörð er fátækari að Ástu frænku genginni. Við biðjum henni góðrar himnavistar. Ást- vinum og afkomendum sendum við guðsblessun. Skírnir og Sigrún. Ásta Sigurjónsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINÍNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést fimmtudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 14.00. Sverrir Haraldur Björnsson, Ingibjörg Óladóttir, Anna Björnsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Sævar Rafn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Múlakoti í Lundarreykjadal, síðast til heimilis að Blesastöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 31. júlí. Útför hennar verður gerð frá Hrunakirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 11.00. Anna Björk Matthíasdóttir, Guðmundur Magnússon, Steinar Matthíasson, Margrét Jóhannsdóttir, Magnús Matthíasson, Þórdís Elísdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Þorleifur Magnús Magnússon, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.