Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins. Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er engu líkara en tækifærin raðist upp sérstaklega fyrir þig. Hver er sinnar gæfu smiður og því skalt þú grípa til þinna ráða. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að forðast erfiðar samræður við fólk með völd í dag. Mundu að neyðin kennir naktri konu að spinna og hikaðu ekki við að gera alvöru úr hugmyndumm þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð góð tækifæri til að bæta atvinnustöðu þína og heilsu í dag. Tilfinn- ingalegur ruglingur dregur úr þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur treyst reglum sem þú set- ur þér sjálfur. Og mundu að það er sælla að gefa en þiggja. Maður þarf ekki endilega að samþykkja lífsmáta annarra, en líka al- veg óþarfi að vera á móti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eiginleiki þinn til ímyndunar er ein- stakur í dag. En gættu þess að hverfa ekki svo á vit þíns innri manns að þú forsómir umhverfi þitt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert elskulegur. Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa. Nú sérðu hvort gjörðir þínar færa þér árangur eður ei. 23. sept. - 22. okt.  Vog Varaðu þig á fjárfestingum í dag því þú gætir ofmetið heppni þína. Eftir hádegi finnurðu sköpunarkraftinn á ný. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Áberandi vöntun á stundvísi er á meðal fjölmargra mannkosta þinna nán- ustu. Láttu mistök þér að kenningu verða og hugsaðu næsta leik vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að huga að viðfangsefnum sem útheimta ein- beitingu og gáfur. Allir mega gera mistök, og þín eru ekki jafnmikil og þú ímyndar þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það kann ekki góðri lukku að stýra að láta fjármálin reka á reiðanum. Af- staða þín mun þó gefa þér færi á að hugsa ýmsilegt til enda. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst þú þurfa að vanda um við barn eða ungling. Hættu að greina og gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn. Gefðu þér góðan tíma en settu svo á fullt þegar þú veist hvað þú vilt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að fá málin á hreint gagn- vart félaga eða nánum vini. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindr- unum úr vegi. Það er notalegt að fletta gömlumpappírum og rekast óvænt á hálfgleymdar limrur eftir Kristján Karlsson: Ef öðling ég óvart græti hans óvinir dansa af kæti. (Það er aldrei að vita hvort óvinir sitja ef enginn býður þeim sæti). Ég gat ekki stillt mig um að spyrja Kristján, hvort honum hefði ekki þótt freistandi eða limrulegt að nota latmælið „sita“ í staðinn fyrir „sitja“ rímsins vegna og hann svaraði að bragði: „Nei, mér finnst „sita“ leiðindaambaga og ekki ganga upp!“ Og svo þessi í sama bunka: Ennþá er sumar í sveitum. Samt væri gaman að breyt́um. Ekki til neins, síst öðrum til meins. En af ólund og leiðinlegheitum. Árni Bergmann sendi mér tölvu- póst og spurði, hvort ég gæti gert eitthvað við þessa tíðaranda- lýsingu: Úthýsa vill nú álfum bæði og tröllum íslensk þjóð sem kyrjar kreppusöng. Við brunum fram úr öðrum bílum öllum það borgar einhver Vaðlaheiðargöng. Hann Núbó gistir Grímsstaði á Fjöllum golfkylfu sveiflar vettrarkvöldin löng. Guttormur J. Guttormsson er meðal þeirra skálda sem mér þykir hvað vænst um. Gaman og alvara kom út 1930 og þar standa á fyrstu síðu (nema rétt sé að segja framan við ljóðin) þessar tvær stökur án fyrirsagnar: Miklum vanda er ég í orðinn fjandi mæðinn – get ei andað út af því að í mér standa kvæðin. Andans brotnu fleyin fá frið í drottni sínum, sokknir þrotna söngvar á sálarbotni mínum. Og þar sem hér að ofan var getið um Grímsstaði á Fjöllum er rétt að halda sig fyrir norðan og loka horn- inu með þessari vísu Guttorms: Ég átti ekki stélfrakka í eigu til en aðeins þelstakk og hettu að etja við helblakkan hríðarbyl á heimsins Melrakkasléttu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á heimsins Melrakkasléttu G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r DUGLEGUR STRÁKUR. GRETTIR, ÉG KEMST EKKI ÚR ÞESSU HENGIRÚMI! OG ÉG ELSKA ÞAÐ! ÞETTA ER SKRÍTIÐ! ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA NEINN UNGI Í ÞVÍ! HAMLET, EF ÞÚ VÆRIR SKIPREIKA Á EYÐIEYJU, HVORT MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA MIG MEÐ ÞÉR, EÐA BÓK AÐ LESA? HMMM... ÆTLI ÞAÐ FARI EKKI EFTIR ÞVÍ HVAÐA BÓK ÞAÐ VÆRI? ÞETTA VAR SENNILEGA EKKI RÉTT SVAR. OKKUR ERU AÐ BERAST KVARTANIR VEGNA GRÍMS-LEAKS. EN ÞAÐ ER ALLT SATT SEM STENDUR ÞAR! ER ÞAÐ SEMSAGT SATT AÐ DÓRA KÖNNUÐUR ÞURFI GPS-TÆKI TIL AÐ RATA UM SITT EIGIÐ HÚS? ÞAÐ ER REYNDAR SKÁLDAÐ, EN HVER ER LÍKA NÓGU VITLAUS TIL AÐ ÞURFA ÞESS? NEI GPS, ÞETTA ER EKKI BAÐHERBERGIÐ MITT! ENDURREIKNA. Faðir Víkverja er annálaður knatt-spyrnuáhugamaður. Áhuga hans fylgir þó sá böggull skammrifi að hjátrúin er gjarnan skammt undan, og gildir þá litlu hvort gengi liðsins hefur verið gott eða slakt. Staðsetn- ingin á vellinum skiptir öllu máli, hverjir aðrir mæta á völlinn, hvort það sé sól eða rigning. Stundum keyrir um þverbak eins og í fyrra þegar faðir Víkverja kaus að fórna sér fyrir liðið og mætti varla á leik, þar sem allt gekk svo vel án nærveru hans. x x x Víkverja dettur þó ekki í hug aðgagnrýna föður sinn og hjátrú hans, því að ekki verður á móti ár- angrinum mælt síðustu misserin. Tvöfaldir meistarar í fyrra og gengið vel í báðum innanlandskeppnunum í ár. Það þykir Víkverja nú ekkert slor. Það sem verra er er sú stað- reynd að Víkverji er nú farinn að feta hægt og bítandi í fótspor föður síns, enda virðist sem þau séu á ein- hvern ótrúlegan hátt að virka. x x x Víkverji stendur nú til dæmis allt-af á sömu svæðum á vellinum, og ræðst staðsetningin af því á hvort markið liðin spila. Þá keyrir hann alltaf sömu leiðina á völlinn. Þá vill nefnilega svo til að lið þeirra feðga er nú taplaust í þeim leikjum þegar Víkverji hefur brugðið sér í kvik- myndahús. Stefnir því ósjálfrátt í það að sumarið 2012 verði bíó- sumarið mikla hjá Víkverja. Reynd- ar gerðu þeir jafntefli einu sinni þeg- ar bíóleiðin var valin, en þá er hugsanlegt að það hafi verið vegna þess að gæði myndarinnar voru ekki alveg nógu góð. Víkverji hefur því vandað valið aðeins betur síðan þá. x x x Það er því vandlifað hjá Víkverjaþessa dagana, því að þegar búið er að sjá allar helstu stórmyndir sumarsins, er ekkert annað í stöð- unni en að mæta á leikina. Og hver veit hvernig þeir leikir fara nú allir saman, því þó að vel hafi gengið að undanförnu eru knattspyrnuguð- irnir hverfulir mjög. Á endanum mun Víkverji hvorki geta farið á völlinn né í bíó. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.“ (Sálm. 16, 2.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.