Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Ótrúleg sértilbo ð fyrir áskrifendur Mor gunblaðsins Takmarkaður fjöldi sæta í boði! Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð til Sevilla. Fjölbreytt gisting í boði á afar hagstæðum kjörum. Um mjög takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða og gisting er einnig takmörkuð. Hér gildir fyrstur kemur, fyrstur fær! 26. október – 3 nætur Verð frá 88.900 kr. Sevilla Þú bókar tilboðið á www.heimsferdir.is eða hjá ferðaráðgjöfum okkar í síma 595 1000. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara! Allir fastir áskrifendur Moggans eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Verðdæmi Sevilla Alm. verð Áskr. verð Þú sparar Hotel Catalonia Giralda **** 3 í herbergi með morgunmat 106.900 88.900 18.000 2 í herbergi með morgunmat 109.500 91.900 17.600 1 í herbergi með morgunmat 128.600 106.900 21.700 Hotel Abba Triana ****+ 2 í herbergi með morgunmat 111.500 94.900 16.600 1 í herbergi með morgunmat 126.500 109.900 16.600 Ótrúlegt verð!Þú getur sparað allt að 21.700 kr.á mann 26. október – verð frá 88.900 kr. Engan sakaði þegar hvalaskoð- unarbáturinn Haukur strandaði við Lundey á Skjálfanda í gær, um 7 km norðan Húsavíkur. 32 farþegar voru um borð og þrír í áhöfn. Báturinn, sem er í eigu Norð- ursiglingar, óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar klukkan 10:33. Voru nálæg skip og bátar send á staðinn auk þess sem áhöfn þyrlu var kölluð út. Fyrsti báturinn kom á staðinn klukkan 11:02. Klukkan 11:17 var búið að ferja alla farþega frá borði og um 10 mín. síðar losnaði bát- urinn af strandstað og reyndist óskemmdur. Allir farþegarnir fóru í fjölda- hjálparstöð á Húsavík þar sem fólk frá Rauða krossi Íslands tók á móti þeim. „Báturinn fór upp á grynningar. Skipstjórinn hefur ekki orðið var við það hversu grunnt var,“ sagði Þorsteinn Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar við mbl.is. „Það var aldrei nein hætta á ferðum. Meirihluti fólksins um borð í bátnum fór í siglingu með okkur strax aftur.“ Hvalaskoðunarbátur strandaði á Skjálfanda Morgunblaðið/Hafþór Á strandstað Hvalaskoðunarskipið Haukur, til vinstri á myndinni, á strandstað við Lundey í gær. Íslenskur karl- maður á þrítugs- aldri var handtek- inn á Keflavíkur- flugvelli í síðustu viku með tæplega þúsund e-töflur í fórum sínum. Tollgæslan á vell- inum stöðvaði manninn við hefð- bundið eftirlit en hann var að koma frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, fleiri hafa ekki verið handteknir vegna málsins en rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki lokið. Töflurnar fundust í farangri mannsins en hann hefur áður komið við sögu lögreglu en þó ekki vegna fíkniefnasmygls. Maður tekinn með 1.000 e-pillur á Keflavíkurflugvelli Fíkniefni E-pillur. Komið var í veg fyrir að 65 lítrar af 45% landa kæmust í umferð á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Land- anum hafði verið komið til flutnings hjá flutningafyrirtæki í Reykjavík, en það var lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu sem fann landann í sam- starfi við lögregluna á Selfossi. Grunur beindist fljótt að til- teknum einstaklingi á Selfossi. Þar var gerð húsleit þar sem fundust rúmir 58 lítrar til viðbótar auk stera. Tveir menn voru handteknir í tengslum við málið. Annar þeirra viðurkenndi að eiga landann og að hafa ætlað hann til sölu á þjóðhátíð. Stöðvuðu 65 lítra af landa á leið til Eyja Þjóðhátíð Landi átti að fara til Eyja. Konan sem slas- aðist í bílveltu á Steingrímsfjarð- arheiði hefur ver- ið útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans en hún hefur að und- anförnu verið undir eftirliti lækna á deildinni. Ferðafélaga hennar, sem er karlmaður, er enn haldið sofandi í öndunarvél. Sam- kvæmt upplýsingum frá lækni síð- degis í gær er líðan hans stöðug. Fólkið er á milli tvítugs og þrítugs með ríkisfang í Kanada. Þrennt var í bifreiðinni er hún valt út af veginum. Ökumaður bifreið- arinnar, íslenskur karlmaður sem búsettur var á Ísafirði, lést í slysinu. Er enn haldið sof- andi í öndunarvél Sjúkrahús Land- spítalinn Fossvogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.