Morgunblaðið - 08.08.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.08.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Strandveiðum fer senn að ljúka en þær hófust 2. maí sl. Veiðum á svæði A, frá Eyja- og Miklaholts- hreppi til Súðavíkurhrepps, lauk þegar á mánudag. Sumarið 2012 er það fjórða þar sem strandveiðar eru leyfðar frá maí til ágústloka. Um 86% af afla strandveiðibáta eru þorskur, afgangurinn mest ufsi. Gunnar Anton Jóhannsson gerir út liðlega þriggja tonna trillu, Petreu EA 105, og skráir á Hauga- nesi við Eyjafjörð en þar er hann fæddur. Sjálfur er hann búinn að vera á togara í 15 ár og býr mikið í Reykjavík en fær að búa „í for- eldrahúsum“ á Akureyri meðan strandveiðin stendur yfir. Gunnar var nýkominn í land í gærkvöldi þegar rætt var við hann. „Þetta var mjög lélegt framan af deginum en veðrið var alveg ein- stakt. Í síðustu viku fór ég út í fjarðarkjaftinn, út að Gjögrum, þar sem ég fékk reyndar ágætis fisk og kláraði skammtinn minn,“ sagði Gunnar. „Það varð bara ekki vart þar í dag og ég fór þá inn með og fékk tæplega 800 kíló, aðallega af ufsa. Það var nóg af honum en hann var frekar smár. Sonur minn var í heimsókn og fékk að fara með.“ Gunnar, sem er 54 ára, sagði að veiðin hefði verið heldur döpur á Eyjafirði í sumar en hann er aðeins búinn að fara sex róðra. Hann er yfirleitt einn á og með tvær rúllur. Alls nema aflaheimildir strand- veiðibáta 8.600 tonnum af óslægð- um fiski. Meðalafli í róðri var mest- ur á svæði A, 614 kg, á svæði B voru þau 548, á svæði C 533 og 449 á svæði D; þessar tölur miðast við afla fram að verslunarmannahelgi. Nægur ufsi á miðunum í Eyjafirði  Strandveiðum þegar lokið á svæði A en þar er aflinn mestur í hverjum róðri Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Blíða Petrea EA 105 í mynni Eyjafjarðar í gær, sjö bátar voru á þessum slóðum þegar myndin var tekin frá hvalaskoðunarbáti. Enn logaði í sinu á landi Hrafna- bjarga í Laugardal í Súðavíkur- hreppi í gær. Sigurjón Samúelsson, bóndi á Hrafnabjörgum, hefur bar- ist við eldana síðan á föstudag og sagði hann þá ekkert vera að dvína, að því er fram kom í frétt mbl.is. „Það brennur meðan eitt- hvað er til að brenna,“ sagði Sig- urjón. Talið er að ferðamenn hafi ekki slökkt nógu vel í einnota grilli sem þeir notuðu á svæðinu á fimmtudag. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, hefur rætt við Landhelg- isgæsluna og þar var verið að kanna möguleikana á að þyrlan gæti komið til aðstoðar í dag. „Það eru tíu manns að störfum þarna nú í kvöld,“ sagði Ómar. Um er að ræða mó og lággróður og þó svo að það sé búið að slökkva í einu sinni lifir mikil glóð í þessu. Gaus upp aftur „Það gerðist þegar við slökktum eldinn fyrst að hann gaus upp aftur sólarhring seinna og þá var það bara af glóðum sem njóta góðs af vindi og feykjast í þurran gróður aftur. Við erum búin að vera með tvískiptar vaktir frá þeim tíma og þarna er verið að dæla 780 tonnum af vatni á svæðið á dag. Við erum með mjög góðar dælur og búin að lágmarka að eldurinn geti borist út í ný svæði, en á tveggja og hálfs til þriggja hektara svæði er mjög víða glóð í jörðu sem getur við minnsta tilefni orðið að eldi. Hún er svo þurr jörðin að þó að við dælum einhverjum hundr- uðum tonna á í dag er það svæði orðið þurrt á morgun og tilbúið að taka í sig glóð aftur.“ ipg@mbl.is Barátta Haugsugu beitt gegn eld- inum í Súðavíkurhreppi. Enn bar- ist við sinuelda  Reynt að fá þyrlu LHG til Súðavíkur Frænkurnar Sæbjörg og Jana frá Ólafsvík voru ásamt fjölda annarra á ferðinni á Djúpalóns- sandi á Snæfellsnesi í miklu blíðviðri um versl- unarmannahelgina. Þar höfðu þær raðað stein- völum listilega upp og nutu sín í fjörunni, sem er meðal áhugaverðra staða í þjóðgarðinum. Morgunblaðið/Björn Jóhann Upprennandi listamenn á Djúpalónssandi Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ályktunin sem má draga af þessari úttekt á rekstri Hörpu er að flókið stjórnkerfi í kringum reksturinn verður til þess að upplýsingar ganga ekki greiðlega milli hagsmunaaðila og ákvarðanatakan verður máttlaus og óskýr. Ábendingar um að tap kynni að vera í uppsiglingu hafa ekki fengið þá athygli sem æskilegt væri fyrr en núna. Það hafa verið upplýs- ingar hér og þar en heildarmyndina hefur skort,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarmaður í Port- usi og fleiri fé- lögum Hörpu fyr- ir hönd Reykja- víkurborgar, í tilefni af úttekt endurskoðunar- fyrirtækisins KPMG á rekstri Hörpu. Áætlað er að hallinn verði ríflega 400 millj- ónir í ár. „For- sendur rekstrarins eru í uppnámi. Það er augljós ályktun af þessari skýrslu. Tekjur af ráðstefnuhaldi hafa ekki gengið eftir. Tekjulíkanið gengur ekki upp. Á útgjaldahliðinni var t.d. gengið út frá lægri fasteigna- gjöldum.“ Gjöldin reyndust hærri Hann segir mikið verk óunnið. „Úttektin staðfestir það sem fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa haldið fram, þ.e. að þær forsendur sem lagt var upp með þegar ákveðið var að halda áfram byggingu hússins hafa ekki gengið eftir. Nýr forstjóri hefur það hlutverk að koma rekstr- inum á núllið. Ég skal ekki segja hvort bilið sé óbrúanlegt en hitt er ljóst að það verður ekki brúað á einni nóttu. Harpa er glæsilegt mannvirki og á margan hátt tákn um hvað við getum sem þjóð. En við verðum að horfast í augu við hvernig eigi að standa undir henni. Óvissan er ekki síst sú hvort raun- hæft sé að afla meiri tekna með leigu eins og áætlunin var. Annaðhvort hefur markaðssetning hússins sem alþjóðlegt ráðstefnuhús brugðist eða áætlanir um leigutekjur eru algjör- lega ofmetnar. Hvort þær áætlanir eru samhljóma áætlunum fyrri eig- enda þekki ég ekki,“ segir Haraldur Flosi, sem vill taka fram að laun fyrir stjórnarsetu séu hófleg. Viðvaranir vegna Hörpu týndust í flóknu skipulagi  Stjórnarmaður í Portusi segir ljóst að rekstrargrundvöllurinn sé í uppnámi Haraldur Flosi Tryggvason 762 bátar fengu strandveiðileyfi á þessu ári. 31.917 kíló var aflinn hjá Lundey ÞH 350 orðinn fyrir helgi. ‹ FJÖLGAR STÖÐUGT › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.