Morgunblaðið - 08.08.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.08.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er byrjað að sullast yfir,“ segir Sindri Óskarsson, viðhaldsstjóri Fljótsdalsstöðvar. Hálslón er orðið fullt og byrjað að renna á yfirfalli Kárahnjúkastíflu niður í farveg Jök- ulsár á Dal, rúmum mánuði fyrr en á síðasta ári. Laxveiðimenn voru að vonast eftir að fá heldur lengri tíma á bökkum tærrar Jöklu í ár. Gert var ráð fyrir því við hönnun Kárahnjúkavirkjunar að Hálslón fylltist um miðjan ágúst. Allur gang- ur hefur verið á því enda fer rennslið eftir aðstæðum á hálendinu. 2008 og 2009 fylltist lónið um miðjan ágúst en ekki fyrr en rétt fyrir miðjan september á síðasta ári og 2009. Hins vegar fylltist lónið sérstaklega snemma 2010, þegar það fór á yfir- fall 28. júlí. Starfsmenn Fljótsdalsstöðvar láta alla íbúa við Jökulsá vita þegar lónið er að fyllast. Það er gert í örygg- isskyni. Yfirfallssfossinn var ekki mikill að sjá í gær. Litur árinnar breytist, hún hættir að vera lítil og tær bergvatnsá sem myndast af hliðarám og lækjum í það að verða sú ógnvænlega jökulá sem hún er á vissum tíma árs. Sindri segir að það skipti ekki öllu máli fyrir rekstur stöðvarinnar hve- nær lónið fyllist. Aðalatriðið sé að það nái að fyllast fyrir veturinn. Þó nefnir hann að fok af bökkum lónsins minnki hraðar þegar lónið fyllist snemma. Laxveiðiá gruggast Frá því Jökulsá var virkjuð hefur verið unnið að laxarækt í ánni. Lítið er hægt að veiða í Jöklu sjálfri eftir að Hálslón kemst á yfirfall og því vona laxveiðimenn og veiðiréttareig- endur að það gerist sem síðast á sumrinu. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því laxastigi var tekinn í notkun við Steinboga í Jökulsá. Það var talin forsendan fyrir því að laxinn gengi upp í efri hluta árinnar. Gekk það eftir því laxinn fór strax að ganga. Þröstur Elliðason, leigutaki Jök- ulsár og þveráa, segir að fín veiði hafi verið á svæðinu og meðal annars hafi 15-20 laxar veiðst fyrir ofan laxastigann. Hann hafði ekki heyrt af litabreytingum á Jöklu í gær og bendir á að þetta sé löng leið og það taki jökulvatnið tíma að renna niður. Hann segir að veiðin haldi áfram í þveránum á neðri hluta veiðisvæð- isins. Örstuttu laxveiðisumri er hins vegar væntanlega lokið á efra svæð- inu. Á yfirfall mánuði fyrr en á síðasta ári  Laxveiðimenn njóta laxastigans aðeins í fáeina daga í ár Ljósmynd/Broddi B. Bjarnason Fullt Aðeins var byrjað að sullast yfir Kárahnjúkastíflu síðdegis á mánudag. Í gær byrjaði jökulvatnið að renna. Samtals bárust sjö umsóknir um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun síðasta mánaðar en umsóknar- fresturinn rann út 1. ágúst síðast- liðinn. Athygli vekur að hjónin Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og Arnfríður Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur, sækja bæði um. Að sögn Sigurðar Líndal, prófessors emeritus, leiðir það af eðlilegri túlkun á ákvæði 4. gr. dómstólalaga að ekki er hægt að skipa þau bæði í einu í embætti hæstaréttardómara. „Ég held að ég geti fullyrt það að þetta hafi aldrei komið fyrir áður,“ segir Sig- urður, spurður hvort um einsdæmi sé að ræða, og bætir við: „Ég hef ekki rannsakað þetta en ég er 99,99 prósent viss um það.“ „Þetta er svo sem eðlilegur gangur hjá þeim sem hafa stundað lögfræði í langan tíma. Ég tel mig hafa ákveðna hluti fram að færa og hef metnað fyrir þessu. Það er ekkert öðruvísi með mig en aðra sem sóttu um. Við hjónin erum með ólíkan bakgrunn í lögfræði og sækjum í rauninni um starfið hvort á sínum forsendum. Það hafa margir bent á að það eru ekki margir lögmenn í Hæstarétti og að rétturinn sé of einhæfur. Það er kannski helsta ástæðan fyrir því að ég sæki um,“ sagði Brynjar í samtali við blaðamann mbl.is í gær. Auk þeirra hjóna sóttu eftirfar- andi um embættin tvö: Ása Ólafs- dóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari, Helgi I. Jóns- son, settur hæstaréttardómari, og Ingveldur Þ. Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur. Skip- að verður í embættin frá og með 1. október 2012. skulih@mbl.is Sjö sækja um í Hæstarétti  Hjón sækja um hin tvö lausu embætti Brynjar Níelsson Arnfríður Einarsdóttir Skúli Hansen skulih@mbl.is Portúgalski flugherinn mun sinna loftrýmisgæslu við Ísland frá 13. ágúst næstkomandi en þá hefst á ný loftrýmisgæsla Atlantshafs- bandalagsins við landið. Frá þessu err greint á vefsíðu Landhelgisgæslu Íslands. Í heild munu 60 til 70 liðsmenn portúgalska flughersins taka þátt í verkefninui. Þá mun portúgalski flugherinn notast við samtals sex orrustuþotur af gerðinni General Dynamics F-16 Fighting Falcon við loftrýmisgæsluna. Samkvæmt upp- lýsingum frá Landhelgisgæslunni má síðan gera ráð fyrir aðflugsæf- ingum að varaflugvöllum á Akureyri og mögulega Egilsstöðum dagana 15.-17. ágúst næstkomandi. Að sögn Hrafnhildar Stef- ánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, munu liðs- menn portúgalska flughersins koma hingað til lands á næstu dög- um en hún segir þó mesta fjöldann koma hingað næstkomandi mánu- dag þegar loftrýmisgæslan hefst. Þá segir Hrafnhildur portú- galska hópinn frekar lítinn miðað við það sem áður hefur tíðkast. „Hópurinn er fámennari en oft áður. Bandaríkjamenn hafa t.d. verið með fjórar þotur og alveg 150 manns, en þá hafa þeir líka verið með svona leitar- og björgunar- flugvél,“ segir Hrafnhildur og bæt- ir við: „Það er misjafnt hversu mikinn mannafla þessar þjóðir senda.“ Að sögn Hrafnhildar lýkur verkefninu um miðjan september. „Það verður ekki meiri loftrým- isgæsla á þessu ári,“ segir Hrafn- hildur aðspurð hverjir taki við gæslunni af portúgalska flug- hernum. Blogga um loftrýmisgæsluna Á heimasíðu portúgalska flug- hersins hefur verið sett upp sér- stök bloggsíða þar sem hægt er að fylgjast með framgangi verkefn- isins. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á síðunni er ætlunin að birta þar stöðugt upplýsingar um verkefnið og framgang þess. Áhugasömum er bent á að fylgjast með uppfærslum á síðunni en hana má nálgast með því að fara inn á eftirfarandi slóð: www.emfa.pt/ iceland. Portúgalar sjá um loftrýmisgæslu Ljósmynd/Portúgalski flugherinn Portúgalskir hermenn Hópur liðsmanna portúgalska flughersins sem mun sjá um loftrýmisgæslu hér á landi.  Síðasta loftrým- isgæslan við Ísland á þessu ári Miðlunarlón Landsvirkjunar hafa nú náð 92% fyllingu, þrátt fyrir að vatn hafi runnið óhindrað í farvegi Jökulsár í Fljótsdal og efri hluta Þjórsár frá því í maí. Í lok júlí var kom- inn verulegur kraftur í jökul- árnar og nokkuð víst að öll miðlunarlón muni fyllast í sum- ar, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Góð staða lónanna er rakin til góðs rennslis sl. haust og vetur og kröftugra vorleysinga. Þeir sem veiða í Blöndu þurfa að búa sig undir að Blöndulón fyllist og áin grugg- ist. Fyrir helgi vantaði 80 sentímetra upp á og búist við að það færi á yfirfall um miðj- an ágúst. Þórislón er nánast fullt og verður ekki fyllt meira vegna framkvæmda við Búðarháls. Blöndulón er að fyllast NÆGAR VATNSBIRGÐIR Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tíunda tímanum í gær- kvöldi til að sækja veikan mann um borð í skemmtiferðaskipið Saga Sapphire, en maðurinn, sem er með- limur í áhöfn skipsins, hafði fengið hjartaáfall. Skipið var statt úti fyrir Langa- nesi. Þegar blaðið fór í prentun var áætlað að þyrlan yrði komin á vett- vang skömmu fyrir miðnætti. Þá var læknir með í för en samkvæmt upp- lýsingum frá stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar var reiknað með að mað- urinn yrði fluttur á sjúkrahús á Akureyri eða í Reykjavík ef nauðsyn krefði. Að sögn Lárusar Petersen, varð- stjóra hjá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins, voru tveir farþegar skemmtiferðaskipsins Celebrity Ec- lipse, sem liggur í Reykjavíkurhöfn, fluttir á sjúkrahús í gær. Aðspurður hvort mikið sé um sjúkraflutninga úr skemmtiferðaskipum segir hann svo ekki vera en slíkt komi þó fyrir. skulih@mbl.is Þyrluútkall frá farþegaskipi  Þrír farþegar fluttir á sjúkrahús í gær Veikindi Skemmtiferðaskipið Saga Sapphire var á leið til Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.