Morgunblaðið - 08.08.2012, Síða 19
Barua, greinanda hjá fjárfestingar-
bankanum Sanford C. Bernstein.
Ásakanirnar í garð Standard
Chartered komu mörgum í opna
skjöldu í ljósi þess að bankinn hefur
hingað til verið talinn ein af fáu
stóru fjármálastofnunum á Bret-
landi sem hefur tekist að viðhalda
orðspori sínu meira og minna
ósködduðu frá því að fjármála-
kreppan skall á haustið 2008. Það
má þó fyrst og fremst rekja til þess
að þrátt fyrir að höfuðstöðvar bank-
ans séu í London þá eru umsvif hans
að stærstum hluta í nýmarkaðs-
löndum – og þá ekki síst í Asíu, þar
sem meirihluti tekna bankans kem-
ur frá.
AFP
Hneyksli Bankinn hefur hingað til verið einn af þeim fáu í Bretlandi sem
tekist hefur að viðhalda orðspori sínu ósködduðu eftir fjármálakreppuna.
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
Prófaðu eitthvað nýtt,
settu ofinn vinyl á gólfið
● Gistinætur á hótelum í júní voru
202.500 samanborið við 178.800 í júní
2011. Gistinætur erlendra gesta voru
um 86% af heildarfjölda gistinátta í júní
en gistinóttum þeirra fjölgaði um 13%
samanborið við júní 2011. Á sama tíma
fjölgaði gistinóttum Íslendinga einnig
um 13%, samkvæmt frétt Hagstof-
unnar.
Gistinóttum fjölgaði í öllum lands-
hlutum, á höfuðborgarsvæðinu voru
um 133.100 gistinætur í júní sem er
fjölgun um tæp 15% frá fyrra ári. Gisti-
nætur á Austurlandi voru 9.300 og
fjölgaði um 19%. Á Suðurlandi voru
26.000 gistinætur í júní sem er rúm-
lega 12% aukning samanborið við 2011.
Gistinóttum á hótelum
fjölgar um 13% í júní
● Gissur Péturs-
son, forstjóri
Vinnumálastofn-
unar, kveðst nokk-
uð bjartsýnn á að í
haust og í vetur
verði áfram þörf
fyrir þann starfs-
kraft sem hafi
fengið vinnu í vor
og í sumar. Hann
telur að verslunar-
og þjónustugeirinn sé að taka við sér.
Hann segir í samtali við mbl.is, að
það sé hins vegar erfitt að segja til um
það með vissu hvort atvinnulífið sé að
rétta úr kútnum eður ei. Nánar á mbl.is.
jonpetur@mbl.is
Vonar að störfin séu
komin til þess að vera
Gissur
Pétursson
● Smásala í Bretlandi varð meiri í júlí-
mánuði samanborið við sama mánuð í
fyrra þar sem Ólympíuleikarnir hófust í
Lundúnum í lok júlí. Áhrifanna af Ól-
ympíuleikunum gætir m.a. með því að
sala á mat og drykkjarvöru jókst um-
talsvert í lok júlímánaðar. Hagvöxtur í
Bretlandi mældist aftur neikvæður á
öðrum ársfjórðungi 2012, en búist er
við að Ólympíuleikarnir muni ýta undir
hagvöxt í Bretlandi, samkvæmt IFS.
Jákvæð áhrif ÓL á
smásölu í Lundúnum
Í júnímánuði voru fluttar út vörur
fyrir 51,3 milljarða króna og inn fyrir
46,9 milljarða króna fob (50,5 millj-
arða króna cif). Vöruskiptin í júní,
reiknuð á fob verðmæti, voru því
hagstæð um 4,4 milljarða króna. Í
júní 2011 voru vöruskiptin hagstæð
um 8,8 milljarða króna á sama gengi,
samkvæmt frétt Hagstofu Íslands
frá í gær.
Fyrstu sex mánuðina 2012 voru
fluttar út vörur fyrir tæpa 313 millj-
arða króna en inn fyrir 281,7 millj-
arða króna fob (303,1 milljarð króna
cif). Afgangur var því á vöruskipt-
unum við útlönd, reiknað á fob verð-
mæti, sem nam 31,2 milljörðum en á
sama tíma árið áður voru þau hag-
stæð um 48,4 milljarða á sama gengi.
Vöruskiptajöfnuðurinn var því 17,1
milljarði króna lakari en á sama tíma
árið áður.
Mest aukning í útflutningi
sjávarafurða
Fyrstu sex mánuði ársins 2012 var
verðmæti vöruútflutnings 11 millj-
örðum eða 3,7% meira á föstu gengi
en á sama tíma árið áður. Iðnaðar-
vörur voru 53,4% alls útflutnings og
var verðmæti þeirra 4,4% minna en á
sama tíma árið áður. Sjávarafurðir
voru 42,3% alls útflutnings og var
verðmæti þeirra 21,1% meira en á
sama tíma árið áður. Mest aukning
varð í útflutningi sjávarafurða, að-
allega á ferskum fiski, fiskimjöli og
heilum frystum fiski.
Innflutningur jókst um 11,1%
Fyrstu sex mánuði ársins 2012 var
verðmæti vöruinnflutnings 28,2
milljörðum eða 11,1% meira á föstu
gengi en á sama tíma árið áður.
Aukning á verðmæti innflutnings
varð mest í flutningatækjum og elds-
neyti.
Þá kemur fram í frétt frá Hag-
stofu Íslands samkvæmt bráða-
birgðatölum að vöruskipti við útlönd
í júlímánuði hafi verið hagstæð um
3,5 milljarða króna.
Vöruskipti hagstæð
um 4,4 milljarða
Jákvæður vöruskiptaafgangur minnkar jafnt og þétt
Morgunblaðið/Ómar
Innflutningur Fyrstu sex mánuði ársins 2012 var verðmæti vöruinnflutn-
ings 28,2 milljörðum eða 11,1% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra.
● Álverð hefur farið nokkuð hratt lækk-
andi undanfarna mánuði og stendur nú
í innan við $1900/tonn. Það er um
20% lægra en það var þegar ál var hvað
dýrast í byrjun mars ($2353/tonn) og
hefur lækkað um 7% frá áramótum (úr
$2020/tonn), samkvæmt því sem fram
kemur í Markaðspunktum Arion banka í
gær.
Þetta skýrist einkum af bakslagi í
efnahagsbata Vesturlanda og veikari
eftirspurn í Asíu en fyrirséð var.
Álverð hefur lækkað
um 7% frá áramótum
Facebook greindi frá því í Lund-
únum í gær, að fyrirtækið hefði
ákveðið að selja bingó á vefsíðu
sinni.
Til að byrja með verður bingó-
salan eingöngu föl viðskiptavinum
í Bretlandi sem eru 18 ára og
eldri.
Facebook hóf þessa markaðs-
starfsemi sína í gær og stefnir að
því á næstu vikum, að bæta einnig
við spilakössum á netinu.
„Fjárhættuspil er mjög vinsælt í
Bretlandi og regluverkið í kring-
um það er gott,“ sagði Julien Co-
dorniou, leikjastjóri Facebook í
Evrópu, Miðausturlöndum og Afr-
íku, þegar áform Facebook voru
kynnt í gær, en Facebook hefur
leitað leiða til að auka tekjur sín-
ar, eftir misheppnaða markaðs-
setningu í maímánuði, þar sem
hlutabréf félagsins hríðféllu í verði
og hafa haldið áfram að falla.
Bingó Facebook markaðssetur nú
bingó fjárhættuspil í Bretlandi.
Facebook býður upp á bingó á netinu