Morgunblaðið - 08.08.2012, Page 22

Morgunblaðið - 08.08.2012, Page 22
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Á ætlanir gera ráð fyrir að rekstrartap tónlist- arhússins Hörpu á þessu ári verði 407 milljónir króna. Kemur þetta fram í úttekt sem KPMG vann síðastliðið vor á rekstri og skipulagi Hörpu fyrir eigendur hússins sem eru ríkið og Reykjavíkurborg. Í úttektinni kemur fram að stjórnendur Hörpu leggi áherslu á tvö atriði sem geta dregið úr fjárþörf hússins; að fasteignagjöld lækki, en þau eru 337 m. kr., og að leigu- greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og Íslensku óperunni hækki. Nú liggur fyrir að fasteignagjöld muni ekki lækka. Framlag Íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar til Hörpu árið 2012 er áætlað 983,2 milljónir króna. Það greiðist 54% af ríkissjóði og 46% af Reykjavíkurborg. Ríflega 96% framlagsins fer til greiðslu lána og tæplega 4% til rekstrarins. Fyrri áætlanir á rekstri Hörpu gerðu ráð fyrir að núverandi framlög ríkis og borgar yrðu fullnægjandi og ekki ætti að vera frekari fjárþörf. Fimm atriði eru einkum nefnd til skýringar á frávikum frá fyrri áætlunum og eru grunnurinn að þeirri fjárþörf sem nú blasir við; fasteignagjöld eru mun hærri en áætlað var, rekstur hússins er dýrari en ráð var gert fyrir, tekjur af ráðstefnum eru lægri en áætlað var sem og tekjur af veitingasölu og bílastæðahúsi. Óraunhæfar hugmyndir Stjórnendur Hörpu benda á í út- tektinni að kostnaður félagsins vegna þjónustu við Sinfóníu- hljómsveit Íslands (SÍ) sé mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Er það nefnt til rökstuðnings því að hækka leiguna, en gert er ráð fyrir ríflega tvöföldun leigu- og þjónustu- samnings við SÍ, úr 122 m. kr í 259 m. kr. Sigurður Nordal, fram- kvæmdastjóri SÍ, segir að Sinfón- íuhljómsveitin hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að koma til móts við hækkun leigugreiðslu í Hörpu. Rekstraraðilar SÍ eru þeir sömu og Hörpu, en ríkið greiðir 82% til hljóm- sveitarinnar og borgin 18%. Þá er lagt til að hækka þjón- ustu- og leigusamning við Íslensku óperuna úr 48 m. kr í 82 m kr. eða um 34 m. kr. Stefán Baldursson óp- erustjóri segir að Íslenska óperan hafi engin tök á að borga þá leigu- upphæð sem nefnd er í úttektinni. „Við berjumst í bökkum við að halda í horfinu eins og þetta er núna. Ef hækkun á leigunni yrði eitthvað sem þeir standa fast á ráðum við ekki við að vera í húsinu. Við höfum enga fjármuni til að borga þessa leiguupp- hæð, við erum algjörlega háð fram- lagi ríkisins,“ segir Stefán og bætir við að hugmyndin í úttektinni sé full- komlega óraunhæf hvað varðar Ís- lensku óperuna. Þarf að einfalda skipulag Nokkrar athugasemdir eru gerðar við stjórnskipulag Hörpu og þykir mikilvægt að einfalda það. Í dag fara átta mismunandi félög með reksturinn og hafist hefur verið handa við að færa hann í eitt félag í eigu ríkis og borgar. Þá er nefnt að nýráðinn forstjóri verði að taka skipulagið föstum tökum. Til úr- lausnar á rekstrarvandanum er lagt til að ráðist verði í gerð ítarlegrar rekstrar- og aðgerðaáætlunar til fimm ára þar sem leitað verði leiða til að auka tekjur og draga úr rekstrarkostnaði. Lagt er til að leitað verði leiða til að gera reksturinn sjálfbæran á næstu árum og fjárþörf ekki viðvarandi. Þarf að taka skipulag Hörpu föstum tökum Morgunblaðið/Júlíus Peningahít? Árið 2012 eru tekjur Hörpu áætlaðar 723 milljónir króna og rekstargjöld 1.130 milljónir. Áætluð fjárþörf ársins er því 407 milljónir. 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ófremdar-ástand er ávegum landsins eins og lesa mátti um í Morgunblaðinu í gær. Fjárframlög til vegagerðar og viðhalds vega hafa verið skorin mikið niður og nú er svo komið að ákveðnir vegakaflar eru við það að telj- ast hættulegir vegna skorts á viðhaldi. Miklar holur hafa myndast, ekki aðeins á grófum malarvegum heldur einnig á illa förnu bundnu slitlagi, en fjárráð Vegagerðarinnar leyfa í besta falli að sett sé nýtt slit- lag í hjólför og holur. Vegamálastjóri bendir á að aukið viðhald þoli ekki bið því að hætta geti skapast þegar langt líður á milli viðhalds. Þá myndist hjólför sem safni í sig vatni og minnki umferðarör- yggi. Þetta þekkja allir öku- menn, en verða að láta sér lynda vegna forgangsröðunar ríkisins. En þó að fé til vegamála hafi skort í tíð núverandi rík- isstjórnar hefur ekkert vantað upp á skattlagningu á bifreiða- eigendur. Ríkið hefur kosið að nýta sér til fulls hækkandi bensínverð og leggja mun fleiri krónur á hvern lítra eldsneytis en gert var fyrir fáeinum ár- um. Þetta á sinn þátt í að um- ferð er minni en ella og tekjur ríkisins þar með sömuleiðis, en þó eru þær mun meiri en þær ættu að vera ef ríkið hefði ekki kosið að auka verulega álögur á bifreiða- eigendur. Hærri tekjur af bifreiðaeig- endum hafa ekki dugað til að ríkið sæi til þess að vegakerf- inu væri haldið í sómasamlegu lagi og að öryggi þar væri sett í forgang. Ástæðan er fyrrnefnd forgangsröðun stjórnvalda. Í stað þess að efla öryggi á veg- um landsins og sinna lág- marksviðhaldi hefur verið ákveðið að eyða skattfé bif- reiðaeigenda í gæluverkefni af ýmsu tagi. Fjármunum af þeirri stærð- argráðu að þeir gætu stórbætt öryggi á vegum landsins hefur verið sóað í aðför að stjórn- arskránni sem fólst meðal ann- ars í ógildum kosningum sem stjórnarliðar ákváðu samt að láta standa að nokkru leyti. Stórfé hefur einnig verið sóað í aðildarbrölt að ESB sem vitað er að sárafáir hafa áhuga á og engar líkur eru á að þjóðin muni samþykkja. Fyrir það brölt mætti laga marga hættu- lega vegaspotta. Stjórnvöld sem standa fyrir svo rándýrum og tilgangs- lausum gæluverkefnum geta ekki sagt að þau skorti fé til framkvæmda. Þau skortir vilj- ann. Stjórnvöld velja tilgangslaus gælu- verkefni fram yfir brýnar vegabætur} Viljann skortir Ólympíu-leikarnir í London hafa geng- ið vel, þótt sumir hafi spáð illa fyrir þeim. Jafnvel for- setaframbjóðandi Repúblik- anaflokksins kom sér óvænt ofan í þann pytt, þótt hann ætti ekki einu sinni erindi í ná- grenni hans. Opnunarhátíðin í London var ekki jafnmögnuð og sú í Kína, en hún var samt vel heppnuð og prýðileg í alla staði, hugvitssamleg og stíl- hrein. Og það sem var óvenju- legt fyrir slíka viðburði þá náði hún því að verða bráðfyndin á köflum. Þátttakendur í því voru ekki af verri endanum, „Mr. Bean“ og „James Bond“ og óvænti leikarinn, sjálf drottningin. Til þess var tekið að atriði með henni og 007 þurfti aðeins eina töku, enda tveir þraut- þjálfaðir atvinnumenn á ferð. Og M og þeim hinum hjá MI5 er ekkert farið að förlast, því að ekki lak snifsi út um atriðið, sem tugir manna komu að, þá þrjá mánuði sem liðu til frum- sýningar þess. Heimamenn eru að vonum montnir, ekki síst eftir að verðlauna- peningahagur þeirra tók að vænkast eftir erf- iða byrjun. Íslenskir íþróttamenn standa sig myndarlega á leik- unum, þótt dagsformið hafi verið svolítið misjafnt eins og verða vill. Rétt er að kynda ekki um of undir væntingum á meðan vel gengur, eins og í handboltanum, svo vonbrigðin verði ekki úr hófi náist ekki í málm. Nú er svo komið þar að allt veltur á hverjum leik og fimm glæsisigrar í farteskinu hafa ekkert að segja. Í gær setti Ásdís Hjálms- dóttir úr Ármanni glæsilegt Íslandsmet í spjótkasti og tryggði sér sæti í úrslitum greinarinnar í sínu fyrsta kasti. Hvað sem framhaldinu líður er árangur hennar þegar orðinn fagnaðarefni. Ásdís kastaði 62,77 metra og bætti þriggja ára gamalt met sitt um hvorki meira né minna en 140 sentimetra. Glæsilega gert. Ólympíuleikarnir í London hafa lukkast vel fram að þessu} Ágætir Ólympíuleikar Þ að er sterk upplifun að standa á Hornbjargi á heiðskírum degi þar sem útsýni er um allar Horn- strandir að Tröllaskaga og yfir fjallaskörðin til Jökulfjarða, með óendanlegan blámann framundan í Grænlands- átt. Á þessum tíma árs iða Hornstrandir og Jökulfirðir af lífi. Gönguhópur sem þar var á ferð um miðjan júlí hreppti ótrúlegt veður og fékk því að njóta friðlandsins þegar það er lík- ast paradís á jörðu. En þessir fáu sólardagar eru blekkjandi og hugurinn hvarflaði óhjá- kvæmilega að því hvernig lífið hefur verið þarna í myrkri og einangrun bróðurhluta árs- ins. „Hornstrandir hafa löngum verið alkunnar að því, að þar væri einhver hinn kaldranaleg- asti og óvistlegasti útkjálki á landinu, enda er eigi ofsögum af því sagt hve harðýðgisleg nátt- úran er á Ströndum.“ Svo hljóðaði frásögn Þorvaldar Thoroddsen sem birtist í vikuritinu Suðra eftir ferð um svæðið í ágúst 1886 og var samhljóma ferðalýsingu Egg- erts Ólafssonar þaðan 150 árum fyrr. Það var því kannski ekki nema von að einn í gönguhópnum velti því fyrir sér efst á Kálfatindum hvers vegna fólk hefði ákveðið að búa á þessum útkjálka, sem þótti meira að segja vera slíkur fyrir 260 árum þegar Ísland allt var einn allsherjar útkjálki. Það er víst ekki alltaf svo að fólk hafi mikið val um búsetu og jarðnæði var af skornum skammti. Fólk sem rífur sig upp og heldur til móts við óvissuna gerir það oftast nær vegna þess að það eygir von um betri kjör, þótt fjarlæg sé. Þegar tækifærin buðust annars staðar lagðist Hornstrandabyggðin af. Þetta minni kemur fyrir í búsetusögu Íslands allt frá fyrsta land- námi. Fólk hefur flust til landsins eða frá því sem og á milli landshluta eftir því sem kjörin bjóðast og það sama á við um aðra kima heims- ins. Fyrir rúmri öld flúði stríður straumur Evrópubúa bág kjör og freistaði gæfunnar í Ameríku. Á undanförnum árum hefur straum- urinn verið þungur frá Norður-Afríku til Evr- ópu. Talið er að þúsundir manna drukkni ár- lega á hafi úti við að reyna að komast yfir. Sumir flýja vegna þess að þeim er beinlínis ógnað og skilgreinast þá sem flóttamenn sam- kvæmt alþjóðasamningum. Aðrir búa við svo bág kjör að þeir eru tilbúnir að fórna öllu í von um að öðlast betra líf annars staðar. Oft er erf- itt að sannreyna í hvorn flokkinn menn falla, en í dag teljast búferlaflutningar þess síðarnefnda ólögleg- ir. Glæpurinn felst í því að leggja í lífshættulegt ferðalag án þess að vera með réttan stimpil í tilteknum skjölum. Sumum tekst að komast með þessum hætti alla leið norð- ur til Íslands, þótt þeir hafi jafnvel aldrei heyrt um landið áður. Þeim fer fjölgandi sem hingað hrekjast og ekki skal gera lítið úr þeim vanda sem því fylgir, við honum er engin einföld lausn. En það skortir eitthvað upp á mannúðina þegar Íslendingar afgreiða þetta fólk með einu penna- striki sem hyski og glæpamenn. Fólk sem hefur gerst sekt um fátt annað en að vera drifið áfram af þeim sammann- lega eiginleika sem sjálfsbjargarviðleitnin er. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Sjálfsbjargarviðleitnin þá og nú STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að ekki sé tímabært að ræða um hvort hækka eigi leiguna við Sinfóníuna og Óperuna í Hörpu. „Það sem núna liggur fyrir er að nýr forstjóri er að móta þessa áætlun til fimm ára og við getum ekki tekið neinar ákvarð- anir fyrr en hún liggur fyrir. Það verður líklega í byrjun næsta mánaðar og þá munum við í framhaldinu meta þetta,“ segir Katrín. Sjálfbær rekstur Hörpu er ekki mjög raunhæft markmið að hennar mati. „Við teljum samt að það sé hægt að gera rekstur hússins sjálfbærari, þá aðallega vegna aukinna tekna af ráðstefnuhaldi. Rík- ið styrkir starfsem- ina í húsinu fyrst og fremst í gegnum Sin- fóníuna og Óperuna og mun halda því áfram.“ Bíða eftir nýrri áætlun RÍKIÐ OG HARPA Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.