Morgunblaðið - 08.08.2012, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Frá litlu systur
Sunna var næstelsta stelpan í
systkinahópnum í Hveramörk 4
í Hveragerði. Stórt einbýlishús
með fallegum grónum garði,
heitum potti, bílskúr og garð-
skála. Í minningunni eru allar
dyr opnar, sólríkt og lygnt, bull-
andi líf og læti í húsinu, allir við
sitt en þó saman. Sunna átti
Svanhvít Sunna
Erlendsdóttir
✝ SvanhvítSunna Erlends-
dóttir fæddist í
Reykjavík 6. júní
1976. Hún lést á
heimili sínu í Kaup-
mannahöfn 19. júlí
2012.
Sunna var jarð-
sungin frá Háteigs-
kirkju 2. ágúst
2012.
miðjuherbergið á
efri hæðinni, flott-
asta herbergið, með
flottu húsgögnun-
um sem hún hafði
safnað sér fyrir og
keypt sjálf, speglar
og flottustu plaköt-
in úr Bravo-blöðun-
um þöktu hvern
einasta fermetra.
Heitasta 80’s-tón-
listin ómaði bak við
luktar dyr. Vöfflujárnið í sam-
bandi og allt að gerast. Í gegn-
um óminn af tónlistinni mátti
greina mannamál og hlátrasköll
vinkvennanna. Þarna inni var
eitthvað merkilegt um að vera,
yngri systkinin skynjuðu það
strax. Við héngum á hurðinni í
tíma og ótíma til að reyna að fá
að kíkja inn og taka þátt í því,
Sunnu til mikillar armæðu. En
þegar það gerðist var það æð-
islegt; að vera partur af þessum
ævintýraheimi í Sunnu herbergi
var mest töff af öllu.
Ég man ennþá þegar ég sat á
svarta snúningsstólnum við
skrifborðið hennar, horfði í
spegilinn og Þórhildur vinkona
Sunnu setti vöfflur í hárið á mér.
Ekki nóg með það heldur varð
ég ofan á allt vitni að unglings-
stelpu-trúnósamtali. Mér leið í
bland eins og ég hefði verið út-
valin en líka eins og laumufar-
þega, ég hef verið um níu ára.
Sunna var alltaf töff og flink í
öllu sem var „inn“ á þessum
tíma, sérstaklega í dansi og
íþróttum, hún átti meira að
segja íþrótta-heilgalla, bláan
með hvítum röndum, og kínaskó.
Hún hætti að borða fisk og þá
ákvað ég að hætta að borða fisk.
Hún vildi bara cheerios, þá vildi
ég það bara líka. Hún var eldri
systir, fyrirmynd. Svo urðum við
eldri, fluttum á Hvolsvöll, þar
sem ég steig inn í mín unglings-
ár. Ég man bara eftir mér inni í
herberginu, ekki utan þess, ég
mátti loksins vera með. Pearl
Jam hljómaði öllum stundum,
hún var með svart stutt hár,
dökka augnmálningu, í Levis-
buxum og grófum peysum sem
náðu vart niður fyrir nafla. Þar
inni sat ég fyrir mitt fyrsta ball,
Sunna hafði dressað mig upp og
málað á mér andlitið. Ég hafði
aldrei fyrr upplifað mig jafn-
sæta á ævinni, hún umbreytti
mér á einu augnabliki frá barni
yfir í stelpukonu. Upp frá því
vorum við systurnar, ég, Sunna
og María, í ósögðum sáttmála
um að vera teymi. Þrátt fyrir
aldursmuninn, ólíkan smekk og
skoðanir vorum við systur sem
sögðum hver annarri allt og
hylmdum yfir því gagnvart um-
heiminum sem yfir þurfti að
hylma. Þegar á reyndi voru
þessi bönd á milli okkar sterkari
en öll önnur vinasambönd, ást
milli systkina er skrítin. Í okkar
hópi á hún sér margar birting-
armyndir, ýmist í gjörðum eða
augnaráðum, aðra eins vináttu
er ekki hægt að þróa. Samband
milli systkina er eilíft, hvort sem
þeim líkar betur eða verr. Ást
milli systkina er ekki hægt að
eyðileggja, hún lifir svo lengi
sem þau lifa. Út yfir dauðann?
Sumir trúa því. En eitt er víst,
að ástarjátning á blaði er eilíf,
svo lengi sem pappírinn varð-
veitist. Ég skrifa á þennan að ég
elskaði Sunnu, ég hvíslaði því í
eyra hennar þar sem ég kvaddi
hana í kistunni sinni í morgun.
Hún heyrði það eflaust ekki en
ég veit að í hjarta sínu vissi hún
það.
Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Kveðja frá skólasystrum
Elsku Sigurdís, Erlendur,
Sveinn, María, Ágústa Eva,
Finnbogi og Daníel.
Megi Guð gefa ykkur styrk í
sorginni. Guð blessi ykkur og
varðveiti.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta
blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og
þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Kveðja,
Anna Þóra, Ása Björk,
Edda, Fanney, Harpa
og Hugrún.
Ég vil með nokkru stolti
minnast tengadamóður minnar
Sigurlaugar Eggertsdóttur sem
var fædd á Vindheimum í
Skagafirði árið 1914. Stella eins
Sigurlaug Auður
Eggertsdóttir
✝ Sigurlaug Auð-ur Eggerts-
dóttir fæddist á
Vindheimum í Lýt-
ingsstaðahreppi í
Skagafirði 9. júní
1914. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 23. júlí
2012.
Útför Sig-
urlaugar fór fram
frá Fossvogskirkju 1. ágúst
2012.
og hún var ávallt
kölluð var alla tíð
heimavinnandi hús-
móðir og fór ekki
hjá því að barna-
börn hennar nytu
góðs af því. Það á
ekki síst við um
okkar fjölskyldu
þar sem eftir lát
manns hennar
Boga Sigurðssonar
eignuðumst ég og
mín fjölskylda hús með Stellu
sem reyndist okkur ómetanlegt
þar sem dóttir okkar, þá sex
ára, var að byrja í skóla. Var þá
gott að geta komið heim til
ömmu þannig að manni fannst á
stundum að við nytum forrétt-
inda í fjölskyldunni.
Stellu virtist aldrei vanta
verkefni, hún stofnaði ásamt
fleiri konum sem átt höfðu
heima í Vestmannaeyjum Kven-
félagið Heimaey en einnig gekk
hún til starfa með Thorvald-
sensfélaginu og var þar í starfi
og stjórn í áratugi. Hún var
einnig mikilvirk prjónakona og
það er ábyggilega ekki til tala á
því hvað margar lopapeysur
hún prjónaði fyrir flestalla með-
limi fjölskyldunnar og aðra þá
er henni tengdust. Einnig
prjónaði hún mikið af peysum
sem fóru til sölu á basar Thor-
valdsensfélagsins þar sem hún
starfaði við afgreiðslu á basar
félagsins eftir þeirra reglum og
hún naut sín ábyggilega mjög
vel í því starfi sem félagið
stendur fyrir; að geta rétt þeim
hjálparhönd sem standa höllum
fæti í lífsbaráttunni.
Mig langar að skjóta því hér
inn að Stella átti ekki langt að
sækja það að vija rétta öðrum
hjálparhönd því ég átti því láni
að fagna að búa í húsnæði hjá
Elínu móður Stellu sem þá var
orðin mjög fullorðin og reyndist
hún mér frábærlega þótt á þeim
tíma hafi ég ekki verið orðinn
tengdur fjölskyldunni. Ég vildi
reyna að gera henni greiða eftir
bestu getu sem reyndist helst
felast í því að fara vítt og breitt
um bæinn með gjafir til fólks
sem líklega þurfti á aðstoð að
halda. Mér varð stundum hugs-
að: Mikil ósköp þekkir hún af
fólki sem aðstoðar þarf, en
þannig finnst mér gott að minn-
ast tengdamóður minnar og
móður hennar sem reyndust
mér betur en orð fá lýst.
Ég vil að lokum þakka henni
fyrir það tímabil sem við áttum
samleið sem spannar orðið
meira en hálfa öld og gott að
vita til þess að eins og hún
sagði svo oft hlakkaði hún til að
komast til að hitta sitt fólk sem
hún var sannfærð um að biði
sín.
Páll Samúelsson.
Fallinn er frá
einn af mínum bestu vinum, Grét-
ar Þ. Hjaltason.
Við ólumst upp á Selfossi þeg-
ar lítið sveitaþorp var að þreifa
fyrir sér að verða kaupstaður. Þá
þekktu allir alla og allir hjálpuð-
ust að að byggja yfir sig og sína
Grétar Þórir
Hjaltason
✝ Grétar ÞórirHjaltason
fæddist á Selfossi 9.
apríl 1947.
Hann andaðist á
Kumbaravogi 25.
júní 2012.
Jarðsetning hans
fór fram í kyrrþey
hinn 13. júlí 2012 í
Selfosskirkjugarði.
þegar búið var að fá
úttektarheimild hjá
Agli kaupfélags-
stjóra. Allir voru
jafnir nema í fót-
boltanum, þar var
Siggi á Grund best-
ur.
Við Grétar tókum
þátt í því að reka lít-
ið fótboltafélag fyrir
stráka þar sem ung-
mennafélagið lá í
dvala um þessar mundir, þar sem
við urðum að sjá um allt sjálfir
varðandi æfingar, búninga og
ferðir. Þegar gerð var heimildar-
mynd um sögu knattspyrnunnar
á Selfossi hálfri öld síðar var farið
á fund Grétars, þar sem hægt var
að fletta upp í honum fram og aft-
ur, enda var hann stálminnugur
og hefði hann leikið sér að lang-
skólanámi hefði hugur hans
stefnt í þá veru.
Þegar unglingsárin færðust
yfir vildum við verða gæjar. Grét-
ar gerði eitthvað í því þar sem
hann keypti gítar og magnara.
Einnig þorði hann að syngja eins
og Presley í Þjórsárveri og kraft-
miklir kaggar fóru í Krossinn og
Keflavík.
Grétar bjó yfir listrænum
hæfileikum. Oft hélt hann heilu
hópunum í gíslingu þegar hann
fór á kostum með efirhermum og
gamanmálum. Hann var drátt-
hagur vel og er það mörgum
minnisstætt þegar hann teiknaði
þá Kennedy og Krúséff á myndir
sem sýndar voru í Barnaskólan-
um á Selfossi. Síðan hélt Grétar
út í náttúruna og málaði myndir á
striga sem hann sýndi á mál-
verkasýningum. Um árabil sendi
hann okkur hjónum jólakort sem
voru lítil málverk er sýna kyrr-
láta vetrarfegurð. Einnig lét
hann af hendi margar myndir
sem boðnar voru upp á herra-
kvöldum knattspyrnumanna á
Selfossi.
Trúr og tryggur var Grétar
vinum og ættingjum, vissi afmæl-
isdaga heilu ættbálkanna og lét í
sér heyra. Fram eftir öllum aldri
héldu börnin okkar að Grétar
væri frændi þeirra, svo náin voru
þau honum. Sumarið 2010 ókum
við Grétar um sveitir Suðurlands
þar sem hann réð ferðinni. Hann
átti þá orðið erfitt um gang, en
vildi sýna mér þann stað á Suður-
landi þar sem sjá mátti yfir allt
Suðurland. Við keyrðum upp á
Krosshól í Holtum, og sjá; Grétar
stóð við stóru orðin.
Nú er útsýnið heimurinn allur
og Grétar er allur en minningin
um góðan dreng lifir.
Við Alda sendum vinum og
ættingjum samúðarkveðjur.
Marteinn Sigurgeirsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSTA LÚÐVÍKSDÓTTIR,
fyrrverandi kennari,
Þúfubarði 2,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 9. ágúst kl. 13.00.
Gunnar Geirsson, Guðfinna Kristjánsdóttir,
Lúðvík Geirsson, Hanna Björk Lárusdóttir,
Hörður Geirsson, Jóhanna S. Ásgeirsdóttir,
Ásdís Geirsdóttir, Jón Páll Vignisson,
Þórdís Geirsdóttir, Guðbrandur Sigurbergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
KRISTÍN HALLVARÐSDÓTTIR ENGEL,
lést á heimili sínu í Kaliforníu 23. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 9. ágúst kl. 15.00.
Harry Engel, Suzanne Frye-Engel,
Justin Engel, Laura Bridwell-Engel,
Runa Engel Magowan, Tom Magowan,
barnabörn og systur hinnar látnu.
✝
HALLDÓR JÓNSSON
ökukennari,
Hlíf I,
Torfnesi,
Ísafirði,
lést af slysförum sunnudaginn 29. júlí.
Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirkju
föstudaginn 10. ágúst kl. 14.00.
Sasiprapha Udomsup (Kathy),
Ása Sigurlaug Halldórsdóttir, Einar Óskarsson,
Einar Halldórsson,
Gunnar Þorsteinn Halldórsson,
Fríður María Halldórsdóttir, Þórður Marelsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
✝
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför bróður okkar og mágs,
JÓNS HJÖRLEIFSSONAR
Kimbastöðum,
Skagafirði,
sem lést þriðjudaginn 17. júlí og var jarðsettur
laugardaginn 28. júlí.
Sigurþór Hjörleifsson,
Unnur Hjörleifsdóttir,
Svavar Hjörleifsson, Guðrún Antonsdóttir,
Hróðmar Hjörleifsson,
Reynir Hjörleifsson, Sigríður K. Skarphéðinsdóttir,
börn, barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir vinir og vandamenn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHILDUR J. PÁLSDÓTTIR,
Fróðengi 1,
Reykjavík,
lést á deild 11E á Landspítalanum við
Hringbraut föstudaginn 3. ágúst.
Útför verður auglýst síðar.
Hjörtur Ingi Vilhelmsson, Vilborg Sigrún Ingvarsdóttir,
Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir, Sigurjón B. Sigurjónsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Okkar ástkæra
AGÐA VILHELMSDÓTTIR,
Mávahlíð 19,
Reykjavík,
lést á deild L4 Landakoti þriðjudaginn 31. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 14. ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Soffía Guðnadóttir.
✝
FJÓLA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Laufási, Vestmannaeyjum,
Karfavogi 23,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
31. júlí.
Útförin fer fram í Langholtskirkju fimmtu-
daginn 9. ágúst kl. 13.00.
Gísli B. Björnsson, Lena Margrét Rist,
Martha Clara Björnsson, Gunnar Már Hauksson,
Ásta Kristín Björnsson, Sverrir Guðmundsson,