Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 35
Hrannar er mikill áhugamaður um tónlist og var níu ára er hann lék með sinni fyrstu skóla- hljómsveit í Grundaskóla. Hann lék síðan á bassa með fjölda hljóm- sveita á Akranesi og í Reykjavík. Fékk áhuga á ljósmyndun vegna barnanna sinna Aðaláhugamál Hrannars á undanförnum árum er hins vegar ljósmyndun: „Ég fékk áhuga á ljósmyndun þegar ég uppgötvaði að ég hafði ekki tekið jafngóðar myndir af börnunum mínum og teknar höfðu verið af mér þegar ég var krakki. Ég var nú ekki alveg sáttur við það, fór þess vegna og fjárfesti í betri myndavél, tók að lesa mér til um ljósmyndun og náði mun betri myndum af blessuðum börnunum en ég hafði tekið áður. Þegar hér var komið sögu fór ég að taka myndir af hinu og þessu sem varð á vegi mínum og síðan hef ég verið að taka myndir, út og suður. Ég er auðvitað bara áhuga- ljósmyndari en ég held að ég hafi eitthvað í mér sem a.m.k. gerir það að verkum að mér finnst þetta afar skemmtilegt. Ég hafði starfað á auglýsinga- stofu um skeið þar sem ég vann töluvert með ljósmyndir, m.a. í Photoshop, en sú reynsla hefur lík- lega hjálpað mér af stað. Ég tek nú orðið aðallega lands- lags- og náttúrumyndir, hef tekið þátt í mörgum ljósmyndakeppnum og unnið í mörgum slíkum keppn- um, m.a. þrjár af fjórum ljós- myndakeppnum um myndaseríur af Viðey sem haldnar voru á veg- um Eldingar. Ég hef ekkert farið út í að markaðssetja þessar myndir en hef þó selt nokkrar í gegnum tíð- ina, og tók m.a. myndir fyrir Volkswagen í Svíþjóð hérna um ár- ið. Enn sem komið er hef ég þó fyrst og fremst gaman af þessu og starfa t.d. töluvert með Vitanum, nýstofnuðu félagi áhugaljósmynd- ara á Akranesi.“ Fjölskylda Eiginkona Hrannars er Alda Björk Guðmundsdóttir, f. 5.11. 1978, íslenskufræðingur og hjúkrunarfræðingur. Hún er dóttir Guðmundar Sæmundssonar forn- bókasala, sem er látinn, og Sigrún- ar Finnsdóttur, fyrrv. matráðs- konu við leikskóla. Dætur Hrannars og Öldu Bjark- ar eru Sigrún Freyja, f. 4.5. 2003; Álfrún Embla, f. 23.5. 2007; og Vala Rún, f. 19.8. 2010. Systur Hrannars eru Sara Björk Hauksdóttir, f. 7.1. 1977, ljósmóðir, búsett í Uppsölum í Svíþjóð; Mar- en Ösp Hauksdóttir, f. 9.3. 1979, hjúkrunarfræðingur, búsett í Mil- ton Keynes á Englandi. Foreldrar Hrannars eru Haukur Hannesson, f. 17.3. 1953, húsa- smíðameistari á Akranesi, og Sig- ríður Svavarsdóttir, f. 9.6. 1954, sjúkraliði. Úr frændgarði Hrannars Arnar Haukssonar Karl Guðmundsson verkam. á Akranesi Sigrún Áskelsdóttir húsfr. á Akranesi Jón Guðmundsson framkvæmdastj. Sjúkrasamlags Akraness Sigríður Steinsdóttir frá Borgarfirði eystra Sigríður Einarsdóttir húsfr. á Akranesi Bergur Arnbjörnsson bifreiðaeftirlitsm. á Akranesi Sara Ólafsdóttir húsfr. á Akranesi Hrannar Örn Hauksson Haukur Hannesson húsasmíðam. á Akranesi Sigríður Svavarsdóttir sjúkraliði á Akranesi Unnur Jónsdóttir húsfr. á Akranesi Svavar Karlsson verkam. við Sementsverksm. Þorgerður Bergsdóttir húsfr. á Akranesi Hannes L. Hjartarsson verkam. á Akranesi Hjörtur Hannesson sjóm. á Akranesi Afmælisbarnið Hrannar Örn. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Pétur Ólafsson, forstjóri Ísa-foldar, fæddist í Reykjavíkfyrir einni öld, 8.8. 1912. Hann var sonur Ólafs Björnssonar, ritstjóra Ísafoldar og forstjóra Ísa- foldarprentsmiðju og annars stofn- anda Morgunblaðsins, og k.h., Borg- hildar Pétursdóttur Thorsteinsson húsfreyju. Föðurbróðir Péturs var Sveinn Björnsson forseti. Föðurforeldrar Péturs voru Björn Jónsson, ritstjóri og forstjóri Ísafoldar, alþm. og ann- ar ráðherra Íslands, og Elísabet Sveinsdóttir. Móðurforeldrar Péturs voru Pét- ur Jens Thorsteinsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal, og Ásthildur J.G. Thorsteinsson. Pétur lauk stúdentsprófi frá MR 1931, lauk cand.rer.pol.-prófi í hag- fræði frá Christian-Albrechts- Universität í Kiel 1934 og stundaði framhaldsnám við London School of Economics and Political Science. Pétur var blaðamaður við Morg- unblaðið á árunum 1935-42 og 1953- 55. Þá var ritstjórn þess enn til húsa í Ísafoldarhúsinu við Austurstræti (sem nú hefur verið flutt í Aðal- stræti). Hann sinnti þó lengst af fyrirtækjarekstri, var forstjóri Sænsk-íslenska verslunarfélagsins 1942-53 og forstjóri Ísafoldarprent- smiðju hf., Bókaverslunar Ísafoldar og Ritfangaverslunar Ísafoldar 1955-69. Pétur var þó alla tíð mjög áhuga- samur um Morgunblaðið og íslenska blaðamennsku almennt og hafði um- talsverð áhrif á ritstjórnarstefnu og þróun fréttaskrifa Morgunblaðsins. Hann var formaður Blaðamanna- félags Íslands 1938-42. Eiginkona Pétur var Þórunn Magnúsdóttir Ólafsson, f. Kjaran. Börn Þórunnar og Péturs: Magn- ús, lengst af skrifstofumaður í Reykjavík; Ólafur, var deildarstjóri í félags- og heilbrigðisráðuneytinu í Osló; Soffía, húsfreyja í Reykjavík; Pétur Björn hagfræðingur og Borg- hildur, skrifstofumaður í Reykjavík. Pétur var þægilegur og vinsam- legur í viðkynningu, hress í viðmóti og góður leiðbeinandi sér yngri blaðamönnum. Hann lést 17.2. 1987. Merkir Íslendingar Pétur Ólafsson 103 ára Ingrid Sigfússon 90 ára Júlíus Sigurðsson Rut Guðmundsdóttir Sólveig Sigurðardóttir 85 ára Guðmundur Eggertsson Ingólfur Ólafsson Sigríður Kristjánsdóttir Sigrún Bergþórsdóttir 80 ára Anna Erlendsdóttir Guðjón Hermann Hannesson Haflína Ásta Ólafsdóttir Halldór V. Vilhjálmsson Jón Gíslason Kristinn Tryggvason Kristín Karlsdóttir 75 ára Auður Torfadóttir Sigurður Sigurþórsson Örn Brynþór Ingólfsson 70 ára Ágústa Snorradóttir Ásta Kristinsdóttir Baldur Ásgeirsson Bogey Ragnheiður Jónsdóttir Guðjón H. Hjaltason Guðmundur I Eiríksson Helga Sigurðardóttir Ingólfur Karlsson Rúnar Björgvin Jóhannsson Þóra Jóhannesdóttir 60 ára Bryngeir Ásbjörnsson Brynjólfur Sigurðsson Guðjón Heimir Sigurðsson Hrefna Steinsdóttir Ingibjörg A. Snævarr Liudmila Titova 50 ára Baldur Guðjón Þórðarson Baldur Pálmi Erlingsson Íris Ingvarsdóttir Loryane Björk Jónsson María Sigurðardóttir Ragnar Frank Kristjánsson Sólveig Mikaelsdóttir Steinn Ólafur Grétarsson Valur Júlíusson 40 ára Arnar Geir Sverrisson Arnór Gauti Helgason Elin Olsen Guðbjörg Kristín Bárðardóttir Jón Ágúst Ólafsson Karl Pálsson Kolbrún Jóhannsdóttir Kolbrún Sigurðardóttir Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir 30 ára Arndís Vilhjálmsdóttir Damian Dobrowolski Guðlaug Björk Eiríksdóttir Guðrún Ósk Lindquist Jóhanna Dögg Olgeirsdóttir Patryk Krzysztof Sieger Ragnheiður Gísladóttir Til hamingju með daginn 30 ára Katrín stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, býr á Blönduósi og starfar hjá sýslumanninum þar. Maki: Zophonías Ari Lár- usson, f. 1975, smiður og framkvæmdastjóri. Synir þeirra: Pétur Ari, f. 26.6. 2002; Arnar Ben, f. 11.9. 2006. Foreldrar: Benedikt Hrafnss., f. 1960, skipstj.., og Guðrún Kjartansd., f. 1961, bankastarfsm. Katrín Benediktsdóttir 40 ára Úlfhildur ólst upp í Ólafsvík, lauk tannlækna- prófi frá HÍ og rekur stofu í Garðabæ. Maki: Gunnar Tryggvason, f. 1969, verkfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Börn: Leifur Steinn; Dýr- leif Lára; Vésteinn og Daní- el Ernir. Stjúpbörn: Tryggvi Örn og Magnea. Foreldrar: Leifur Hall- dórsson, og Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bæði látin. Úlfhildur Áslaug Leifsdóttir 30 ára Bjarni fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl- braut í Ármúla og stundar nú nám í íslensku við Há- skóla Íslands. Maki: Védís Ragnheið- ardóttir, f. 1983, íslensku- nemi við HÍ. Foreldrar: Ragnheiður Gunnarsdóttir, f. 1945, fyrrv. skólaliði, og Ásgeir Bjarnason, f. 1952, sölu- maður hjá Poulsen. Bjarni Gunnar Ásgeirsson mbl.is/islendingar Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 ÚTSALA Fallegir bolir, peysur og buxur fyrir konur á öllum aldri Einnig töskur og klútar Síðustu dagar útsölunnar 20-70% afsláttur Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.