Morgunblaðið - 08.08.2012, Page 36

Morgunblaðið - 08.08.2012, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú heldur áfram að trúa því að það besta eigi enn eftir að koma. Mundu samt að dagurinn í dag er mikilvægur. Erfiðleikarnir eru bara til að yfirstíga þá. 20. apríl - 20. maí  Naut Áætlun þín þarfnast mikillar yfirlegu áður en þú getur hrint henni í framkvæmd. Einbeittu þér að færri málum og sinntu þeim. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er margur leyndardómurinn sem manninn langar til að finna. Núna, eða alveg á næstunni, muntu stíga á nýtt land- svæði sem verður gaman að kanna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki hafa áhyggjur þótt þú eyðir deg- inum í dagdrauma. Með lítilli fyrirhöfn gerir þú þér lífið mun léttara. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sýndu varkárni í samskiptum við ókunnuga. Leyfðu þó vinum að umvefja þig þegar þú þarft á því að halda. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitt og annað virkar freistandi en það er svo margt í lífinu sem maður verður að neita sér um ef vel á að fara. Sýndu aðgát við akstur eða á gangi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dragðu það fram eftir degi að ganga frá hvers konar kaupum eða samningum. Þú vinnur vel undir álagi og er vinsæll meðal vinnufélaganna. Taki menn höndum saman má ná ótrúlegum árangri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sinntu aðeins þeim málum sem eru efst á baugi og láttu allt annað bíða á meðan. Komið er að því að horfast í augu við nokkur úrlausnarefni. Ekki láta neikvæðnina ná tangarhaldi á þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt ekki í vandræðum með að tala hreint út. Í dag – ekki oft, bara í dag – mætirðu áskorun. Taktu þér tíma til að sinna heilsurækt og íhugun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hver er sinnar gæfu smiður og það á við þig eins og alla aðra. Ekki taka ásakanir annarra nærri þér því þú ert aðeins að reyna að vera varkár. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að kanna alla málavöxtu vandlega áður en þú myndar þér skoðun á vandasömu máli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Kænska í peningamálum kemur sér vel, en sýndu rausnarskap þegar ástin er annars vegar. Taktu af skarið varðandi ágreiningsmál sem kemur inn á þitt borð og láttu hyggjuvitið ráða för. Tvíhleypur nefndist vísnaþáttursem Þórarinn Eldjárn skrifaði í Alþýðublaðið fyrir um fimmtán ár- um. Þar má lesa felulimru fyrir slysni eða eins og hann lýsir því: „Limrugrey sem ég sjálfur hafði bangað saman fatlaðist illilega ein- hvers staðar á krókaleið sinni um tölvupóstlúgur víðernanna, datt við það úr ljóðlínum og þrykktist sem argvítugasti prósi, svohljóðandi: Er það nú Íslendingur! Endemis vitleysingur! Þegar kemst hann til manns verður kveðskapur hans aldrei kallaður byssustingur. Þetta slys laðaði fram í huga Þór- arins tvær velþekktar feluvísur. Önnur er eftir Andrés Björnsson: Það er hægt að hafa yfir heilar bögur án þess rímið þekkist þegar þær eru nógu alþýðlegar. Hin er eftir Guðmund Böðvarsson: Það er ekki að efa að ef það bara sprettur sæmilega þá er það þriggja hesta blettur. Limran eftir Þórarin er svona endurreist: Er það nú Íslendingur! Endemis vitleysingur! Þegar kemst hann til manns verður kveðskapur hans aldrei kallaður byssustingur. Og með fylgdi skýring Þórarins: „Hér er ort í orðastað manns sem óttast um ferskeytluna í limrugangi nútímans. Sér til styrkingar vitnar ljóðmælandinn í fræga ferskeytlu eftir áðurnefndan Andrés Björnsson sem gjarnan er farið með til að sýna eðli ferskeyttu lausavísunnar ís- lensku og þau not sem af henni má helst hafa: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur en verður seinna í höndum hvöss sem byssustingur.“ Svo sker hann úr um að ekki þurfi að óttast um framtíð ferskeytlunnar. Jóhannes úr Meðallandi yrkir fyrir sína hönd og annarra piparsveina: Við horfum einatt á það sama, ef þar skyldi lagleg dama ganga hjá í glæstum þokka; hugsast oft, að hafa mættum hönd í bagga’ um þetta’ og ættum kannski’ að tosa’ í ljósa lokka! Hjálmar Freysteinsson kastar fram limru undir yfirskriftinni Listaháskólanám: Tinna hóf nám upp úr tvítugu, sem tók hana vel fram að þrítugu, meðal listfengra manna að læra að hanna lifandi úlfalda úr mýflugu. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af felulimru og vísum, byssusting og piparsveinum G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r ÞAÐ ER SVO HEITT! ÍSMOLA- SKYRTA! GETUR VERIÐ AÐ JÓN SÉ AÐ VERÐA GÁFAÐRI? ÚFF! SUM BÖRN VITA BARA EKKI HVAÐ ÞAU VILJA! EF BARN VILL EKKI FARA Í LEIKSKÓLA EIGA FORELDRAR EKKERT AÐ HIKA, HELDUR SENDA ÞAÐ BARA, LÁTA ÞAÐ FARA! ÞAÐ ER FÁRÁNLEGT AÐ BARN ÓTTIST LEIKSKÓLA! ÉG HELD AÐ VIÐ DEKRUM BÖRN OF MIKIÐ NÚ TIL DAGS. EKKI ÞETTA HUMM OG HA! MITT MOTTÓ ER: LÁTUM ÞAU FARA Í SKÓLA! HELGA! ÉG ER KOMINN HEIM! HANN HEFUR GREINILEGA ÁTT BETRI DAG EN ÉG! EF ÞÚ KEMUR HEIM MEÐ MÉR LOFA ÉG ÞÉR BESTU 11 KLUKKU- STUNDUM OG 5 MÍNÚTUM SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ! Víkverji er ginnkeyptur fyrir hug-sjón Ólympíuleikanna þótt hann viti að hann búi í veröld, sem vonds- lega hefur oss blekkt, vélað og tælt og getur setið tímunum saman fyrir framan skjáinn og horft á kúluvarp- ara, stangarstökkvara, spretthlaup- ara og langhlaupara freista þess að vinna ólympíugull. Sérstaklega ligg- ur samúð hans hjá lítilmagnanum, þeim sem láta sér mótlætið í léttu rúmi liggja og berjast til sigurs. En hann gerir sér einnig grein fyrir því að ólympíuleikarnir snúast ekki að- eins um sigur og hafði sérstaka ánægju af frétt, sem hann sá á Euro- sport um kanadískan reiðmann, sem keppir nú tíunda sinni á Ólympíu- leikum, fyrst í München árið 1972. Hann hefur keppt á öllum Ólympíu- leikum síðan fyrir utan leikana í Moskvu, sem Kanadamenn snið- gengu, og er nú mættur til London með hest sinn og reiðtygi. x x x Óvænt úrslit eru alltaf krydd í Ól-ympíuleika. Víkverji hefur hins vegar tekið eftir því að tortryggni er orðin svo mikil í garð íþróttamanna að þegar ungir íþróttamenn sigra óforvarendis tekur kór efasemda- raddanna þegar að kyrja. Víkverji telur að sigurvegari hafi sigrað þar til annað kemur í ljós og þangað til ættu menn að hafa sig hæga. x x x Um helgina var haldið unglinga-landsmót á Selfossi. Þar öttu kappi krakkar af öllu landinu í ýms- um greinum, allt frá stafsetningu til sunds og frjálsra íþrótta. Selfyss- ingar geta verið stoltir af fram- kvæmd landsmótsins. Allt gekk snurðulaust fyrir sig og sá Víkverji ekki betur en ánægjan væri almenn. x x x Unglingalandsmótið er þegar ölluer á botninn hvolft smækkuð mynd af Ólympíuleikunum. Öryggis- gæslan er reyndar ívið minni, minna þarf til þess að taka þátt og Selfyss- ingar reistu ekki landsmótsþorp heldur lögðu tjaldstæði. En liðin ganga inn á völlinn með svipuðu sniði í báðum tilfellum, jafningjar etja kappi og að baki býr í raun sama hugsun. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í him- inhæðum með honum. (Ef. 2, 6.) TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.