Morgunblaðið - 08.08.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.08.2012, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Ég ákvað að vera djarfur og hugsa fimm ár fram í tímann í tilefni af fimmtán ára afmæli keppninnar. Því ekki bara að stökkva frekar en hrökkva?“ segir Georg Erlingsson Merritt með spaugilegum tón. Georg er framkvæmdastjóri Dragg- keppni Íslands en hún fer fram í kvöld kl. 21 í fimmtánda skiptið, þetta árið í Eldborg í Hörpu. Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, er kynnir keppninnar í ár. Keppendur í ár eru níu talsins, fimm kóngar og fjórar drottningar. Georg takmarkar hámarks fjölda keppenda við tíu, einfaldlega vegna þess að annars yrði dagskráin of löng. Árlega eru um það bil tíu til fimmtán keppendur sem sækja um þátttöku. „Ég hef reynt að hafa fyrstur kemur, fyrstur fær reglu við að velja keppendur. Ég er ekki að velja og hafna eins og Ungfrú Ís- land, heldur reyni ég að sinna þeim sem fyrstir sækja um,“ segir Georg. „Við reynum að tryggja það að fólk fái góða skemmtun. Það hefur einkennt keppnina undanfarin ár að þetta er það fyndnasta og skemmti- legasta sem fólk sér á árinu,“ segir Georg. Hann bætir við að eftir keppnina munu drottningar og kóngar leiða gesti og áhugasama á eft- irpartí á Gay 46. Þaulreyndir og taugahrúgur Misjafnt er hversu oft, ef nokk- urn tímann, kepp- endur hafa stigið á svið í draggi. „Sumir eru að stíga á svið í fyrsta skipti en aðrir hafa oft komið fram áður á sviði, hvort sem það er í draggi eða ekki. Þannig mætti segja að sumir séu þaulreyndir í sviðs- framkomu og aðrir eru ein taugahrúga,“ segir Georg. Aldur keppenda er jafn breytilegur og reynsla þeirra af draggi og sviðs- framkomu. Í ár eru keppendur á aldrinum um það bil 18 til 35 ára, að sögn Georgs og bætir við að aldursbilið hafi farið allt upp í það að vera á bilinu 18 til 55 ára í fyrri keppnum. „Það eru engar aldurshamlanir á þessari keppni.“ Úr næturklúbbum yfir í Eldborg Georg var meðal gesta Dragg- keppni Íslands þegar hún var fyrst haldin árið 1997 en hún hefur verið haldin árlega að undanskildu árinu 2004. Árið 1998 tók Georg svo fyrst þátt í keppninni og fór með sigur af hólmi sem draggdrottning Íslands. Næsta ár þar á eftir, 1999, tók hann við sem skipuleggjandi keppninnar. „Ég er búinn að breyta þessu úr lít- illi næturklúbbakeppni upp í alvöru leikhús. Þetta er í raun einstök keppni í heiminum vegna þess að bæði kóngar og drottningar keppa á sama tíma,“ segir Georg. Að sögn Georgs hefur mikil breyting orðið á keppninni og við- horfi fólks til hennar í kjölfar þess að hún flutti sig af skemmtistöðum, yfir í Loftkastalann, þaðan í Ís- lensku óperuna í Reykjavík og frá því í fyrra yfir í Hörpu. „Ég held að á undanförnum fimm árum hafi fólk sem hefur ekkert verið að pæla í hvað dragg er, orðið meðvitað um að þetta sé leiklistarform. Það er hætt að vera með þetta tabú gagn- vart þessu. Maður tekur jafnvel eft- ir því að það eru að spretta upp kóngar og drottningar út um allt í leikhúsum eins og Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Þannig að keppnin hlýtur að hafa haft einhver áhrif,“ segir Georg. Öfgar Draggið er fyrst og fremst leik- listarform tekur Georg skýrt fram. „Þetta er allt spurning um túlkun. Ég myndi segja að dragg er það að taka eitt- hvað úr veruleikanum og fara út í 200, til 300 pró- senta útgáfu af því. Í því felst einnig ákveðin öfug- snúningur. Draggið snýst um það að fara út í karakt- er sköpun, og vera alveg einstaklega „fabulous“ eða fyndin, þannig er hægt að fara í allar áttir með þetta,“ segir Georg. Hann bætir við að erfitt sé að velja eitt orð til þess að lýsa dragginu. „Kannski er öfgar besta orðið. Eina leiðin til þess að kynnast draggi er að sjá það.“ „Einstök keppni í heiminum“  Draggkeppni Íslands fer fram í Eld- borg í kvöld  Hefur áhrif á viðhorf og fordóma fólks gagnvart draggi Jennifer Hudson Obama Skrautleg og fjörug Dragdrottning Íslands 2011. Möllerinn Fór með sigur af hólmi sem Dragkóngur Íslands 2011. Georg var dragdrottn- ing Íslands árið 1998. Á morgun fimmtudaginn 9. ágúst kl. 16 opnar Listasalur Mosfellsbæjar sýninguna Fjórir Moskóvítar í Bóka- safni Mosfellsbæjar. Sýningin er í til- efni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar og opnunin er hluti af hátíðardag- skrá bæjarins á Bókasafninu í dag kl. 16. Fjórir fyrrverandi bæj- arlistamenn Mosfellsbæjar sýna verk sín á sýningunni, þau Inga Elín Kristinsdóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir, Sigurður H. Þórólfsson og Steinunn Marteinsdóttir. Sýningin stendur til 28. september í bókasafninu. Morgunblaðið/Ásdís Listamaður Inga Elín er meðal þeirra sem sýna á Fjórir Moskóvítar. Fjórir Moskóvítar í Mosfellsbæ Fram í dagsljósið – Hinsegin saga í skjölum nefnist sýning sem Borg- arskjalasafn Reykjavíkur opnar í dag kl. 17 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Á sýningunni er að finna úrval skjala og útgáfuefnis sem varpar ljósi á sögu samkyn- hneigðra og annars hinsegin fólks frá fyrri árum hér á Íslandi auk yngri tímarita og fræðsluefnis Samtakanna ’78. Skjalasafn Sam- takanna ’78 er í vörslu Borg- arskjalasafns en það er lýsandi fyrir baráttu samkynhneigðra og hinsegin fólks, bæði þá fordóma og erfiða tíma sem það hefur þurft að lifa auk sigra og áfanga sem það hefur náð á síðustu ára- tugum. Sýningin stendur til 15. ágúst í Ráðhúsinu og flytur þaðan yfir í Borgarskjalasafn Reykjavík- ur þar sem sýningin verður opin út ágúst. Hinsegin Barist fyrir mannréttindum. Hinsegin saga sögð í skjölum Listamaðurinn Snorri Ásmundsson bauð nýverið rúmlega 109 millj- ónir Bandaríkjadollara í tæplega 750 fermetra lúxusíbúð, eða í Manhattan í New York borg. Það mun vera eitt það hæsta tilboð sem gert hefur verið í íbúð í borg- inni, ef ekki það hæsta. Að sögn The New York Daily News er íbúðin sú dýrasta í Bandaríkj- unum, en söluaðilinn Steve Klar hefur sett íbúðina á 100 milljónir dollara. Tilboð Snorra var að borga 25 dollara á dag í íbúðina í 12 þúsund ár. Enn er óvíst hvort söluaðilinn hefur hafnað eða þegið tilboð Snorra. Morgunblaðið/Golli Fasteign Snorri hefur áhuga á að kaupa dýrustu íbúð New York borgar. Býður í dýrustu íbúð New York Fáðu garðsláttinn í áskrift og slakaðu á í sumar Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.