Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 6
Sannfærðir trúleysingjar Hlutfall íbúa sem segjast vera sannfærðir trúleysingjar. Þjóðir með hæsta hlutfallið. Nr. Land Trúleysingjar 1 Kína 47% 2 Japan 31% 3 Tékkland 30% 4 Frakkland 29% 5-6 Suður-Kórea 15% 5-6 Þýskaland 14% 7-11 Holland 10% 7-11 Ísland 10% 7-11 Ástralía 10% 7-11 Írland 10% Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ísland er í 7.-11. sæti yfir þau lönd sem hafa flesta sannfærða trúleys- ingja samkvæmt könnun Gallup Int- ernational. Könnunin var fram- kvæmd í 57 mismunandi löndum á tímabilinu frá nóvember 2011 til jan- úar 2012. Spurt var: „Óháð því hvort þú sækir trúarþjónustu eða ekki, myndir þú segja að þú væri trúuð manneskja, ekki trúuð eða sannfærð- ur trúleysingi?“ Tóku meira en 50.000 manns í löndunum 57 þátt í könnun- inni. Á Íslandi svöruðu 852 könnuninni sem framkvæmd var á netinu af Capacent Gallup. Niðurstöðurnar hér á landi voru þær að 57% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust vera trúuð og 31% sagðist ekki vera trúað. Þá sögðu 10% að þau væru sannfærð- ir trúleysingjar og 2% vildu ekki svara eða sögðust ekki vita svarið. Hlutfall trúaðra lækkar milli ára Ísland mældist því ásamt Austur- ríki, Ástralíu og Írlandi í 7.-11. sæti af þeim þjóðum þar sem trúleysi var mest. Kínverjar voru þar í efsta sæti, en 47% svarenda í könnuninni þar sögðust vera sannfærðir trúleysingj- ar. Þegar litið er til allra sem svöruðu könnuninni á heimsvísu sést að 59% þeirra sögðust vera trúaðir, 23% voru ekki trúaðir og 13% litu á sjálfa sig sem sannfærða trúleysingja. Þá vekur einnig athygli að þegar svipuð könnun var gerð árið 2005 sögðust 74% af þeim sem svöruðu henni á Íslandi að þeir væru trúaðir. Þeim sem segjast vera trúaðir hér á landi hefur því fækkað um 17 pró- sentustig á milli þessara tveggja kannana. Samkvæmt Gallup Interna- tional er Ísland því í sjötta sæti yfir þær þjóðir þar sem hlutfalli trúaðra hefur fækkað mest á milli áranna 2005 og 2012. Víetnam er þar í efsta sæti, en 53% svarenda þar sögðust vera trúaðir árið 2005 en einungis 30% nú. Þá vekur athygli að Írland er í öðru sæti á þeim lista, en hlutfall trú- aðra fer þar úr 69% árið 2005 niður í 47% árið 2012. Í niðurstöðum könn- unarinnar kemur fram að þegar litið sé til allra þjóða sem tóku þátt í könn- uninni lækki hlutfall þess fólks sem segist vera trúað um níu prósentustig á milli 2005 og 2012. Þá kemur einnig fram í niðurstöð- um könnunarinnar að fólk sem hafi lægri tekjur sé að jafnaði trúaðra en það sem hefur meira á milli hand- anna. Þetta virðist einnig eiga við um þjóðir því ákveðin fylgni virðist vera á milli þjóðarframleiðslu og hlutfalls trúaðra. Trúuðum fækkar mjög milli ára  Ísland í 7.-11. sæti yfir hæst hlutfall trúleysingja í heiminum skv. könnun 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.isBir t m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . 22.–31. október Madeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróður- sæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Á eyjunni ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjaskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Í þessari sérferð verður dvalið á góðu 4* hóteli skammt fyrir utan höfuðborgina. Fjölmargar spennandi kynnisferðir eru innifaldar í verði ferðarinnar þar sem farþegar kynnast töfrum þessarar fallegu eyju. Verð kr. 233.900 á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli með hálfu fæði í 9 nætur, 5 kynnisferðir, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Madeira Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Um síðustu jól var byrjað að panta nautalundir fyrir næstu jólahátíð,“ segir Unnsteinn Hermannsson, bóndi í Langholtskoti í Hruna- mannahreppi. Fjölskyldan er með nautgripaeldi og eigin kjötvinnslu og selur kjötið jafnóðum heima, allt frá lundum og niður í hakk. Eftir- spurnin er svo mikil að Unnsteinn hefur ekki alltaf undan að fram- leiða. Unnsteinn og kona hans, Valdís Magnúsdóttir, ákváðu að hætta mjólkurframleiðslu fyrir nokkrum árum og snúa sér alfarið að nauta- kjötsframleiðslu. Þau ala holda- gripi af Galloway- og Aberdeen An- gus-kyni og einnig naut af íslenska kúakyninu. Kjötvinnslan kom í kjölfarið. „Við vildum vinna afurðirnar eins og neytendur helst vilja og eiga möguleika á að gera þetta að líf- vænlegri atvinnustarfsemi. Við náum milliliðakostnaðinum til okk- ar, vinnslu og sölu kjötsins,“ segir Unnsteinn. Þau selja allar afurð- irnar beint til neytenda. Langholtskot er í hópi tæplega tuttugu bæja sem selja úrvals nautakjöt með þessu nýja fyr- irkomulagi, undir merkjum sam- takanna „Beint frá býli.“ Fólkið heldur okkur gangandi Óhætt er að segja að vel hafi gengið. „Við erum með stóran við- skiptamannahóp. Fólkið sem kem- ur í sumarbústaðina sína á vorin, eins og farfuglarnir, flest hresst og skemmtilegt fólk og maður þekkir orðið flest andlitin. Svo er alltaf að aukast ferðamannastraumurinn í kringum Flúðir. Þetta spyrst út. Það er þessi frábæri hópur sem heldur manni gangandi,“ segir Unnsteinn. Þau hafa ekki alltaf undan. Þann- ig er búið að panta nautalundirnar sem falla til fram yfir áramót. Raunar segist Unnsteinn leggja áherslu á að vinna kjötið fyrir grill- in á sumrin og því meira skorið í T- beinssteikur en lundir. „Það eru bara tvær lundir á hverju nauti. Annars vilja margir sem lært hafa á nautakjötið frekar aðrar steikur.“ Unnsteinn vinnur allt árið í kjöt- vinnslunni ásamt tengdadóttur sinni og fleiri koma til liðs við þau á sumrin. „Þetta er mikil vinna. Fólk er að koma fram á kvöld þegar eitt- hvað gott vantar í matinn.“ Þau selja kjötið í ýmsum pakkningum, hakk, hamborgara og steikur við öll tækifæri. Langan tíma tekur að laga fram- leiðsluna að aukinni eftirspurn því nautunum er ekki slátrað fyrr en þau hafa náð tæplega tveggja ára aldri og bæta má við níu mánaða meðgöngutíma. Aðeins tvær lundir á hverju nauti  Nautakjötið rennur út hjá bændum í Langholtskoti í Hrunamannahreppi  Ekki hefst alltaf undan að framleiða vegna mikillar eftirspurnar  Nautalundirnar upppantaðar fram yfir áramót Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kjöt frá koti Valdís Magnúsdóttir og Unnsteinn Hermannsson með sýnis- horn af afurðum kjötvinnslu sinnar í Langholtskoti í Hrunamannahreppi. „Stuðmenn upplifa sig sem þrótt- mikla æskumenn, sérstaklega mið- að við hinn 86 ára gamla Tony Bennett sem tróð upp í Hörpunni um helgina,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn hljómsveit- armeðlima Stuðmanna, spurður um álag við tvenna tónleika á einu kvöldi. Hljómsveitin mun halda hvoratveggju tónleikana í Eld- borgarsal Hörpu hinn 5. október klukkan átta og ellefu. Miðar á tónleikana seldust upp á einum degi. Margir hafa beðið um þriðju tónleikana en Jakob segir hljómsveitina vinna að því að koma þeim á koppinn. Engu sé þó hægt að lofa þar sem nokkurrar skipulagningar sé þörf. „Fyr- irfram bjuggumst við frekar við því að fólk yrði lengi að taka við sér, sérstaklega á þessum árstíma þegar menn eru utanbæjar og í út- löndum. Þess vegna vorum við ekki tilbúin með þriðju tónleikana. Í vikunni mun skýrast hvort af þeim verður,“ segir Jakob. vidar@mbl.is Þriðju tónleikarnir í skoðun  Seldist upp á tvenna tónleika Stuð- manna á sólarhring Vinsælir Stuðmenn troða upp á tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.