Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Óvenjulegt matvælafyrirtæki í smásölugeiranum sem hægt er að þróa mjög skemmtilega. Ársvelta 150 mkr., stöðugt vaxandi frá 2004. EBITDA 24 mkr. sem auðvelt er að auka í 40 mkr. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. • Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði með eigin verslanir. Ársvelta 450 mkr. EBITDA 70 mkr. • Deild úr heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði. Ársvelta um 100 mkr. • Ein besta ísbúðakeðja borgarinnar. Mikil sérstaða og mjög góð afkoma. • Heildverslun með þekkt vörumerki í fatnaði. Ársvelta 150 mkr. Góð afkoma. • Umboð fyrir einstök, fjölnota grill sem ekki eiga sinn líka hér á landi. Óskað er eftir meðeiganda sem vill taka þátt í uppbyggingu á markaði. • Smásöluverslun með náttúrulegar vörur. Ársvelta 25 mkr. • Leitum að meðeiganda að fyrirtæki sem býður upp á fegrunarmeðferðir. Auðveld kaup. • Rótgróið hreingerningarfyrirtæki með 40 starfsmenn. Ársvelta 150 mkr. og hefur vaxið með hverju árinu. Góð EBIDTA. • Heildverslun með heimsþekktar hársnyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Hentar mjög vel til sameiningar. Jákvæðar tölur einkenna annan árs- fjórðung 2012 hjá Icelandair Group. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér á föstudag kemur fram að EBITDA, afkoma án tillits til vaxta- greiðslna, vaxta- tekna, skatt- greiðslna og afskrifta, er 28,8 milljónir Banda- ríkjadala sem er aukning um 11,8 milljónir dala milli ára. Tekjuaukning félagsins er 15% m.v. sama tímabil í fyrra og handbært fé frá rekstri 72,2 milljónir dala en var 42,9 milljónir fyrir ári. Eiginfjárhlut- fall félagsins er 31%. Eignasafn Icelandair Group inni- heldur m.a. flugfélögin Icelandair og Air Iceland, hótelkeðjuna Icelandair Hotels og ferðaskrifstofuna VITA. Í kynningu á uppgjöri ársfjórð- ungsins kemur m.a. fram að batnandi rekstur skrifist einkum á auknar tekjur. Tekjur af farþegum hafa auk- ist um 24% og tekjur af ferðaþjónustu um 30%. Í kynningunni segir að far- þegum í alþjóðaflugi hafi fjölgað um 18% og innanlandsflugi um 3%. Seld- um gistinóttum hjá hótelum sam- steypunnar fjölgaði um 23%. Hagnaður tímabilsins eftir skatta var 14,3 milljónir dala sem jafngildir um 1,7 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 3,3 milljónum dala. Björgólfur Jóhannsson forstjóri er ánægður með frammistöðuna: „Fé- lagið hefur aldrei fyrr verið með eins umfangsmikla starfsemi og það er margt sem þarf að ganga upp til að ná þeim árangri sem við uppskerum nú,“ segir hann. Að sögn Björgólfs var reksturinn á fyrri hluta ársins yfir áætlunum félagsins og horfur já- kvæðar fyrir síðari hluta ársins. Áætlar hann að miðað við núverandi rekstrarforsendur verði EBITDA ársins á bilinu 110-115 milljónir Bandaríkjadala. ai@mbl.is Bætt afkoma hjá Icelandair Group  Reksturinn yfir áætlunum og forstjórinn segir horfur jákvæðar Ferðalangar Jákvæðar tölur á öðrum ársfjórðungi skýrast af fjölgun farþega og auknum tekjum af ferðaþjónustu. Björgólfur Jóhannsson Morgunblaðið/Eggert Merki eru um að árstíðabundinn kippur í sölu fyrir upphaf skólaárs- ins verði með veikara móti, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Í umfjöllun um stemninguna meðal bandarískra neytenda segir að pyngjur séu víða léttar þó að formlega séu liðin þrjú ár frá endalokum niðursveiflunnar vest- anhafs. Neytendur haldi að sér höndum og eyði helst aðeins í nauðsynjavörur þetta haustið. Eru þetta ekki góðar fréttir fyr- ir smásöluverslun vestra enda veit- ir ekki af uppsveiflu til að bæta upp fyrir nokkuð dræma sölu það sem af er árinu. Samtök smásala áætla að með- alfjölskyldan í Bandaríkjunum eyði í ár 688,62 dölum, um 82.000 kr., í tengslum við upphaf skólaársins. Þessi alda skólaverslunar varir fram í september þegar krakk- arnir hafa áttað sig á hvað er í tísku hjá samnemendunum. ai@mbl.is Skólaverslun fer rólega af stað  Bandarískir neytendur fara varlega með peningana Morgunblaðið/Ernir Útgjöld Það kostar sitt að byrja skólaárið með stæl og árviss sölukippur er vestanhafs í haustbyrjun. Frá skólabókasölu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.