Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 27

Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 27
Einhver þekktustu hvítu jakkaföt veraldarsög- unnar, fötin sem leikarinn John Travolta klæddist í kvikmyndinni Saturday Night Fever, verða meðal búninga á sýningu í safni Viktoríu og Alberts í Lund- únum í haust sem mun bera titilinn Hollywood Cost- ume og verður helguð bún- ingum úr Hollywood- kvikmyndum. Saturday Night Fever er frá árinu 1977 og lék Travolta í henni sjarmör mikinn, Tony Manero, sem steig villtan diskódans í klúbbi einum við smelli Bee Gees. Fötin voru upphaflega keypt í fataverslun í Bro- oklyn í New York en hafa ekki verið almenningi til sýnis í 17 ár, allt frá því að þau voru seld á uppboði í Christie’s fyrir 145 þúsund dollara. Mikil leit var gerð að jakkafötunum og sýningarstjórum til furðu fundust þau í Lundúnum í prýðilegu ástandi, að því er fram kemur á vef Guardian og eigandi þeirra til í að lána þau safninu. Af öðrum búningum sem verða til sýnis má nefna föt Holly Golightly úr Breakfast at Tiffany’s og búning Svarthöfða hins óg- urlega úr Stjörnustríði. Fötin Travolta í Saturday Night Fever. Hvít jakkaföt Travolta úr Saturday Night Fever á sýningu í Lundúnum myndinni mjög fljótt. Oft hef ég á tilfinningunni að þetta sé fólk með takmarkaða þolinmæði og einbeit- ingu og ef maður nær ekki góðri mynd af því strax þá nær maður henni sennilega ekki þótt maður reyndi í einhverja klukkutíma.“ Eins og sjómaður að fiska Áttu þér uppáhaldsfyrirsætur, ef ég má nota það orð? „Ég hef myndað David Lynch tvisvar og fannst það frábært í bæði skiptin. Frá honum geislar manneskjuleg og notaleg orka. Þegar ég tók myndir af franska leikaranum Gerard Depardieu, sem mér finnst algjör snillingur, tók ég strax eftir því hversu trú- verðugur hann er í öllu sem mað- ur biður hann að gera. Það tók bara nokkrar mínútur að taka myndirnar en það var frábært að vinna með honum. Suma listamenn finnst mér erf- itt að mynda oftar en einu sinni. Ég sé þá eins og þeir eru og get ekki séð þá öðruvísi. En það er alltaf hægt að sjá nýja Björk. Eft- ir að hafa myndað hana situr maður ekki bara uppi með eina mynd, maður gæti birt allar myndirnar sem maður tók.“ Af hverju valdirðu að halda fyrstu ljósmyndasýningu þína á Akureyri? „Mér fannst ég verða að byrja á Akureyri. Kona mín og börn fluttu heim fyrir tveimur árum og síðan hef ég verið að þvælast á milli Ís- lands og Frakklands. Ég er eins konar sjómaður; fer reglulega að fiska myndir. Eftir að fjölskyldan fluttist til Akureyrar fór ég að vera meira þar. Ég hitti gamla kunningja og einhver stakk því að mér að ég ætti að sýna myndir mínar á Akureyri. Ég þurfti að fá spark í rassinn til að setja upp þessa sýn- ingu.“ David Lynch „Frá honum geislar manneskjuleg og notaleg orka.“ Björk „Það er alltaf hægt að sjá nýja Björk.“ » Oft hef ég á tilfinn-ingunni að þetta sé fólk með takmarkaða þolinmæði og einbeit- ingu og ef maður nær ekki góðri mynd af því strax þá nær maður henni sennilega ekki þótt maður reyndi í ein- hverja klukkutíma.“ MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Þú átt betri samskipti Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Komdu í greininguhjá faglærðumheyrnarfræðingi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.