Morgunblaðið - 27.08.2012, Page 1

Morgunblaðið - 27.08.2012, Page 1
M Á N U D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  199. tölublað  100. árgangur  SÁ SEM SYNGUR ER SÖGUMAÐUR UNGT FÓLK FER Á FJARLÆGARI SLÓÐIR FALLINN ER FRÁ TUNGLFARINN NEIL ARMSTRONG KILROY 14 ÆFÐI SIG Á ÍSLANDI 15ANDREA FIMMTUG Í HÖRPU 26 Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs, hyggst við upphaf þings leggja öðru sinni fram þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland hætti aðildarviðræðum við ESB. „Tillagan er tilbúin og ESB-umsóknin verður að afgreiðast út af borðinu sem allra fyrst.“ Jón gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur, varafor- mann VG, harðlega fyrir ræðu sem hún flutti á flokksráðsfundi um helgina. „Hún ræðst með mjög ómaklegum hætti að baráttufólki og einlæg- um andstæðingum ESB innan flokksins,“ segir Jón um ræðu Katrínar en hann mætti sjálfur ekki á flokksráðsfundinn. Hann segir andstæðinga ESB, sem Katrín kallar einsmálsmenn, vera fólk sem staðið hafi með grunnstefnu VG. „Það er eins og Katrín geri sér ekki grein fyrir alvarleika þessa máls,“ segir Jón og bendir á að VG hafi misst frá sér forystufólk vegna Evrópusambandsmálsins. „Auðvitað vildum við sjá meiri samstöðu í gegn- um þessa erfiðu tíma en það breytir ekki því, að að uppistöðu til hefur flokkurinn staðið þétt saman og flokksráðið á bak við ráðherra, þingflokk og stjórn og það endurspeglaðist á þessum fundi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Steingrímur sagði flokksráðsfundinn um helgina hafa verið góðan og að nú væri unnið að komandi kosningabaráttu. Vill umræður um gjaldeyri Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór einnig fram um helgina. Þar var samþykkt tillaga um að Katrín Júlíusdóttir tæki við fjármálaráðu- neytinu af Oddnýju Harðardóttur 1. október nk. Katrín segir að tvö mál fái forgang þegar hún taki við. Það sé annars vegar gjaldeyrismálið og hins vegar aðgerðir til að örva fjárfestingu í landinu. „Við erum eini flokkurinn sem er með einhverja áætlun og nú hlýtur sú umræða að vera orðin knýjandi í samfélaginu að fá svör við því hvaða leiðir við viljum fara,“ segir Katrín og á þar við stefnuna í gjaldeyrismálum. MFundir stjórnarflokkanna »4 ESB sem fyrst út af borðinu  Jón Bjarnason flytur aftur tillögu um slit á aðildarviðræðum við ESB  Katrín Júlíusdóttir vill sem fjármálaráðherra fá niðurstöðu í gjaldeyrismálin Morgunblaðið/Ómar Skipti Steingrímur J. Sigfússon tók við sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu af Jóni. Hún var tilkomumikil flugeldasýningin sem haldin var við Jökulsárlón í fyrrakvöld til styrktar Björgunarfélagi Hornafjarðar. Eldar loguðu á himnum í rúmar 40 mínútur þeim um 1.500 manneskjum til ómældrar gleði sem fylgdust með litadýrðinni á heiðskírum himni. Litadýrð yfir lóni Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Veiðimálastofnun er á meðal þeirra stofnana sem færast munu til um- hverfis- og auðlindaráðuneytisins þegar breytt skipan stjórnarráðsins tekur gildi um mánaðamótin. Ýmsir hagsmunaaðilar eru mótfallnir flutn- ingi stofnunarinnar til ráðuneytisins, þ. á m. Landssamband veiðifélaga, en formaður þess, Óðinn Sigþórsson, segir að reynslan af umhverfisráðu- neytinu sé þess eðlis að því sé ekki treyst. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir flutn- ing Veiðimálastofnunar harðlega. „Að mínu mati er hér um að ræða birting- armynd mjög ógeðfellds valdabrasks sem hefur átt sér stað innan og á milli ríkisstjórnarflokkanna.“ Sárabót Svandísar Hann segir að upphafleg hugmynd hafi verið sú að færa Hafrannsókna- stofnun undir hið nýja umhverfis- og auðlindaráðuneyti. „Það mætti hins vegar gríðarlegri andstöðu hvaðan- æva úr samfélaginu. Ríkisstjórnin guggnaði þess vegna á þeim áformum sínum, en hins vegar fékk Svandís Svavarsdóttir, sem ella hefði orðið yf- irmaður Hafrannsóknastofnunar, sárabót og sárabótin var sú að Veiði- málastofnun var þess í stað færð und- ir hið nýja umhverfis- og auðlinda- ráðuneyti,“ segir Einar sem óttast að þetta verði fyrsta skrefið í því að leggja Veiðimálastofnun niður eða sameina annarri stofnun umhverfis- ráðuneytisins. Í upplýsingum frá forsætisráðu- neytinu kemur fram að talað hafi ver- ið við helstu hagsmunaaðila um flutn- ing Veiðimálastofnunar á árinu 2011 og þeim gefinn kostur á að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Algengt sé að stofnanir færist á milli ráðu- neyta, enda sinni þær tilteknum verk- efnum. Þegar ábyrgðin á því verkefni færist til, færist stofnunin með. Ekki sé um breytingu á sjálfri stofnuninni að ræða. MNý verkaskipting » 2 „Valdabrask“ af hálfu ríkis- stjórnarinnar  Flutningur Veiðimálastofnunar á milli ráðuneyta gagnrýndur Helstu breytingar » Veiðimálastofnun flyst yfir til umhverfis- og auðlindaráðu- neytis frá sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu. » Íslenskar orkurannsóknir flytj- ast frá iðnaðarráðuneyti yfir til umhverfis- og auðlindaráðu- neytis. » Málefni Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands færast til fjármála- og efnahagsráðuneytis.  Hitabeltisstormurinn Ísak náði suðurströndum Flórída í Banda- ríkjunum í gærkvöldi og var búist við því að hann myndi færast í aukana og verða að fellibyl þegar á liði. Ísak hafði þá valdið miklu tjóni á Haítí og orðið sjö manns að bana. Þá gekk hann yfir hluta Kúbu á leið sinni að Flórída þar sem ríkisstjór- inn Rick Scott lýsti yfir neyðar- ástandi og íbúar ríkisins bjuggu sig undir veðurofsa fellibyls. Mannfall á Haítí af völdum Ísaks  Góður vöxtur hefur verið í skógum landsins í hlýindunum í sumar. „Maður er orðinn svo góðu vanur, að það sem okkur finnst eðlilegt í dag hefði þótt sjálfsagt að færa í annála fyrir ára- tug eða svo,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður á Mógilsá. »12 Slíkt sumar farið í annála fyrir áratug  Eftir sumarið eru sjö skip- stjórar strand- veiðibáta á gulu spjaldi vegna al- varlegra brota á reglugerð um veiðarnar. Alls voru send út um 830 rukk- unarbréf vegna umframafla í maí, júní og júlí, alls að upphæð um 23 milljónir króna. Væntanlega verða send út um 300 bréf vegna ágúst- mánaðar. »2 Sjö á gulu spjaldi eftir strandveiðar  Hlaup var ekki hafið í Skaftá þeg- ar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi en þó var greinilega ket- ilvatn í ánni en ekkert flóð að ráði, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Búist er við því að hlaupið verði lítið úr vestari Skaftárkatli þar sem það hljóp úr honum í fyrra. Ekkert flóð að ráði þó að renni úr katli  Sjálfstæður at- vinnurekandi fékk ekki sam- þykkta greiðslu- aðlögun hjá um- boðsmanni skuldara vegna skattaskuldar sem hann hafði þó gert upp við tollstjóra með skuldabréfi til fimm ára. Talsmaður umboðsmanns skuldara segir almennt litið svo á að skattaskuld sé til staðar þó að samið hafi verið við tollstjóra með skuldabréfi. »13 Samdi um skuld, en neitað um aðlögun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.