Morgunblaðið - 27.08.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.08.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Heimafólk er að gerastóra hluti í bæði tón-list og myndlist ogstærstu atburðir Ljós- anætur þetta árið eru tónleikarnir Með blik í auga og Allt eða ekk- ert!, samsýning listamanna af Suð- urnesjum,“ segir Valgerður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar, um 13. Ljósanóttina sem fram- undan er. Efst á baugi er tónlist og myndlist og helstu straumar og stefnur í hönnun, handverki og listum. Björk Þorsteinsdóttir, for- maður menningarráðs Reykjanes- bæjar, sagði að ekkert yrði gefið eftir til þess að halda Ljósanóttina sem fjölbreyttasta og glæsilegasta sem endranær. „Við eigum mikið og gott úrval af listafólki á öllum sviðum og þessi hópur hefur vaxið stöðugt frá fyrstu hátíðinni og er árið í ár engin undantekning þar á.“ Tónlist og tíðarandi 7. áratugarins Tónleikarnir Með blik í auga II í Andrew-leikhúsi hefur und- irtitilinn Gærur, glimmer, gadda- vír en þar verða tónlist og tíðar- anda áratugarins 1970-1980 gerð skil í tali, tónum og myndum. Tón- leikarnir eru framhald af Með blik í auga I sem vakti athygli á síð- ustu Ljósanótt en þá var fjallað um árin 1950-1970. Frumsýnt verður miðvikudagskvöldið 29. ágúst og tvær aðrar sýningar á fimmtudagskvöldi og sunnudags- kvöldi Ljósahátíðar. Að sögn Kristjáns Jóhannssonar, handrits- höfundar og fararstjóra, var hug- myndin að láta tónleikana ekki stangast á við aðra viðburði hátíð- arinnar. Flytjendur eru allir af Suður- nesjum og tónlistin m.a. eftir þekkta tónlistarmenn úr bítlabæn- um. Það verður að teljast til tíð- inda að feðgarnir Valdimar Guð- mundsson og Guðmundur Hermannsson syngja saman op- inberlega í fyrsta sinn. Guð- mundur mun einnig koma fram með bræðrum sínum Karli og Ei- ríki. Valdimar, sem hefur oftsinnis komið fram á Ljósanótt sem bás- únuleikari, söng í fyrsta sinn á Ljósanótt fyrir ári með hljóm- sveitinni Með blik í auga og þó þeir feðgar hafi báðir komið fram þá, var það hvor í sínu lagi, en ekki saman eins og nú. „Það er gaman að fá þetta tækifæri,“ sagði Valdimar með hógværð og svaraði neitandi spurningu blaðamanns um hvort samkeppni væri á milli þeirra feðga. „Þetta rennur bara ljúflega.“ Guðmundur sagði enga frekari samvinnu á döfinni en ekk- ert væri útilokað þó. Hann hló svo við þegar Valdimar fór að lauma að honum ráðum við að muna textana í lögunum. „Eggið er farið að kenna hænunni.“ Myndlist eftir Suðurnesja- menn skoðuð án fordóma Annar stórviðburður Ljósa- nætur er samsýning listamanna af Suðurnesjum í Listasafni Reykja- nesbæjar, Duushúsum, sem sendu inn verk þegar leitað var að verk- um fyrir sýninguna. Engin skil- yrði voru sett enda er markmiðið fyrst og fremst að sýna þá miklu grósku myndlistar sem er á svæð- inu. Tæplega 60 manns voru til- búnir til þess að taka þátt og sagði Inga Þórey Jóhannsdóttir sýningarstjóri í samtali við blaða- mann að breidd verkanna væri mikil, „ekki bara í efnistökum og framsetningu heldur einnig í aldri listafólksins. Hér er stórt kyn- slóðabil, rúm 60 ár á milli yngsta og elsta þátttakanda.“ Hún sagði sýninguna, sem nefnist Allt eða ekkert, sýna þverskurð samfélags- ins á Suðurnesjum og einstaka í sinni röð. „Svona sýningar eru mjög sjaldgæfar núorðið enda opna söfnin ekki sali sína fyrir ómenntaða listamenn. Það má því segja að þetta sé myndlist án for- Bræður, feðgar og breytt aldursbil Ljósanótt, menningarhátíð Reykjanesbæjar, verður formlega sett með blöðruslepp- ingu fimmtudaginn 30. ágúst og í framhaldi rekur hver atburðurinn annan sam- fleytt í 4 daga. Þar mun fjöldi listamanna af ýmsum sviðum koma saman. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Feðgar Valdimar Guðmundsson og Guðmundur Hermannsson syngja sam- an opinberlega í fyrsta sinn á tónleikunum Gærur, glimmer, gaddavír. Teheimurinn er víðfeðmur og geta te- unnendur átt fullt í fangi með að fylgjast með því sem er að gerast úti í þeim stóra heimi. Ef þú vilt geta fylgst með því sem efst er á baugi hjá nágrönnum okkar Englendingum, sem eru miklir teunnendur, er rétt að kíkja á vefsíðuna www.lovetea.co.uk. Þar er að finna flest það sem teunn- andann gæti fýst að vita. Til að mynda má finna upplýsingar um tehátíðir á vefsíðunni og eins umfjöll- un um te og tedrykkju úr blöðum og tímaritum. Þarna er líka að finna myndband í léttum dúr um ungan mann sem segir frá reynslu sinni af því að uppgötva te. Vefsíðan www.lovetea.co.uk Morgunblaðið/María Ólafsdóttir Hressandi Að drekka te þykir mörgum gott í dagsins önn. Skyggnst inn í teheiminn Sýningin Arsbo- realis – Mannlíf og menning norðurslóða verð- ur opnuð í Ketil- húsi á Akureyri miðvikudaginn 29. ágúst kl. 15. Sýningin er liður í hátíðahöldum vegna 150 ára af- mælis Akureyrarbæjar og á henni verða til sýnis munir og efni frá Græn- landi, Íslandi, Færeyjum, Noregi og norðvesturhéruðum Kanada. Sýndir verða þjóðbúningar landanna, hand- verk sem byggist á þjóðlegri hefð og kvikmyndir frá síðustu öld sem sýna vel þær ótrúlegu breytingar sem orðið hafa á þjóðum norðurslóða. Sjónlista- miðstöðin er opin alla daga vikunnar nema mánudaga og þriðjudaga frá kl. 13 til 17 og aðgangur er ókeypis í boði Akureyrarbæjar en sýningunni lýkur 7. nóvember. Endilega… …sjáið sýningu í Ketilhúsi Norðurslóðir Ís- björn slapar af. Síðsumartónleikar í Þjóðmenning- arhúsinu er yfirskrift tónleikaraðar sem efnt verður til dagana 29. ágúst til 4. september næstkom- andi og þann 23. september. Í tón- leikaröðinni koma fram nokkrir framúrskarandi flytjendur; sópran- söngkonan Antonia Maria Em- anuela Palazzo, píanóleikararnir Paolo Scibilia, Signe Bakke, Seb- astiano Brusco, Peter Bortfeldt og Kristín Jónína Taylor og Michael Süssmann fiðluleikari. Yfirskrift fyrstu tónleikanna þann 29. ágúst er List hef ég séð eða Vissi d́arte og hefjast þeir kl. 20 í bókasal Þjóðmenningarhússins. Þar munu Antonia Maria Emanuela Palazzo sópran og Paolo Scibilia píanóleik- ara flytja aríur úr ítölskum óperum eftir Puccini, Verdi, Bellini o.fl. Listrænir stjórnendur tónleikarað- arinnar eru Sigurður Bragason, Guðrún Birgisdóttir og Guðni Bragason. Miðar verða seldir við innganginn og er miðaverð á hvern viðburð 2000 kr. en 1000 kr. fyrir eldri borgara og nemendur. Eftir tónleikana verður hægt spjalla við tónlistarmennina yfir léttum veit- ingum. Síðsumartónleikar Þjóðmenningarhússins Tónleikaröðin hefst með aríum úr ítölskum óperum Flytjendur Antonia Maria Emanuela Palazzo og Paolo Scibilia. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 LAGER SALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.