Morgunblaðið - 27.08.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.08.2012, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hrúturinn er félagslyndur, léttur í skapi og fullur verndartilfinninga í dag. Sam- ræður við maka og nána vini einkennast af gleði og hressleika. 20. apríl - 20. maí  Naut Að undanförnu hefur þér fundist þú þurfa að taka eitt skref aftur á bak fyrir hver tvö skref sem þú tekur fram á við. Gefðu þér tíma til að stunda innhverfa íhugun. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú tekur reglur ekki alvarlega, og vilt geta samið um allt. Allt sem þú þarfnast er beint fyrir framan þig. Gagnrýni á aðra á yfirleitt við mann sjálfan. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekkert við því að gera þótt þú fáir ekki öllu ráðið um sérstakt verkefni. Upp- lagt er að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið eða fjölskylduna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er óhætt að láta hugboð þitt ráða, því oftar en ekki dettur þú ofan á réttu lausn- ina svona fyrirhafnarlaust. Deildu einhverju persónulegu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er góð regla að skrifa niður verk- efnalistann þegar margt er á döfinni. Reyndu ekki að leysa verkin fyrr en þú hefur kynnt þér allar hliðar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst þú þurfa að fá sérstaka við- urkenningu fyrir framlag þitt. Það er merki- legt hvað eitt lítið bros eða handtak getur flutt mikil skilaboð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Viðleitni þín til að bæta heimili þitt veitir þér ánægju. Gættu þess bara að ganga ekki fram af sjálfum þér og að gera ekki of miklar kröfur til annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum stendur maður frammi fyrir fleiri möguleikum en hægt er að sinna. Farðu þér ögn hægar svo þér takist að leiða öll mál til lykta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er komið að því að menn taki eftir framlagi þínu. Oft koma menn ekki til dyranna, eins og þeir eru klæddir og þá er betra að hafa varann á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur auga fyrir því hvernig leysa má verkefni á einfaldan og réttan máta og þann hæfileika að gefa skýr fyrirmæli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur varla beðið eftir að segja öðrum frá einhverri uppgötvun sem þú hefur gert í starfi. Aðalatriðið er þó að halda sjálf- um sér í jafnvægi og tilbúnum til að takast á við hlutina. Þegar Ragnhildur dóttir mín varlítil vorum við einhverju sinni ein heima og hún átti að vera sofnuð. Þá gerðist þetta: Það marrar í dyrum, litlir fætur læðast svo lágt og hljótt að engan gruni það. Með hjartslátt kýs sér hurð að felustað. Í heimi barnsins ævintýri fæðast. Ég var töluvert upp með mér af vísunni og fór með hana fyrir Ara Jósefsson næst þegar við hittumst. Hann lét sér fátt um finnast. Við hrósuðum ógjarna vísum hvor ann- ars. Síðasta hendingin væri út í hött og myndin splundraðist. Ég varð að viðurkenna að hann hafði mikið til síns máls – en fyrir vikið þykir mér hálfu vænna um vísuna en áður! Löngu síðar gerðist það í ágústhlýindum eins og núna að þau hjónin Anna Ívarsdóttir og Þórarinn Guðmundsson tónskáld heimsóttu okkur Kristrúnu á Akureyri og við fórum í Vaglaskóg. Þórarinn rölti um skóginn með Pétri syni okkar og kallaði „Þórarins Pétursgötur“ hvar sem þeir fóru. Síðan bað Þórarinn mig að yrkja um þá frændurna en hann kompóneraði og gerði ég það, en var sólarhring að ná annarri hendingunni: Sólin dátt á himni hló horfði á jarðartetur þar sem gengu um grænan skóg gamalt skáld og Pétur Þetta fór ég að hugsa um, eftir að ég rifjaði upp hér í Vísnahorni þær vísur sem Jónas Hallgrímsson orti í æsku. Og nú tók ég Ljóðmæli Svein- bjarnar Egilssonar mér í hönd og datt niður á fyrstu vísuna sem skáld- ið kvað. Hann var þá 10 eða 11 ára: Árni karl er villtur víst verr en nokkur sauður; heldur hver ein hringarist hann sé nærri dauður. Barnavísur Sveinbjarnar kannast allir við eða kunna, einkanlega þær sem hann kvað við Kristínu dóttur sína: Kristín litla, komdu hér með kalda fingur þína; ég skal bráðum bjóða þér báða lófa mína. Og: Eitthvað tvennt á hné ég hef, heitir annað Stína hún er að láta lítið bréf í litlu nösina sína. Og: Fuglinn segir bí, bí, bí, bí bí segir Stína; kvöldúlfur er kominn í kerlinguna mína. Og: Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan glugga; þarna siglir einhver inn ofurlítil dugga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gamalt skáld og Pétur G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r HVAÐ ÞARF ÉG AÐ SEGJA ÞAÐ OFT? ENGAR RÁNSFERÐIR Á MATARBORÐINU! EN VIÐ ERUM VÍKINGAR! ÞÚ HELDUR AÐ ÞAÐ SÉ NÓG AÐ VERA Í MEÐALLAGI, EKKI SATT? EN ÞAÐ ER ÞAÐ EKKI! HVERNIG VÆRI HEIMURINNÍ DAG EF ALLIR SÆTTU SIG BARA VIÐ AÐ VERA Í MEÐALLAGI? HVERNIG ER HEIMURINN Í DAG? MENN, NÚ ERUM VIÐ Í VANDA! Í SVONA AÐSTÆÐUM VERÐUR MAÐUR AÐ LÍTA Á BJÖRTU HLIÐARNAR ... HVAÐA BJÖRTU HLIÐAR? VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ RÓA MEIRA. GOTT KVÖLD, ÉG HEITI JENS OG VERÐ ÞJÓNNINN YKKAR Í KVÖLD. ÞETTA ERU JÓNÍNA, KONAN MÍN OG SARA DÓTTIR OKKAR, FRÍÐA TENGDAMÓÐIR MÍN OG BJÖRN, MAÐURINN HENNAR, OG FORELDRAR MÍNIR, BERGLIND OG JÓN. Víkverji las fyrir helgi frétt um ung-an mann sem hafði velt bíl sínum og komist við illan leik upp á veg til að leita hjálpar. Það gekk þó ekki eins vel og ætla mætti, því bílstjórar ýmist sveigðu frá honum eða hægðu á sér til að skoða, en brunuðu svo áfram. x x x Í þessu tilfelli hefði getað farið verr.Ungi maðurinn þurfti vissulega á læknishjálp að halda, en lifði slysið af. x x x Kæruleysi þessara bílstjóra er ekk-ert einsdæmi. Of margar sögur eru til af slíku skeytingarleysi gagn- vart lífi samborgarans. x x x Viðurlög við því að koma ekki þeimtil hjálpar, sem á þurfa að halda, eru breytileg eftir alvarleika slyss, en í þessu tilfelli sýnist Víkverja (sem er reyndar ekki lögfróður) að refsingin geti verið allt að tveggja ára fangelsi. x x x En ætti virkilega að þurfa að hótafangelsi, til að við aðstoðum ekki þá sem þurfa bersýnilega á hjálp að halda við slíkar aðstæður? Ætti þetta ekki að vera jafnsjálfsagt og að svara í símann þegar hann hringir? Jafnvel sjálfsagðara? Er það ekki hluti af því að vera mannlegur? x x x Réttlætingar sem fólk notar við slíktilfelli eru af mörgum toga. Fyrir skömmu heyrði Víkverji af konu sem stoppaði ekki þar sem bíll hafði oltið heldur hringdi í lögregluna. Réttlæt- ingin? x x x Jú, hún var með börn í bílnum ogvildi ekki valda þeim hugarangri. Þess í stað kenndi hún þeim að láta sig ekki varða um líf annarra. x x x Illa getur Víkverji skilið slík rök. Mín-útur skipta máli. Það vildi reyndar þeirri konu til happs að bílstjóri oltna bílsins lifði slysið af, en hefði hann þurft á neyðarhjálp að halda hefði það getað farið öðruvísi. Lögreglan hefði getað komið að líki. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is VEISLUBAKKI Tilvalinn fyrir fundi og samkomur Verð 7.500 kr með brauði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.