Morgunblaðið - 27.08.2012, Síða 29

Morgunblaðið - 27.08.2012, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Strumparnir eru í hanskahólfinu í bílnum og fá ansi oft að hljóma en heima er það eðaltónlist úr Rúv- stöðvunum báðum – hef ekki enn komið því í verk að setja tónlist í ipoddinn minn! Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Leonard Cohen – Ten New Songs. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Er alls ekki viss – uppgötvaði tón- list seint og um síðir, var mest að smala kindum í denn en varð fyrir uppljómun þegar Stan Getz var kynntur fyrir mér (ekki maðurinn persónulega sko). Keypti mér fljót- lega plötu með honum og Gilberto á Akureyri. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Úllen dúllen doff – kann hana utan að eða kunni... Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Chavela Vargas eða Cesária Évora (lifandi). Hvað syngur þú í sturtunni? Hvíta máva og svoleiðis ljúfmeti. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstu- dagskvöldum? Pixies ef það á að vera stuð! En hvað yljar þér svo á sunnu- dagsmorgnum? Bo Kaspers Orkester á alltaf vel við. Í mínum eyrum María Pálsdóttir leikkona Pixies ef það á að vera stuð! Morgunblaðið/Golli Strump María Pálsdóttir leikkona er með Strumpaplötu í bílnum. Cesária Évora. Fusiontónlist áttunda ára-tugarins var gríðarlegavinsæl tónlistarstefna ásínum tíma. Þetta er bræðingur úr djassi, funk-, soul- og popptónlist, stundum þungur og tor- meltur en einnig léttur og aðgengi- legur, hljóðrás fyrir lyftur og veit- ingastaði. Í gegnum helstu fulltrúa fusiontónlistar, eins og Weather Re- port, Herbie Hancock og marga fleiri, fékk ég minn hluta af tónlist- aruppeldi mínu. Jakob Frímann Magnússon er sá Íslendingur, ásamt liðsmönnum Mezzoforte, sem tekist hefur einna best upp við fusion- tónlistina. Á sínum tíma voru plötur Jakobs, Special Treatment og Jack Magnet á við það besta sem fram- leitt var í bræðingstónlistinni. Í ný- legu viðtali við Árna Matthíasson í Sunnudagsmogganum rakti Jakob sögu sína í Kaliforníu, þar sem hann ungur maður kynntist snillingum fu- siontónlistar, „það var eins og að detta inn í himnaríki“. Það var skemmtilega til fundið á Jazzhátíð 2012 að rifja upp fusion- tónlist Jack Magnet, einskonar aukasjálfs Jakobs með úrvalsliði tónlistarmanna. Til veislunnar höfðu einnig verið boðnir góðir gestir að utan, sjálfur Paul Brown frá Kali- forníu, mikilsvirkur smooth-djass- pródúsent og velgjörðarmaður Jak- obs frá Ameríkuárum hans. Einnig kom Friðrik Karlsson gítarleikari frá Englandi. Saman buðu Paul Brown og Friðrik upp á mikla gít- arveislu fyrir hlé með aðstoð liðs- manna Moses Hightower og Péturs Grétarssonar, sem sáu um undirleik. Brown er frábær gítarleikari og smitar alla með fölskvalausri spila- gleði sinni, en ekki var síður gaman að heyra í Friðriki Karlssyni, sem er einfaldlega gítarsnillingur. Eftir hlé steig loks Jack Magnet- sveitin á svið og flutti nokkur lög af fyrstu plötum Jakobs. Með Jakobi spiluðu úrvalshljóðfæraleikarar, þeir Einar Scheving á trommur, Ró- bert Þórhallsson á bassa, Jóel Páls- son á tenórsaxófón og Pétur Grét- arsson á bongótrommur. Sjálfur skipti Jakob sér á milli píanóa og synthesizer, auk þess að syngja. All- ur tónlistarflutningur var traustur og góður, þó aðeins Jóel næði sömu hæðum og gítarsnillingarnir fyrir hlé. Uppklappslag kvöldsins var Meet Me After Midnight, klassískur fusionsmellur Jakobs undir áhrifum Steely Dan. Þegar fyrirhugað Jack Magnet- kvöld var kynnt fyrir nokkrum vik- um, vaknaði smá von í mér að ef til vill yrði það upphaf að nýjum fusion- kafla í lífi hins fjölhæfa tónlistar- manns og menningarmálafrömuðar Jakobs Frímanns Magnússonar. Engar vísbendingar komu fram um það að þessu sinni. Meiri líkur eru á að þeim kafla sé endanlega lokið og að kvöldið hafi aðeins verið tækifæri til að ferðast aftur til fortíðar og sem slíkt heppnaðist það vel. Morgunblaðið/Sigurgeir Gítarsnillingar „Allur tónlistarflutningur var traustur og góður, þó aðeins Jóel næði sömu hæðum og gítarsnilling- arnir fyrir hlé,“ segir m.a. í gagnrýni um tónleika Jack Magnet. Hér sjást Paul Brown og Friðrik Karlsson í sveiflu. Bræðingur Jack Magnet Silfurberg í Hörpu Jack Magnet Quintet, Paul Brown og Friðrik Karlsson bbbmn Tónleikar Jack Magnet Quintet, Pauls Brown, Friðriks Karlssonar o.fl. á Jazzhátíð Reykjavíkur, 25. ágúst. ÖRN ÞÓRISSON TÓNLIST  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL 60.000 GESTIR STÆRSTA MYND SUMARSINS STÆRSTA MYND WB ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ÁLFABAKKA 7 L L L 12 12 12 12 BABYMAKERS KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D STEP UP KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D BRAVE ÍSL TAL KL. 5:50 3D BRAVE ÍSL TAL KL. 5:50 2D BRAVE ENS TAL KL. 8 2D SEEKING A FRIEND KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT KL. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT LUXUS VIP KL. 6 - 10 VIP 7 L 12 12 12 KRINGLUNNI DARK KNIGHT KL. 5:30 - 9 2D BABYMAKERS KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D STEP UP KL. 8 2D BRAVE ÍSL TAL KL. 5:50 2D MAGIC MIKE KL. 10:20 2D DARK KNIGHT KL. 8 - 10:10 2D THE BABYMAKERS KL. 5:40 - 8 2D STEP UP KL. 5:40 - 8 2D STEP UP ÓTEXTUÐ KL. 10:30 3D TOTAL RECALL KL. 8 2D BRAVE ENS TAL KL. 10:20 2D BRAVE ÍSL TAL KL. 5:30 3D BRAVE ÍSL TAL KL. 5:50 2D EGILSHÖLL 12 12 12 L L L 7 7 7 L L L 12 AKUREYRI BRAVE ÍSL TAL KL. 6 3D STEP UP 4 KL. 8 BATMAN KL. 10:10 2D BABYMAKERS KL. 6 - 8 SEEKING A FRIEND KL. 10:10 12 7 16 KEFLAVÍK EXPENDABLES 2 KL. 10:10 BABYMAKERS KL. 8 - 10:10 2D STEP UP REVOLUTION KL. 8 „Maður verður að sja þessa mynd aftur, það er svo mikið að ske að eitt skipti er ekki nóg, allavega fyrir mig.“ JON GUNNARSSON KVIKMYNDAUNNANDI… FRÁBÆR GRÍNMYND Sýnd með íslensku og ensku tali – sýnd í 2D og 3D Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up.  - Miami Herald  - Rolling Stone  - Guardian  - Time Entertainment  b.o. magazine  e.t. weekly STEVE CARELL KEIRA KNIGHTLEY MÖGNUÐ DANSATRIÐI! BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI TIL ÞESSA VINSÆLASTA DANSSERÍA ALLRA TÍMA Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga frá 11-16 NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.