Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  224. tölublað  100. árgangur  VÍKINGUR HEIÐAR BREGÐUR LJÓSI Á GOULD VINNUVÉLA- NÁMSKEIÐ FYRIR BÆNDUR HÆTTA AÐ TELJA EFTIR 40 FISKA BÍLAR 8 SÍÐUR STRANDSTANGVEIÐI 10ÓLÆKNANDI RÓMANTÍKER 30  Hrólfur Ölvis- son, fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins, segist hafa haft sam- band við Hösk- uld Þór Þór- hallsson sl. fimmtudag og greint honum frá því hvað væri á döfinni hjá flokknum í Norð- austurkjördæmi. Hann hefði jafn- framt beðið Höskuld að halda trún- að um það. Höskuldur hefði því vitað að Birkir Jón Jónsson væri að hætta á þingi og að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlaði að bjóða sig fram í kjördæminu. Hrólf- ur kveðst ekki hafa tilgreint hvaða sæti Sigmundur myndi sækjast eft- ir. Það væri frambjóðendanna að ákveða sæti sem þeir sæktust eftir. Höskuldur vísaði því á bug í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði vitað af fyrirætlan Sigmundar fyr- irfram. Í tilkynningu sem Hösk- uldur sendi í gær segir að hann hafi heyrt af ætlun Birkis Jóns á fundi á Sauðárkróki sl. laugardag og síðan heyrt um ákvörðun Sigmundar í símtali eftir fundinn. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 í gær- kvöldi segir Höskuldur fullyrðingu Hrólfs ranga. »12 Segja Höskuld hafa vitað um áform Sig- mundar Davíðs Hrólfur Ölvisson Álagning veiðigjalda » Álagning vegna aflamarks sem úthlutað var 1. september fellur í gjalddaga með fjórum jöfnum greiðslum ár hvert, þ.e. 1. okt. sama árs, 1. janúar, 1. apríl og 1. júlí næsta árs. » Veiðigjald á aflamark sem úthlutað er eftir 1. september er lagt á þegar úthlutað er í viðkomandi tegund, skv. upp- lýsingum Fiskistofu. » Greiða á 9,50 kr. í almennt veiðigjald fyrir hvert þorsk- ígildiskíló af öllum afla. Í sér- stakt veiðigjald á að greiða 23,20 krónur fyrir hvert þorsk- ígildiskíló í botnfiskafla og 27,50 kr. fyrir hvert þorsk- ígildiskíló í uppsjávarfiski. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fiskistofa er að ljúka álagningu veiðigjalda fyrir nýbyrjað fiskveiði- ár. Reikningurinn til útgerðarinnar sem er á gjalddaga á mánudag, 1. október, gæti verið um þrír millj- arðar króna, samkvæmt upplýsing- um Eyþórs Björnssonar fiskistofu- stjóra. Sérstakt veiðigjald er nú lagt á í fyrsta skipti. Heildargreiðslur í veiðigjöld vegna aflamarks sem úthlutað hefur verið á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september, nema tæplega 10,5 milljörðum króna. Í sérstaka veiði- gjaldið, sem samþykkt var að leggja á með lögum frá Alþingi síðastliðið vor, á að greiða 7.323 milljónir og 3.159 milljónir í almenna veiðigjald- ið, samkvæmt upplýsingum Eyþórs. Aflamarki hefur ekki verið út- hlutað í verðmætum uppsjávarteg- undum eins og loðnu, norsk-ís- lenskri síld og kolmunna, en þar er miðað við almanaksárið í úthlutun og ekki liggur fyrir hver makríl- kvóti Íslendinga verður á næsta ári. Óvissa er um stöðu einstakra stofna eins og t.d. loðnunnar og því liggur ekki fyrir hver veiðigjöld verða vegna veiða á þessum tegundum, en þau gætu numið 4-5 milljörðum króna. 420 milljónir vegna síðasta fiskveiðiárs Þessa dagana er verið að leggja á almennt veiðigjald á tegundir og flokka sem lagt er á eftir á vegna síðasta fiskveiðiárs og er það á gjalddaga í október. Eyþór áætlar að þessi upphæð nemi um 420 millj- ónum króna og þar er stærsti hlut- inn, eða um um 250 milljónir, vegna makrílveiða. Einnig má nefna strandveiðar, frístundaveiðar og gjald á veiddan afla tegunda utan kvóta á tímabilinu 1. ágúst 2011 til 31. júlí 2012. „Samtals verður reikningurinn sem við sendum út um mánaðamót- in að upphæð um þrír milljarðar króna,“ segir Eyþór. Hann segir að talsverð vinna hafi verið á Fiski- stofu samfara upptöku sérstaks veiðigjalds, en nú sjái fyrir endann á þeirri vinnu. Reikningur upp á þrjá milljarða  Fyrsti gjalddagi veiðigjalda á mánudag  Óvissa varðandi uppsjávartegundir Morgunblaðið/Golli Menntun Viðvarandi skortur er á fagmenntuðu fólki í málmiðnaði. Auka þarf á næstu átta árum menntun um 30 þúsund Íslendinga á aldrinum 25 til 64 ára, sem ekki hafa lokið formlegu framhalds- námi, ef ná á því markmiði stjórn- valda og samtaka á vinnumarkaði að hlutfall þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnskólanámi verði komið niður í 10% fyrir árið 2020. Misgengi er á milli atvinnulífs og menntunar því um leið og á ní- unda þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir er skortur á fólki sem hefur aflað sér mennt- unar í ýmsum greinum, s.s. í verk- og tæknigreinum. Um helmingur atvinnulausra hefur eingöngu lokið grunnskólanámi. Hið sama á við um þriðjung þeirra sem eru á vinnumarkaði. Markmiðið um að ná hlutfalli þeirra sem eru án viðurkenndrar starfs- og framhaldsskólamenntun- ar niður í 10% á rætur í sam- komulagi sem gert var 2008 og er eitthvert mesta menntaátak sem þjóðin hefur sett sér að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Út- skriftir úr framhaldsskólum eru enn fjarri þessu markmiði. » 14 Mennta þarf tugþúsundir  Efla þarf menntun 30.000 fullorðinna til að ná settu markmiði  Í kjölfar fréttar Morgun- blaðsins í liðinni viku um að tveir stórir erlendir aðilar, þar á meðal Deutsche Bank, hefðu á þessu ári fengið að skipta um 18 milljörðum króna yfir í gjaldeyri, ætlar umsvifamikill innlendur fjár- festir að fara þess á leit við Seðla- bankann að félag í hans eigu, sem á krónur hér á landi, fái heimild til að skipta þeim yfir í evrur. Verði þeirri beiðni hafnað hyggst hann leita réttar síns. »16 Vill líka fá að skipta krónum í evrur Í Noregi er nú unnið að því að draga úr miðstýringu í heilbrigðiskerfinu. Tor Åm, framkvæmdastjóri norska heilbrigðisráðsins, er hér á landi og hélt í gær erindi á Grand hóteli þar sem hann kynnti nýjar áherslur Norðmanna í heilbrigðismálum. Åm segir að biðlistar eftir heil- brigðisþjónustu í Noregi hafi styst um helming frá því að ný stefna í heil- brigðismálum tók gildi um síðustu áramót. Aukin áhersla er nú á að sveitarfélög sinni heilbrigðisþjónust- unni og litið svo á að hlutverk ríkisins sé meðal annars að styðja þjónustu sveitarfélaganna. Sveitarfélög í Noregi veita nú heilbrigðisþjón- ustu allan sólar- hringinn. Norð- menn hafa um árabil unnið að lagfæringum á heilbrigðisþjón- ustunni. Áhersla þeirra í dag miðast við þarfir notenda á hverju svæði og stefna sjúkrahúsa er ákveðin í samráði við sjúklinga og sveitarfélög. ipg@mbl.is »7 Biðlistar í Noregi hafa styst um helming Tor Åm Hjólreiðamönnum hefur fjölgað til muna á örfáum árum. Fleiri krefjast því góðra hjólreiðastíga og hafa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu lagt marga nýja stíga til að auðvelda hjólreiðamönnum að komast leiðar sinnar. Við Herjólfsgötu í Hafnarfirði virðist sem bæjaryfirvöld hafi farið heldur of geyst. Stígnum hefur verið skipt í tvennt en á þeim hluta sem ætlaður er hjólreiðamönnum stendur staur með umferðarskilti sem varar ökumenn við hraðahindrun. Ekkert varar hins vegar hjólreiðamenn við skiltinu og eftir því sem skyggja tekur hlýtur hættan á slysum að aukast. Kapp er best með forsjá Morgunblaðið/Golli Hraðahindrun á hjólastíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.