Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 milljarðar króna. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var féð milli- fært af reikningnum yfir í gjaldeyri á öðrum ársfjórðungi í kjölfar þess að eignarhaldsfélagið Pera, dótturfélag Lýsingar, greiddi um 35 milljarða af skuld sinni við Deutsche Bank um miðjan marsmánuð síðastliðinn. Hluti þeirrar greiðslu var fjármagn- aður með sölu á gjaldeyri fyrir ís- lenskar krónur í upphafi ársins, á op- inberu gengi Seðlabankans, en við síðustu áramóti átti Pera ríflega 13 milljarða króna í erlendri mynt. Fram kom í frétt Fréttablaðsins síðastliðinn föstudag, þar sem sagt var frá því að Deutsche Bank hefði farið úr landi með 15 milljarða eftir að hafa fengið umrædda greiðslu frá Lýsingu, að Seðlabanki Íslands segði „enga undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál hafa verið veitta vegna þessa“. Morgunblaðið leitaði eftir svörum frá Arion banka hvort bankanum væri heimilt að millifæra milljarða króna, sem einhver tiltekinn aðili, hvort sem hann væri innlendur eða erlendur, ætti á innstæðureikningi í bankanum yfir í gjaldeyri án þess að fyrir lægi sérstök heimild hjá Seðla- bankanum fyrir slíkri færslu. Í skrif- legu svari frá bankanum kom ein- ungis fram að hann „framkvæmi umbeðnar símgreiðslur og gjaldeyr- isviðskipti sé heimild til þess sam- kvæmt lögum um gjaldeyrismál eða samkvæmt undanþágu frá Seðla- banka Íslands“. Spurning um mismunun Viðmælendur Morgunblaðsins telja hins vegar ljóst að slík milli- færsla geti ekki, samkvæmt lögum um gjaldeyrismál, farið fram nema að undangenginni heimild frá Seðla- banka Íslands. Þrátt fyrir að Seðla- bankinn geti vísað til þess, eins og hann gerði í athugasemd við frétt Morgunblaðsins í síðustu viku, um að „engar undanþágur sem geta haft alvarleg áhrif á stöðugleika krón- unnar hafa verið veittar til kaupa á gjaldeyri fyrir krónur til að flytja úr landi“ – í ljósi þess að Pera hafði selt jafnt magn af gjaldeyri til Seðla- bankans – þá er það mat þeirra við- mælenda sem Morgunblaðið leitaði til að Deutsche Bank hafi þurft sér- stakt samþykki eða undanþágu frá Seðlabankanum til að geta millifært féð af reikningi Arion banka. Einn viðmælandi Morgunblaðsins, sem á umtalsverða fjárhæð í krónum á innstæðureikningi hér á landi, seg- ir að þetta veki upp spurningar um mismunun þegar útvaldir erlendir aðilar virðast fá undanþágu frá fjár- magnshöftum. „Það þýðir ekki að leyfa einum aðila, í miðjum gjaldeyr- ishöftum, að standa upp frá borðinu, og fara út með gjaldeyri. Það væru margir reiðubúnir að gera slíkt hið sama á nánast hvaða gengi sem er.“ Seðlabankinn gat ekki svarað því á hvaða gengi viðskipti Deutsche Bank fóru fram þegar Morgunblaðið sendi fyrirspurn á bankann þess efn- is í síðustu viku. Deutsche Bank þurfti undan- þágu fyrir milljarða færslu  Fjárfestir hefur óskað þess að félag í hans eigu fái að skipta krónum í evrur AFP Deutsche Bank Millifærði 15 milljarða króna yfir í gjaldeyri á öðrum árs- fjórðungi. Heimildir Morgunblaðsins herma að slík færsla krefjist undanþágu. Fjármagnshöft » Þótt 15 milljarða millifærsla Deutsche Bank, úr krónum yfir í gjaldeyri, hafi ekki raskað gengisstöðguleika, er það mat lögmanna að bankinn hafi engu að síður þurft undanþágu fyrir færslunni. » Innlendur fjárfestir hefur í kjölfarið farið fram á það við Seðlabankann að félag í hans eigu, sem á krónur, fái heimild til að skipta þeim yfir í evrur. FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Til að geta millifært milljarða ís- lenskra króna yfir í gjaldeyri í því augnamiði að flytja fjármagnið úr landi þarf sérstaka undanþágu frá lögum og reglum sem gilda um gjaldeyrismál svo hægt sé að heimila slíka millifærslu. Þetta er samdóma álit lögmanna sem Morgunblaðið leitaði til og þekkja vel til laga og reglna um fjár- magnshöft, en þeir benda ennfremur á að það skipti ekki máli í því sam- hengi hvort sambærileg upphæð í erlendri mynt hafi komið inn í landið og gengisstöðugleika því ekki ógnað; það sé eftir sem áður alveg skýrt að slíkar fjármagnshreyfingar séu óheimilar nema til staðar sé undan- þága frá Seðlabankanum. Í kjölfar fréttar Morgunblaðsins í síðustu viku um að tveir stórir er- lendir aðilar, þar á meðal Deutsche Bank, hafi fyrr á þessu ári fengið heimild frá Seðlabankanum til að skipta um 18 milljörðum króna yfir í gjaldeyri, hefur blaðið heimildir fyr- ir því að einn umsvifamikill innlend- ur fjárfestir hafi farið þess á leit við Seðlabankann að félag í hans eigu, sem á krónur hér á landi, fái heimild til að skipta þeim yfir í evrur. Verði þeirri beiðni hafnað hyggst hann leita réttar síns á grundvelli þess að bankinn gæti ekki jafnræðis þegar veittar eru undanþágur frá höftun- um. Gjaldeyrir var seldur Fjárhæðin sem um ræðir í tilfelli þýska bankans, sem var á innstæðu- reikningi í Arion banka, var um 15 Í dag standa skapandi greinar undir um 4% af vergri landsframleiðslu og um 25% landsmanna tengjast slíkum verkefnum. Í viðtali við Bloomberg- fréttaveituna segir Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, að á næstu 15 til 20 árum stefni í að 30% af landsframleiðslunni verði vegna skapandi greina. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins eru meira en 7.000 fyrir- tæki starfandi sem tengjast skapandi greinum. Meðal þeirra eru fyrirtæki eins og Latibær, sem hefur nú selt sýningarréttinn að samnefndum sjónvarpsþáttum til yfir 180 landa. Haft er eftir Magnúsi Scheving, stofnanda og forstjóra fyrirtækisins, að hann vari við hækkun ferða- mannaskatta og tilraunum Seðla- bankans til að styrkja krónuna. Segir hann stjórnmálamenn og stjórn- málaflokka vera helstu ógn við skap- andi greinar og að gengisstyrking krónunnar muni leiða til hruns í iðn- aðinum. Einnig er rætt við Helgu Margréti Reykdal hjá True North, sem segir að heildartekjur vegna kvikmynda- verkefna á vegum fyrirtækisins í ár nemi um þremur milljörðum króna og segir hún þetta vera töluverða inn- spýtingu fyrir hagkerfið, sérstaklega í ljósi margföldunaráhrifa. Ágúst telur að vægi skapandi greina muni á næstu árum aukast mjög mikið og nefnir hann sem dæmi í því samhengi áherslu ríkisstjórnar- innar á þessa uppbyggingu að kvik- myndaframleiðendur fái 20% endur- greiðslu af framleiðslukostnaði hérlendis. Telur hann að ríkið muni þrátt fyrir endurgreiðsluna fá um fimm krónur til baka í formi skatt- greiðslna fyrir hverja eina krónu sem er endurgreidd. Skapandi greinar í uppsveiflu  Gæti orðið 30% af landsframleiðsl- unni  Styrking krónunnar ógn Ljósmynd/Pétur Kristjánsson Ben Stiller Kvikmyndaframleið- endur fá 20% endurgreiðslu. ● Icelandair Group hefur ákveðið að auka framboð í millilandaflugi um 15% á næsta ári. Áætlað er að þetta fjölgi farþegum um 250 þúsund. Tveimur Boeing 757 flugvélum verður bætt við flugflotann. Flugáætlun millilandaflugs Ice- landair Group fyrir árið 2013 verður sú stærsta í sögu félagsins. Gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði hátt í 2,3 milljónir á árinu 2013, en sam- kvæmt áætlunum verða þeir rétt yfir 2 milljónum á árinu 2012. Eykur framboð um 15% Icelandair 2013 verður það stærsta. ● Alls var 113 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á tímabilinu 14. sept- ember til og með 20. september. Þar af voru 86 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um sérbýli og 8 samn- ingar um annars konar eignir en íbúðar- húsnæði. Heildarveltan var 3.283 millj- ónir króna og meðalupphæð á samning 29,1 milljón króna, samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 7,3% á höfuðborgarsvæðinu. 113 fasteignir seldar Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,11.02 +,0.13 ,+.2+0 ,+.20, +4.//- +-,.+ +.343 +51.0, +35./+ +,2.10 ,1+.+- +,0.2, ,+.2/5 ,+.3,3 +4.4,4 +-,.2/ +.3450 +5+.+5 +01.+0 ,14./33/ +,2.-0 ,1+.0, +,0./5 ,+.32, ,+.344 +4.44- +-,.42 +.352, +5+./0 +01.0+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á David Miliband, fv. utanríkisráðherra og fv. umhverfisráðherra Breta, í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands. David Miliband, fv. utanríkisráðherra og fv. umhverfisráðherra Breta, flytur fyrirlestur í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. september 2012 klukkan 12.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ber heitið The Future of Europe: Economics, Politics and Identity. David Miliband er stjórnmálafræðingur að mennt og nam m.a. í Oxford og við MIT í Boston. Hann var stjórnandi stefnumótunar hjá Tony Blair í aðdraganda þingkosninganna 1997 og eftir sigur Verkamannaflokksins gegndi hann veigamiklu hlutverki við stefnumótun ríkisstjórnar Blairs til ársins 2001. David Miliband var kjörinn á þing árið 2001 og varð ráðherra skólamála ári síðar; árið 2006 varð hann umhverfisráðherra og árið 2007 utanríkisráðherra, þá aðeins 41 árs gamall. Opinn fyrirlestur: Framtíð Evrópu – efnahagslíf, stjórnmál og sjálfsmynd PIPA R \ TBW A • SÍA • 122690 Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á www.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.