Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Ferðaþjónustan hefur fengið að heyra að alltof lítil framlegð sé í greininni. Stjórn- völd skildu málið svo, að gistiþáttur ferða- þjónustunnar þyrfti á meiri skattheimtu að halda. Eftir heróp mikið í fjármálaráðu- neytinu var lagst til at- lögu við þessa litlu framlegð og skatt- heimta aukin um 3 milljarða á gist- ingu í nýju fjárlagafrumvarpi. Hvernig það eykur framlegðina er vandséð. Meiri skynsemi Það er miklu líklegra til árangurs að innheimta nefskatt á hvern ferða- mann sem til landsins kemur. Þetta er gert í sambærilegum löndum eins og Aserbaídsjan, Úganda, Kongó og jafnvel Bandaríkjum N-Ameríku svo aðeins fá dæmi séu nefnd. Skattur upp á tíu þúsund krónur (60EUR/80$) á hvert erlent nef sem kæmi til landsins, til skemmri dvalar en 3 mánaða, myndi skila ferðaþjónustunni sex milljörðum í tekjur. Þar sem ferðaþjónustan skapar þessi verðmæti þá er eðlilegt að ferða- þjónustan njóti nef- skattsins. Hvað er ferðaþjón- ustan? En tilgangur auk- innar skattheimtu á gistingu var að fá fé í ríkiskassann. Auðvitað átti ekki að nota eina krónu til að byggja upp betri ferðaþjónustu. En með því að skattleggja nefskattinn um 33% fengjust 2 milljarðar beint í rík- iskassann. Afgangurinn rynni til ferðaþjónustunnar. Enginn kostn- aður, engin óánægja. Ferðamenn vilja borga til uppbyggingar betri þjónustu við ferðamenn en alls ekki í spillta ríkiskassa. Og ferðaþjónustan hefði 4 milljarða til að byggja upp betri þjónustu. Auk þess gæti hið opinbera með góðri samvisku hætt öllum styrkjum og ölmusum til vina Skattlagning ferða- þjónustu: betrum- bót fyrir skattmann Eftir Sigurjón Benediktsson Sigurjón Benediktsson Fyrirsögn á grein í Fréttablaðinu 11. sept. sl. vakti athygli: „Klók leið ríkisstjórn- arinnar …“ og við lest- urinn kom í ljós að nú- verandi ráðherra (ÖS) þurfti að slá til riddara núverandi ríkisstjórn með því að gera lítið úr stjórnarandstöðu- flokki. Og fræðandi að lesa upphaf grein- arinnar svohljóðandi: „Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að end- urgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga ein- staklinga …“ Það varð hvati að auknum við- skiptum að skatturinn var lækkaður og í greininni segir ennfremur: „Hátt í annað þúsund ársverk urðu til vegna þessarar djörfu ákvörð- unar sem ríkisstjórnin tók …“. Djörf ákvörðun þegar skattar eru lækk- aðir og fólk fær úr meiru að spila. Það er merkilegt að skoða þetta í því ljósi að þessi sama ríkisstjórn er nú að hækka skatta á almenning með því að færa virðisaukaskatt á gisti- þjónustu úr 7% flokki í 25,5% flokk. Allar alvöru athuganir segja að við hækkun muni skatttekjur dragast saman. Störfum muni fækka og ríkissjóður fá minni tekjur. Ef ferða- mönnum til landsins fækkar um 48 þúsund (áætlanir gera ráð fyrir því), hvað skyldu mörg þjónustustörf tapast? Fjörutíu og átta þús- und færri ferðamenn er til að byrja með 250 færri flugferðir til landsins. Hvað skyldi mörg dagvinnustörf þurfa til að þjóna 48 þúsund manns eftir að þeir koma til landsins – gisting, mat- ur, ferðir o.s.frv.? Ríkisstjórn Jó- hönnu, eftir þess djörfu byrjun skv. lýsingu ráðherrans, ætlar nú að kú- venda og nota skattalegar aðgerðir til að fækka störfum hérlendis. Það er líka djörf ákvörðun að fækka störfum með þessum hætti. Óskap- lega djörf ríkisstjórn í báðar áttir. Það eru ekki fyrirtækin í ferða- þjónustunni sem greiða þennan hækkandi virðisaukaskatt. Það er hinn almenni neytandi, innlendur sem erlendur, sem endanlega greiðir virðisaukaskattinn. Sumir setja þetta fram eins og það séu fyr- irtækin sjálf sem greiði þennan virð- isaukaskatt og nú sé lag að hækka þennan skatt þar sem vel ári hjá ferðaþjónustunni! Meira að segja háskólamenntað fólk talar á þann hátt, eins og það viti ekki eða vilji ekki vita hver endanlega greiðir skattinn. Ferðaþjónustufyrirtækin innheimta virðisaukaskattinn af hin- um almenna neytanda og skila til ríkissjóðs án greiðslu fyrir inn- heimtuþjónustuna. Þegar skatturinn vegna viðhalds fékkst endur- greiddur þá fjölgaði þeim sem létu vinna fyrir sig og fengu skattinn endurgreiddan. Fleiri störf urðu til. Ef skatturinn á gistiþjónustuna verður hækkaður þá eru færri sem vilja kaupa og skatttekjurnar minnka. Störfum fækkar. Þetta er nákvæmlega sama lögmálið sem ræður ákvörðunum skattgreiðand- ans – lægri skattur, meiri viðskipti – hærri skattur, minni viðskipti. Það breytir engu hverrar þjóðar skatt- greiðandinn er – þeir hugsa allir eins. Þegar D-flokkurinn var með fjár- málaráðherraembættið fyrir rúmum 50 árum var sú ákvörðun tekin að lækka innflutningstoll af kvenfatn- aði (silkisokkum?) um allt að 80% að mig minnir. Oftlega í ræðu og riti nefndi þáverandi fjármálaráðherra þá staðreynd, að skatttekjur rík- issjóðs vegna innflutnings á silki- sokkum urðu meiri eftir að skatt- urinn lækkaði en áður, meðan hann var 80% hærri. Þetta er svo einfalt lögmál hvernig viðskipti eru háð skattinnheimtu að það á enginn að koma nálægt ráðherraembættum fyrr en hann skilur hvernig skatt- heimta virkar á greiðandann. Ósk- andi væri að núverandi ríkisstjórn léti reynsluna frá fyrri tíð leiðbeina sér inn í framtíðina og stigi fast á skattabremsur. Við þurfum fleiri blaðagreinar frá núverandi ráðherrum um djörfung í skattamálum, því þá gæti verið von að það kviknaði ljós í hugum manna um áhrif lægri skatta. Klók leið ríkisstjórnar Eftir Sigurð Tómasson » Það eru ekki fyrir- tækin í ferðaþjón- ustunni sem greiða hækkandi virðisauka- skatt. Það er hinn al- menni neytandi, inn- lendur sem erlendur. Sigurður Tómasson Höfundur er endurskoðandi. Árið 2004 var merkisár í sögu sí- menntunar fyrir leikskólastarfs- menn á Suðurlandi. Þá gerði stjórn 8. deildar Félags leikskólakennara tilraun til að hafa haustþing fyrir alla starfsmenn leikskóla. Sú til- raun tókst svo vel að 5. október næstkomandi verður 9. haust- þing 8. deildar FL og FSL hald- ið á Hótel Sel- fossi. En hvað er haustþing? Þetta er spurning sem ég fæ mjög oft, svo koma fleiri spurningar: Má ég koma á haust- þing? Er ekki fróðlegt og skemmti- legt að hlusta á alla fyrirlestrana og fá alla þessa fræðslu á einum degi? Er ekki gaman að hitta leikskóla- starfsmenn af öllu Suðurlandi, bera saman bækur og læra af hinum? Geta aðrir haft haustþing? Haustþing er samkoma þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval áhugaverðra fyrirlestra sem nýtast starfsfólki leikskóla á einhvern hátt. Þetta árið verða fyrirlestrar og vinnustofur af ýmsu tagi. T.d. þjóð- fundur um leikinn, fyrirlestrar um áhrif ofbeldis, börn og sorg, sterka liðsheild, ADHD, stærðfræði, tón- list, stóreldhús, félagsfærni, læsi, útikennslu og hugmyndir leikskóla- barna um framtíðarstarf. Fólk get- ur valið um tvo til þrjá fyrirlestra. Í hádeginu er hlaðborð af fjöl- breyttum réttum og þarf því enginn að vera svangur. Þá er einnig hægt að nota tækifærið og spjalla við kunningja úr öðrum leikskólum og öðrum sveitarfélögum, bera saman bækur og fá fréttir. Það er hluti af fræðslu og menntun að fá að vita hvað aðrir eru að gera. Í anddyri hótelsins verða ýmis fyrirtæki með kynningar á kennslu- gögnum, t.d. VISS, Krummi, Jó- hann Helgi og co, Ísey og Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræð- ingur. Þar kennir ýmissa grasa og hægt að sjá margt skemmtilegt og fróðlegt. Það geta allir haft haustþing, en það kostar undirbúning og skipu- lagningu. Haustþingsnefndin kemur saman fljótlega eftir að haustþingi lýkur og byrjar að leggja drög að næsta þingi. Svo eru reglulegir fundir þangað til komið er að næsta haustþingi. Í haustþingsnefnd eru kjarna- konur með víðtæka reynslu. Saman reynum við að finna efni og fyr- irlesara sem vekja áhuga leikskóla- starfsfólks og bæta í fróðleikskistu þess. Haustþing er stór hluti af sí- menntunaráætlunum sveitarfélag- anna. Þetta er ódýr og þægilegur kostur fyrir sveitarfélögin og þarna er boðið upp á margs konar fróðleik á einum degi sem ekki býðst í hverri viku. Ég veit ekki hvernig er með aðra en ég fæ alltaf skemmti- leg fiðrildi í magann þegar nálgast haustþing. Ég vil hvetja alla, hvar sem þeir eru á landinu og hafa áhuga á menntun ungra barna, að kynna sér dagskrá haustþings 8. deildar FL og FSL, en hana má m.a. sjá á heimasíðu KÍ, www.ki.is Þingið er opið öllum sem áhuga hafa, skrán- ing er á netfanginu asthild- ur@arborg.is. SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, leikskólasérkennari og fulltrúi FSL í haustþingsnefnd. Haustþing leik- skólastarfsmanna á Suðurlandi Frá Sigríði Pálsdóttur Sigríður Pálsdóttir Bréf til blaðsins Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.