Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 27
hliða hagnýtri jarðhitaleit vann Axel
að umfangsmiklum eldfjallarann-
sóknum á Kröflusvæðinu, mælingum
á eiginleikum og gerð jarðskorp-
unnar undir Íslandi og var stunda-
kennari við HÍ um nokkurra ára
skeið.
Prófessor við HA á Akureyri
Axel var framkvæmdastjóri Vís-
indaráðs 1991-95, sem var ráðgjafi
stjórnvalda um vísindarannsóknir og
sá um rekstur Vísindasjóðs. Hann
vann um skeið að eldfjallarann-
sóknum á Norrænu eldfjalla-
stofnuninni og var ráðinn prófessor í
jarðvísindum og umhverfisfræðum
við HA árið 2000, fyrst við kenn-
aradeild en síðar við raunvís-
indadeild þegar raungreinanám var
að mestu fellt út úr kennaranáminu.
Axel og Hrefna, eiginkona hans,
höfðu faglega umsjón með og kenndu
við jarðhitadeild alþjóðlegs skóla,
RES-orkuskóla, sem var rekinn í
þrjú ár á Akureyri í tengslum við HA
og HÍ. Þetta var metnaðarfullt nám á
meistarastigi og útskrifuðu þau 40
nemendur með meistaragráðu í jarð-
hitafræðum.
Þessir nemendur eru flestir í dokt-
orsnámi eða í vinnu hjá jarðhitafyr-
irtækjum víða um heim og mikil-
vægir tengiliðir fyrir íslensk
fyrirtæki sem eru að hasla sér völl í
ráðgjafarstörfum erlendis
Axel var í mörg ár gestafyrirlesari
við alþjóðlegan jarðhitaskóla í Písa á
Ítalíu, fór sem jarðhitaráðgjafi SÞ og
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í
nokkrar ferðir, m.a. til Kenía, Kína
og Grænhöfðaeyja. Hann hefur setið
í ritstjórn nokkurra erlendra fag-
tímarita, verið formaður Jarðfræða-
félags Íslands, setið í ráðgjafarnefnd
Almannavarna ríkisins um náttúruvá
og setið í Vísindaráði. Hann hefur
verið fulltrúi Íslands í nokkrum
nefndum og ráðum á vegum Nor-
rænu ráðherranefndarinnar og á
vegum Evrópubandalagsins. Hann
var forseti Vísindafélags Íslendinga.
Axel hefur skrifað tugi fræðigreina í
erlend og innlend fagtímarit um jarð-
hita og eldfjallafræði. Hann hefur
samið kennsluefni og alþýðlegar
greinar um jarðvísindi og haldið fyr-
irlestra um rannsóknir sínar.
Axel segist aldrei hafa haft meira
að gera en einmitt nú er hann er að
láta af störfum sem prófessor: „Nú
þarfa að fara í lagfæringar á húsinu
okkar úti á Nesi og huga að viðhaldi á
sumarhúsinu í Húsafelli.
Ég kem auk þess til með að fylgj-
ast áfram með jarðhitarannsóknum
og veita jafnvel einhverja ráðgjöf en í
þessum efnum þarf ég sjálfur að
koma ýmsu á framfæri. Ég hef þess
vegna meira en nóg að gera.“
Fjölskylda
Axel kvæntist 17.10. 1964 Ástu
Vigbergsdóttur, f. 12.1. 1942, kenn-
ara. Foreldrar hennar voru Vigberg
Ágúst Einarsson og Elínborg Þórð-
ardóttir. Axel og Ásta skildu 1992.
Börn Axels og Ástu eru Björn Ax-
elsson, f. 16.3. 1967, landslags-
arkitekt hjá Reykjavíkurborg. Kona
hans er Helga Laxdal, fram-
kvæmdastjóri borgarstjórnar. Börn
hans eru Sólrún Ásta, f. 1997, og
Steinar, f. 2000; Egill Axelsson, f.
3.11. 1971, jarðfræðingur hjá Veður-
stofu Íslands. Kona hans er Halla
Sverrisdóttir bókmenntafræðingur
og eru börn þeirra Silja, f. 2004, og
Styrmir, f. 2007.
Seinni kona Axels er Hrefna Krist-
mannsdóttir, f. 20.5. 1944, prófessor
emeritus í jarðhitafræðum við HA,
dóttir Kristmanns Guðmundssonar
skálds og k.h. Svanhildar Steinþórs-
dóttur húsfreyju.
Börn Hrefnu eru Svanhildur, f. 5.1.
1971; Björn, f. 18.9. 1974, og Ásdís, f.
5.1. 1982.
Systir Axels er Aðalheiður Björns-
dóttir, f. 12.1. 1944, gift Poul Jensen,
félagsráðgjafa í Esbjerg í Dan-
mörku, og eiga þau tvö börn.
Foreldrar Axels eru Björn Krist-
jánsson, f. á Hjöllum í Ögurhreppi
19.8. 1920, d. 1.12. 2010, fyrrverandi
lögregluvarðstjóri og síðar starfs-
maður endurskoðunar Reykjavíkur-
borgar, og k.h. Auður Axelsdóttir, f.
15.4. 1920, d. 4.8. 2009, frá Ási í
Kelduhverfi, húsfreyja.
Úr frændgarði Axels Björnssonar
Axel
Björnsson
Hólmfríður Stefánsdóttir
frá Halldórsstöðum (systir Kristínar)
Jóhannes Friðriksson
b. á Sveinsströnd við Mývatn
Sigríður S. Jóhannesdóttir
húsfr. á Ási
Axel Jónsson
kennari á Ási
Auður Axelsdótti
húsfr. í Rvík
Kristín Stefánsdóttir
frá Halldórsstöðum í Reykjadal
Jón Egilsson
b. á Sultum í Kelduhverfi
Guðmundína Magnúsdóttir
frá Arnardal
Guðmundur Kristjánsson
sjómaður í Arnardal
Kristjana Guðmundsdóttir
húsfr. á Hjöllum
Kristján Einarsson
b. á Hjöllum í Skötuf. við Djúp
Björn Kristjánsson
lögregluvarðstj. í Rvík
Einar Bjarnason
snikkari á Ísafirði
Kristjana Guðmundsdóttir
ekkja Jonathans Motzfeflds
Guðmundur
Kristjánsson
Kristján Arason
handboltaþjálfari
Ari Kristjánsson,
skipstjóri og
kaupm. í Hafnarf.
Ævar Kjartansson,
útvarpsmaður á RÚV
Áslaug Axelsdóttir
húsfr. í Rvík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012
Inga Sif Ólafsdóttir lungnalæknir
varði doktorsritgerð í læknisfræði
hinn 25. nóvember 2011 við Uppsala-
háskóla í Svíþjóð. Ritgerðin ber heit-
ið: Tengsl bólguþátta við lungna-
sjúkdóma, lungnastarfsemi og kyn,
„Inflammatory Markers, Respira-
tory Diseases, Lung Function and
Associated Gender Differences.“
Meginmarkmiðið var að rannsaka
bólguþætti í blóði og tengsl þeirra
við lungnastarfsemi. Efniviðurinn
byggist á niðurstöðum frá þremur
ólíkum rannsóknarþýðum: 1. Evr-
ópukönnuninni Lungu og heilsa þar
sem stórum hópi fólks hefur verið
fylgt eftir með m.a. mælingum á
lungnastarfsemi. Notaðar voru nið-
urstöður Evrópukönnunarinnar frá
Reykjavík, Uppsala og Tartu í Eist-
landi; 2. PIVUS-rannsókninni á sjö-
tugum Uppsalabúum og 3. Reykja-
víkur rannsókn Hjartaverndar.
Meginniðurstöður ritgerðarinnar
eru að samband er á milli almennrar
bólgusvörunar í líkamanum og
astma (án undirliggjandi ofnæmis).
Astminn er þannig ekki eingöngu
lungnasjúkdómur og er vonast til
þess að aukinn skilningur á þeim
bólguferlum sem valda því að sumir
tapa öndunargetu sinni hraðar en
aðrir muni opna fleiri meðferðar-
möguleika. Jafnframt kom fram í
niðurstöðum kynjamunur, þar sem
aukin bólgusvörun í blóði hjá karl-
mönnum tengdist meiri skerðingu á
lungnastarfsemi en hjá konum.
Þessi kynjamunur var til staðar í öll-
um þremur rannsóknarþýðunum en
orsakir þessa kynjamunar eru ekki
ljósar og þarfnast frekari rann-
sókna.
Inga Sif Ólafsdóttir fæddist
1973 í Kaupmannahöfn. Hún lauk
læknaprófi frá Háskóla Íslands
2001, hlaut almennt lækningarleyfi
2002, öðlaðist sérfræðiviðurkenn-
ingu í almennum lyflækningum 2007
og í lungnalækningum 2010. Eigin-
maður Ingu Sifjar er Gunnar Már
Zoëga augnlæknir og eiga þau þrjú
börn. Foreldrar hennar eru Gerða
S. Jónsdóttir og Ólafur Gíslason
verkfræðingur.
Doktor
Doktor í
læknisfræði
85 ára
Jónína Þórðardóttir
Sigurlína Kristjánsdóttir
80 ára
Áslaug Sigursteinsdóttir
Hreinn Bjarnason
Hörður Hjaltason
Sigríður Guðmundsdóttir
Sigríður Valdimarsdóttir
75 ára
Einar Karlsson
Halldór V. Þorsteinsson
Rósa Lárusdóttir
Vilborg Halldórsdóttir
Þráinn Skarphéðinsson
70 ára
Birna Björns
Guðni Nikulásson
Halldór Hartmannsson
Hulda Scheving
Þorgeir Baldursson
Þórhildur Jónasdóttir
Þórólfur Jóhannsson
60 ára
Borghildur Brynjarsdóttir
Gerður Elín Hjálmarsdóttir
Heiðrún Alda Hansdóttir
Ingunn G. Björnsdóttir
Ingvar Árni Sverrisson
Karl H.K. Norðdahl
Kristín Gísladóttir
Reynir Carl Þorleifsson
Sigríður Jónsdóttir
Sigurbjörg K.
Róbertsdóttir
Sigurjóna Sverrisdóttir
Þorvaldur S.K. Norðdahl
50 ára
Andrés Bragason
Auðunn Sigurbjörn
Blöndal
Ásdís Árnadóttir
Bylgja Sigurjónsdóttir
Herdís Jóhannsdóttir
Ingibjörg María Karlsdóttir
Jóhanna Kristín Rafnsdóttir
Kristín Ólafsdóttir
Málfríður Jódís
Guðlaugsdóttir
Pálína Björk
Jóhannesdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir
Sigrún Traustadóttir
Sigurrós Kristinsdóttir
Sólveig Óladóttir
Susan Sigurbjarnarson
Svavar Garðar Svavarsson
40 ára
Álfheiður Karlsdóttir
Ármann Einar Lund
Benný Hulda
Benediktsdóttir
Bjarki Borgdal
Magnússon
Guðlaug Þorvaldsdóttir
Hjalti Ólafsson
Hlíf Georgsdóttir
Kolbrún Berglind
Grétarsdóttir
Lilja Margrét Bergmann
Sigvarður Örn Einarsson
30 ára
Adolf Þorberg
Andersen
Barbara Duda
Birna Sólveig
Björnsdóttir
Damian Tadeusz Mielke
Einar Örn Gissurarson
Eygló Birgisdóttir
Gissur Breiðdal
Smárason
Helga Ragnheiður
Jósepsdóttir
Marcin Nogala
Monica Thadeus Kimaro
Pawel Zawadzki
Til hamingju með daginn
30 ára Sigurbjörg lauk
stúdentsprófi frá VMA og
er skólaliði á Akureyri.
Maki: Halldór Örn Krist-
jánsson, f. 1974, starfs-
maður Samherja.
Dætur: Fanney Ósk, f.
2004, Kolbrún Anna, f.
2007, og Hugrún Harpa,
f. 2008.
Foreldrar: Svanhildur
Stefánsdóttir, f. 1943,
húsfreyja, og Jón Vigfús-
son, f. 1929, d. 2011,
bóndi á Hólmum.
Sigurbjörg Ósk
Jónsdóttir
30 ára Einar starfar hjá
rafverktakafyrirtækinu
Raftvisti í Reykjahlíð.
Hálfsystkini: Jón Ísfjörð
Aðalsteinsson, f. 1971,
sjómaður; Bjargþór Ingi
Aðalsteinsson, f. 1972,
vinnur á Grundartanga,
og Ljósbjörg Ósk Að-
alsteinsdóttir, f. 1975,
verslunarmaður.
Foreldrar: Aðalberg S.
Árnason, f. 1954, rafvirki,
og Jóhanna S. Sverr-
isdóttir, f. 1950, húsfr.
Einar Finnur
Snorrason
30 ára Hildur lauk BA-
prófi í grafískri hönnun og
er í fæðingarorlofi.
Maki: Óskar Ragnarsson,
f. 1981, bátasmiður.
Börn: Viktor Logi Guð-
mundss., f. 2002; Selma
Líf Óskarsd., f. 2006
(stjúpd.); Berglind Ylfa
Óskarsd., f. 2009, og Þór-
hallur Óskarss. f. 2012.
Foreldrar: Þorsteinn Frið-
riksson, f. 1955, vélsm.,
og Svanhildur Skúladóttir,
f. 1955, lífeindafr..
Hildur Björk
Þorsteinsdóttir
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200
ERUM AÐ
TAKA UPP
NÝJAR VÖRUR
FYRIR DÖMUR!