Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Veiði Haraldur Ingi Haraldsson segir mikla möguleika í strandstangveiði. „Þetta er ekki alveg jafn einfalt og það hljómar. Í mótinu er lagt upp úr því að tryggja veiðimönnum jafn- stöðu og keppt í ákveðnum svæðum og gefin stig fyrir röðunina í svæð- unum. Eitt svæði getur verið í mikl- um fiski og annað svæði í tregfiski en þau geta samt keppt. Síðan eru gefin stig fyrir hvern fisk sem kem- ur á land og fyrir lengd fisksins. Það eru fimm stig fyrir hvern fisk og 60 cm langur fiskur gefur t.a.m. 60 stig. Þetta er landsliðskeppni en svo keppa keppendur í sveitum sem eru blinddregnar,“ segir Haraldur Ingi. Fiskarnir eru af öllum stærðum og gerðum en Haraldur Ingi segir Marcus Wuest, þýskan veiðimann, hafa sýnt sér mynd af fiski sem hann gæti trúað að hefði verið um 4 kg þorskur. „Þeir veiða miklu fleiri og stærri fiska en þeir eru vanir að gera erlendis veiðimennirnir og hér eru því draumaaðstæður. Á Íslands- meistaramótinu fyrir um mánuði veiddust 12 tegundir en mest veidd- ist þá af kola, þorski og ufsa,“ segir Haraldur Ingi og bætir við að hægt sé að taka fisikinn með sér heim ef vill. En þá þarf að klippa sporðinn til að hann sé ekki tvímældur. Mikil klúbbastarfsemi Íslandsdeild EFSA hefur verið starfrækt frá árinu 2000 en Har- aldur Ingi talar um að hérlendis hafi hópur manna stundað íþróttina af mikilli sérvisku um nokkurt skeið. „Möguleikarnir eru gríðarlegir. Ég tala nú ekki um fyrir almenning sem vill eiga holla og góða tóm- stundaiðju. Sem atvinnugrein gæti sjóstangveiði og strandstangveiði hæglega velt meiri peningum. Það eru fleiri sem stunda þetta sport í Evrópu en lax- og silungsveiðar. Að- stæður eru góðar hér fyrir norðan og við höfum veitt nokkuð í Eyjafirð- inum síðastliðin tvö ár til að kynna okkur hann. Ég var með sérstakt verkefni til að þróa strandstangveiði fyrir erlenda ferðamenn en það er klárt að um allt land eru góðar að- stæður sem mætti nýta betur,“ segir Haraldur Ingi. Evrópusamband strandstang- veiðimanna er stærsti veiðihópur í Evrópu og eru deildir í Evrópu- löndum innan þess. Íslandsdeild EFSA sótti fyrir tæpum tveimur ár- um um leyfi til að halda mótið í ár. Til undirbúnings voru haldin þrjú innanfélagsmót í sumar til að velja fólk í landsliðið og var eitt þeirra Ís- landsmeistaramót. Taka átta Íslend- ingar þátt í mótinu en keppendur eru bæði karlar og konur á öllum aldri. Verður mótinu slúttað á laug- ardaginn með verðlaunaafhendingu og „galadinner“. „Það er mikið félagslíf í kring- um þetta og fólk hittist og skrýðist einkennisbúningum. Fyrstu veiði- mennirnir komu hingað í síðustu viku og hafa æft sig síðan. Þeir hafa veitt svakalega vel og það er gaman að sjá Facebook-færslur hjá þessum körlum sem segjast vera hættir að telja eftir 40 eða 50 fiska,“ segir Haraldur Ingi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Street-dansararnir Hurrikane og Android frá New York munu kenna locking, popping, wav- ing, isolations og tutting á námskeiði í Reykja- vík dagana 29. september til 4. október. Þessir stílar í street-dansi eru ekki kenndir reglulega hér á Íslandi og því gefst íslenskum dönsurum með þessu einstakt tækifæri til að kynnast skemmtilegum stílbrögðum og frægum döns- urum. Bæði eru þau þekktir dansarar innan street-danssenunnar og reglulega beðin að taka þátt í ýmsum viðburðum í New York. Frá Íslandi halda þau áfram til fleiri landa í Evrópu þar sem þau munu einnig halda námskeið. Dansnámskeiðin með Android verða 29. og 30. september kl. 15-17 en Hurrikane kennir 2. og 4. október kl. 19-21. Kostar hvort námskeið 6.500 krónur en kennt verður í Árbæjarþreki við Selásveg og fer skráning fram á vefsíðunni www.brynjapeturs.is. Street-dansnámskeið Þekktir kennarar á Íslandi Liðug Android frá N.Y. Hopp Hurrikane dansar í loftköstum. Sólskálar -sælureitur innan seilingar Glæsilegir sólskálar lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Gluggar og garðhús Nánari upplýsingar á www.solskalar .is Viðhaldsfríir gluggar og hurðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.