Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Í tilefni af 70 ára afmæli Icelandic Group hf. og for- vera þess, Sölu- miðstöðvar hrað- frystihúsanna, efnir félagið til ráðstefnu í Hörpu í dag, þriðjudag. Þar munu innlendir og erlendir lykil- menn í sjávarútvegs- og smásölu- iðnaði bera saman bækur sínar. Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic, mun setja ráðstefnuna en ráðstefnustjóri verður Lárus Ás- geirsson, forstjóri félagsins. Mörg erindi verða flutt, m.a. um mark- aðssetningu sjávarafurða og efna- hagsleg áhrif sölusamtaka á sjávar- útveginn og Ísland. Ráðstefnan hefst kl. 13:30 og lýkur með léttum veitingum í Hörpu kl. 17:00. Hún er opin öllum og ráðstefnugjald fyrir aðra en boðsgesti er 7.900 kr. Afmælisráðstefna Icelandic í Hörpu Lárus Ásgeirsson Verkefnastjórn Nýs Landspítala segir í yfirlýsingu að fullyrðingar um að áætlaður kostnaður við stækkun Landspítala geti orðið allt að 145 milljarðar kr. séu fjarri öll- um sanni. Verkfræðistofan Efla hefur haft umsjón með gerð kostnaðaráætlana fyrir hönd ráðgjafateymisins. Áætlaður kostnaður vegna 1. áfanga framkvæmda sé 45 millj- arðar kr. á verðlagi í janúar 2012. Innifalið í kostnaðaráætlun sé 15- 18% álag vegna óvissuþátta í sam- ræmi við hönnunarstig verkefnis- ins. Engar áætlanir hafi verið gerðar um byggingar í 2. áfanga deili- skipulags, enda sé sá áfangi ætl- aður fyrir mögulega þróun spítal- ans í framtíðinni. Morgunblaðið/Ásdís Tölur um kostnað fjarri öllum sanni Icelandair Group efnir til ráð- stefnu um fram- tíðartækifæri ís- lenskrar ferða- þjónustu í dag, þriðjudag, á Hil- ton Reykjavík Nordica. Ráð- stefnan er haldin í tilefni af 75 ára afmæli félagsins. Fyrirlesarar eru einstaklingar með ólíkan bakgrunn og sýn. Þeirra á meðal er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem flytur erindi, sem hann kallar „Áfangastaður á veraldarvísu“. Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair Group, mun fjalla um hvernig byggja á upp ferðaþjónustu á heimsmælikvarða á Íslandi og hvernig áframhaldandi uppbygging félagsins mun styðja við það markmið. Einnig flytja er- indi Søren Robert Lund, arkitekt Tívolí í Kaupmannahöfn, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Icelandair hótela, Emiliano Duch, forstjóri competi- tiveness.com í Barcelona, og Gregg Andersson, framkvæmdastjóri frá Nýja-Sjálandi. Ráðstefnan stendur frá kl. 13-17 og er öllum opin. Skráning er á icelandairgroup.com. Afmælisráðstefna Icelandair Group Ólafur Ragnar Grímsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Samkvæmt þessum tölum er ljóst að störfum á Íslandi er ekki að fjölga né er að draga úr atvinnuleysi svo nokkru nemur,“ skrifar Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, í grein sem birt er á vefsíðu ASÍ. Fjallar Gylfi um Vinnumark- aðskönnun Hag- stofunnar og leggur mat á stöðuna á vinnu- markaði þegar búið er að árstíða- leiðrétta tölurnar og einangra svo- kallaða leitni þessarar þróunar yfir lengra tíma- bil. Gylfa bendir m.a. á það í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyrir ný- liðun sé störfum ekki að fjölga. Nú þegar fjögur ár eru liðin frá hruni hafa fjórir árgangar ungs fólks kom- ið inn á vinnumarkaðinn en atvinnu- þátttaka þó aldrei verið minni. Fjöldi manns hafi horfið af vinnumarkaði og fjölmargir flutt til útlanda. Gylfi birtir súlurit sem sýnir breytingar á fjölda starfandi á vinnu- markaði allt aftur til 2008. „Ef ár- angur væri að nást í fjölgun starfa ættu súlurnar kerfisbundið að vera fyrir ofan strik en svo er því miður ekki. Þvert á móti eru þær oftar fyrir neðan strik og aldrei meira en sl. þrjá mánuði. Það segir okkur að langtíma leitni á vinnumarkaði bend- ir til þess að atvinnuástandið sé að versna fremur en batna og að gera megi ráð fyrir slæmu ástandi þegar líða tekur á veturinn,“ segir hann. Hann bendir á að skv. tölum Hag- stofunnar fækkaði störfum í hruninu úr 180 þúsund í um 167 þúsund störf. Frá þeim tíma hefur fjöldi starfandi rokkað um eitt til tvö þúsund, tók að- eins kipp upp á við sumarið 2011 en féll aftur um haustið og er nú svip- aður fjöldi og í ársbyrjun 2009. „Ef litið er á hlutfall atvinnulausra á þessu tímabili hefur hlutfall at- vinnulausra skv. alþjóðlegri skil- greiningu Hagstofunnar verið ótrú- lega stöðugt, eða öðrum hvorum megin við 7% en náði hámarki vet- urinn 2011,“ segir hann. Gylfi segist finna það meðal sinna félagsmanna að þar sé ríkjandi mikil reiði vegna stöðunnar og þetta mál verði í brennidepli á þingi ASÍ í næsta mánuði. „Fólki finnst að stjórnvöld hafi þetta ekki í fyrir- rúmi,“ segir Gylfi í samtali í gær. Í niðurlagi greinarinnar segir hann algerlega ótímabært að lýsa yf- ir einhverjum sigrum. „Það er einnig vandséð hvernig hægt er að líta á slíkt sem vitnisburð um árangurs- ríka efnahagsstjórn – sérstaklega þegar um er að ræða ríkisstjórn sem kennir sig við jöfnuð og jafnrétti – en hitt er ljóst að ef stjórnvöld breyta ekki um kúrs í þessum málum er nokkuð ljóst hver viðbrögð kjósenda verða í vor.“ Störfum er ekki að fjölga  „Ef stjórnvöld breyta ekki um kúrs […] er nokkuð ljóst hver viðbrögð kjósenda verða í vor,“ segir forseti ASÍ  Vísbendingar um að atvinnuástandið sé að versna ja nú ar fe br úa r m ar s ap ríl m aí jú ní jú lí ág ús t se pt em be r ok tó be r nó ve m be r de se m be r ja nú ar fe br úa r m ar s ap ríl m aí jú ní jú lí ág ús t se pt em be r ok tó be r nó ve m be r de se m be r ja nú ar fe br úa r m ar s ap ríl m aí jú ní jú lí ág ús t se pt em be r ok tó be r nó ve m be r de se m be r ja nú ar fe br úa r m ar s ap ríl m aí jú ní jú lí ág ús t se pt em be r ok tó be r nó ve m be r de se m be r ja nú ar fe br úa r m ar s ap ríl m aí jú ní jú lí ág ús t Fjöldi starfandi og atvinnuleysi 2008 - 2012 180.000 175.000 170.000 165.000 160.000 155.000 10% 8% 6% 4% 2% 0 Fjöldi starfandi Atvinnuleysi Heimild: ASÍ &Hagstofa Íslands 2008 2009 2010 2011 2012 Gylfi Arnbjörnsson Mikið misgengi er á milli atvinnulífs og menntunar. 50% þeirra sem eru í atvinnuleit eru eingöngu með grunn- menntun. Rætt var á málþingi fræðsludeildar ASÍ á dögunum um mikilvægi þess að hefta brottfall úr framhaldsskólum enn frekar og um nauðsyn þess að kynna börnum í efstu bekkjum grunnskóla fjöl- breytileika atvinnulífsins með það að markmiði að vekja áhuga þeirra á iðn- og tæknigreinum. Í gögnum sem Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, fjallaði um á málþinginu kom fram að skortur er á vinnumarkaði á fólki með menntun í verk- og tæknigreinum, s.s. í málmtæknigreinum, heilbrigð- isgeiranum og hugbúnaðargerð. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, minnir á í samtali að aðilar vinnu- markaðarins og stjórnvöld gerðu samkomulag 2008 þar sem stefnan var sett á að ekki verði fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði án viður- kenndrar starfs- og framhaldsskóla- menntunar árið 2020. Nú er þver- pólitískt samkomulag um þetta markmið sem Gylfi segir vera eitt- hvert mesta menntaátak sem þessi þjóð hefur sett sér. Í dag er hlutfall Íslendinga 25-64 ára sem ekki hafa lokið formlegri framhaldsmenntun 30%. Í máli Hall- dórs kom fram á þinginu að til að markmiðið um að lækka þetta hlut- fall í 10% geti orðið að veruleika þurfi skilvirkni í menntakerfinu að aukast umtalsvert, brotthvarf að minnka og efla þarf menntun þeirra sem nú starfa á vinnumarkaði og hafa aðeins lokið grunnskólanámi. Af tölum sem Ingibjörg E. Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, fjallaði um á þinginu, má sjá að ef 48.000 manns á aldrinum 25-64 eru eingöngu með grunnmenntun þurfi að hækka menntunarstig 30.000 ein- staklinga til að ná 10% markmiðinu. Misgengi atvinnulífs og menntunar Hlutfall atvinnulausra eftir menntastigum júní 2008 - júlí 2012 Grunnskólanám eða sambærilegt Starfstengt nám á framhaldsskólastigi Háskólanám / sérskólar við háskólastig iðnnám stúdentspróf 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0 Heimild: ASÍ - Halldór Grönvold Auka menntun 30 þúsund manna STUTT Ótrúlegt úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, kappar og allt þar á milli. Við lánum þér gardínulengjur heim til að auðvelda valið. GLUGGATJÖLD Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ef þú staðg reiðir sendum vi ð frítt hvert á lan d sem er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.