Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eitthvað sem áður virtist á gráu
svæði er núna spurning um rétt eða rangt. Ef
ágreiningur rís meðal fjölskyldumeðlima þarf
að komast að málamiðlun.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú munt njóta þess að kaupa inn fyrir
heimilið eða fjölskyldumeðlimi í dag. Ein-
beittu þér að framhaldinu þannig að allt tak-
ist sem best má verða.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu ekki að streða við hlutina einn
í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gild-
ir. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og reyndu
að vinna heima ef þú mögulega getur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að gefa þér tíma þessa dag-
ana. Svarið verður ábyggilega neikvætt. Ein-
hver minnimáttarkennd lætur á sér kræla.
Hunsaðu hana.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér finnst óþolandi þegar aðrir grípa inn
í starf þitt og reyna að beina þér á aðrar
brautir en þú vilt. Hrósaðu þér fyrir allt sem
þú gerir á einum degi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Breytingar liggja í loftinu og (furðulegt
nokk) þér líkar það ekki. Ef vinir og ættingjar
leyfa þér ekki að vera í friði þegar þú vilt
verðurðu að tala alvarlega við þá þangað til
þeir skilja þig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Dagurinn er hentugur til daðurs. Sláðu
ekki af kröfunum. Þú gætir dottið í lukkupott-
inn fljótlega.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er hið besta mál að vera
ánægður með sig ef hrokinn er ekki með í för.
Efldu trúarlíf þitt og leitaðu svara við spurn-
ingum þínum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er aldrei að vita hvenær
gamlir vinir birtast á ný og engin ástæða til
þess að láta það slá sig út af laginu. Farðu í
huganum upp á fjallstindinn og horfðu niður
á líf þitt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Allir verða að hafa einhverja kjöl-
festu í lífinu. Hver er þín? Hugsaðu málið og
lagfærðu hlutina ef þér líkar ekki svarið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú reynir að halda huganum opn-
um, en getur samt ekki neytt þig til að sam-
þykkja allt sem þú verður vitni að. Reyndu
ekki að ganga lengra en þú getur því það
hefnir sín alltaf.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samstarfsmenn þínir vilja endurgjalda
þér greiða. Erfiðast er að bíða – notaðu tím-
ann og gerðu eitthvað fyrir sjálfa/n þig.
Helgi Seljan sendi Vísnahorninulínu „eftir að hafa hlustað á
formann slitastjórnar“ á föstudag:
Slitastjórnin fær sér flott
af feitu bitunum,
en fetar veg með feimnisvott
í felulitunum.
Kerlingin á Skólavörðuholtinu er
einn af góðkunningjum Vísna-
hornsins og ávallt aufúsugestur. En
það virðist sitthvað ganga á aftur-
fótunum hjá henni þessa dagana:
Ég hætt er á veröld að vona,
ég væti ekki þurran góm.
Ég bitur er bölvandi kona
og bokkan mín alveg tóm.
Helgi Zimsen sendi henni upp-
örvandi kveðjur á fésbókinni:
Vertu æ við veröld dús,
vonir skaltu grilla.
Alltaf má fá aðra krús
og einhvern til að fylla.
Ekki áraði betur hjá kerlingunni
í illviðrinu fyrr í mánuðinum. Þá
hefur gustað á Skólavörðustígnum:
Vindur áfram villtur rennur,
vont er ástand hér,
svo feikn er hvasst að fjórar tennur
fuku út úr mér.
Gunnar Kr. Sigurjónsson kastar
fram limru á Boðnarmiði:
Vinur minn, Vilhjálmur Jósafat
veitingamaður, hjá Rósa sat:
„Paprikupasta,
já punktur og basta,
ég dýrka – og allskonar dósamat.“
Kristján Eiríksson yrkir „eina
væmna silkihlínarvísu“:
Þegar birta dagsins dvín
draumalandið við mér skín
sæt þar bíður silkihlín,
sólskinsbjarta stúlkan mín.
Hreinn Guðvarðarson skrifar:
„Þegar eg var strákur áttum við
bók með öfugmælavísum eftir ýmsa
höfunda að mig minnir. Hún er nú
löngu upp lesin en eg er að reyna
að rifja einhverjar upp.
Fiskurinn hefur fögur hljóð
finnst hann oft á heiðum.
Ærnar renna eina slóð
eftir sjónum breiðum.
Gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta.
Í eld er best að ausa sjó
eykst hans log við þetta.
Séð hef eg köttinn syngja á bók
selinn spinna hör á rokk
skötuna elta skinn í brók
skúminn prjóna ullarsokk.“
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af kerlingunni, tönnum
og öfugmælavísum
Í klípu
MAMMA HANS GERÐI HANN BRJÁLAÐAN,
EN HÚN KOM AÐ MINNSTA KOSTI Í
HEIMSÓKN.
eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...að kyssast eins og
eskimóar.
SNIGLAR
HAFA LÍKA
TILFINNINGAR
ÞAÐ ER NÚ BARA MJÚKT
OG NOTALEGT HÉRNA.
ÞAÐ ER ÞITT
VANDAMÁL, VINUR -
LÍF ÞITT HEFUR
VERIÐ ALLTOF
FJANDI NOTALEGT.
LE GRONDER VEITINGASTAÐUR
AF HVERJU
ERU ÞEIR AÐ
SLÁST?
ÞEIR VILJA BÁÐIR
TAKA PÖNTUNINA
MÍNA ...
... ÞEGAR ÉG KEM ÚR RÁNS-
FERÐUM HÆTTIR MÉR TIL AÐ
GEFA OF MIKIÐ ÞJÓRFÉ.
AF HVERJU
ERTU Í
FÝLU?
MÉR DETTUR
EITTHVAÐ Í HUG ...Merkilegt hvað við fjölmiðlamennþurfum oft að flækja hlutina. Á
dögunum hermdu fjölmiðlar af ís-
lenskum ofurhugum sem ætla að róa
einhverja afbrigðilega vegalengd á
einhverjum afbrigðilega löngum
tíma til að ná einhverjum afbrigði-
legum markmiðum. Ekkert nema
gott um það að segja. Nema hvað, í
fréttum sjónvarpsstöðvanna var við-
mælandinn úr hópi ofurhuganna
ýmist kallaður „róðrarmaður“ eða
„róðrarkappi“. Sannarlega gild ís-
lensk orð en hvers vegna nota menn
ekki styttra og þjálla orð sem við
eigum, „ræðari“? Þarf nauðsynlega
að skjóta „maður“ eða „kappi“ aftan
við öll möguleg heiti?
Það á sem betur fer ekki alltaf
við. Stundum eigum við auðvelt með
að einfalda mál okkar, eins og þegar
við segjum „kennari“ en ekki
„kennslumaður“ og „málari“ en ekki
„málningarmaður“.
Fyrst Víkverji er farinn út í þessa
sálma má hann til með að taka fleiri
dæmi. Það fer til að mynda alltaf
jafnmikið í taugarnar á honum þeg-
ar talað er um að einhver sé góður
„skotmaður“ í kappleikjum, þegar
við blasir að nota orðið „skytta“. Þá
hljómar „sæðari“ alltaf betur en
„sáðmaður“. Svona mætti lengi
telja.
x x x
Bandaríski spennuþátturinnHomeland rakaði til sín verð-
launum á hinni árlegu Emmy-hátíð,
Óskarsverðlaunum sjónvarpsins, um
helgina. Þetta kemur ekki á óvart,
Homeland er, alltént fram til þessa,
afskaplega velheppnaður spennu-
þáttur, lipurlega skrifaður og stút-
fullur af áhugaverðum persónum.
Þar eru fremst meðal jafningja
leyniþjónustukonan Carrie Mathi-
son og stríðshetjan dularfulla
Nicholas Brody. Þau eru leikin af
Claire Danes og Damian Lewis sem
bæði fóru með sigur af hólmi í flokk-
um aðalleikara í spennuþáttum.
Modern Family þótti besti gam-
anþátturinn sem kemur ekki á
óvart. Prýðileg afþreying þar á ferð.
Þá gladdi það gamalt hjarta Vík-
verja að Jon Cryer skyldi hljóta
verðlaun fyrir stórbrotna túlkun á
hinum mislukkaða Alan Harper í
spéþættinum Two and a Half Men.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Verið miskunnsöm eins og faðir yðar
er miskunnsamur. (Lúk. 6:36)
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag?