Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is „Að gefnu tilefni vill formaður bæj- arráðs minna fundarmenn á að hafa í huga háttvísi í bókunum sínum og gæta að því að niðrandi ummæli sem geta talist beinast að per- sónum eru fulltrúum í bæjarráði ósæmandi.“ Svona hljóðaði bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, for- manns bæjarráðs Kópavogs, á fundi ráðsins síðastliðinn fimmtu- dag. Bókun Rannveigar kom í kjöl- far raðar bókana af hálfu annars vegar Hjálmars Hjálmarssonar, bæjarfulltrúa Næstbesta flokksins, og hins vegar Ármanns Kr. Ólafs- sonar, bæjarstjóra Kópavogs. Að sögn Ármanns er Rannveig með þessum ummælum sínum að vísa til ummæla Hjálmars á fund- inum þess efnis að hann gæti ekki tekið ábyrgð á sleifarlagi Ármanns og Gunnars I. Birgissonar varðandi vinnu starfshóps sem ætlað var að fara yfir öll þau mál sem tengjast almenningssamgöngum í bænum. „Það var eitthvert rugl þarna í gangi, svo hélt það áfram og þá kom hún með þetta,“ segir Ármann og bætir við: „Þetta er náttúrlega alveg ótrúlegt eins og með hann Hjálmar þegar hann er að tala um sleifarlagið. Þau verkefni sem Hjálmar fékk í síðasta meirihluta, 20 mánaða meiri- hlutanum, voru þannig að þau voru helst ekki unn- in. Eins og kemur fram þarna átti hann að fara yfir fundarsköp bæjar- stjórnar og boðaði aldr- „Við erum nokkuð sáttir við þessa tilhögun,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðherra um að rjúpnaveiði verði með óbreyttu sniði í ár. Hann segir þó að fjölga hefði mátt veiðidögum en þeir verða níu í ár. „Það er okkar afstaða að 18 daga veiðitímabil þýði ekki meiri veiði heldur hafi í för með sér að veiði dreifist á fleiri daga,“ segir Elvar. Skotvís mun áfram beina því til skotveiðimanna að veiða hóflega og segir hann að átak undanfarin ár sé greinilega að skila sér. „Við höfum hvatt veiðimenn til að veiða hóflega og m.a. verið í samvinnu við Um- hverfisstofnun í því verkefni,“ segir Elvar. Sölubann á íslenskum rjúpum verður áfram í gildi en Pétur Guð- mundsson, verslunarstjóri Mela- búðarinnar, segir að innfluttar rjúpur njóti takmarkaðrar hylli meðal viðskiptavina. „Við verðum með smávegis af rjúpu, þetta er allt annar fugl, það er annað bragð af honum en af íslensku rjúpunni,“ segir Pétur. Sælkeradreifing hefur undan- farin ár flutt inn rjúpur frá Skot- landi og hefur þegar pantað rjúpur þaðan fyrir jólin. Gunnar Guð- sveinsson sem sér um kjötinnflutn- ing hjá Sælkeradreifingu segir að íslenskar verslanir séu þegar farn- ar að panta rjúpur í töluverðu magni. Hann gefur lítið fyrir að skoska rjúpan sé ekki sambærileg þeirri íslensku í bragði og gæðum. „Við höfum t.d. verið með 2-3 ára gamlar rjúpur sem passa held ég ágætlega íslenskum smekk. Rjúp- urnar í Skotlandi fá náttúrlega ekki lyngið okkar en af þeim er sama villibragð, þær eru úti í náttúrunni eins og okkar rjúpur. En ég vil ekk- ert segja til um hvort þær séu betri eða verri en þær íslensku,“ segir Gunnar. heimis@mbl.is Skotveiðimenn sáttir við ákvörð- un um rjúpnaveiði  Hefðu viljað sjá fleiri veiðidaga  Verslanir tryggja sér innflutta rjúpu Veiði Fjöldi skotveiðimanna víða um land skýtur rjúpur á hverju ári. Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og fyrrverandi hluthafi í Landsbank- anum, hefur óskað eftir við Hér- aðsdóm Reykjavíkur að honum verði heimilað að leita sönnunar- gagna með vitnaleiðslum fyrir dómnum, en Vilhjálmur íhugar að höfða bótamál á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni. Hann telur ástæðu til að ætla að reynt hafi ver- ið að tengja ekki saman aðila sem með réttu hefðu átt að vera skil- greindir sem tengdir aðilar. Með þessum hætti hafi áhættuskuld- bindingar gagnvart Björgólfi Thor numið a.m.k. 51,3 milljörðum, eða sem nam á árinu 2006 49,7% af CAD eigin fé bankans. Vilhjálmur undirbýr málsókn gegn Björgólfi Thor Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við erum komin með rammasamn- ing um fjórða svæðið af fimm fyrir vegagerðina í Noregi,“ segir Guð- mundur Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri verkfræðistofunnar EFLU. Rammasamningurinn sem EFLA undirritaði nýlega við Statens Vegve- sen, eða Norsku vegagerðina, þýðir að umsvif EFLU í Noregi tvöfaldast á milli ára. Samningurinn tekur til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar sam- göngumannvirkja í Noregi. „Okkur hefur gengið mjög vel í ár og við höfum tvöfaldað veltuna í þessum verkefn- um á einu ári. Við gerum ráð fyrir því að þessi vöxtur haldi áfram,“ seg- ir Guðmundur. „Ársvelta EFLU-samstæðunnar í norskum verkefnum nálgast nú millj- arð íslenskra króna. Um fjörutíu ís- lenskir sérfræðingar fyrirtækisins sinna þeim og þar með er Noregur orðinn stærsti markaður EFLU utan Íslands,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið er með aðsetur í Stav- anger en verkefni fyirtækisins eru um nær allan Noreg. „Öll vinna við vegagerðarverkefni fer fram á Ís- landi. Þar fyrir utan erum við að vinna í orkuverkefnum í Noregi,“ segir Guðmundur. Samningur um fjórða svæðið  EFLA þjónustar vegagerðina í Noregi á fjórum svæðum af fimm  Hefur tvö- faldað veltuna á einu ári  Framkvæmdastjóri býst við áframhaldandi vexti Fjórði samningurinn » EFLA þjónustar vegagerð- ina í Noregi og hefur tryggt sér samning til verkefna við hönnun á samgöngu- mannvirkjum. » Fyrirtækið þjónustar vega- gerðina á fjórum svæðum af fimm í Noregi. Guðmundur Þorbjörnsson „Þú sérð náttúrlega bókanirnar þeirra. Það er verið að tala um sleifar- lag og tala beint um persónur. Fyrir fullorðið fólk sem er í ábyrgðar- stöðum er algjörlega til vamms að láta hafa svona eftir sér,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, spurð út í fyrrnefnda bókun sína. Hún bætir við að það sé hægt að gagnrýna ýmis verk og tala svona um heild en maður vaði ekki beint á fólk með þessum hætti. „Þetta er eitthvað sem hefur loðað dálítið við Kópavog að vera með svona persónulegan dónaskap, það er ekki mönnum sæm- andi í stjórnunarstöðum,“ segir Rannveig. Að sögn hennar mun hún láta gera bókun aftur ef þess er þörf. „Við viljum viðhafa það að fólk hagi sér sæmilega á fundum og komi af virðingu fram hvað við annað,“ segir Rannveig. Fullorðnu fólki til vamms SEGIR PERSÓNULEGAN DÓNASKAP LOÐA VIÐ KÓPAVOG Rannveig Ásgeirsdóttir ei til fundar. Hann var settur í ein- hvern starfshóp Strætó, sem hann vildi stofna og var stofnaður fyrir hann, og hann kallaði aldrei til fundar. Svo hafa þau verið að tala um þetta Kópavogstún frá því nán- ast að þau tóku við og gerðu tillögu um stofnun nefndar en þau kláruðu það ekki einu sinni. Þegar ég tek við stofna ég nefndina og kem lið- inu til verka.“ Finnst orðalagið ekki niðrandi „Ég veit það nú ekki sjálfur. Ég get ímyndað mér að það hafi verið orðalagið sem ég notaði, sleifarlag, mér finnst það ekkert sérstaklega niðrandi, mér finnst það vægt orða- lag sem var notað tvisvar sinnum í bókun að ég held en það er það eina sem mér dettur í hug, ég fékk eng- ar nánari skýringar hjá formanni bæjarráðs hvað hún átti við með þessu,“ segir Hjálmar spurður út í bókun Rannveigar. Að sögn Hjálmars beindust um- mæli hans ekki að einstökum per- sónum heldur að embættis- og stjórnsýslufærslum kjörinna full- trúa. „Það er margt sem einhvern veginn hefur ekki verið komið í verk sem er svona hálfgerð van- virðing við ákvarðanir bæjarráðs og ég var einungis að gagnrýna það, það er nú eins og pólitíkin gengur fyrir sig, og þá stukku þeir upp á nef sér fannst mér með þá gagnrýni og komu með mjög ómak- legar bókanir í minn garð sem verða nánar ræddar á bæjarstjórn- arfundi á þriðjudaginn,“ segir Hjálmar. Morgunblaðið/Eggert Bókað Formanni bæjarráðs þótti deilur Hjálmars Hjálmarssonar og Ármanns Kr. Ólafssonar heldur harkalegar. Bæjarfulltrúar beðnir um að gæta háttvísi  Bæjarfulltrúi og bæjarstjóri deildu um strætó-starfshóp F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Kári S teinn Karls son, langh laupa ri 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið mitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.