Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 7
Ný ávöxtunarleið með stighækkandi vöxtum
Sparnaður: Vaxtaþrep 30 dagar
Vaxtaþrep 30 dagar er nýr bundinn óverðtryggður innlánsreikningur og hækka
vextirnir í þrepum eftir fjárhæð innistæðunnar.
Þú getur stofnað Vaxtaþrep 30 dagar í Netbankanum eða í næsta útibúi Íslandsbanka.
Nánari upplýsingar á islandsbanki.is
Ársvextir skv. vaxtatöflu 22.09.12: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu.
g ns.
Ný
sparnaðarleið
Úttektir af reikningnum þarf að til-
kynna með 30 daga fyrirvara en á móti
eru vextirnir hærri en á almennum
óbundnum innlánsreikningum og eru
þeir greiddir út mánaðarlega inn á
ráðstöfunarreikning að eigin vali.
Vaxtaþrep 30 dagar hentar því þeim
sem vilja örugga og háa ávöxtun en
jafnframt að innistæðan sé laus með
skömmum fyrirvara.
0–5 m.kr. 5–20 m.kr. 20–75 m.kr. +75 m.kr.
3,8%
4,1%
4,4%
4,7%
5,0%
4,5%
4,0%
3,5%
3,0%
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012
BAKSVIÐ
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Ég hitti reglulega mismunandi hópa
sjúklinga. Með því vil ég byggja upp
traust og tala um það sem er í gangi.
Þannig má finna nýjar leiðir til að
betrumbæta,“ sagði Tor Åm, fram-
kvæmdastjóri heilbrigðisráðs Nor-
egs, sem í gær hélt erindi á ráðstefnu
á Grand hóteli um nýja heildræna
heilbrigðisstefnu sem Norðmenn inn-
leiddu um síðustu áramót. Åm var í
forsvari endurskipulagningarinnar,
en með henni hafa Norðmenn innleitt
notendamiðaða heilbrigðisþjónustu.
Blaðamaður hitti hann í miðborginni í
gær og ræddi nýjar áherslur Norð-
manna.
Brugðust við breyttu samfélagi
Árið 2004 var sett af stað vinna við
að fara ofan í norska heilbrigðiskerf-
ið. „Í ljós kom að það voru ekki ein-
ungis annmarkar á heilbrigðiskerfinu
sjálfu heldur sáum við að samfélags-
gerðin var að breytast. Fólk var að
eldast og hlutfallið á vinnumarkaði að
minnka samhliða. Okkur þótti ljóst að
heilbrigðiskerfið yrði að taka mið af
þessu,“ segir Åm. Árið 2008 setti þá-
verandi heilbrigðisráðherra Noregs í
gang vinnu með það að markmiði að
endurbæta kerfið út frá fyrri skoðun
og gera það notendamiðaðra.
Í Noregi er grunnheilbrigðisþjón-
ustan á hendi sveitarfélaganna, sem
eru 429 að tölu, en sérfræðiþjónusta
og rekstur sjúkrahúsa er á hendi rík-
isins. Åm segir að grunnþjónustan fái
helming opinberra framlaga og að
restin fari til reksturs sjúkrahúsa og
til annarrar sérfræðiþjónustu.
Hann segir að markmiðin í nýrri
stefnu séu að fyrirbyggja að fólk
þurfi að leita sér spítalavistar og sér-
fræðiþjónustu og að sem flestir geti
fengið lausn sinna mála í grunnþjón-
ustunni. Einnig að sérfræðingarnir
geti sérhæft sig meira, en að sam-
hliða sé tryggt að þeir sem þurfi
margháttaða þjónustu fái hana.
Åm segir mikilvægt að þegar fólk
leiti fyrst til heilbrigðiskerfisins taki
strax við því sérhæft heilbrigðis-
starfsfólk sem geti greint það betur
og hjálpað því rétta leið. Hann segir
að samtal eigi sér orðið stað á milli
þessara tveggja kerfa og að komnir
séu samningar á milli grunnþjónust-
unnar og sérfræðiþjónustunnar sem
miði að bættri þjónustu og betri nýt-
ingu fjármuna. Hann segir það
tryggja aukna skilvirkni, meiri gæði
og meiri sjálfbærni.
„Það er dýrara að fá sjúklinga á
sjúkrahús en að geta leyst vanda
þeirra í héraði með fyrirbyggjandi
hætti. En það þarf að breyta fleiru en
heilbrigðiskerfinu. Skólakerfið,
menningin og tæknin þarf einnig að
laga sig að því,“ segir Åm.
Hann segir að almenna viðhorfið
hjá heilbrigðisstarfsmönnum í Nor-
egi sé jákvætt gagnvart nýrri stefnu
en að heimilislæknar séu sumir
óhressir, enda sé verið að færa aukið
vægi yfir á grunnheilbrigðisþjón-
ustuna. Það skapi ákveðið óöryggi
hjá þeim. Sveitarfélögin séu hinsveg-
ar almennt mjög sátt við að takast á
við stærra hlutverk þó að áhyggjur af
fjármögnun séu sígildar.
Åm segir að í norska Stórþinginu
hafi þingmenn almennt verið sam-
mála um markmiðin í kerfinu, þó að
deilt hafi verið um efnahagslega þýð-
ingu breytinganna og um einstakar
leiðir. En að vegna samstöðunnar í
þinginu óttist hann ekki að þegar ný
stjórnvöld taki við einhvern tíma í
framtíðinni verði gerð bylting á kerf-
inu og það sé jákvætt fyrir heilbrigð-
iskerfið og notendur þess. „Stjórn-
völd vita að þetta er til langs tíma,“
sagði Åm. Spurður um álit sitt á ís-
lenska heilbrigðiskerfinu segist hann
ekki vilja tjá sig um það. Hann sé hér
einungis til að kynna norska kerfið.
Þjónusta miðist við þarfir sjúklinga
Notendamiðað heilbrigðiskerfi innleitt í Noregi Áhersla er nú lögð á að fyrirbyggja sjúkrahúsvist
Grunnþjónusta var efld og samráð milli kerfa aukið Notendur hafa meira að segja um þjónustuna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Notendavæn þjónusta Tor Åm, heimilislæknir og framkvæmdastjóri heilbrigðisráðs Noregs, á Grand hóteli í gær.
„Markmið okkar í dag er að
koma í veg fyrir sjúkdóma hjá
fólki og að heilsugæslan sinni
stærri hluta heilbrigðisþjónust-
unnar en áður,“ segir Tor Åm,
heimilislæknir og framkvæmda-
stjóri heilbrigðisráðs Noregs.
Hann segir að sjúkrahúsum í
Noregi sé nú skylt að ráðfæra
sig við sveitarfélögin og not-
endur þjónustunnar um þjón-
ustu sem veitt er. „Þau geta
ekki lengur sett sér sjálf stefnu.
Þau eiga að laga sig að þörfum
samfélagsins,“ sagði Åm.
Þurfa nú að
ráðfæra sig
BREYTT STEFNA Í NOREGI